Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 52
KLUKKAN átta á morgnana á virk- um dögum þýðir lítið að flýta sér til Reykjavíkur því umferðin er þá í hámarki. Bílstjórarnir verða að taka það rólega, anda djúpt og hugsa um eitthvað skemmtilegra en umferðarhnúta og stimpil- klukkur. Þegar skólarnir hefjast fjölgar bílunum til muna og mörgum reyn- ist erfitt að finna stæði við skólann sinn og þurfa oft að leita lengi eftir hentugu plássi fyrir þarfasta þjón nútímamannsins, einkabifreiðina. Morgunblaðið/Ómar Áfram streymir endalaust  Þurfa ekki/6 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan fyrir utan húsið við Yrsufell þar sem talið er að konu hafi verið hrint fram af svölum. Tveir hand- teknir eftir að kona féll af svölum RÚMLEGA fimmtug kona féll fram af svölum fjölbýlishúss við Yrsufell í Breiðholti skömmu fyrir hádegi í gær. Óljóst er hvernig fall konunnar bar að en lögreglan í Reykjavík handtók tvo karlmenn á fimmtugs- aldri í íbúðinni vegna málsins. Síð- degis í gær voru þeir enn of ölv- aðir til að hægt væri að yfirheyra þá. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu féll konan af svölum á þriðju hæð og lenti á gangstétt um sex metrum neðar. Hún meiddist þó minna en talið var í fyrstu. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss hlaut hún brot í hrygg og brotnaði á hæl. Hún skaddaðist þó ekki á mænu og er ekki talin í lífshættu. BJARNI Haukur Þórsson, leikari og leikstjóri, er að leggja lokahönd á samning um framleiðslu á gam- anþáttaröð fyrir TV-2-sjónvarps- stöðina í Noregi sem kosta mun um 300 milljónir. Að sögn Bjarna hefur undirbúningur að gerð þáttanna staðið í heilt ár og er áætlað að tök- ur hefjist á fyrstu 13 þáttunum næsta haust og þeir verði settir á dagskrá TV-2 í janúar 2004. „Hugmyndin að þessum þáttum er fengin úr leikritinu Hellisbúan- um sem margir Íslendingar sáu í Ís- lensku óperunni á sínum tíma,“ seg- ir Bjarni sem lék sjálfur Hellis- búann hér heima sem frægt er orðið. Sýningin sló öll aðsóknarmet og Bjarni varð sér síðan úti um sýn- ingarrétt verksins á Norðurlönd- unum og sviðsetti leikinn í Ósló á síðasta ári við miklar vinsældir. Það var einn þekktasti gamanleik- ari Norðmanna, Sven Nordin, sem fór með hlutverkið en hann verður einnig í aðalhlutverki í sjónvarps- þáttunum. Nordin er ýmsum kunn- ugur fyrir hlutverk sitt í myndinni Elling en hann fer einnig með eitt hlutverkanna í Hafinu sem frum- sýnd verður á föstudag. Útfærir Hellisbúann Bjarni segir að hann hafi einmitt fengið hugmyndina að því að gera gamanþætti fyrir sjónvarp þegar hann var að vinna að norsku sýn- ingunni í fyrra. „Ég samdi við höf- und Hellisbúans um leyfi til að út- færa hugmyndina.. Aðstæðurnar sem settar eru fram í þáttunum eru þannig að hellisbúinn Gunnar er sjónvarpskokkur sem hefur gaman af því að sýna hvernig á að elda stórar steikur og annan karlalegan mat. Hann spjallar við áhorfendur og segir þá gjarnan frá viðbrögðum eiginkonunnar við ýmsu sem hann hefur gert og sagt. Þá er skipt um svið og samskipti þeirra hjóna og vina þeirra rakin.“ Bjarni er höfundur þeirra 26 þátta sem samið hefur verið um en hann skrifar á ensku og íslensku og hefur 2–3 norska meðhöfunda með sér sem skrifa og þýða samtölin. TV-2 er stærsta einkarekna sjón- varpsstöðin í Noregi og nær til allra landsmanna í opinni dagskrá. Hann segir að sjónvarpsstöðvar í Dan- mörku og Svíþjóð hafi einnig sýnt þessu verkefni mikinn áhuga. „Ís- lenska sjónvarpið hefur lýst yfir áhuga á verkefninu þótt ekki sé far- ið að ræða það neitt frekar.“ Bjarni Haukur hefur fleiri járn í eldinum því hann er að vinna að uppsetningu á Hellisbúanum í Sví- þjóð. Frumsýning er áformuð 23. september og er búið að skipu- leggja leikferð um Svíþjóð í heilt ár. 300 milljóna samningur við norska sjónvarpsstöð Gamanþættir byggðir á Hellisbúanum MEÐAL þeirra nýjunga sem kynntar verða á Íslensku sjávarút- vegssýningunni er orkustjórnunar- kerfi frá MarOrku ehf. sem nær fram 17% betri orkunýtingu fiski- skipa. Fyrir hefðbundið nótaskip getur búnaðurinn sparað um 13 milljónir króna á ári í olíukostnað. Markmið MarOrku er að skapa orkustjórnunarkerfi sem eykur orkunýtingu um borð í skipum um 25%. Sjávarútvegssýningin verður opnuð í Smáranum í Kópavogi í dag en þetta er í sjöunda sinn sem sýn- ingin er haldin. Sjávarútvegssýningin hefur aldr- ei áður verið jafnumfangsmikil, sýningarrýmið er nú um 13 þúsund fermetrar eða 200 fermetrum stærra en á síðustu sýningu sem haldin var árið 1999. Alls kynna um 800 fyrirtæki vörur sínar og þjón- ustu á sýningunni, frá 37 löndum. Búist er við hátt í 20 þúsund gest- um á sýninguna hvaðanæva úr heiminum. Marianne Rasmussen, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar, segir að þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki og rekstraraðilar í sjávarútvegi hafi sameinast á síðustu þremur árum, sé sýningin nú stærri en árið 1999 en sú sýning sló þó öll met, bæði hvað varðar fjölda sýnenda, gesta og umfang sýningarsvæðis. „Öll að- staða til sýningarhalds í Smáranum í Kópavogi hefur gjörbreyst til batnaðar með tilkomu nýju knatt- spyrnuhallarinnar, Fífunnar, sem er margfalt stærri en þau sýning- arhús sem Íslenska sjávarútvegs- sýningin hefur hingað til haft til umráða,“ segir Marianne. Í tengslum við sýninguna verða haldnir fundir og ráðstefnur. Morgunblaðinu í dag fylgir blað- aukinn Úr verinu sem helgaður er Íslensku sjávarútvegssýningunni. Bæta orkunýt- ingu fiski- skipa Nýjungar á sjávarút- vegssýningunni ÞRÍR menn lentu í vandræðum við köfun í Kleifarvatni í gærkvöld. Að því er næst verður komist þurftu þeir að koma hratt úr kafi og fengu allir köfunarveiki eða snert af henni og var einn þeirra meðvitundarlaus en ástand hinna tveggja var betra. Lögreglan í Hafnarfirði og Keflavík fór á vettvang laust eftir klukkan níu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og fór hún í loftið kl. 21.35 og sótti mennina og flutti þá alla á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild voru menn- irnir strax settir í þrýstijöfnunarklefa. Einn var án meðvitundar en ástand hinna tveggja var betra og þeir ekki taldir vera í hættu. Sá sem verst varð úti var enn ekki kominn til meðvitundar þegar Morgunblaðið fór í prentun. Þrír fluttir á slysadeild eftir óhapp við köfun Morgunblaðið/Jón Svavarsson TF-LIF við Landspítala í Fossvogi með þrjá menn sem lentu í vandræðum við köfun í Kleifarvatni í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.