Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTARÁÐHERRA, Val-
gerður Sverrisdóttir, telur að ekki
komi til greina, m.a. vegna sam-
keppnisreglna, að ríkið selji eignar-
haldsfélaginu Samson ráðandi hluti í
bæði Landsbanka og Búnaðarbanka. 
Í tilkynningu sem Samson sendi
frá sér á þriðjudag sagði að komið
hefði fram á fundi hinn 28. ágúst með
framkvæmdanefnd um einkavæð-
ingu að með kaupum á hlut í Lands-
banka Íslands útilokuðu fjárfestar
ekki möguleika sína á að gerast einn-
ig kjölfestufjárfestir í Búnaðarbanka
Íslands. Ráðherra sagðist í gær telja
að slíkt kæmi ekki til greina.
Sala til eins
aðila kemur
ekki til greina
???
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hafnaði í gær kröfu Baugs Group hf.
um að rannsóknarathafnir efna-
hagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra við húsleit í höfuðstöðvum
fyrirtækisins 28. ágúst sl. yrðu
dæmdar ólögmætar og að öllum
gögnum sem lagt var hald á yrði
skilað. Baugur mun kæra úrskurð-
inn til Hæstaréttar.
Í úrskurðinum segir að réttmæti
húsleitarúrskurðar sé ekki hægt að
bera undir dómara, sé húsleitin þeg-
ar um garð gengin. Af sömu ástæðu
geti Baugur ekki beitt ákvæðum 75.
og 79. greinar laga um meðferð op-
inberra mála til að fá leyst úr atrið-
um sem varða framkvæmd húsleitar
sem þegar er lokið. ?Vegna þessa
geta ekki komið til skoðunar í máli
þessu röksemdir sóknaraðila
[Baugs] hvort annmarki hafi verið á
stjórn húsleitarinnar eða hvort með-
alhófs hafi verið gætt við leitina,?
segir í úrskurðinum. Því verði að
hafna kröfu Baugs um að húsleitin
verði dæmd ólögmæt. Þá er því
hafnað að lögregla hafi lagt hald á
meiri gögn en hún hafði heimild til
skv. húsleitarúrskurði héraðsdóms. 
Eina leiðin til að fá dómstóla til
að fjalla um aðgerðir lögreglu
Hreinn Loftsson, lögmaður
Baugs, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að í úrskurðinum hefði ekki
verið tekin efnisleg afstaða til þess
hvort lögregla hefði farið fram úr
heimildum sínum við rannsókn
málsins þar sem réttarfarsleg
ákvæði væru talin koma í veg fyrir
það. Að mati hans var kæran eina
leiðin fyrir fyrirtækið, sem væri
meintur brotaþoli við rannsókn
sakamáls, til að fá dómstól til að
fjalla um aðgerðir lögreglu. ?Ef
réttarfarsleg atriði koma í veg fyrir
að efnislega fáist skorið úr um rann-
sóknarathafnir lögreglu jafngildir
það því að fyrirtæki í þessari stöðu
hafi í raun engin úrræði til að fá
endurskoðun á lögmæti aðgerða lög-
reglu,? segir í yfirlýsingu sem
Hreinn sendi frá sér í gær. Þar sem
ekki sé vitað til þess að áður hafi
reynt á ákvæði 75. og 79. greinar
laga um meðferð opinberra mála
fyrir dómstólum með þessum hætti,
hafi þegar verið tekin ákvörðun um
að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 
Niðurstaðan kemur 
ekki á óvart
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri segir að niðurstaða hér-
aðsdóms komi sér ekki á óvart.
Málatilbúnaður þess efnis að emb-
ætti ríkislögreglustjóra hafi ekki
farið að lögum við rannsókn málsins
hafi verið úr lausu lofti gripinn og
það hafi verið staðfest af dóminum.
?Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjórans þarf að hafa eðlilegt svig-
rúm til að sinna þeim starfsskyldum
sem lög kveða á um í þessu máli
sem öðrum sem til meðferðar eru
hjá embættinu,? segir Haraldur.
Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig
um gang rannsóknarinnar á meint-
um brotum stjórnarformanns og
framkvæmdastjóra Baugs og segir
aðspurður að embættið muni taka
sér þann tíma sem nauðsynlegur sé
til að ljúka rannsókninni. 
Röksemdir Baugs gátu
ekki komið til skoðunar 
Héraðsdómur hafnar kröfu Baugs um að aðgerðir lög-
reglu verði dæmdar ólögmætar og gögnum skilað
RÚMLEGA tvítug kona gerði til-
raun til að smygla um 90 grömmum
af hassi til landsins á mánudag en
var stöðvuð við tolleftirlit á Keflavík-
urflugvelli. Hassið var í smokki sem
hún hafði falið innvortis. 
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli
stöðvaði einnig konu og mann vegna
gruns um að þau væru líka að smygla
fíkniefnum. Teknar voru röntgen-
myndir af þremenningunum sem
leiddu í ljós að önnur kvennanna
hafði fíkniefni innvortis. Fíkniefna-
deild lögreglunnar í Reykjavík yfir-
heyrði konuna og telst málið upplýst. 
Hassi smygl-
að í smokki
SÝSLUMANNINUM á Keflavík
hafa ekki enn borist gögn um mann-
inn sem fannst látinn á gistiheimili í
Reykjanesbæ á mánudag. Hafði
hann verið stöðvaður með falsað
vegabréf þegar hann hugðist fara til
Bandaríkjanna og var í kjölfarið úr-
skurðaður í farbann. Myndir og
fingraför hafa verið send til alþjóða-
lögreglunnar Interpol, bandarísku
alríkislögreglunnar og til dönsku
lögreglunnar. Von er á upplýsingum
frá Danmörku innan skamms. 
Von á upp-
lýsingum 
innan tíðar
???
ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinn-
ar hefur sent Morgunblaðinu eft-
irfarandi ályktun sem samþykkt
var á fundi í gær ?vegna stöðunnar
sem upp er komin varðandi sölu
Landsbanka Íslands?, eins og það
er orðað:
?Í afsagnarbréfi Steingríms Ara
Arasonar, fyrrverandi fulltrúa fjár-
málaráðherra í framkvæmdanefnd
um einkavæðingu, koma fram mjög
alvarlegar ásakanir vegna vinnu-
bragða nefndarinnar.
Steingrímur Ari sakar nefndina
um ófagleg vinnubrögð, sem hafi
leitt til að ekki hafi verið gengið til
samninga við þá kaupendur, sem að
hans mati áttu hagstæðasta tilboð-
ið. Í reynd felur þetta í sér ásökun
um að pólitísk afskipti hafi leitt til
ákvörðunar um að selja bankann á
undirverði. Ásakanir Steingríms
Ara um ófagleg vinnubrögð nefnd-
arinnar eru þeim mun alvarlegri
sem hann segist aldrei hafa kynnst
jafn slæmum vinnubrögðum í ellefu
ára setu sinni í einkavæðingar-
nefnd. Niðurstaða hans er sú, að
óhjákvæmilegt sé að óhlutdrægur
aðili verði fenginn til að fara ofan í
saumana á vinnubrögðunum.
Þingflokkur Samfylkingarinnar
telur, að á meðan ávirðingar fráfar-
andi trúnaðarmanns fjármálaráð-
herra í nefndinni standa óhraktar
þá sé framkvæmdanefnd um einka-
væðingu rúin trausti. Meðan sá
trúnaðarbrestur milli hennar og al-
mennings ríkir er ekki verjanlegt
að hún fari með sölu ríkiseigna.
Þingflokkurinn lýsir því þeirri
eindregnu skoðun, að þangað til bú-
ið er að ganga úr skugga um, hvort
þessar ávirðingar séu réttar eða
rangar, sé óhjákvæmilegt að öll af-
skipti nefndarinnar af sölu ríkis-
bankanna séu tafarlaust stöðvuð og
frekari sölu á hlutabréfum ríkisins í
ríkisbönkunum báðum verði slegið
á frest.?
Þingflokkur Samfylkingarinnar
Einkavæð-
ingarnefnd
rúin trausti
Í BRÉFI Steingríms Ara Arasonar,
sem setið hefur í einkavæðingar-
nefnd, til forsætisráðherra kemur
fram að ástæða úrsagnar hans úr
framkvæmdanefnd um einkavæðingu
séu þau vinnubrögð sem viðhöfð hafi
verið þegar ákveðið var að ganga til
viðræðna við Samson ehf. um kaup á
hlut ríkisins í Landsbanka Íslands.
Hann hafi setið í nefndinni frá 1991 og
aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögð-
um. Þá segir Steingrímur að aðrir
áhugasamir kaupendur hafi verið
sniðgengnir þrátt fyrir hagstæðari
tilboð. Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra segir ávirðingar Steingríms
vera mjög alvarlegar og því hafi for-
sætisráðuneytið strax óskað eftir því
við Ríkisendurskoðun að hún yfirfari
þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í
málinu.
Þá segist Geir einfaldlega vera
ósammála Steingrími þegar hann
segir önnur tilboð vera hagstæðari en
tilboð Samson ehf. Það sé um þetta
atriði sem ágreiningurinn snúist um.
Tilkynnt hefur verið að Baldur
Guðlaugsson ráðuneytisstjóri hafi
verið tilnefndur í framkvæmdnefnd
um einkavæðingu í stað Steingríms
Ara Arasonar.
Í bréfi Steingríms til forsætisráð-
herra segir að í framhaldi af þeirri
ákvörðun ráðherranefndar um einka-
væðingu að ganga til viðræðna við
Samson ehf. um kaup á umtalsverð-
um hlut í Landsbanka Íslands hf. hafi
hann ákveðið að segja sig úr fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu.
?Ástæðan eru þau vinnubrögð sem
viðhöfð hafa verið í aðdraganda þess-
arar ákvörðunar og hafa nú leitt til
þess að aðrir áhugasamir kaupendur
eru sniðgengnir þrátt fyrir hagstæð-
ari tilboð fyrir ríkissjóð á alla hefð-
bundna mælikvarða. Ég hef setið sem
fulltrúi fjármálaráðherra í fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu frá
árinu 1991 og aldrei kynnst öðrum
eins vinnubrögðum. Þar sem ég er
bundinn trúnaði um einstaka þætti
þessa máls treysti ég því að óhlut-
drægur aðili verði fenginn til að fara
ofan í saumana á þeim vinnibrögðum
sem eru orsök afsagnar minnar.?
Önnur tilboð ekki hagstæðari
að mati ríkisstjórnarinnar
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
segir að skiljanlega sé ekki hægt að
ræða tilboðin efnislega auk þess sem
menn megi ekki gleyma að það eigi
eftir að semja við Samson, málið sé
engan veginn komið í höfn.
?Við erum ekki sammála Stein-
grími þegar hann segir önnur tilboð
vera hagstæðari á alla hefðbundna
mælikvarða. Þessu erum við einfald-
lega ósammála og það er um þennan
ágreining sem málið snýst. Við byggj-
um afstöðu okkar á mati HSBC-
bankans og einkavæðingarnefnd
sendir málið áfram til ráðherranefnd-
ar sem tekur þessa ákvörðun eins og
henni ber. Hún er hinn pólitískt
ábyrgi aðili í málinu. Ef menn ekki
vilja una því er það rökrétt ályktun að
þeir hætti.? 
Geir segist ekki geta útskýrt stór-
yrði Steingríms um vinnubrögð í að-
draganda ákvörðunarinnar, hann
verði auðvitað að vera ábyrgur fyrir
þeim ummælum.
Ráðherra tekur hins vegar fram að
þegar sé búið að óska eftir því við Rík-
isendurskoðun að stofnunin yfirfari
þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í
málinu. Þetta sé auðvitað alvarleg
ásökun og menn hafi orðið að bregð-
ast því.
?Nei, sala á hlut ríkisins í Lands-
bankanum er engan veginn einfalt
mál. En við fengum alþjóðlegan fag-
aðila til þess að framkvæma mat fyrir
okkur. En síðan ber ríkisstjórninni,
sem axlar auðvitað mikla ábyrgð á
efnahagsmálum hér, að taka tillit til
fleiri atriða en matsins, t.d. hvað komi
mikið af gjaldeyri inn í landið og
hvaða áhrif salan muni hafa á gjald-
eyrismarkaði, hlutabréfamarkaði,
stöðu ríkissjóðs o.s.frv. Ríkisstjórnin
verður að horfa til allra átta og hags-
munir ríkissjóðs í þessu máli eru
margþættir.? Geir bendir einnig á að
verðið liggi heldur ekki fyrir á þessu
stigi málsins því þó menn hafi nefnt
verðhugmyndir séu væntanlega alls
kyns fyrirvarar og ýmislegt sem
semja þurfi um. 
?Ég tel þó að ákvörðunin hafi þegar
haft jákvæð áhrif á markaðinn, hann
telur það greinilega vera jákvæð tíð-
indi að ákveðið hefur verið að ganga
til viðræðna við Samson um kaup
þeirra á hlut í Landsbankanum.?
Geir segir augýsingu einkavæðing-
arnefndarinnar á sínum tíma hafa
verið mjög skýra hvað það varðar að
taka verði tillit til nokkurra þátta.
?En þar fyrir utan þarf ríkisstjórnin
að taka tillit til enn fleiri atriða.? 
Aðspurður segir Geir ekki liggja
fyrir hvað menn ætli sér langan tíma í
viðræður við Samson. Engin leið sé að
segja fyrir um það.
Allir nema Steingrímur
sammála um niðurstöðuna
Í tilkynningu fjármálaráðuneytis-
ins segir að fimm aðilar hafi skilað inn
tilkynningum og þrír hafi verið valdir
til frekari viðræðna um kaup á
Landsbanka Íslands hf. Nú hafi
ákvörðun verið tekin og Samson eign-
arhaldsfélagi ehf. tilkynnt um það. 
?Í framkvæmdanefnd um einka-
væðingu eru fjórir fastir fulltrúar auk
tveggja fulltrúa viðskiptaráðuneytis-
ins þegar verið er að fjalla um sölu
bankanna. Utan Steingríms Ara Ara-
sonar voru allir þessir fulltrúar í
nefndinni sammála um niðurstöð-
una,? segir í tilkynningu fjármála-
ráðuneytisins. ?Afstaða nefndarinnar
byggðist á yfirferð og mati HSBC á
gögnum málsins og þeirri niðurstöðu
bankans að ganga ætti til samninga
við Samson ehf. Í ráðherranefnd um
einkavæðingu eru fjórir ráðherrar.
Full samstaða var í ráðherranefnd-
inni um þessa ákvörðun.?
Steingrímur Ari Arason gagnrýnir harðlega vinnubrögð 
einkavæðingarnefndar við sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands
Segir önnur tilboð
hagstæðari ríkinu 
Ráðherra hefur falið Ríkisend-
urskoðun að fara yfir málið
Morgunblaðið/Kristinn

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56