Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 15
Glæsilegt endaraðhús 
í Fossvogi m. innb. bílskúr
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9?17. 
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Vorum að fá til sölu vandað 230 fm raðhús á tveimur hæðum
með einföldum innbyggðum bílskúr. Á efri hæð hússins eru
samliggjandi stofur með arni, eldhús, hol og gesta w.c. Stórar
suðursvalir með útsýni. Á neðri hæð eru 4 góð svefnherbergi,
baðherbergi, þvottaherbergi og sjónvarpshol. Parket á gólfum
og flísalögð baðherbergi. Falleg ræktuð suðurlóð og endurnýj-
aðar stéttar fyrir framan húsið með hitalögnum. Nánari uppl. á
skrifstofu.
AÐ viðstöddu fjölmenni var síðast-
liðinn laugardag haldinn hátíðar-
fundur í Hóladómkirkju til að minn-
ast hundrað og tuttugu ára afmælis
skólans, að aflokinni brautskrán-
ingu nemenda liðins skólaárs, en
þar var um að ræða sjö tamninga-
menn, fimm fiskeldisfræðinga og
sex ferðamálafræðinga sem hafa nú
lokið námi við skólann.
Athöfninni stjórnaði Elín R. Lín-
dal, formaður skólanefndar, og eftir
að Skúli Skúlason skólameistari
hafði boðið góða gesti velkomna, tók
til máls landbúnaðarráðherra Guðni
Ágústsson. Sagði ráðherra að til
þessa merka menntaseturs sæktu
nemendur frá landinu öllu, auk þess
sem fjölmargir erlendir nemar sæju
sinn besta kost að stunda nám á
Hólum og bæri það vitni þeirri virð-
ingu sem starf það sem hér væri
unnið nyti hérlendis og erlendis. 
Hér sagði Guðni vera einn af
mörgum þekkingarbrunnum, sem
ungt fólk gæti ausið af til þess að
auka kunnáttu sína og víðsýni og
búa sig sem best undir líf og starf í
síbreytilegu menningar- og tækni-
þjóðfélagi.
Bændaskólarnir stofnaðir 
á erfiðleikatímum
Þá hvarf ráðherra í ræðu sinni
aftur til þess tíma þegar fátækt og
vonleysi sótti að íslenskri þjóð, vest-
urfarið í algleymingi og fjölmargir
áttu þess ekki kost að sjá sér og sín-
um farborða. Á þessum viðsjártím-
um sáu Íslendingar það ráð best að
stofna fjóra búnaðarskóla, og taldi
ráðherra að það meðal annars hefði
náð að blása kjarki í brjóst þeirra
sem eftir sátu.
Sagði ráðherrann að enn væru
búnaðarskólarnir, þó aðeins væru
nú þrír, hornsteinar þeirra byggða
þar sem þeir væru og í skjóli þeirra
dafnaði menntun og menning sem
sækti afl og næringu til landsins í
gegnum fornar rætur mennta og
menningar.
Næstur tók til máls Vilhjálmur
Egilsson alþingismaður og gerði
grein fyrir störfum nefndar sem
skipuð var af landbúnaðarráðherra í
maí síðastliðnum og hefur nú lokið
störfum. Átti nefndin að gera til-
lögur um uppbyggingu Hóla sem
mennta- og vísindaseturs og sagði
ræðumaður að nefndarmenn hefðu
gengið út frá spurningunni varðandi
það ? hvaða þarfir eru það sem
skólinn þarf, og er tilbúinn að
bregðast við og uppfylla á næsta
áratug.
Stofnun þriggja vísindasjóða
Sagði hann að nefndarmenn
hefðu verið um það sammála að
byggja þyrfti upp rannsókna- og
vísindastarf á Hólum og á þann veg
að þoka kennslu og námi á Hólum
yfir á háskólastig. Í tillögunum
sagði hann einnig drög að reglugerð
fyrir skólann, en þar væri lagt til að
stofnaðir yrðu þrír vísindasjóðir,
sem yrðu í vörslu skólans, og
myndu nokkur ráðuneyti koma að
fjármögnun þeirra, þannig mundi
samgönguráðuneyti koma að sjóði
varðandi ferðamálasvið skólans,
sjávarútvegsráðuneytið að fiskeldis-
sviði, og landbúnaðarráðuneytið að
hrossaræktarbraut skólans, og
einnig sagði Vilhjálmur að tillögur
þessar hefðu þegar verið kynntar
fjármálaráðherra.
Vilhjálmur sagði að hér þyrfti að
svara hinni miklu rannsóknarþörf í
þeim greinum landbúnaðarins sem
hér væru stundaðar og einnig að
þekkingarsetur sem Hólar hefði
mjög miklu hlutverki að gegna í
byggðaþróun héraðsins.
Síðan tók landbúnaðarráðherra
við skýrslunni og þakkaði nefndinni
góð störf.
?Green globe?-vottun 
fyrir ferðaþjónustubændur
Næstur tók til máls Sturla Böðv-
arsson samgöngumálaráðherra og
fagnaði útskrift nýrra sérfræðinga í
ferðaþjónustu og benti á að þessi
grein væri nú í þriðja sæti varðandi
gjaldeyrissköpun í þjóðarbúið og
benti á að góð menntun væri hér
sem alls staðar annars staðar lykill
að áhrifamiklu starfi og fagnaði
hann þeim áformum og vilja Hóla-
manna að byggja upp frumkvöðla í
þessari grein, fólk sem hefur
menntun og þor til að takast á við
þennan málaflokk.
Þá benti hann á að Byggðasjóður
þyrfti enn frekar að koma að mál-
efnum ferðaþjónustunnar og þá
raunar í stað ferðamálasjóðs. Þá
kynnti ráðherra það hlutverk Hóla-
skóla að verða úttektaraðili á al-
þjóðlegum gæðastaðli ferðaþjón-
ustubænda, svo nefndri Green
Globe vottun, en á vegum skólans
færi nú fram þróun á þessum út-
tektarstaðli og væri um þriggja ára
verkefni að ræða.
Heiðursbúfræðingur
Allmargir fleiri tóku til máls svo
sem Ársæll Guðmundsson, sveitar-
stjóri Skagafjarðar, þá Valgeir
Bjarnason aðstoðarskólameistari
sem flutti stiklur úr sögu Hólaskóla,
og Pétur Bjarnason, stjórnarmaður
í nýendurvöktu Hólamannafélagi.
Síðan tók til máls Skúli Skúlason
skólameistari og sæmdi Gísla Páls-
son, bónda og framkvæmdamann á
Hofi, ?heiðursbúfræðingsnafnbót?
Hólaskóla. 
Rakti Skúli æviferil Gísla sem
stundaði nám á Hólum á árunum
1940?42, og útskrifaðist þá sem bú-
fræðingur.
Allar götur síðan, sagði Skúli,
hefur Gísli verið einn af traustustu
velunnurum skólans og var meðal
annars formaður skólanefndar
Hólaskóla frá 1980 og einnig stjórn-
arformaður Hitaveitu Hjaltadals frá
stofnun hennar einnig 1980 og allt
til þessa dags. Þá drap hann á ótal
mörg atriði sem Gísli hefði lagt lið
og beinlínis hrundið í framkvæmd á
Hólum, svo sem byggingu sund-
laugar á sínum tíma.
Gísli Pálsson þakkaði þann heiður
sem sér væri með þessu sýndur.
Síðan fluttu skólanum árnaðaróskir
og góðar bókagjafir Páll Skúlason
háskólarektor, Eysteinn Árnason til
minningar um föður sinn Árna
Björnsson og síðast Magnús B.
Jónsson, rektor Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri.
Milli atriða léku listamennirnir
Laufey Sigurðardóttir á fiðlu og
Páll Eyjólfsson á gítar. Að lokum
árnaði Sigurður Guðmundsson,
vígslubiskup Hólaskóla, allra heilla
og þakkaði fyrir að fá enn einu sinni
að eiga samleið með skóla- og
menningarstarfi því sem fram færi
á Hólastað.
Morgunblaðið/Björn
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tók á hátíðinni við skýrslu
nefndar sem Vilhjálmur Egilsson stýrði þar sem tillögur eru settar fram
um uppbyggingu Hóla sem mennta- og vísindaseturs.
Morgunblaðið/Björn
Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, sæmdi Gísla Pálsson á Hofi heiðursbú-
fræðingsnafnbót skólans við athöfnina á laugardag er 120 ára afmælis
Bændaskólans á Hólum var minnst með hátíðarfundi í Hóladómkirkju.
Merkt menningarsetur með
nema hvaðanæva af landinu
Hólar í Hjaltadal

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52