Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Klukkan er rétt að
verða átta, Sara farin í
skólann, strákarnir í leik-
skólann og við hjónakorn-
in ásamt litlu prinsess-
unni á leiðinni í vinnuna.
Undirbúningur fyrir eril-
saman dag á Kaffi París
er að hefjast. Allt gengur sinn vana-
gang og þegar niður í eldhús er komið
heyrum við vinalegt fótatak, hringl í
lyklum, þú hverfur inn á skrifstofu
eitt andartak, kemur svo inn í eldhús
og segir ,,Góðan dag! Þetta er falleg-
ur dagur.? Anna María litla ljómar
eins og sólin þegar hún sér afa sinn
koma inn og þú segir: ,,Anna mín,
ertu farin að stjórna svolítið?? Svo
ferðu upp og drekkur kaffi með körl-
unum. Þetta er hefðbundin byrjun á
deginum. Starfsstúlkurnar vita að þú
deilir rúnnstykkinu þínu með Lissa
vini þínum og vilt alls ekki sjá smjör
eða egg á diskinum þínum. Eftir
skraf og diskúteringar hefur þú svo
daginn og gengur í hin ýmsu störf
sem viðkoma rekstrinum. Hvort sem
það er að sjá um uppgjör, fara út í
banka, sópa stéttina, þrífa gluggana
eða taka af borðum og hreinsa til í
salnum, þú ert alltaf sýnilegur.
Já, þín er líka sárt saknað í Skild-
inganesi 53, þar er skarð fyrir skildi.
Við reynum að hlýja okkur og hugga
við minningabrot sem við eigum um
þig. Ágúst Leó og Lárus eru alltaf að
spyrja um þig og hvort þú komir nú
ekki bráðum, enda voru börnin okkar
svo hænd að þér, öll alin upp í eldhús-
inu á Kaffi París með þeim forrétt-
indum að kynnast þér svo vel og fá að
umgangast þig nánast daglega. Það
skipti þig líka svo miklu máli að hlut-
irnir væru ,,í lagi? eins og þú orðaðir
það. Það er mér svo kært hversu annt
þér var um velferð okkar Bödda og
barnanna og hversu vel þú fylgdist
með því að allt gengi vel.
Ég veit að elsku Böddi minn hefur
ekki aðeins misst föður heldur líka
sinn besta vin. En það var ekki bara
að þú bærir hag þinna nánustu fyrir
brjósti heldur varstu ötull stuðnings-
maður hinna ýmsu góðgerðarmála.
Minnisstætt er mér t.d. þegar þú
varðst sjötugur, en þá kom fram í til-
kynningunni um afmælið að blóm og
gjafir væru vinsamlegast afþakkaðar
en fólki var bent á að láta styrktar-
sjóð Barnaspítala Hringsins njóta
þess. Svona öðlingar eru vandfundn-
ir.
Með tengdapabba er genginn góð-
ur félagi, húmorískur, traustur og
skemmtilegur maður sem var fjöl-
skyldunni kletturinn sem leitað var
skjóls undir. En einnig maður sem
setti mikinn svip á miðbæinn og fegr-
aði og bætti mannlífsflóru hans.
Ég kveð þig elsku tengdapabbi,
klökkum huga, með mikilli virðingu
og þökk.
Ingibjörg Lárusdóttir.
Elsku afi minn. Það er sárt að
þurfa að kveðja og ég trúi ekki ennþá
að þú sért farinn, en ég man bara
KETILL 
AXELSSON 
?
Ketill Axelsson
fæddist í Reykjavík
20. apríl 1930. Hann
lést á Landspítalanum
29. ágúst síðastliðinn
og var útför hans gerð
frá Dómkirkjunni 9.
september. 
hvað þú vildir drífa þig í
þessa hjartaaðgerð og
hætta þessarri vitleysu
eins og þú orðaðir það.
Það er ekki hægt að
segja annað en þú hafir
verið skemmtilegur per-
sónuleiki og það er ekki
bara við fjölskyldan höf-
um misst mikið heldur
einnig miðbær Reykja-
víkur.
Ég held að fólk sem
ekki þekkti þig vel hafi
oft misskilið þig og ekki
áttað sig á hvað þú varst
hlýr og mikill karakter.
Þú gast verið harður í horn að taka en
hlýjan var alltaf í fyrirrúmi og alltaf
heyrði maður þig hrósa fólki í hástert
þó ekki fengi það endilega að heyra
það sjálft. Sjálf fór ég ekki að átta
mig á þér almennilega fyrr en í seinni
tíð. Því var eina leiðin að brosa og
gera grín að þér á móti.
Þú talaðir oft í frösum og það voru
margir gullmolarnir sem fuku af þín-
um vörum eins og þegar þú sagðir
alltaf ,,þú veist að lífið er erfitt fyrstu
100 árin en síðan lagast þetta? og
þegar þú ávarpaðir mann stundum
,,þú? og svo fékk maður yfir sig roms-
una af heilræðum og þá sérstaklega
fyrirlestrana um mikilvægi menntun-
ar og dugnaðar. Það var dýrlegt að
fylgjast með þér í jólaboðunum þar
sem þú sast við enda háborðsins útí
horni og sagðir okkur hinum til og
kallaðir reglulega til ömmu ,,mútta
mín þetta er stórkostlegur matur hjá
þér?.
Þú hafðir alltaf mikinn áhuga fyrir
því sem við fjölskyldan vorum að gera
og ósjaldan kominn með klærnar í að
aðstoða við ótrúlegustu hluti eða vild-
ir amk. vera inní málunum. Það er svo
góð tilfinning að eiga góða að og það
var svo sannarlega hægt að segja það
um þig. Þú varst kletturinn okkar
allra og það er stórt skarð höggvið í
fjölskylduna.
Þú passar nú uppá hann Ketil litla
fyrir okkur. Saknaðarkveðjur, 
Guðbjörg Karen Axelsdóttir.
Fyrstu persónulegu kynni mín af
Katli Axelssyni voru árið 1965 er und-
irritaður lenti í bílslysi norður í
Fnjóskadal. Ketill kom þar að slys-
stað ásamt eiginkonu sinni Margréti
Gunnlaugsdóttur og þau sýndu mikið
öryggi við leiðbeiningar og aðstoð, en
hann, bifvélavirkinn, sá strax hvernig
best væri að standa að málum.
Stuttu síðar, í fríi og sól á suður á
Spáni, gafst betri tími til þes að kynn-
ast þessum góða dreng. Næstum
daglega ræddum við um landsins
gagn og nauðsynjar, atvinnulíf og
pólitík, þar var hann ákveðinn í skoð-
unum. Við skemmtum okkur við
minigolf og kom þá vel í ljós keppn-
isskap og fylgni sem hann hafði í mál-
um. Það gladdi hann að sigra. Aldrei
var hann tapsár en hafði yndi af leikn-
um.
Einnig urðu til á þessum tíma drög
að samkomulagi um uppbyggingu
húsnæðis hans í Austurstræti 12a,
þar sem seinna reis Óðal við Aust-
urvöll og Nautið í Austurstræti.
Sammælst var um að ganga þannig
frá húsnæðinu að byggt væri upp í
skarð sem var milli húsanna Austur-
stræti 10 og 14 sem myndaði loks
heila jafna húslínu milli Austurstræt-
is og Austurvallar á þessum kafla.
Ketill sýndi í samningaviðræðum
þessum að um leið og hann hélt vel á
sínum hlut var hann bæði sanngjarn
og raunsær.
Ketill Axelsson var maður sem lét
verkin tala, var maður athafna og það
var aldrei nein lognmolla í kringum
hann. Hann keypti jörðina Kollabúðir
við Þorskafjörð. Beitti sér fyrir laxa-
rækt í Þorskafjarðará og Músará
sem liggja að landinu og byggði þar
bæði lítinn flugvöll og flugskýli, en
hann hafði lokið einkaflugmanns-
prófi.
Það var í mikið ráðist er Ketill
keypti hlut systkina sinna í fasteign-
inni Austurstræti 14. Um margra ára
skeið voru rekin þrjú fyrirtæki á jarð-
hæðinni, Verzlunin London og Lond-
on dömudeild, fyrst í rekstri Ketils og
Margrétar og síðar undir stjórn Ax-
els sonar hans, en einnig var fyrir-
tæki P & Ó á jarðhæðinni. Þegar P &
Ó hætti störfum varð að finna grund-
völl fyrir góðri nýtingu jarðhæðar-
innar. Þá stofnuðu þau hjónin Café
Paris sem sett hefur svip sinn á mið-
borg Reykjavíkur. Hefur fyrirtækið
notið styrkra handa samhentrar fjöl-
skyldu, barna, barnabarna og
tengdabarna. Þá ber að nefna sér-
staklega að Margrét eiginkona hans
og Axel sonur hans hafa lagt mikið af
mörkum án þess að á nokkurn hátt sé
gert minna úr framlagi annarra.
Við teljum það mikið lán að hafa átt
Ketil og fjölskyldu hans að vinum í yf-
ir 30 ár, margs er að minnast og þá
sérstaklega tímamóta og fagnaðar-
stunda fjölskyldunnar á glæsilegu
heimili þeirra, ferða á óðalið í Kolla-
búðum eða heimsókn í sumarbústað-
inn í Hestvíkinni.
Fjölskyldan hafði alla tíð forgang
og sérstakan stað í hjarta hans. Vel-
ferð fjölskyldunnar, systkina, barna
og barnabarna var ávallt í fyrirrúmi
ásamt góðum hópi gamalla vina. Hag-
ur þeirra var hans gleði, sem fékk
hann til að ljóma, en þegar mótlæti
eða erfiðleikar steðjuðu að var stuðn-
ings að vænta frá honum. Hann var
einlægur og sterkur bakhjarl ef á
þurfti að halda.
Þú vissir alltaf hvar þú hafðir
þennan mann, hann var ávallt hreinn
og beinn í öllum samskiptum, hver
sem í hlut átti. Að leggja gott eitt til
þar sem hann mátti og veita góðum
málum stuðning með fjárframlagi
gladdi hann, sérstaklega þar sem
þörfin var brýn. Ekki hafði hann þó
mörg orð þar um.
Snyrtimennska og góð umgengni
einkenndi hann og var vel sjáanleg.
Um áratugaskeið þvoði hann sjálfur
alla glugga á jarðhæð Austurstrætis
12a og 14 og sópaði frá sínum dyrum í
upphafi hvers dags.
Ketill var kröfuharður jafnframt
því að vera hvetjandi og ráðagóður
um þau mál sem hann þekkti vel til.
Ketill var skapmikill maður, en
ekki ósanngjarn og þeim sem kynnt-
ust honum vel var ljóst að undir
hrjúfu yfirborði sló gott hjarta.
Biðin eftir síðustu aðgerð var löng,
alltof löng Hann hafði tekist á við
veikindi mörg undanfarin ár og sýndi
þá mikinn lífsvilja og styrk en mikill
dráttur sem varð á nauðsynlegri að-
gerð markaði greinilega afturför.
Falskt öryggi í heilbrigðismálum
þar sem biðlistar lengjast og bið eftir
lífsnauðsynlegum aðgerðum tekur
mánuði og ár getum við ekki sætt
okkur við.
Þessu ástandi þarf að breyta strax.
Þegar kemur að leiðarlokum í bili
er okkur efst í huga þakklæti fyrir
áralanga vináttu, drengskap og góð
samskipti sem aldrei bar skugga á.
Eftirlifandi eiginkonu Ketils og
fjölskyldunni allri vottum við samúð
og biðjum algóðan guð að miskunna.
Minningin um góðan dreng er
þeirra styrkur.
Þórdís og Haukur.
Ketill Axelsson er fluttur. Hann
hefur kvatt borgina sína Reykjavík,
kvatt þennan heim. Hann er sestur að
í Guðannaborginni, sestur að í æðri
heimi. Hann starfaði við Austurvöll,
þar sem hlutirnir gerast í okkar landi.
Hann starfaði rétt hjá styttu Jóns
Sigurðssonar. Þeir voru um margt
líkir nágrannarnir, réttsýnir leiðtog-
ar, trúðu á framtak einstaklingsins,
réttu öðrum hjálparhönd, skiluðu
góðu lífsverki.
Ketill var ekki allra. Hann setti
svip á bæinn. Reykjavík er ekki söm
eftir.
Ketill þekkti marga forystumenn
sem starfað hafa við Austurvöll á
undanförnum áratugum. Hann hafði
sinn sérstaka hátt á að berjast fyrir
því sem betur mætti fara og stakk
hugmyndum að mönnum, sem áttu
leið hjá og hann taldi líklega til að
geta komið góðum hlutum í verk.
Vinátta okkar Ketils hefur varað í
áratugi. Ég átti þess kost að eiga tíma
með honum nokkrum sinnum í sum-
ar. Við fórum í göngutúra og bíltúra á
fallegustu sumardögunum og rædd-
um saman um málefni dagsins, um
framtíðina. Hann var heimavið vegna
þess að hann var að bíða eftir að kom-
ast í hjartaaðgerð þar sem skipta átti
um hjartaloku. Hann lét sig hlakka til
að fá heilsuna aftur. ?Þetta verður
ekkert mál. Bói bróðir fór í þessa að-
gerð fyrir mörgum árum og lifir góðu
lífi.? Ég stakk að honum að hvort sem
aðgerðin tækist eða ekki þá fengi
hann heilsuna aftur. Það hefur nú
gengið eftir. Við sem eftir lifum átt-
um þó öll von á að aðgerðin tækist og
við ættum eftir að eiga langan tíma
saman. Mennirnir gera áætlanir en
Guð einn ræður. Ketill Axelsson hafði
lokið lífsstarfinu. Ég læt mig hlakka
til að hitta hann aftur í öðrum tíma, í
öðru rúmi.
Fjölskyldan var Katli mikilvægust
og hann var mjög stoltur eiginmaður
faðir og afi. Hann lagði sig allan fram
við að sjá hag þeirra sem allra bestan.
Í dag ríkir bæði sorg og gleði í hjarta
mínu. Sorg yfir missi vinar míns og
gleði yfir að hafa fengið að vera sam-
ferða þessum einstaka manni. Ég
votta Maggý, börnunum og fjölskyld-
um mína dýpstu samúð. Ég kveð með
virðingu góðan vin sem ég mat mikils.
Sverrir Vilhelm Bernhöft.
Í dag er til moldar borinn Ketill
Axelsson kaupmaður. Ég kynntist
honum og konu hans Maggý þegar ég
var unglingur í Hlíðunum og var mik-
ið inni á heimili þeirra í Engihlíðinni
með vinkonu minni og dóttur þeirra
Soffíu Ólöfu. Í gegnum árin höfum við
heimalningarnir eins og við köllum
okkur ekkert minna verið inni á
heimili Ketils og Maggýjar þó svo að
við höfum elst, vegna þess að hlýja og
gestrisni þessa fólks er óendanleg og
allir sækjast í þeirra félagsskap. Við
höfum oft verið gestir í sumarbú-
staðnum á Þingvöllum, stað sem Katli
þótti mikið vænt um, og fengið að
njóta þessa sælustaðar með honum.
Í fyrra þegar við hjónaleysin urð-
um fyrir áfalli erlendis fékk ég ásamt
syni mínum að gista í kjallaranum á
Ægisíðunni í tæpa tvo mánuði og
seinna þegar við fluttum svo heim til
Íslands fyrir rúmu ári fengum við
Sigurpáll aftur að vera hjá þeim í
nokkrar vikur. Gestrisni Ketils og
fjölskyldu hans nær út fyrir öll mörk
og þar er gleðin og hlýjan allsráðandi.
Þessari hlýju og gestrisni munum við
aldrei gleyma og fyrir hana erum við
óendanlega þakklát.
Ketill var maður með gott og stórt
hjarta og við lítum á það sem forrétt-
indi að hafa fengið að kynnast honum.
Hann var jákvæðasti maður sem við
höfum hitt og þann kost ætlum við að
taka til fyrirmyndar og kenna okkar
börnum. Við geymum í hjartanu
minningar um leikhúsferðina sem við
fórum í febrúar á þessu ári og hlátur
Ketils mun fylgja okkur og ylja okkur
um hjartaræturnar í komandi fram-
tíð. Við munum sakna þess að sjá
hann ekki í miðbænum og á Kaffi
París, vel klæddan að vanda, en vitum
að hann er kominn í fulla vinnu ann-
ars staðar, enda örugglega ekki bara
til vandamál á jarðríki sem þarf að
leysa. Miðbær Reykjavíkur hefur
misst eitt sitt hlýjasta og tryggasta
blóm sem nú flyst yfir til annars
heims, sest þar að og blómstrar.
Elsku Maggý, Sossa, Böddi, Gulli,
Axel og Nonni, við biðjum guð að
styrkja ykkur og hugga. Við kveðjum
Ketil Axelsson herramann með sökn-
uði, þökkum en umfram allt virðingu. 
Hildur Jakobína Gísla-
dóttir, Sigurpáll Scheving
og Egill Breki.
Okkar kynni hófust fyrir tæpum
tíu árum þegar Ketill og fjölskylda
hans opnuðu Café Paris. Á þessum
árum náði ég að kynnast manni sem
kannski ekki allir sáu. Ketill var ekki
maður sem hvarf í fjöldann. Ekki
þurfti að vera í nokkrum vafa um
hvað það var sem hann vildi eða
fannst.
Café París var hans yngsta barn.
Draumur sem hann gerði að veru-
leika og vildi gera allt til að viðhalda.
Þangað mætti hann snemma á
morgnana. Fylgdist með að allt væri
eins og hann vildi hafa það. Jafnvel
síðustu mánuðina, svo lengi sem hann
var rólfær, kom hann á skrifstofuna.
Fékk sér kaffi og rúnstykki með vin-
um sínum og gerði það sem þurfti að
gera. Allt mátti bæta og öllu mátti
redda til að fyrirtækið gengi sem
best. Það var engin sendiferð eða smá
redding of ómerkileg til að hann færi.
Einu sinni skáti alltaf skáti, sagði
hann og var farinn.
Á fyrsta ári mínu í vinnu hjá hon-
um efaðist ég oft um hann. Skildi ekki
alltaf hvert hann var að fara. Í dag
stend ég eftir með þann sannleika að
Ketill er besti húsbóndi sem ég hef
unnið fyrir. Hann stóð alltaf við sinn
hlut og vildi gera vel við starfsfólk og
viðskiptavini. Stundum greindi okkur
á um leiðir en hans meining var alltaf
góð. Hann hafði brennandi áhuga á
því að efla miðborgina og honum
tókst það.
Fyrir hönd starfsfólksins á Café
París vil ég senda fjölskyldu Ketils og
vinum samúðarkveðjur.
Munið að þetta er verst fyrstu
hundrað árin.
Jón Árni Jóhannesson.
Tryggur vinur og góður félagi er
látinn. Fyrir aldur fram að manni
finnst því lífsgleðin og viljinn til að
taka virkan þátt í lífinu einkenndu
alla ævi hans.
Hann var ekki allra og allir voru
ekki hans en tryggari vin er vart
hægt að eignast. Fjölskyldu sína og
vini bar hann á örmum sér og átti
traust þeirra og virðingu óskipta.
Hann var einstakur persónuleiki, við
vorum ekki alltaf sammála en vinátta
og væntumþykja sáu um kímnina og
brosið sem fylgdi.
Við fráfall Ketils Axelssonar er
skarð fyrir skildi. Hluti af miðbæ
Reykjavíkurborgar hefur misst sinn
fasta punkt og verður hann aldrei sá
sami. Okkur og fjölskyldu okkar var
hann sannur vinur og stórlyndi hjarta
hans snart okkur öll og munum við
geyma minningu hans eins lengi og
okkar nýtur við.
Við vottum elsku Maggý og fjöl-
skyldu hennar okkar dýpstu samúð
og biðjum góðan Guð að styrkja þau.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þórunn og Harald Snæhólm.
Ég vildi með þessum fáu orðum
minnast hans Ketils. Ég er búinn að
þekkja hann frá því að ég fyrst man
eftir mér, en hann var giftur móð-
ursystur minni, henni Maggí. Þau eru
óteljandi skiptin sem að ég hef komið
á heimili þeirra hjóna og var Ketill
sannur höfðingi heim að sækja hvort
sem það var heima eða í sumarbú-
staðnum. Þær eru margar minning-
arnar sem hafa flogið í gegnum hug-
ann eftir að ég fékk fregnir af andláti
Ketils. Eins og alltaf standa sumar
þeirra uppúr og minnist ég þá viku-
dvalar á Kollabúðum og nú hin síðari
ár reglulegar heimsóknir hans á
vinnustað minn þar sem umræður um
bíla bar hæst enda höfðum við báðir
mikinn áhuga á bílum. En það sem
stendur efst í minningarstaflanum er
ökuferð í byrjun september í fyrra,
en þá fórum við saman á forláta Cad-
ilac-bifreið Ketils í það sem átti að
vera smá ?rúntur? en varð að tveggja
tíma ökuferð um bæinn þar sem við
ræddum um heima og geima. Vart
mátti á milli sjá hvor okkar hafði
meira gaman af þessari ökuferð og
því miður náðum við ekki að endur-
taka leikinn í ár.
Elsku Maggí, börn, tengdabörn og
barnabörn, ég votta ykkur innilega
samúð. Minningarnar munu ylja okk-
ur um hjartarætur um ókomin ár.
Kristinn Gretarsson.
Kveðja frá 
Rótarýklúbbi Kópavogs
Ketill Axelsson félagi okkar í Rót-
arýklúbbi Kópavogs er fallinn frá.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52