Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LISTIR
22 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EFTIR nýyfirstaðna ráðstefnu, Sög-
ur og samfélög, sem haldin var í
Borgarnesi dagana 5. til 9. septem-
ber er það ljóst, að Íslendingasög-
urnar eru enn í dag lifandi bók-
menntir, sem hafa sífellt meira fram
að færa, eftir því sem þekking á upp-
runasögu þeirra eykst og fræðin
þróa nýjar leiðir til að takast á við
margræðan heim þeirra. Þar finna
fræðimenn í senn áhugaverðar vís-
bendingar um Íslendingasögurnar
sem ríkuleg bókmenntaverk, um það
flókna samfélag sem ríkti á Íslandi á
þjóðveldisöld og um sagnavitund í
fortíð og nútíð.
Efnt var til ráðstefnunnar Sögur
og samfélög í því skyni að efna til
þverfaglegrar fræðiumræðu um
sagnagerð fyrri tíma, tengsl sagn-
anna við samfélögin sem skópu þær
og síðari tíma áhrif þeirra. Tómas
Ingi Olrich menntamálaráðherra
setti ráðstefnuna og þar leiddu sam-
an hesta sína um fimmtíu fræðimenn
víðsvegar að úr heiminum og úr
ýmsum fræðigreinum. Fluttu þeir
fyrirlestra er flestir tengdust nor-
rænum sagnaarfi, og þá einkum Ís-
lendingasögunum. Sérstaða ráð-
stefnunnar fólst að mörgu leyti í því
hversu margir ungir fræðimenn
fluttu þar fyrirlestra í bland við
reyndari fræðimenn, íslenska og er-
lenda. 
Ólína Þorvarðardóttir annaðist
verkefnisstjórn ráðstefnunnar sem
haldin var að frumkvæði Borgar-
byggðar í samstarfi við nokkrar er-
lendar og innlendar menningar-
stofnanir. Þegar hún er spurð hvað
hæst hafi borið í þessari þverfaglegu
nálgun við íslenskan sagnaarf segir
hún að líta megi á ráðstefnuna sem
fræðilega opnun þar sem ungt fólk
hafi meðal annarra stigið fram með
nýjar áherslur og nýja fleti á eldri
rannsóknum. 
?Á ráðstefnunni mátti greina
áhuga á að skoða Íslendingasögurn-
ar, ekki eingöngu sem bókmennta-
verk eða sagnfræðiheimildir, heldur
einnig í ljósi munnlegrar geymdar í
mótun sagnanna og varðveislu. Þá
kom jafnframt fram ný nálgun við
skáldlega þáttinn í sögunum og þau
sagnalögmál sem þar birtast. Hing-
að til hafa fræðimenn verið mjög
uppteknir af því að rannsaka hand-
ritin, aldursgreina þau og skoða Ís-
lendingasögurnar í sögulegu sam-
hengi. Í þeim fyrirlestrum sem
fluttir voru á þessari ráðstefnu má
segja að litið hafi verið á fornsög-
urnar sem virkt rannsóknarefni sem
gefur tilefni til mun breiðari nálg-
unaraðferða en verið hefur. Til dæm-
is var rýnt í þá samfélagsgerð sem
birtist í sögunum í ljósi mannrétt-
inda- og kvenréttinahugmynda, og
ólíkra jaðarhópa sem þar birtast.
Mörg þessara viðfangsefna eru
nokkuð sem eldri fræðimenn hefðu
seint látið sér detta í hug að eiga við.
Þannig fannst mér sem búið væri að
taka helgina af þessum sagnaarfi og
gera hann að lifandi rannsóknarefni.
Menn eru farnir að leyfa sér ákveðna
leikgleði í þessum rannsóknum, og
voru eldri og yngri fræðimenn sem
staddir voru á ráðstefnunni mjög
áhugasamir um að velta fyrir sér
þeim nálgunaraðferðum sem komið
var fram með,? segir Ólína. 
Kallað eftir nýjum viðhorfum
Blaðamaður Morgunblaðsins
fylgdist með fyrirlestradagskrá
föstudagsins og kom þar glöggt fram
sú margbrotna nálgun sem Ólína
minnist á hér að ofan. Meðal þess
sem beint var sjónum að var hvernig
Íslendingasögurnar varpa ljósi á fé-
lagslegar aðstæður og hugarfar í
þeim samfélögum er skópu þær.
Tóku þar m.a. til máls þrír ungir
fræðimenn, er ræddu um afmarkaða
þætti í Íslendingasögunum sem
varpa ljósi á þá samfélagsmynd sem
sögurnar fela í sér. Damian Fleming,
doktorsnemi við háskólann í Tor-
onto, fjallaði t.d. um lygina sem
minni í Íslendingasögunum og leit-
aðist við að túlka lygar milli persóna
Íslendingasagnanna, einkum karla
og kvenna, í ljósi siðferðislegra við-
horfa. Anna Hansen, doktorsnemi
við háskólann í Sydney, fjallaði um
börn og barnæsku í Íslendingasög-
unum ogbenti á að þar birtust við-
horf til barnæsku sem eru gjörólík
hugmyndaheimi miðalda annars
staðar í Evrópu. Jamie Cochrane,
doktorsnemi við Lundúnaháskóla,
fjallaði um stöðu flökku- og föru-
manna í Íslendingasögunum, og lýsti
því hvernig þessar persónur varpa
ljósi m.a. á félagsleg samskipti í sög-
unum. Þá fjallaði fyrirlestur Jónu
Guðbjargar Torfadóttur íslensku-
fræðings um karlmennskuviðhorf í
Íslendingasögunum í ljósi þeirrar
birtingarmyndar sem Gunnhildur
drottningarmóðir fær í mörgum
sagnanna. Kölluðust fyrirlestrar
doktorsnemanna skemmtilega á við
kynningu Torfa Tulinus á nálgunar-
aðferðum sínum og annarra ís-
lenskra fræðimanna við Íslendinga-
sögurnar í greinasafninu
Sæmdarmenn. Kallaði Torfi þar eftir
nýjum viðhorfum, þar sem samtíma-
fræði væru notuð til þess að skapa
lifandi samtal milli hugarfars og
samfélagsgerða fortíðar og nútíðar. 
Meðal umræðuefna dagsins var
meðal annars sagnfræðilegt gildi ís-
lenska sagnaarfsins, og veltu m.a.
Helgi Skúli Kjartansson dósent,
Kristel Zilmer doktorsnemi og Axel
Kristinsson og dr. Sian Elizabeth
Duke upp ólíkum hliðum á þeim
flóknu spurningum er varða sagn-
fræðilega úrvinnslu fornsagnanna. 
Á ráðstefnunni fjölluðu íslensku
fræðimennirnir Guðrún Nordal og
Gísli Sigurðsson um nýjar rannsókn-
ir sínar á norrænum miðaldabók-
menntum. Guðrún fjallaði um drótt-
kvæði í Íslendingasögunum en Gísli
Sigurðsson ræddi um þátt munn-
legrar geymdar við mótun sagnanna.
Auk ofangreindra fluttu m.a. erindi á
ráðstefnunni þau Galina Glazyrina,
Alison Finlay, Alan Gaylord, Jón
Karl Helgason og Úlfar Bragason.
Til að varpa ljósi á breidd umfjöll-
unarefna ráðstefnunnar á þeim fimm
dögum sem hún stóð má að lokum
nefna þá umræðuflokka sem fjallað
var um í fyrirlestrum, sem eru sam-
félög og félagslegar aðstæður, saga
hugarfars og menningartengsla,
fornsögur sem sagnfræði, viðtökur
fornsagna í fræðum, þáttur munn-
legrar frásagnarhefðar, sagnagerð
síðari tíma, fornsögur og sýndar-
veruleiki, fornsögur og handrit, við-
tökur fornsagna í skáldskap og frá-
sagnarlögmál fornsagnanna. Í
kjölfar ráðstefnunnar verður gefið
út veglegt ráðstefnurit þar sem fyr-
irlestrar ráðstefnunnar verða birtir. 
Samspil sagna
og samfélaga
Ljósmynd/Guðrún Vala Elísdóttir
Um fimmtíu fræðimenn af ólíkum fræðasviðum komu saman á ráðstefn-
unni Sögur og samfélög sem haldin var í Hótel Borgarnesi um helgina.
Hér má sjá Helga Skúla Kjartansson halda fyrirlestur í umræðuhluta
um sögu hugarfars og menningartengsla.
Sagnaarfur Íslendinga var tekinn til þver-
faglegrar fræðilegrar skoðunar í Borg-
arnesi um helgina. Heiða Jóhannsdóttir
segir frá ráðstefnunni Sögur og samfélög.
LÁRA Bryndís Eggertsdóttir org-
anisti hlaut í gær styrk úr minning-
arsjóði Jean Pierre Jacquillats, sem
var aðalstjórnandi Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands 1978?86.
Lára Bryndís útskrifaðist úr Tón-
skóla þjóðkirkjunnar í fyrravor
með hæstu einkunn sem orgelnem-
anda við skólann hefur verið gefin.
Hún stundar nú framhaldsnám við
Tónlistarskólann í Piteå í Svíþjóð,
meðal annars hjá hinum þekkta
organista Hans-Ola Eriksson.
?Með þessum styrk get ég ein-
beitt mér alveg að því að æfa mig,?
segir Lára Bryndís. ?Ég ætla að
forðast það að gera nokkuð til
gagns, eins og að spila í brúð-
kaupum og messum; læra að segja
nei, og einbeita mér að því sem að
sjálfri mér snýr. Ég verð að hálfu
leyti hér heima í vetur.? Í fyrravet-
ur bjó Lára Bryndís hér heima en
flaug út nokkrum sinnum um vet-
urinn til að mæta í skólann. ?Ég var
úti í viku í hvert sinn, og þetta svín-
virkaði. Í vor tók ég svo próf inn í
konsertorganistadeildina við skól-
ann, en það er þriggja ára nám.?
Í vetur gerir Lára Bryndís ráð
fyrir að fara fimm sinnum út og
vera 3?4 vikur úti hverju sinni.
?Það er ætlast til þess að maður sé
búinn með fjögurra ára kirkjuorg-
anistadeild áður en maður fer í
konsertorganistann, en mér tókst
að hoppa fram hjá því. Ég hef því
nægan tíma til að einbeita mér að
hljóðfærinu og þarf ekki sinna lit-
úrgísku fræðunum, kórstjórn og
slíku. Ég verð sennilega lélegur
kirkjuorganisti,? segir Lára Bryn-
dís og hendir gaman að sjálfri sér.
En konsertorganisti vill hún verða
og styrkurinn úr Jacquillat-
sjóðnum færir hana nær því tak-
marki.
Þetta er í ellefta sinn sem út-
hlutað er úr sjóðnum, sem ætlað er
að styrkja tónlistarfólk til að afla
sér aukinnar menntunar og reynslu
á sviði tónlistar, jafnframt því að
halda á lofti minningu Jean Pierre
Jacquillat og framlagi hans til ís-
lenskrar tónlistar þegar hann var
aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands. Alls bárust tuttugu
og sjö umsóknir um styrkinn, sem
nemur sex hundruð þúsundum
króna.
Morgunblaðið/Þorkell
Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari tekur við styrk úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat úr hendi Arn-
ar Jóhannssonar, stjórnarformanns sjóðsins. Alls bárust tuttugu og sjö umsóknir um styrkinn.
?Get einbeitt mér 
að því að æfa mig?
Fékk styrk úr minningarsjóði um Jean Pierre Jacquillat
FÉLAG háskólakvenna stendur fyr-
ir námskeiði um Grettissögu í sam-
starfi við Hafnarfjarðarleikhúsið í
september og fram í október. 
Fyrirlesarar á námskeiðinu eru
Jón Böðvarsson, Hávar Sigurjóns-
son og Hilmar Jónsson leikstjóri
ásamt Finni Arnari Arnarsyni leik-
myndahönnuði. Námskeiðið er snið-
ið í kringum uppfærslu Hafnarfjarð-
arleikhússins á leikgerð þeirra
Hilmars og Finns Arnars á Grett-
issögu sem frumsýnd verður þann 5.
október í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Námskeiðið er byggt upp á fimm
kvöldum þannig að þáttakendur fá
að fylgjast með æfingu og síðar með
sýningu. Þar á milli eru þrír fyrir-
lestrar þar sem þeir Hilmar og Finn-
ur Arnar ræða um leikgerðina og
uppfærsluna, Hávar Sigurjónsson
ræðir um fyrri leikgerðir sögunnar
og Jón Böðvarsson ræðir um söguna.
Námskeiðið fer fram í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu og hefst þann 25. sept-
ember og stendur fram í október.
Skráning á námskeiðið stendur nú
yfir og lýkur næstkomandi sunnu-
dag, þann 15. september. Allar nán-
ari upplýsingar veitir formaður Fé-
lags háskólakvenna, Geirlaug
Þorvaldsdóttir.
Námskeið um
Grettissögu
Jón 
Böðvarsson
Hávar 
Sigurjónsson
Hilmar 
Jónsson
KAMMERKÓRINN Vox academica
er að hefja sjöunda starfsár sitt en
kórinn var stofnaður árið 1996 af
stjórnandanum Hákoni Leifssyni.
Auk hinna árvissu aðventutón-
leika verður á dagskrá kórsins flutn-
ingur á Gloriu eftir Vivaldi í sam-
starfi við Háskólakórinn. Þá mun
Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson semja
tónverk fyrir kórinn og hljómsveit-
ina Rússíbanana, sem flutt verður
seinni hluta apríl. 
Kórinn getur bætt við sig nokkr-
um söngvurum í tenór og bassa.
Kórinn Vox academica
að hefja nýtt starfsár

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52