Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						UMRÆÐAN
24 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENDINGAR eru óumdeilan-
lega ein ríkasta þjóð heims. Fyrir
það eigum við auðvitað að vera
þakklát en því fylgir líka ábyrgð,
m.a. gagnvart komandi kynslóðum.
Við eigum að nota auð okkar, ekki
bara handa okkur sjálfum, heldur
líka til að búa í haginn fyrir kom-
andi kynslóðir í þessu landi. Margar
fátækar þjóðir hafa ekki efni á að
hugsa svona, öll orkan fer í brauð-
strit og engir möguleikar á að
hugsa um komandi kynslóðir. Við
erum aftur á móti í þeirri óskastöðu
að geta verið framsýn og horft aldir
fram í tímann. Okkur ber að skila
landinu ásamt landgrunni og auð-
lindum þess í ástandi sem er a.m.k.
jafn gott og þegar við tókum við
því. En þrátt fyrir auð okkar ætlum
við nú að sóa náttúruperlum fyrir
skammtímagróða. Erlendir ferða-
menn koma í stríðum straumum til
að dást að töfrum íslenskrar nátt-
úru og landsmenn sjálfir kunna í
vaxandi mæli að meta þá. Hvernig
getum við réttlætt það fyrir börnum
okkar í framtíðinni?
Hve lengi endast 
uppistöðulón?
Samkvæmt útreikningum Lands-
virkjunar hálffyllist Hálslón við
Kárahnjúka af jökulleir á um 200
árum (útreikningar miða við að það
fyllist á 400 árum) og lón í Þjórs-
árverum (Norðlingaölduveita) hálf-
fyllist á 100 árum. Þegar lónin eru
orðin hálffull verður miðlunargeta
þeirra verulega skert og þar með
orkuframleiðslan. Fyrirhugaðar
mótvægisaðgerðir skapa ný og al-
varleg vandamál, sbr. úrskurði
Skipulagsstofnunar, og gera ekki
annað en að tefja fyrir því að lónin
fyllist. Auðvitað má deila um það
hvort 200 ár sé langur tími en sam-
kvæmt venjulegum útreikningum
eru það ekki nema 5?7 kynslóðir. 
Eru uppistöðulón vatnsafls-
virkjana sjálfbær?
Meðal tískuhugtaka samtímans
eru sjálfbær þróun (e. sustainable
development) og sjálfbær nýting en
hver er merking orðsins sjálfbær og
eru vatnsaflsvirkjanir sjálfbærar?
Sjálfbær nýting merkir nýtingu
sem gerir okkur kleift að mæta
þörfum okkar án þess að takmarka
möguleika komandi kynslóða á að
mæta sínum þörfum. Samkvæmt
þessu er augljóst að uppistöðulón
umræddra vatnsaflsvirkjana eru
ekki sjálfbær vegna þess að þau
endast ekki nema 5?7 kynslóðir eða
svo. Með sölu raforku sem fram-
leidd er með tilstuðlan þessara
Eru vatnsafls-
virkjanir
sjálfbærar?
Vatnsaflsvirkjanir 
Margir eru undrandi 
og reiðir, segja Magnús
Jóhannsson og Rann-
veig Magnúsdóttir, yfir
því að farið hafi verið
bakdyramegin við lögin
og Kárahnjúkavirkjun
rekin í gegn. 
FYRIR kosningar til borgar-
stjórnar í vor lögðum við sjálfstæð-
ismenn áherslu á þrjú meginatriði
varðandi hag eldri borgara:
L50098 Stórlækkun eða niðurfellingu
fasteignaskatts.
L50098 Fjölgun hjúkrunarrýma.
L50098 Öfluga heimaþjónustu.
Væri þessi þríþætta leið okkar
farin yrði á skömmum tíma unnt að
gjörbreyta aðstöðu eldri borgara.
Vítahringur málefna eldri borgara
í Reykjavík yrði rofinn með fram-
kvæmd þríhliða áætlunar okkar
sjálfstæðismanna. 
Með því að auðvelda eldri borg-
urum að búa áfram í eigin húsnæði
við betri heimaþjónustu er dregið úr
þörf fyrir hjúkrunarrými.
Skortur á hjúkrunarrými
Frumkvæði Reykjavíkurborgar
með 250 milljóna króna framlagi á
ári til að reisa hjúkrunarrými, eins
og við sjálfstæðismenn leggjum til,
sýndi í verki vilja borgaryfirvalda til
samstarfs um þetta brýna verkefni.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið telur, að fjölga þurfi
hjúkrunarrýmum í Reykjavík um
236 fyrir árið 2007. Undir stjórn R-
listans síðustu átta ár hefur hjúkr-
unarrýmum fjölgað um 79. ? Árin á
undan beitti Sjálfstæðisflokkurinn
sér fyrir því því að reisa 230 hjúkr-
unarrými í Reykjavík auk mörg
hundruð þjónustu-, leigu- og sjálfs-
eignaríbúða. Þörf er á sambærilegu
átaki nú og sjálfstæðismenn leiddu á
sínum tíma.
Samkvæmt reglum Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra, sem er far-
vegur fyrir fé frá ríkinu til að standa
undir stofnkostnaði við hjúkrunar-
rými, má hann ekki lána nema 40%
af byggingarkostnaði. Fáeinum dög-
um fyrir kosningar ritaði borgar-
stjóri hins vegar undir
viljayfirlýsingu með
heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra, þar sem
lýst var yfir, að reisa
skyldi nýtt 100 rýma
hjúkrunarheimili í
Sogamýri. Heilbrigð-
is- og tryggingaráðu-
neytið hét að greiða
70% kostnaðar við
byggingu heimilisins
og Reykjavíkurborg
30%. Nú hefur aðstoð-
armaður heilbrigðis-
ráðherra sagt, að
flokka beri hjúkrunar-
heimili sem sjúkrahús
og ríkinu sé skylt að leggja fram
85% kostnaðar við byggingu og bún-
að þeirra, þótt annað hafi tíðkast.
Samkvæmt þeim orðum samdi borg-
arstjóri af sér með kosningayfirlýs-
ingunni með heilbrigðisráðherra.
Lækkun fasteignaskatta felld
Tillaga okkar sjálfstæðismanna
um lækkun fasteignaskatta var til
umræðu og afgreiðslu í borgarstjórn
fimmtudaginn 5. september. Nú eru
um 32 þúsund Íslendingar 67 ára og
eldri. Ef litið er á heim-
ilisaðstæður þeirra, sem
eru á aldrinum 65 til 80
ára býr ríflega 91% í
eigin húsnæði. Þess
vegna skiptir mjög
miklu, hvernig sveitar-
félög koma til móts við
eldri borgara með skatt-
heimtu á heimili þeirra.
Eldri borgurum og
öryrkjum hér í Reykja-
vík og í öðrum sveitar-
félögum hefur áður ver-
ið veittur afsláttur á
fasteignaskatti. Borgar-
ráð samþykkti til dæmis
reglur um slíkan afslátt
til þessara hópa við álagningu þessa
árs. Hækkaði þá tekjuviðmið um
19% frá fyrri álagningu. Við sjálf-
stæðismenn lögðum til, að þetta
tekjuviðmið hækkaði um 50% frá því
sem nú er. 
Þegar athugað er hvað 50% hækk-
un á tekjuviðmiðun mundi hafa í för
með sér í tekjutapi fyrir borgarsjóð,
verður að byggja á spám. Varlegt er
að áætla að það yrði milli 200 og 220
m. kr. Frá því að ný borgarstjórn
var kjörin höfum við sjálfstæðis-
menn lagst gegn kaupum á eignum
Jóns Ólafssonar við Laugaveg fyrir
140 milljónir króna og framkvæmd-
um vegna fornminja við Aðalstræti
fyrir meira en 500 milljónir króna
eða samtals um meira en 640 millj-
ónir króna. 
R-listinn felldi tillögu okkar sjálf-
stæðismanna um lækkun fasteigna-
skatta á eldri borgara með þeim höf-
uðrökum, að ekki mætti mismuna
með þessum hætti í þágu þessa
hóps.
Skattalækkun 
á eldri borgara felld
Björn Bjarnason
Aldraðir
Vítahringur málefna
eldri borgara í Reykja-
vík yrði rofinn, segir
Björn Bjarnason, með
framkvæmd þríhliða
áætlunar okkar sjálf-
stæðismanna. 
Höfundur er oddviti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn Reykjavíkur. 
VIKA símenntunar
veitir stjórnendum gull-
ið tækifæri til að kanna
stöðu menntamála í
sínu fyrirtæki og móta
fræðslustefnu. Kröfur
um hæfni starfsfólks á
vinnumarkaði eru meiri
nú en nokkru sinni áð-
ur. Þörf fyrir sveigjan-
leika og þekkingu hefur
aukist í kjölfar harðari
samkeppni og þróunar í
samskiptatækni. Hæft
starfsfólk er það sem
skilur á milli fyrirtækja
sem standa framarlega
á sínu sviði og þeirra
sem fara halloka. Menntun og nýting
mannauðs er því nauðsynlegur þáttur
í rekstri fyrirtækja og eru æ fleiri fyr-
irtæki farin að starfa samkvæmt öfl-
ugri fræðslustefnu.
Olíufélagið ehf. hefur markað sér
ákveðna stefnu í fræðslumálum
starfsmanna og er mikil áhersla lögð
á endurmenntun. Markmiðið er að
starfsmenn fái nauðsynlega starfs-
þjálfun og fræðslu til að bæta frammi-
stöðu sína í starfi svo þeir verði sem
hæfastir og auki með því samkeppn-
ishæfni fyrirtækisins.
ESSO-skólinn var stofnaður til að
framfylgja fræðslustefnu Olíufélags-
ins er felur í sér þríþætt markmið:
Nýliðafræðslu, þjálfun starfsmanna
vegna nýrra eða breyttra verkefna og
síðast en ekki síst endurmenntun.
Sérstök námskeið eru haldin fyrir
starfsfólk þjónustustöðvanna, þar
sem farið er yfir tiltekna þjónustu-
staðla sem fyrirtækið starfar eftir.
Nýir starfsmenn fá einnig fræðslu um
almennar eldvarnir og viðbrögð við
eldsvoða. Verkleg námskeið í ásetn-
ingu hjólbarða, peruskiptingum, ein-
földum bílaviðgerðum og almennum
eiginleikum bílsins eru einnig haldin
með jöfnu millibili fyrir þá sem við
það starfa. Margvísleg
önnur námskeið eru í
boði fyrir starfsfólk og
leitast ESSO-skólinn
við að fylgjast vel með
öllum nýjungum varð-
andi fræðslumál at-
vinnulífsins. Einnig er
áhersla lögð á að starfs-
menn séu meðvitaðir
um stefnu fyrirtækisins
í málaflokkum sem þá
snerta og að samvinna
ríki innan hverrar
starfseiningar. 
Hjá ESSO-skólanum
er fræðsluþörf starfs-
manna metin árlega í starfsmanna-
samtölum og hún kortlögð með tilliti
til heildarstefnu Olíufélagsins.
Fræðslan er sniðin að þeim áætlunum
sem eru efst á baugi hjá fyrirtækinu
hverju sinni og þannig tryggt að hún
sé eins markviss og kostur er. Skoðað
er hverslags menntunar er þörf, t.d.
þegar nýjungar í verkferlum eða
tölvulausnum koma til sögunnar, og
er viðkomandi starfsmönnum þá boð-
ið að sækja námskeið í þeim efnum.
Einnig eiga starfsmenn þess kost að
sækja námskeið til að bæta frammi-
stöðu sína á sviðum er snerta þá per-
sónulega en nýtist þeim jafnframt í
starfi. Í því sambandi má nefna nám-
skeið til bættrar framkomu, aukins
sjálfstrausts, betri íslenskukunnáttu
og annars í þeim dúr. 
Þriðja hvern föstudagsmorgun
stendur ESSO-skólinn fyrir sk. föstu-
dagsfundum þar sem tiltekið efni er
tekið fyrir hverju sinni, t.d. fundar-
stjórn, samskipti á vinnustað, há-
marksárangur í starfi og fleira þess
háttar. Á fundina koma ýmist að-
keyptir fyrirlesarar eða stjórnendur/
starfsmenn einstakra sviða innan fyr-
irtækisins kynna verkefni og framtíð-
aráætlanir. Markmið fundanna, sem
eru opnir öllu starfsfólki Olíufélags-
ins, er að efla upplýsingaflæði og
samskipti milli starfsfólks og deilda
innan fyrirtækisins. Þetta fyrirkomu-
lag hefur sannað gildi sitt með góðri
þátttöku og áhuga starfsmanna á að
leggja sitt af mörkum.
ESSO-skólinn býr yfir ört vaxandi
aðfangasafni þar sem margt áhuga-
vert fræðsluefni er að finna. Bækur,
myndbönd, geisladiskar og tímarit
hafa verið skráð í sérstaka aðfanga-
skrá sem er aðgengileg starfsmönn-
um og er unnt að fá þau lánuð. Komið
er til móts við þarfir starfsmanna
varðandi innkaup til safnsins og mið-
ast það að mestu leyti við ábendingar
og beiðnir sem ESSO-skólanum ber-
ast. 
Starfsemi ESSO-skólans er yfir-
gripsmikil og á að styðja við vel-
gengni fyrirtækisins. Forsenda skil-
virkrar fræðslustefnu er að þjálf-
unarþörfin sé metin á raunhæfan hátt
í nánu samstarfi einstakra yfirmanna
og starfsmanna. ESSO-skólinn hefur
það ekki aðeins að markmiði að auka
færni og skilvirkni starfsmanna held-
ur einnig að gera þá hæfari til að
mæta auknum kröfum sem kunna að
vera gerðar til þeirra í framtíðinni.
Vel upplýstur mannauður er gulls
ígildi því raunin er sú að fyrirtæki er
ekkert annað en fólkið sem þar starf-
ar.
ESSO-skólinn
Guðlaug Ólafsdóttir
Símenntun
Vel upplýstur mann-
auður er gulls ígildi,
segir Guðlaug 
Ólafsdóttir, því raunin
er sú að fyrirtæki er
ekkert annað en fólkið
sem þar starfar.
Höfundur er fræðslustjóri 
Olíufélagsins ehf.
ÞAÐ voru naprir vind-
ar fordóma, haturs og of-
stækis sem gerðu snarpa,
harða og miskunnarlausa
hríð að nútíð okkar og
framtíð hinn 11. septem-
ber í fyrra. Þegar stórar
farþegaþotur fullar af
fólki og eldsneyti voru
notaðar sem eldflaugar í
þeim tilgangi einum að
meiða, myrða og eyða
jarðneskri tilveru okkar.
Heimsbyggðin er í sár-
um og ráðamenn jafnt
sem almenningur vita
vart ennþá sitt rjúkandi
ráð, slíkur var og er
óhugurinn og hræðslan sem greip um
sig og heldur okkur jafnvel enn í helj-
argreipum.
Ódæðismönnunum tókst að
skekkja heimsmyndina. Það verður
að viðurkennast. Heimsmyndin og til-
vera okkar skekktist svo að hún hefur
tekið á sig nýja mynd. Lífi okkar var
ógnað á nýjan og framandi hátt og
það í beinni útsendingu sjónvarps-
stöðvanna.
Mikið kapp var eðlilega lagt á að
hafa hendur í hári þeirra sem að
gjörningunum stóðu. En hvað hefur
gerst? Forsprakkinn hefur enn ekki
náðst. 
Nú þegar eitt ár er frá atburðunum
í New York og Washington verður
okkur enn ljósara en áður að baráttan
sem við eigum við er ekki fyrst og
fremst við menn af holdi og blóði.
Heldur við einhver óræð ill öfl. Við
andaverur vonskunnar í himingeimn-
um. 
Andaverunum þeim er sérlega lag-
ið að skapa flokkadrætti og glund-
roða, fordóma og hatur. Sannarlega
hlýtur það að vera áhyggjuefni að fólk
skuli alið upp í hatri á öðru fólki. Að
það séu búnir til óvinir og markmiðið
sé að eyða þeim. Við er-
um að tala um veru-
leikann, ekki tölvuspil
eða bíómyndir.
Hið sorglega er að
hinar óræðu andaverur
vonskunnar í himin-
geimnum taka sér ból-
festu, jafnvel í hinum
ólíklegustu mönnum af
holdi og blóði, á ófyrir-
séðum og óþægilegum
tímum og birtast þegar
síst skyldi.
Líf byggt á bjargi
Þegar tilveran riðlast
eins og hún gerði sann-
arlega hinn 11. september 2001 varð
fólk öryggislaust, haldið ótta og kvíða
af skiljanlegum ástæðum. Það er ekki
síst við slíkar aðstæður sem það er
svo gott að eiga von í hjarta. Von sem
ekki bregst. Líf sem byggt er á bjarg-
inu eina sem ekki bifast, á frelsara
heimsins, Jesú Kristi. Honum sem
hefur heitið því að vera með sínu fólki
alla daga allt til enda veraldar. Hon-
um sem menntar í réttlæti og hvetur
okkur til að elska náungann eins og
okkur sjálf. Honum sem hvetur okkur
til að virða hvert annað og dæma ekki
náungann. Honum sem er fær um að
gefa okkur frið sem er æðri okkar
skilningi. Honum sem megnar að við-
halda lífinu okkar jafnvel þrátt fyrir
sjálfan dauðann.
Það hlýtur því að skipta máli
Hugarfar og lífsafstaða manna
hlýtur því að skipta máli. Hvaða lífs-
sýn menn velja að fylgja og hvaða
hugarfar menn temja sér.
Sannarlega þurfum við að standa
vörð um friðinn, réttlætið og frelsið.
En til að þær fögru hugsjónir fái að
njóta sín og nái fram að ganga hljót-
um við að verða að hleypa frelsinu,
Naprir vindar
Sigurbjörn
Þorkelsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52