Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,

ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1

ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.

SAMNINGAVIÐRÆÐUR Samson-

ar eignarhaldsfélags ehf. og fram-

kvæmdanefndar um einkavæðingu

um kaup félagsins á 45,8% hlut rík-

isins í Landsbanka Íslands voru

strangar. Þetta kom fram á blaða-

mannafundi sem eigendur Samson-

ar eignarhaldsfélags boðuðu til í

gær. Þeir sögðu að félagið hefði

teygt sig til hins ýtrasta til að koma

til móts við ríkið varðandi kaupverð

og fleira og að endanlegt kaupverð

væri töluvert hærra en upphaflegar

hugmyndir félagsins gerðu ráð fyr-

ir. Þeir telja þó að báðir aðilar eigi

að geta verið sáttir við niðurstöð-

una.

Eigendur Samsonar eignarhalds-

félags eru feðgarnir Björgólfur Guð-

mundsson og Björgólfur Thor

Björgólfsson og Magnús Þorsteins-

son. Þeir sögðust á blaðamanna-

fundinum í gær ekki eiga von á því

að starfsfólki Landsbankans eða úti-

búa yrði fækkað í kjölfar kaupa fé-

lagsins á 45,8% hlut ríkisins í bank-

anum. Hagræðingaraðgerðir bank-

ans á undanförnum árum hefðu að

þeirra mati skilað góðum árangri og

að ekki væri hægt að gera miklu

meira í þeim efnum.

Samson eignarhaldsfélag stefnir

að því að efla þjónustu Landsbanka

Íslands og fjölga viðskiptavinum

bankans, jafnt hér á landi sem er-

lendis. Eigendur félagsins telja að

bankinn eigi ýmis sóknartækifæri.

Kaup bankans á Heritable bankan-

um í London séu skýrt dæmi þar

um og áhugi sé fyrir því að leita að

fleiri slíkum tækifærum.

Ný stjórn fyrir áramót

Samson eignarhaldsfélag og

framkvæmdanefnd um einkavæð-

ingu náðu samkomulagi um kaup fé-

lagsins á hlut ríkisins í Lands-

bankanum síðastliðinn laugardag.

Stefnt er að því að skrifað verði

undir kaupsamning í desember

næstkomandi en kaupverðið er rúm-

ir 12,3 milljarðar króna. Í fram-

haldinu verði boðað til hluthafa-

fundar og ný stjórn bankans verði

kjörin á hluthafafundi fyrir áramót.

Björgólfur Thor sagði að þeir

væru ákaflega stoltir og ánægðir

með að hafa verið valdir í það hlut-

verk að kaupa mestan hluta ríkisins

í Landsbankanum. Þeir gerðu sér

ljóst að þessu fylgdi mikil ábyrgð.

Framundan væru spennandi tímar

við það verkefni að fjölga viðskipta-

vinum bankans og þróa og bæta

þjónustu hans. Landsbankinn hefði

verið banki allra landsmanna til

þessa og hann yrði það áfram um

ókomin ár. Það væri verkefni Sam-

sonar að tryggja að svo yrði.

Samson eignarhaldsfélag segir kaupverðið á Landsbankanum í hærri mörkum

Hafa ekki áform um

að fækka starfsfólki

L52159 Ný stjórn/30

L52159 Almenn/20

RAGNAR Stefánsson jarðeðlisfræð-

ingur segir enga ástæðu til að ætla

að skjálftahrinan í Öræfajökli sé

fyrirboði eldhræringa á svæðinu.

Skjálftahrinan sem hófst fyrir

helgi er sú mesta í 10 ár og voru

sterkustu skjálftarnir á bilinu 3?3,2

stig á Richter. Sá fyrsti reið yfir um

klukkan þrjú aðfaranótt mánudags

og í gær urðu tveir með um mínútu

millibili, klukkan 17.22 og 17.23.

Upptök allra skjálftanna eru undir

Vatnajökli, skammt vestan Esju-

fjalla. Ragnar segir skjálftasvæðið

nátengt eldstöðvakerfi Öræfajök-

uls. Á sögulegum tíma hefur Öræfa-

jökull gosið árin 1362 og 1722. 

                Skjálftahrina

norðan

Öræfajökuls 

STÖÐ 2 hefur undanfarna tíu

daga gert tilraunir með sjón-

varpssendingar um gervi-

tungl sem ná til alls landsins.

Til greina kemur að dreifa

sjónvarpsefni Stöðvar 2 með

þessum hætti í framtíðinni, ef

niðurstöður mælinga lofa

góðu, sem næði til allra

byggða á landinu, samkvæmt

upplýsingum Sigurðar G.

Guðjónssonar, forstjóra

Norðurljósa.

Fyrirtækið er í samstarfi

við erlenda gervihnatta-

eigendur um þetta verkefni

og að sögn Sigurðar er til-

gangurinn sá að skoða þá

kosti sem eru í boði til að

dreifa sjónvarpsdagskrá

Norðurljósa á Íslandi á sem

ódýrastan hátt.

?Ein leiðin er sú að fara

upp í gervihnött frá Íslandi

og niður aftur og þar með

nær sendingin yfir allt landið

samkvæmt okkar mælingum.

Það er búið að gera mælingar

á Vestfjörðum, sem hafa verið

erfiðastir vegna legu þeirra

hnatta sem sveima hér í

kringum jörðina,? segir hann. 

Stafræn útsending

innan skamms

?Þetta er enn á fyrstu 

stigum en það er alveg ljóst

að Norðurljós munu innan

ekki mjög langs tíma taka

upp stafrænar útsendingar

(digital). Það verðum við að

gera til þess að fylgja

tækninni. Analog-tækni er að

hverfa í sjónvarpi og öll okk-

ar uppbygging á síðustu árum

hefur miðast við að það verði

tekin upp stafræn útsending

innan ekki langs tíma,? segir

Sigurður G. Guðjónsson, for-

stjóri Norðurljósa.

Stöð 2

reynir

sjónvarps-

sendingar

um gervi-

tungl

GRÍÐARLEGT tjón varð í einum

mesta húsbruna hérlendis í áratugi

þegar eldur kviknaði í húsum við

Laugaveg 40 á laugardagskvöld. Tal-

ið er að tjónið geti hlaupið á hundr-

uðum milljóna króna en verið er að

meta það. Íbúðir og verslanir auk

vörulagera eyðilögðust í brunanum,

en bjarga tókst talsverðum verðmæt-

um frá eyðileggingu. 

Karlmaður á fimmtugsaldri situr í

gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa

lagt eld að húsunum. Tvö þeirra eru

ónýt auk skemmda á fleirum. Lög-

reglan handtók manninn skammt frá

byggingunum um klukkustund eftir

að eldsins varð vart. Hörður Jóhann-

esson yfirlögregluþjónn segir að mað-

urinn sé ekki íbúi í húsunum, en lög-

reglan hyggst skoða skýringar sem

hann hefur gefið á ferðum sínum í

nánd við byggingarnar. Umræddur

maður hefur margoft komið við sögu

lögreglunnar.

Í húsunum voru bæði íbúðir og

verslanir og þykir mesta mildi að ekki

skyldi hljótast af manntjón í brunan-

um. Allt að 80 slökkviliðsmenn börð-

ust við eldinn klukkustundum saman

aðfaranótt sunnudags og tókst að

ráða niðurlögum hans snemma á

sunnudagsmorgun. Þá höfðu fimm

íbúðir skemmst verulega í eldinum.

Lengi var óttast að hann dreifðist í

nærliggjandi hús en slökkviliðsmönn-

um tókst að halda honum í skefjum. 

Flókin húsaskipan

Slökkviliðsmenn áttu í erfiðleikum

með að átta sig á húsaskipan og full-

vissa sig um að enginn væri innan-

dyra og olli það þeim miklum áhyggj-

um. Unnið var að því að fá yfirlit yfir

vettvanginn með því að safna saman

upplýsingum frá reykköfurum, lög-

reglu og íbúum sem bjargast höfðu

út. ?Við töldum okkur vera búna að fá

upplýsingar um að það væri enginn

þarna inni en höfðum samt áhyggjur

af því að svo gæti verið. Við vorum í

þeirri stöðu að það var orðið ljóst að ef

einhver hefði verið þarna inni í bak-

húsunum hefði ekki verið hægt að

bjarga viðkomandi. Við gerðum okk-

ur grein fyrir þeirri stöðu og þetta

hvíldi þungt á mönnum þarna um

nóttina,? sagði Birgir Finnsson, fram-

kvæmdastjóri útkallsdeildar SHS.

Þrettán íbúar húsanna fengu

áfallahjálp í gær í Hallgrímskirkju, en

áfallahjálp var mjög tilviljanakennd á

vettvangi þegar ógnin af eldinum var

sem mest. Tveir íbúar vou heima við

þegar eldurinn blossaði upp og tókst

þeim að flýja út úr brennandi húsun-

um. 

Karlmaður í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju við Laugaveg

Tjónið talið hlaupa á

hundruðum milljóna

Morgunblaðið/Júlíus

Brunasérfræðingar tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík rannsökuðu vettvang á Laugavegi síðdegis á sunnudag til að reyna að finna orsakir brunans.

L52159 Eldsvoði/6, 14?15

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60