Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10 B SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
B
ÁÐIR Skaftárkatlar
hafa hlaupið á þessu ári.
Í júlí hljóp úr vestari
katlinum og í september
úr þeim austari. Bæði
þessi hlaup urðu við
óvenjulegar veðurað-
stæður, blankalogn og stillur, sem
átti sinn þátt í því að tvær elfur runnu
fram. Sú sýnilega var kolgrá og ólg-
andi Skaftá, en hin ósýnilega saman-
stóð af eitruðum lofttegundum sem
losnuðu úr hlaupvatninu. Í júlí urðu
mælingamenn sem fóru upp að efstu
mælistöð við ána fyrir miklum eitur-
áhrifum. Eftir sólarhringsdvöl voru
þeir orðnir óvinnufærir, hafði dapr-
ast sjón og liðu af andþrengslum.
Voru þeir sóttir með þyrlu og fluttir á
sjúkrahús þar sem þeir náðu aftur
heilsu. 
Vegna fenginnar reynslu voru
vatnamælingamennirnir Snorri
Zóphóníasson og Helgi Gunnarsson,
sem fóru að upptökum Skaftár-
hlaupsins nú í september, útbúnir
með gasgrímur og gasmæla. Eitur-
magnið í loftinu reyndist svo mikið að
mælirinn sýndi margfalt meira eitur-
magn en talið er að menn þoli til
lengdar. Þeir forðuðu sér því fljót-
lega frá efstu mælistöð við jökulinn. 
Jarðhiti undir jökli
Undir Vatnajökli eru víða jarðhita-
svæði og eldfjöll. Virkasta eldfjalla-
svæði landsins er undir vestanverð-
um jöklinum og á þeim slóðum eru
Skaftárkatlarnir tveir, skammt norð-
vestan við Grímsvötn. Þar sem katl-
arnir myndast eru mikil jarðhita-
svæði sem án afláts bræða 4?500
metra þykkan jökulskjöldinn. Við
bráðnunina myndast dæld í jökulinn,
ketill, og verður því minni þrýstingur
á botni jökulsins undir katlinum en
þar sem jökullinn liggur af meiri
þunga. Þetta veldur því að auk vatns-
ins sem bráðnar sígur vatn inn undir
ketilinn úr nágrenni hans. Þar kemur
að svo mikið vatn hefur safnast þar
saman að ísstíflan brestur og vatnið
ryðst undan jöklinum og veldur
hlaupi í Skaftá. Að sögn Odds Sig-
urðssonar jarðfræðings virðast
Skaftárkatlar geta safnað vatni um
ríflega tveggja ára skeið áður en
kemur hlaup. Stundum hlaupa þeir
báðir sama árið og stundum hvor á
sínu árinu. 
Ýmsar lofttegundir stíga upp úr
jarðhitasvæðum og undir jöklinum
safnast þær í katlana og blandast
vatninu. Mest er af lyktarlausu kol-
tvíoxíði (CO2) en menn verða helst
varir við brennisteinsvetni (H2S),
sem einnig er kallað jöklafýla, enda
lofttegundin illþefjandi. Sigurður
Reynir Gíslason jarðfræðingur segir
að það sé sérstakt fyrir Skaftárkatla
að undir jöklinum sé súrefnissnautt
umhverfi. Þegar vatnið brýst undan
jöklinum er það því ?fúlt?, súrefnis-
snautt og yfirmettað af lofttegund-
um, eins og brennisteinsvetni og
koltvíoxíði. Við að komast úr prísund
jökulfargsins losna lofttegundirnar
úr hlaupvatninu og fara út í and-
rúmsloftið. 
Afar sterkt eitur
Jöklafýla, eða brennisteinsvetni,
er afar sterkt eitur, svipað og blásýra
að sögn Odds. Áhrif hennar geta ver-
ið lúmsk því maðurinn er næmur fyr-
ir lyktinni þótt efnið sé í afar litlum
mæli. Hins vegar ef mikið er af gas-
inu í andrúmsloftinu hætta menn að
finna lyktina að mestu, líkt og lykt-
arskynið lamist að hluta. Vatnamæl-
ingamennirnir, sem fyrr er getið og
lentu í vandræðum í sumar, fundu til
dæmis litla jöklafýlu, að sögn Odds.
Til eru sagnir af því að jöklafýla, eða
brennisteinsvetni, hafi fellt lauf af
trjám, drepið fugla í stórum stíl og
kindur jafnvel blindast.
Sigurður var ásamt vatnamæl-
ingamönnum á ferð við Skaftá í
hlaupinu í september. Þeir urðu varir
við að gasið safnaðist í lægðir og rann
undan eins og ósýnileg á þar sem
loftskipti voru örust í hlaupvatninu,
upp við jökul og við fossa og flúðir.
Gasmagnið var þvílíkt að þeir óttuð-
ust að bíllinn myndi drepa á sér í
verstu pyttunum.
Oddur segir að Skaftárhlaup eigi
sér að öllum líkindum langa sögu.
?Jökulröndin lá fram í Fögrufjöll um
                 Eitrað loft úr
iðrum jarðar
Eitraðar lofttegundir fylgja oft jökulhlaupum,
eins og raunin varð í tveimur Skaftárhlaupum á
þessu ári. Þessar lofttegundir geta reynst skeinu-
hættar mönnum og dýrum. Guðni Einarsson
ræddi við Odd Sigurðsson, jarðfræðing hjá
Vatnamælingum Orkustofnunar, og Sigurð Reyni
Gíslason, jarðfræðing á Raunvísindastofnun Há-
skóla Íslands, um eitrað loft úr iðrum jarðar.
Svava Björk Þorláksdóttir, landfræðingur hjá Vatnamælingum Orkustofnunar, á bökkum Skaftár í hlaupinu í september sl. 
Morgunblaðið/RAX
Þar sem Skaftá brýst undan jöklinum losna eitraðar lofttegundir úr hlaupvatninu. Var styrkur
þeirra í andrúmsloftinu meiri því nær sem dró upptökunum.
Ljósmynd/Oddur Sigurðsson
Skaftárkatlarnir tveir, sá vestari til hægri. Mikil jarðhitasvæði eru undir 400 til 500 metra þykkri íshellunni
og bræða hana svo yfirborð jökulsins sígur. Í baksýn er Grímsfjall og fjær til hægri er Öræfajökull.
   MT48      
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20