Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 1
2002  MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A BARRICHELLO BEITTI BESTU HERFRÆÐINNI Í MONZA / B4 FJÓRIR kylfingar verða væntanlega sendir á heimsmeistaramót áhugamanna í golfi, Eisen- hower keppnina, sem fram fer í Malasíu í lok næsta mánaðar. Haraldur Hilmar Heimisson úr Golfklúbbi Reykjavíkur, Örn Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suðurnesja og Sigurpáll Geir Sveinsson úr Golfklúbbi Akureyrar munu að öllu óbreyttu skipa sveit Íslands á mótinu og Ottó sig- urðsson úr Golkfklúbbi Kópavogs og Garða- bæjar verður varamaður. Þrír kylfingar skipa hverja sveit en þar sem um langan veg er að fara er líklegast að Ottó verði með í för en heimilt er að tilkynna breyt- ingu á liðinu þangað til flautað verður til leiks fimmtudaginn 24. október. Vikuna áður fer fram á sama stað samsvar- andi keppni kvenna, Espirito Santo keppnin, en engin íslensk sveit verður þar á meðal keppenda. Fjórir kylfingar til Malasíu HOPE Powell, þjálfari enska kvennalandsliðsins, segir á heima- síðu enska knattspyrnusambands- ins að hún sé ánægð með jafnteflið gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í fyrradag, 2:2. „Ég hefði líka verið ánægð þó við hefðum tapað 2:1 því það er dýrmætt að skora á útivelli,“ sagði Powell. Hún sagði að leikmenn enska liðsins hefðu verið vonsviknir eftir leikinn. „Eftir á held ég að þær séu ánægðar með að hafa skorað tvö mörk á útivelli, en íslenska liðið stóð sig vel í leiknum. En þótt við höfum náð þessum úrslitum bíður okkar allt annar leikur á sunnudag- inn kemur,“ sagði Hope Powell. Liðin mætast þá aftur á St. And- rews leikvanginum í Birmingham og sigurliðið samanlagt mætir Frökkum í úrslitaleikjum um sæti í lokakeppni HM í Kína. Í umsögn á heimasíðunni segir að enska liðið hefði getað náð 4:0 for- ystu á fyrstu 15. mínútum leiksins og það hefði verið mikið óréttlæti þegar Ísland náði forystunni rétt fyrir hlé. England hefði átt að vera búið að gera út um leikinn þegar þar var komið sögu. Ánægð með Walker Powell er mjög ánægð með fram- göngu hins 33 ára fyrirliða enska liðsins, Karen Walker – sem skoraði bæði mörk Englands. Sagði við BBC að ef Walker haldi áfram á þessari braut, gæti hún leikið til fimmtugs. Hefði verið ánægð með 2:1 tap Sigurður Donys, sem er sóknar-maður, lék reynsluleik með ung- lingaliði Middlesbrough, innan- félagsleik þar sem leikmenn voru 19 ára og yngri. „Honum gekk mjög vel, skoraði tvö af þremur mörkum síns liðs, og forráðamenn Middlesbrough vildu semja við hann strax. Okkur fannst það of snemmt en samþykkt- um að hann kæmi aftur til félagsins í næsta mánuði,“ sagði Þorgerður Björnsson, móðir Sigurðar Donys, við Morgunblaðið í gær en hún fór með honum til Englands ásamt föður hans. Orðaður við Newcastle Enskir fjölmiðlar fjölluðu um Sig- urð Donys í gær og sögðu að Middl- esbrough hefði mikinn áhuga á þess- um efnilega íslenska pilti, en hefði fengið samkeppni frá Newcastle sem vildi líka fá hann. „Við heyrðum af þessu með New- castle en enginn þaðan hafði sam- band við okkur,“ sagði Þorgerður. Sigurður Donys hefur lengst af leikið með Einherja en spilaði með Þór á Akureyri í innanhússmótum í vetur og vakti talsverða athygli á Ís- landsmótinu innanhúss í 3. flokki. Í sumar lék hann með meistaraflokki Einherja á Vopnafirði í bikarkeppni UÍA, keppni utandeildaliða á Austur- landi, og skoraði þar 18 mörk. Hann gerði jafnframt nokkra tugi marka fyrir 3. flokkslið Einherja á Íslands- mótinu en hann var fyrirliði Einherja þegar félagið varð Íslandsmeistari 7 manna liða í 4. flokki fyrir tveimur ár- um. Sigurður Donys var í úrtakshópi fyrir drengjalandsliðið í ár en var ekki valinn í endanlegan æfingahóp. Vopnfirðingur á leið til Middlesbrough SIGURÐUR Donys Sigurðsson, 16 ára knattspyrnumaður úr Ein- herja á Vopnafirði, hefur fengið samningstilboð frá enska úrvals- deildarfélaginu Middlesbrough. Sigurður Donys dvaldi í fjóra daga hjá Middlesbrough fyrir skömmu og var þá strax boðinn samningur við félagið en úr varð að hann kemur aftur þangað í október og dvel- ur þar í einn mánuð til reynslu. PÉTUR Guðmundsson er hættursem þjálfari úrvalsdeildarliðs Þórs í körfuknattleik. Pétur var ráð- inn þjálfari og framkvæmdastjóri fé- lagsins þann 4. september sl. en í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Pétur að hann væri hættur störfum en gæti ekki skýrt nánar frá því hvað lægi að baki þeirri ákvörðun. Í fréttatilkynningu frá stjórn fé- lagsins segir að neikvæð fjárhags- staða deildarinnar valdi því að Pétur segi upp störfum, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom uppsögn Péturs stjórn félagsins mjög á óvart því hann hefði vitað að hverju hann gekk er hann tók við sem starfsmaður og þjálfari hjá deildinni. Íslenskur þjálfari hefur nú þegar sett sig í samband við félagið en ákvörðun um arftaka Péturs verður tekin á allra næstu dögum. Til stóð að fá tvo erlenda leikmenn til liðs við félagið en samkvæmt sömu heimild er nú óvíst hvort þeir koma og hefur það komið til tals á meðal leikmanna og stjórnar Þórs að draga liðið úr keppni á Íslandsmótinu. Pétur var þjálfari úrvalsdeildar- liðs Vals/Fjölnis í upphafi keppnis- tímabilsins 2000–2001 en var sagt upp störfum í byrjun desember. Hann þjálfaði síðan norska úrvals- deildarliðið Kongsberg í fyrra og kom liðinu í úrslit um norska meist- aratitilinn en var ekki endurráðinn eftir að liðið tapaði þeirri rimmu. Pétur sagði upp hjá Þór AP Eyjólfur Sverrisson var fyrirliði Herthu Berlin í leiknum við Aberdeen í 1. umferð UEFA-keppninnar sem fram fór í Skotlandi í gær. Hér er eitt besta færi Herthu-liðsins í uppsiglinu. Eyjólfur skallar að markinu en markvörður Aberdeen varði naumlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.