Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 3.55, 5, 7 og 9. Íslenskt tal. Vit 429
Líf þitt mun
aldrei verða eins!
Mel Gibson og Joaquin Phoenix í
magnaðri spennumynd eftir M. Night
Shyamalan, höfund og leikstjóra Sixth
Sense.
Það er einn í hverri
fjölskyldu!
starstarstar
Kvikmyndir.is
starstarstarstar
Roger Ebert
Sýnd kl. 5.45, 8, 9.15 og 10.20. B.i. 12. Vit 427
EIGHT LEGGED FREAKS
starstarstar
Kvikmyndir.com
starstarstar
DV
starstarstar
1/2
SK.RadioX
SCOOBY- DOO
Sýnd kl. 4 og 6 Vit 398
Fyrir 1250 punkta 
færðu bíómiða.
starstarstar
Kvikmyndir.com
starstarstar
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 10. B. i. 16.
starstarstar
DV
starstarstar
HL. MBL
starstarstar
Kvikmyndir.is
starstarstar
DV
Sýnd. kl. 6. Með ísl. tali.
starstarstar
1/2
SV Mbl
starstarstar
1/2
Kvikmyndir.is
27 þúsund áhorfendur
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 8.
Líf þitt mun
aldrei verða eins!
Sjáið myndina í frábæru
nýju hljóðkerfi Háskólabíós
starstarstar
ÓHT Rás2
Ben affleck  Morgan Freeman
starstarstar
SK Radíó X
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12. 
starstarstar
Kvikmyndir.is
starstarstar
Kvikmyndir.com
starstarstarstar
Roger Ebert
starstarstar
SG. DV
starstarstar
ÓHT Rás 2
starstarstar
Kvikmyndir.com
starstarstar
Kvikmyndir.is
starstarstar
SV Mbl
Rómantísk gamanmynd úr raunveruleikanum
sem fjallar um íslenskan mann, Jón Gnarr,
sem verður ástfangin af Kínverskri stúlku. Frá
sömu aðilum og gerðu Íslenska drauminn.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 6. Íslenskt tal.
Sýnd kl. 8 og 10. Enskt tal.
starstarstar
1/2
Kvikmyndir.is
starstarstar
1/2
SK.RadioX
starstarstar
DV
1001 nótt kynnir í samstarfi við Pepsi, Tal og Námsmannalínuna:1001 nótt kynnir í samstarfi við Pepsi, Tal og Námsmannalínuna:
SIGNS heldur sem fastast í topp-
sæti listans yfir vinsælustu mynd-
irnar í Bandaríkjunum, heilum mán-
uði eftir að hún var frumsýnd. Þessi
yfirnáttúrlegi spennutryllir með Mel
Gibson í aðalhlutverki er á góðri leið
með að sigrast á hinu illyfirstíg-
anlega 200 milljóna dala marki og er
hún komin í hóp allra vinsælustu
mynda ársins, það sem af er. 
En stóru tíðindin þessa þriggja
daga helgi sem kennd er við dag
verkalýðsins vestra eru ótrúleg
þrautseigja lítillar rómantískrar
gamanmyndar sem orðin er að
óvæntasta smelli sumarsins. My Big
Fat Greek Wedding, sem fjallar um
gríska stelpu sem reynir að fá sam-
þykki foreldra sinna fyrir því að hún
giftist bandarískum manni, var
frumsýnd vestanhafs í apríl og hefur
síðan þá verið að mjaka sér mak-
indalega upp listann. Um helgina
sóttu myndina fleiri áhorfendur en
nokkra aðra helgi síðan sýningar á
henni hófust, enda hefur hún aldrei
náð svo hátt á listanum. Fram-
leiðslukostnaður myndarinnar var
sáralítill, 5 milljónir dala eða 450
milljónir króna, sem þykir ekki neitt
í henni Hollywood. Tekjurnar eru
hins vegar á góðri leið með að skríða
yfir 100 milljóna dala markið og það
bara í N-Ameríku þannig að nú þeg-
ar er um að ræða eina allra tekju-
hæstu mynd ársins og það á vafalítið
eftir að ræða lengi vel þessa dæma-
lausu hægsígandi sigurgöngu. 
Þess má geta að myndin verður
tekin á ný til sýningar í Smárabíói
um helgina og verður spennandi að
sjá hvort þessar óvæntu vinsældir
vestra ýti við landanum.
Eina nýja myndin sem náði að
skipa sér meðal 10 tekjuhæstu
mynda helgarinnar var feardotcom
en fáar myndir hafa reyndar fengið
eins slæma útreið gagnrýnenda og
hún á árinu. The Good Girl með
Jennifer Aniston og One Hour Photo
með Robin Williams í hlutverki geð-
sjúks morðingja hófu göngu sína
nokkru fyrir síðustu helgi í fáum 
bíóum en vegna góðra dóma var sýn-
ingarsölum fjölgað til muna og ná
þær að skipa sér meðal 10 efstu.
Signs enn vinsælust vestra en stafar ógn af gömlum kunningja
Brúðkaupið endalausa
                                                  My Big Fat Greek Wedding er ævintýri sumarsins og sýnir seigla henn-
ar hversu mikill skortur hefur verið á rómantískum myndum í sumar.
skarpi@mbl.is
RAFPOPPKVARTETTINN múm
er búinn að flækjast um heiminn und-
anfarið til kynningar á plötu sinni,
Loksins erum við engin. Skemmst er
frá því að segja að platan sú tekur
þeirri fyrri, Yesterday Was Dramatic
? Today Is OK, fram að gæðum og er
hún þó langt í frá eitthvert slor. Á
plötunni nýju er sveitin með afar
traust tök á þeim einstaka stíl sem
hún hefur skapað sér, þar sem til-
raunatónum er blandað hárnákvæm-
lega saman við melódíska hljóma.
Engu er þar ofgert og má með sanni
segja að nýja platan sé fumlaust
furðuverk sem vermt getur eyru eins
árs barna jafnt sem öldunga ? með af-
brigðum hlustunarvænt snilldarverk
og þó kirfilega bundið við jaðarinn.
Ekki lítið afrek það. Heimamenn voru
því auðskiljanlega spenntir að sjá
?krakkana? á heimavelli og var sjálf-
ur forsetinn meira að segja mættur!
Tónleikarnir hófust á því að verkið
Áróra og Úrverk var flutt af sam-
nefndum sveitum/hópum. Strengir,
tréspil og bjöllur léku lykilhlutverk í
þessu jaðarbundna verki, sem tók
skjálfandi dýfur upp og niður tónstig-
ann, fór á feiknaflug á milli þess sem
hægt var á ferðinni. Datt dálítið niður
um miðbikið en úr því var leyst undir
lokin með fínum spretti. Múm hóf svo
leik sinn með titillagi plötunnar nýju;
naumhyggjulegt verk og seiðandi
sem rann yfir í lokalag plötunnar,
?Sveitin milli sólkerfa?. Á sviði mátti
sjá hin ýmsu hljóðfæri; gítar, bassa,
drag- og tréspil en einnig ýmis hljóm-
borð og tölvur. Eitt af mörgu sem
hrífur við múm er hvernig hljóðfærin
ganga á milli meðlima, og það er eins
og það skipti engu hver spilar á hvað.
Þessu fylgir einhvers konar þægileg
hreinleikatilfinning ? líkt og tónlistin
renni óheft út úr þessu fólki og þau
bara geti ekkert að því gert. Þá er
sveitin hiklaust ein sú myndrænasta
sem undirritaður hefur séð ? og eiga
hinar barnslegu tvíburasystur ekki
síst þátt í því. ?Sætasta hljómsveit í
heimi? eins og einhver tónlistargest-
urinn orðaði það. 
Næstu tvö lög eða svo voru hrjáð af
hljómtruflunum en úr rættist þó fljót-
lega. Við u.þ.b. sjöunda lag var
rennslið orðið gott og sveitin afskap-
lega þétt. Tónleikar múm í gegnum
tíðina hafa stundum liðið fyrir fát og
ruglandahátt á sviði en allt slíkt er nú
á bak og burt. Er hér var komið sögu
var framvindan reyndar svo gallalaus
að lagatitlar og slíkt tóku að gufa upp:
?Var þetta af fyrstu plötunni? Eða
nýju?? Fyrirbærið múm virðist þann-
ig frekar snúast um einhvers konar
ástand eða stemningu en: ?fyrst kom
þetta lag, svo þetta, og svo þetta?.
Þegar vel gengur rennur þetta allt í
eina, yndislega samfellu, eins og
raunin varð þetta kvöld. 
Vert er að geta þáttar fimmta
múmliðans, Finnans Samuli Kasm-
inen. Hann sá um trommuslátt og
gerði það með glans, hefur næmt eyra
fyrir því hvenær hans innslags er þörf
og hvenær ekki. Einnig lék Banda-
ríkjamaðurinn Adam Pierce með í
nokkrum lögum. 
Öryggið sem stafaði af sveitinni
skóp eftirminnilega kvöldstund, þar
sem hlýða mátti á sveit með fullkomið
vald á list sinni ? og vel það. Tónleik-
arnir náðu því að endurspegla vel það
sem múm leggur upp með á plötum
sínum; skringilegheit, borin fram af
natni og nákvæmni. Hlutir sem eiga
sjaldan samleið og árangur þessarar
kvöldstundar því þeim mun meiri. 
Tónlist
Fumlaust
furðuverk
MÚM
Tónleikar
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Heimkomutónleikar múm, laugardaginn
31. ágúst. Á undan lék strengjasveitin
Áróra ásamt Úrverki ? stjórnandi var
Daníel Bjarnason.
Arnar Eggert Thoroddsen
Gyða Valtýsdóttir á sviði Þjóð-
leikhússins.
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52