Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
30 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í
dag er 11. september.
Ég er satt að segja búin
að kvíða þessum degi í
heilt ár. Hver gerir það
svosem ekki við tilhugs-
unina um þann hrylling sem við
upplifðum fyrir réttu ári? En ég
kveið ekki bara þessum degi,
heldur öllu framhaldinu, og
þeim átökum sem strax mátti
búast við í kjölfarið. Þau létu
ekki á sér standa. Innrás í Afg-
anistan, hatrammara stríð milli
Ísraelsmanna og Palest-
ínumanna en nokkru sinni fyrr,
og nú yfirvofandi innrás Banda-
ríkjamanna í Írak. 
11. september var ráðist á
vinaþjóð okkar, sem var fljót að
benda á að árás á hana væri líka
árás á okkur. Það var líka rétt.
Árás á Bandaríkin var árás á
alla þá sem enn binda vonir við
að þessi ve-
sæli heimur
okkar geti
skánað og að
miskunn-
arlaus dráp á
saklausu fólki
séu óþolandi og óréttlætanleg.
En ég er ekki svo gleymin að
muna ekki hverjir töldu sig til
bestu vina Íraka fyrir fáeinum
árum, þegar óvinirnir voru aðr-
ir. Þá sáu Bandaríkjamenn fulla
ástæðu til að stofna til vin-
skapar við Saddam Hussein og
skaffa honum þau vopn sem
hann þurfti til að verjast Írön-
um. Því stríði lauk og valda-
jafnvægið breyttist. Saddam
Hussein var ekki lengur vinur,
heldur hugsanlegur óvinur. Eftir
stendur að Bandaríkjamenn
stóðu sannarlega ekki öðrum
þjóðum að baki í því að skaffa
Saddam Hussein vopn þegar
það hentaði. 
Fyrir örfáum dögum fullyrti
fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður
Sameinuðu þjóðanna í Írak og
fyrrverandi landgönguliði í
bandaríska hernum á CNN-
fréttastöðinni, að ekkert benti til
þess að Írakar hefðu búið til eða
væru í þann veginn að búa til
gereyðingarvopn. Vel má vera
að það sé tómt plat, en það má
líka vel vera að það sé satt. Það
get ég ekki vitað. En Banda-
ríkjaforseti heldur þó áfram að
hamra á þeirri stríðsógn sem af
Írak stafar. Það er nauðsynlegt
að ráðast á Írak og koma Sadd-
am Hussein frá völdum. Það
dettur varla nokkurri mann-
eskju í hug að Bandaríkjunum
geti stafað hernaðarógn af Írak.
En með innrás í Írak myndu
Bandaríkjamenn eingöngu sanna
fyrir umheiminum einu sinni
sem oftar, ? að sú þjóð sem öðr-
um stafar mest stríðsógn af eru
einmitt Bandaríkjamenn. Þeir
hafa verið öðrum örlátari á fé; ?
og vopn, þegar þeir hafa talið
hagsmunum sínum ógnað, og
sitja uppi með óleysanlega
hnúta fyrir vikið, eins og deil-
urnar milli Palestínumanna og
Ísraela, sem þeir hafa stutt með
ráðum og dáð gegnum tíðina.
Með því hafa þeir uppskorið
hatur og fordæmingu meðal
araba, hatur sem maður sannast
sagna óttast að geti enn og aftur
brotist út í skelfingum á borð
við árásirnar á Bandaríkin í
fyrra. Hvað myndi innrás í Írak
þýða? Það er ljóst að stuðningur
við fyrirætlanir Bandaríkja-
manna er vægast sagt dræmur
meðal þeirra þjóða sem þeir
hafa leitað til, þótt eitthvað hafi
hann aukist síðustu daga. Þjóðir
heims eru augljóslega ekki á því
að brýnasta verkefni á jörð sé
að koma Saddam Hussein frá,
enda hafa þeim ekki verið sýnd-
ar sannanir fyrir því að af hon-
um stafi sú ógn sem Bandaríkja-
menn vilja vera láta. Og hvað
svo? Hvers konar stjórnarfari á
að koma á í Írak og ætla Banda-
ríkjamenn að taka að sér að
byggja landið upp eftir langvar-
andi örbirgð þjóðarinnar í kjöl-
far viðskiptabanns? Síst myndi
ég sakna Saddams Husseins.
Hann er óþverrapési sem hefur
ekki hikað við að beita vopnum
gegn eigin þjóð. En það yrði
hreint glapræði með ófyrirsjáan-
legum ófriði í heiminum ætluðu
Bandaríkjamenn sér að koma
honum frá á eigin spýtur. Inn-
rás í Írak yrði ávísun á enn
meira hatur í garð Bandaríkja-
manna og hryðjuverk sem fyrst
og fremst myndu bitna á sak-
lausu fólki. Og hryðjuverkastríð
er ófyrirsjáanlegt, og langt í frá
það sama og ?venjulegt? stríð,
og varnir í slíku stríði bæði
veikar og vonlitlar. Hættan er
auðvitað sú að hryðjuverk
myndu fyrst og fremst bitna á
Bandaríkjamönnum. Þótt tekist
hafi að koma ógnarstjórn talib-
ana í Afganistan frá völdum er
stríðsrekstri þar í landi hreint
ekki lokið, og ekki útséð um að
innrás í landið hafi verið ?far-
sæl?. Osama bin Laden gengur
enn laus, og gæti vel verið að
skipuleggja sitt næsta stríð. Það
er heldur ekkert sem bendir til
þess að Bandaríkjamenn og
stuðningsmenn þeirra í innrás-
inni hafi uppskorið einhverja
sérstaka velvild íbúa í Afganist-
an fyrir vikið, síður en svo. Það
er ótalmargt sem mælir gegn
innrás í Írak, ekki síst heill
bandarísku þjóðarinnar sjálfrar
og orðspor ráðamanna hennar á
alþjóðlegum vettvangi. Sú
bandaríska þjóð, sem allur
heimurinn sýndi samúð og sam-
kennd fyrir ári, þegar hún gekk
í gegnum mikla sorg, þarf að
vakna af þyrnirósarsvefninum
og spyrja hvað hún vill og velta
því fyrir sér hvort stöðugar
íhlutanir í málefni annarra þjóða
séu henni virkilega til heilla. 
Í dag er 11. september. Þenn-
an dag fyrir 29 árum studdu
Bandaríkjamenn vopnað valda-
rán í Chile og steyptu lýðræð-
islega kjörnum forseta landsins,
Salvador Allende, af stóli. Nú er
komið á daginn að stuðningur
Bandaríkjamanna við herfor-
ingjastjórnina í Chile var hrein
hneisa og sá sem þeir komu til
valda, liðsforinginn Augusto Pin-
ochet, hreint og klárt ótæti með
hundruð mannslífa á samvisk-
unni. 
Ekkert réttlætir stríð og dráp
á saklausu fólki, hvort sem það
er í Afganistan, Írak, Palestínu,
Ísrael, Chile, ? eða Bandaríkj-
unum. Það er hins vegar orðið
löngu tímabært að þeir sem
valdið hafa og burði til að beita
því með vopnum ígrundi afleið-
ingarnar vandlega áður en lagt
er af stað, og gleymi ekki að sök
bítur sekan.
Stríðsógn
?Nú er komið á daginn að stuðningur
Bandaríkjamanna við herforingjana í
Chile var hrein hneisa og sá sem þeir
komu til valda, liðsforinginn Augusto
Pinochet, hreint og klárt ótæti með
hundruð mannslífa á samviskunni.?
VIÐHORF
Eftir Bergþóru
Jónsdóttur
begga@mbl.is
?
Hannes Gunnar
Thorarensen
fæddist 6. febrúar
1944. Hann lést á
Landspítala ? há-
skólasjúkrahúsi 2.
september síðastlið-
inn. Foreldrar Hann-
esar eru hjónin Ásta
Bryndís Guðbjarts-
dóttir og Gunnar
Thorarensen, sem
nú er látinn. Systkin
Hannesar eru Hanna
María Gunnarsdótt-
ir, Bryndís Thor-
arensen og Haukur
Holm, sem er þeim sammæðra.
Hannes kvæntist Margréti
Kristjánsdóttur. Foreldrar henn-
ar voru Kristján S. Arngrímsson
og Aðalheiður S. Friðriksdóttir.
Systkin Margrétar eru Óskar,
Anna og Kristleifur. Börn þeirra
hjóna, Hannesar og Grétu, eru
Atli, Þór og Björk. Einnig átti
hann dótturina
Örnu Ösp. Atli og
kona hans, Jaana K.
Mylly, búa og starfa
í Bandaríkjunum.
Börn þeirra eru
Stefán Már, Sandra
Margrét og Jóhann-
es Þór.
Hannes Gunnar
ólst upp í Reykjavík
en átti þess þó kost
að komast í sveit á
sumrin. Það hafði
sterk áhrif á hann
og varð til þess að
hann sótti sér bú-
fræðingsmenntun á Hvanneyri.
Síðar gerðist hann trésmiður og
tók meistarapróf í þeirri iðn.
Undanfarna þrjá áratugi rúma
starfaði Hannes sem lögreglu-
maður.
Útför Hannesar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku pabbi minn, hvernig er
hægt að skilja þetta? Þér, svona
ungum og vel á þig komnum, er
kippt burt úr þessu jarðneska lífi
eins og hendi sé veifað. Við sem átt-
um eftir að gera svo margt saman.
Hitt veit ég að mennirnir áætla en
guð ræður.
Elsku pabbi minn, ég sakna
hlýrra orða þinna og faðmlags svo
óendanlega mikið. Frá því ég fyrst
man eftir mér hefur umhyggja þín
fyrir mér alltaf verið í fyrirrúmi. Þú
varst ekki bara pabbi minn, heldur
besti vinurinn sem ég átti. Aldrei
var neitt til sparað eða talið eftir ef
ég átti í hlut.
Minningarnar hrannast upp, en
þær eru efni í heila bók. Sumarið
sem senn er á enda var okkur ætluð
samvera enn meir en endranær. Við
tvö eyddum lunganum úr því saman
og ekki leið sá dagur að þú segðir
ekki: ?Hvernig á ég að dekra við þig
í dag, ljósið mitt?? Sumarleyfinu
lukum við tvö með ferð á Kántrýhá-
tíðina á Skagaströnd, en frá því að
ég fór að dansa línudans var versl-
unarmannahelgin tekin frá fyrir
mig.
Elsku pabbi minn, ég veit að þú
ert hjá guði og að við munum hittast
aftur, en þangað til mun ég leita
huggunar í björtum minningum og í
bæninni sem þú kenndir mér: 
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson.)
Þín elskandi dóttir, 
Björk.
Elsku pabbi minn, mér finnst
leiðinlegt að þú hafir dáið og hef
grátið mikið. Ég man vel eftir því
þegar við vorum saman og gerðum
margt skemmtilegt. Við fórum að
veiða, í bíó, heimsækja ömmu
Binnu, í ferðalög, útilegu og margt
fleira. Þú sagðir mér mikið um Ís-
land og hvað staðir, ár og fleira hét
og kenndir mér margt um dýrin,
hvað þau éta og hvað afkvæmi
þeirra eru kölluð.
Síðast þegar þú hringdir í mig til
Kanada talaðir þú um Guð og sagðir
að ég gæti alltaf talað við hann ef
eitthvað væri að. Ég geri það núna
því það er erfitt fyrir mig að missa
þig, elsku pabbi minn. En ég veit að
þú ert hjá Guði núna og líður vel. Ég
vildi að ég hefði getað hitt þig aftur
og ég sakna þín mikið.
Ég mun alltaf elska þig, elsku
pabbi minn.
Þín dóttir 
Arna Ösp.
Elsku bróðir. Það er bæði sárt og
óraunverulegt að kveðja þig hér og
nú, það hvarflaði ekki að mér að þú
myndir deyja nærri því strax. En
raunveruleikinn er oft miskunnar-
laus og það er hann svo sannarlega í
þetta skipti. En með hörku sinni
núna minnir hann mig á að maður á
aldrei að geyma það sem maður vill
gera eða segja þar til síðar, það gæti
orðið of seint. Stundin sem ég sat
hjá þér á sjúkrahúsinu á meðan þú
svafst, er mér mikilvæg og ég er
þakklátur fyrir að hafa fengið það
tækifæri til að segja þér hvernig
mér líður og hvers virði þú ert mér,
eitthvað sem ég hefði auðvitað átt að
vera fyrir löngu búinn að segja þér.
Sú stund verður mér því dýrmæt
minning og holl lexía. Fyrir mér
ertu tákn trausts, heiðarleika og
þess að orð skulu standa. Minning
mín um þig er bara falleg og það er
mér heiður að hafa fengið að vera
litli bróðir þinn. Farðu í friði bróðir
minn, þín verður saknað. 
Haukur.
Það var í byrjun október haustið
1961. Við mættum til náms á
Hvanneyri ellefu piltar, hálfum
mánuði á undan öðrum bændadeild-
ungum. Kölluðumst vetrungar því
við hugðumst ljúka búfræðiprófi
eftir eins vetrar nám. Höfðum flest-
ir verið áður við nám í ýmsum hér-
aðsskólum. Samstaða varð fljótlega
mikil í þessum litla hópi, hvort held-
ur var við dagleg störf eða skemmt-
un um helgarnar tvær áður en
Bændaskólinn var formlega settur.
Í þessum hópi var Hannes G.
Thorarensen; kom frá Valdarási í
Víðidal. Hannes vakti fljótlega at-
hygli okkar hinna: myndarlegur
maður og íþróttamannslega vaxinn
enda kom í ljós að hann var hinn
áhugasamasti á því sviði hvort held-
ur var í leikfimisalnum gamla eða á
knattspyrnuvellinum austur á
túninu sem nýttur var hvernig sem
viðraði. Hannes reyndist hispurs-
laus í framgöngu, hélt skoðunum
sínum fram af festu og rökvísi og
hafði ríka réttlætiskennd en hún
kom honum ekki síst vel í því ævi-
starfi sem hann valdi sér. Hannes
varð því fljótlega prýði þessa litla
hóps. Er á leið haustið blandaðist
vetrungahópurinn undravel öðrum
eldrideildungum skólans. Úr varð
einstaklega samstæður hópur sem
kvaddi skóla sinn vorið 1962 von-
glaður og fullur tilhlökkunar. Leiðir
skildu. Við tók amstur á ýmsum
vettvangi. Hver hvarf í sínar annir.
Og þó.
Ræturnar frá Hvanneyri reynd-
ust hafa leitað djúpt. Að tíu árum
liðnum hittist hópurinn og rifjaði
upp hin gömlu kynni. Hannes lét sig
ekki vanta. Og þannig fór einnig á
næstu skólaafmælum. Tækifærin
voru notuð til að hittast og rækja
kynni og vaxandi vináttu. Nú síðast
dagana 17.-18. ágúst síðastliðinn.
Fagnað var fjörutíu ára útskriftar-
afmæli: Í einstakri veðurblíðu ókum
við saman um Borgarfjörð, áttum
góða viðdvöl á Hvanneyri en efnd-
um síðan til fagnaðar á fögrum stað
við Hvalfjörð. Einnig nú mætti
Hannes með sinni góðu konu, glaður
og reifur að vanda. Við hinir tókum
til þess hve unglegur hann var, gát-
um raunar ekki merkt að hann hefði
að ráði breyst frá því við kvöddum
skólann okkar fyrir fjórum áratug-
um.
Við yl minninganna réð glaðværð-
in ríkjum og við sungum okkur inn í
ljósbláa ágústnóttina. Þar sem við
kvöddumst í Hvalfjarðarblíðunni á
nýjum degi var sammælst um að
hittast fljótlega aftur, helst innan
2-3 ára. En mennirnir skipuleggja ?
almættið ræður ?
Aðeins örfáum dögum síðar barst
okkur sú sorgarfregn að Hannes
væri allur, aðeins 58 ára gamall.
Hópurinn er sleginn. Stórt skarð er
í hann höggvið og verður ekki fyllt.
Rás og rök tilverunnar er stundum
erfitt að skilja. Hugur okkar er hjá
þeim sem svo mikið hafa misst; eig-
inkonu og fjölskyldu. Við biðjum
þeim huggunar og styrks frá þeim
sem öllu ræður.
Okkur félögunum lét Hannes eft-
ir bjarta minningu sem fylgja mun
nafni hans í huga okkar. Það var
gott að hafa fengið að eiga hann að
skólafélaga og vini. Blessuð sé
minning Hannesar G. Thorarensen.
Skólafélagar frá
Hvanneyri 1962.
Hvernig á að byrja? Hvar á að
enda? Hannes fór alltof fljótt.
Vináttuböndin hafa trosnað en
sterka vinartaugin er enn til staðar.
Vináttan hófst í Reykjaskóla. Síð-
an eru liðin allmörg ár. Þessi töffari
úr Reykjavík var engin töffari, held-
ur drengur góður, sem er sárt sakn-
að af skólasystkinum frá Reykjum
og öðrum. Eitt sinn vildi hann ná
góðum árangri á mannkynssögu á
Reykjum, þá las hann sögu alla
nóttina og mætti til prófs ósofinn,
gott ef hann fékk ekki 10.
Hann var hálfgerður sveitamaður
því hann hafði dvalist á Valdarási í
Víðidal og stundaði brúarvinnu í
Húnavatnssýslu og síðar veiði-
vörslu.
Hannes hafði ákveðnar skoðanir
og lá ekki á þeim. Hann var fastur
fyrir og raungóður. Einhver sagði,
ég vildi ekki vera yfirheyrður af
Hannesi, hann er svo ferlega harð-
ur.
Vert er að minnast ferða minna á
Hverfisgötuna, þar var gott að
koma. Mamma hans eldaði góðan
mat, sérstaklega kjúkling sem við
stálumst stundum í.
Ég minnist þess hvað Hannes var
artarlegur við móðurömmu sína
enda var hún hrifin af stráknum.
Það var hálfpartinn fyrir mitt til-
stilli að Hannes og Magga kynntust.
Hannes var lítill skíðamaður en
þeim mun betri í boltanum. Hann
entist því illa á skíðum en í Möggu
náði hann. Það var á þeim árum sem
Ármannsskálinn í Jósefsdal var
þeim sem vildu stunda skíði og
skemmtilegt skálalíf kær.
Snjóleysisár voru um og eftir
1960 og þá var farið upp í Himnaríki
sem er hálendi inn af Jósepsdal, þá
uppgötvuðu Ármenningar og fl. Blá-
fjallasvæðið.
Margt áttum við Hannes sameig-
inlegt t.d. að vera báðir húsasmiðir,
þótt við höfum valið að vinna önnur
störf, hann sem rannsóknarlög-
reglumaður og ég við kennslu.
Það lá nærri að við stofnuðum
fyrirtæki saman en það rann út í
sandinn þegar við hjónin brugðum
okkur til útlanda. Ekki rofnuðu
vinatengslin við það þótt við hjónin
ílentumst 6 ár í útlöndum. Til Hann-
esar og Möggu var gott að koma.
Margar eru minningarnar og
margt er ósagt.
Við Erla vottum Möggu, Atla,
Þór, Björk og fjölskyldu okkar inni-
legustu samúð.
Hallgrímur Guðmundsson.
Í þéttbýli borgarinnar er það
mikil gæfa að eiga góða nágranna.
Það ber við að forsjónin er manni
svo hliðholl að samfylgdin fær að
standa í marga áratugi. Um 1970
voru fimm fjöl- skyldur að innrétta
nýbyggð hús sín í Kjalarlandi 19 til
25 og milli þeirra einstaklinga sem
þarna áttu hlut að máli mynduðust
strax góð kynni. Sumt af þessu fólki
er nú horfið yfir móðuna miklu en
aðrir hafa flutt sig um set í önnur
HANNES GUNNAR
THORARENSEN 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52