Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 1
2002  MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER BLAÐ B BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VILL STYTTUR AF GUÐNA VÍTT OG BREITT UM ENGLAND / B4 Reuters Ruud van Nistelrooy skoraði bæði mörk Manchester United sem sigraði Bayer Leverkusen, 2:1, í meistaradeild Evrópu í gærkvöld en leikurinn fór fram í Þýskalandi. Hér er honum fagnað af fé- lögum sínum, Juan Veron, til vinstri, og David Beckham. Sjá nánar um meistaradeildina á B2. Það yrði annaðhvort Skallagrím-ur úr Borgarnesi, sem féll úr úrvalsdeildinni síðasta vetur, eða 1. deildarlið KFÍ frá Ísafirði sem tæki sæti Þórs í deildinni. Engar reglur eru hjá KKÍ um hvað gera skuli í til- vikum sem þessum. Í fréttatilkynningu frá aðalstjórn og körfuknattleiksdeild Þórs eftir fundinn í gærkvöld segir m.a. að ákvörðunin sé tekin til að axla þá ábyrgð sem rekstri deildarinnar fylgir. „Það er von okkar að menn sýni þessari ákvörðun skilning og hjálpi okkur í því uppbyggingar- og forvarnarstarfi sem félagið hefur sinnt í gegnum tíðina. Uppbygging Körfuknattleiksdeildar Þórs mun halda áfram og taka mið af því að byggja upp sterkan leikmannahóp og stuðla að framgangi greinarinnar á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Reiknað er með því að flestir leik- manna Þórs spili áfram með félaginu í 2. deildinni í vetur. Óðinn Ásgeirs- son, burðarás í Þórsliðinu, sagði þó við Morgunblaðið í gærkvöld að hann hugsaði sér til hreyfings. „Ég á eftir að gera upp við mig hvaða stefnu ég tek, en ég tel að ég þurfi að spila áfram í úrvalsdeildinni til að þroskast meira sem leikmaður. Ég er hinsvegar fastur í námi hér á Akureyri til áramóta, svo það er úr vöndu að ráða. Ég gæti keyrt á milli Akureyrar og Sauðárkróks og spilað með Tindastóli, flutt strax suður og fórnað náminu í bili, farið til liðs fyr- ir sunnan og flogið á milli í leiki og æfingar til áramóta, eða jafnvel reynt að komast að erlendis. Von- andi kemst Þór þó aftur í úrvalsdeild á tveimur árum því mín framtíðar- áform eru að búa áfram á Akureyri og spila körfubolta með Þór,“ sagði Óðinn. Þórsarar ekki með í úrvalsdeildinni ÞÓR frá Akureyri verður ekki með í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur en sendir í staðinn lið sitt til keppni í 2. deild. Aðalstjórn Þórs lagði í gærkvöld blessun sína yfir þessa ákvörðun körfuknattleiks- deildar félagsins. Mótanefnd Körfuknattleikssambands Íslands kemur saman í dag til að ákveða hvort nýju liði verði bætt í úrvals- deildina í stað Þórs, eða hvort 11 lið leiki í deildinni í vetur. SKOSKI knattspyrnumað- urinn Scott Ramsay, sem leikið hefur með Grindvík- ingum undanfarin fimm ár, hefur ákveðið að hætta að leika með Suðurnesjaliðinu. Ramsay átti eitt ár eftir af samningi sínum við Grind- víkinga en í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist hann vera búinn að ná sam- komulagi við forráðamenn Grindvíkinga um að leysa hann undan samningi. Ramsay hefur mikinn áhuga á að leika áfram á Ís- landi en hann hefur leikið hér á landi undanfarin sjö ár – fyrst með Reyni Sandgerði í tvö ár og síðan með Grind- víkingum. Ramsay, sem er 27 ára gamall miðju- og sókn- armaður, kom við sögu í 15 leikjum Grindvíkinga í úr- valsdeildinni í sumar og hef- ur alls leikið 81 leik með lið- inu í efstu deild og skorað 8 mörk. Ramsay á förum frá Grindavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.