Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ M álefni neytenda og launafólks hafa verið mikið í umræðunni undanfarið, ekki síst hátt verð á matvöru hér á landi miðað við önnur lönd í Evrópu. Í Efta-löndunum sem standa utan ESB, Noregi og Ís- landi, er matvara dýrust af Evr- ópulöndum. Bæði Alþýðu- samband Íslands og Neytendasamtökin hafa á dag- skrá sinni að meta hvort aðild að ESB kæmi neytendum og launa- fólki á Íslandi til góða. Hagsmunir hins almenna launamanns eru þegar allt kem- ur til alls mikilvægastir þegar meta á kosti og galla aðildar Ís- lands að Evrópu- samband- inu. Fiski- miðin eru auðvitað mikilvæg líka en almenningur hefur ekki þau tengsl við sjávarútveginn sem áður voru. Fiskimiðin eru hvort sem er ekki í eigu nema fárra og æ færri útvaldra. Ís- lenskur almenningur hefur ekk- ert um þau að segja og hagn- aður sjávarútvegsfyrirtækja kemur honum lítið við. Ekki svo að skilja að Brussel myndi gleypa fiskimiðin okkar, ef Ís- land gerðist aðili að ESB, eins og sumir láta þó í veðri vaka. Áðurnefnd hagsmunasamtök, sem og Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins, hafa haft Evrópumálin á dagskrá hjá sér lengur en þau hafa verið á dag- skrá í íslenskri pólitík. Einungis nýlega var viðurkennt að málið væri jú á dagskrá íslenskra stjórnmála og það ætti auðvitað að ræða það. Eins gott að þessi samtök hafa verið að kanna allar hliðar Evrópumálanna og halda því áfram. Þau eru sammála um að aðild Íslands að EES- samningnum árið 1994 hafi verið framfara- og gæfuspor og a.m.k. Samtök iðnaðarins hafa þá stefnu að Ísland skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þorsteinn Þorgeirsson, hag- fræðingur SI, hefur t.d. skrifað ófáar greinar um evruna og bent á að tilvist krónunnar leiði til þess að samkeppni á Íslandi hafi tilhneigingu til að vera minni en ef evran yrði tekin upp á Ís- landi. „Þetta er vegna þess að verðlag verður gegnsærra með sameiginlegri mynt. Rétt er að líta á litla og sveiflukennda mynt sem viðskiptahindrun. Í skjóli hennar fær fákeppni þrifist. Með evru má búast við meiri sam- keppni á öllum mörkuðum. Vissulega er til staðar flutnings- kostnaður, sem leiðir af sér eitt- hvað hærra verðlag á Íslandi en á meginlandi Evrópu. En sá aukakostnaður útskýrir ekki all- an þennan mun frekar en í Nor- egi eða Sviss. Þessar upplýs- ingar styðja þá ályktun að upptaka evrunnar komi til með að lækka kostnað vöru og þjón- ustu á Íslandi,“ segir m.a. í einni grein Þorsteins. Ársfundur ASÍ var haldinn í gær og í fyrradag. ASÍ vill draga lærdóm af Evrópu og taka virkan þátt í Evrópusamvinn- unni, að því er fram kemur í til- lögu sem lá fyrir fundinum, en ASÍ hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort sækja beri um aðild að ESB. Íslenskt launafólk á að njóta ávinningsins af sameig- inlegri baráttu evrópskrar verkalýðshreyfingar. ASÍ vill vinna að því að verðlag á lífs- nauðsynjum verði sambærilegt við það sem annars staðar gerist í Evrópu. Þegar Evrópumálin eru skoðuð út frá hagsmunum launafólks er ljóst að þróun Evr- ópusamvinnunnar kallar á end- urmat á stöðu EES-samningsins og hvert skuli stefna, segir ASÍ, sem ætlar að leggja mat á kosti þess og galla hvort hagstæðara sé að þróa EES-samninginn frekar eða sækja um aðild að ESB. Neytendasamtökin samþykktu á þingi sínu í september að stjórn samtakanna myndi gang- ast fyrir ítarlegri athugun og umræðu um gildi aðildar að Evr- ópusambandinu fyrir íslenska neytendur því margt bendi til að það gæti þjónað hagsmunum ís- lenskra neytenda að Ísland gangi í Evrópusambandið. En samkvæmt niðurstöðum norsku hagstofunnar var matvælaverð hér á landi árið 2000 69% hærra en meðaltalsverð ríkja ESB. Því gæti aðild Íslands að ESB hugs- anlega breytt. Það er a.m.k. ástæða til að athuga það. Og þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktun- artillögu um athugun á orsökum hás matvælaverðs á Íslandi í samanburði við aðrar Norð- urlandaþjóðir og ríki ESB. Það sætir vissulega tíðindum þegar stjórnmálaflokkur sem hefur u.þ.b. 25% fylgi setur Evr- ópusambandsaðild á stefnuskrá sína. Enginn annar stjórn- málaflokkur hefur gert það og ekki fyrirsjáanlegt að það gerist í nánustu framtíð. Halldór Ás- grímsson fær tæpast Guðna Ágústsson í lið með sér í Evr- ópumálum á næstunni. Ekki heldur er útlit fyrir að þeir mörgu sjálfstæðismenn sem eru hlynntir Evrópusambandsaðild fái Davíð Oddsson á sitt band. En þá liggur það loksins fyrir, Samfylkingin er hlynnt Evrópu- sambandsaðild. Samkvæmt póst- kosningunni eru 81,5% fé- lagsmanna hlynnt því að það eigi að vera stefna Samfylking- arinnar að samningsmarkmið Ís- lands gagnvart Evrópusamband- inu verði skilgreind, að farið verði fram á viðræður og nið- urstöður þeirra viðræðna síðan lagðar fyrir þjóðina. Mig grunar að ef viðlíka póst- kosning færi fram innan Sjálf- stæðisflokksins kæmi í ljós að sá flokkur er hlynntur aðild Íslands að ESB. En á það mega and- stæðingar ESB innan þess flokks ekki heyra minnst. Þar er keppst við að gera grín að póst- kosningu og kalla hana eitthvað annað en lýðræði. Ísland á að verða hluti af „Sameinaðri Evrópu“. Við erum þegar 80% aðilar að ESB, hví ekki að taka skrefið til fulls? Evrópa al- mennings Fiskimiðin eru hvort sem er ekki í eigu nema fárra og æ færri útvaldra. Íslensk- ur almenningur hefur ekkert um þau að segja og hagnaður sjávarútvegsfyr- irtækja kemur honum lítið við. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is ✝ Sigurður LofturTómasson fædd- ist að Bolafæti, nú Bjargi, í Hruna- mannahreppi 16. september 1915. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 21. október síðastliðinn. Hann var sonur Tómasar Júlíusar Þórðarsonar bónda og söðlasmiðs í Bola- fæti og síðar á Graf- arbakka II í Hruna- mannahreppi, f. 21. júlí 1876 í Gröf í sömu sveit, d. 23. mars 1960, og konu hans Þóru Loftsdóttur, f. 10. júlí 1885 í Steinsholti í Gnúpverja- hreppi, d. 6. júlí 1970. Systkini Sig- urðar eru Sveinn, fyrrv. bifreiða- stjóri á Selfossi, f. 1913, Þóra, fyrrv. garðyrkjubóndi á Reykja- bakka, f. 10. september 1917, og Sigrún, fyrrv. garðyrkjubóndi á Þóra, kennari, f. 13. janúar 1956. Börn hennar og Tryggva Gunnars- sonar lögfræðings eru Gunnar Smári, f. 1979, Sigurður Kári, f. 1984, og Hallfríður Þóra, f. 1990. c) Sjöfn, kennari og garðyrkjubóndi, f. 1. ágúst 1957, gift Þorleifi Jó- hannessyni kennara og garðyrkju- bónda, f. 1955. Börn þeirra eru Jó- hannes Freyr, f. 1979, Svava, f. 1983, Hildur Guðrún, f. 1991, og Þórný Vaka, f. 2000. Sigurður fluttist 1935 með for- eldrum sínum að Grafarbakka II í Hrunamannahreppi. Hann stofnaði nýbýlið Hverabakka úr landi Graf- arbakka II árið 1950 og stundaði þar í upphafi kúabúskap ásamt garðyrkju en síðar eingöngu mat- jurtaræktun. Hann rak um skeið verslun og var einn af stofnendum Sölufélags garðyrkjumanna. Hann sat í stjórn Ungmennafélags Hrunamanna og tók virkan þátt í leiklistarstarfi sem leikari og leik- tjaldamálari. Hann var um langt árabil formaður sóknarnefndar Hrunasóknar og söng í kirkjukórn- um. Útför Sigurðar verður gerð frá Hrunakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Grafarbakka II, f. 4. febrúar 1924. Sigurður kvæntist 23. apríl 1953 eftirlif- andi eiginkonu sinni Svövu Sveinbjarnar- dóttur, f. 19. júlí 1926 á Ysta-Skála, V-Eyja- fjöllum. Foreldrar Svövu voru Sveinbjörn Jónsson bóndi og kennari á Ysta-Skála, f. 14. janúar 1882, d. 13. júlí 1971, og Anna Einarsdóttir, f. 29. júlí 1985, d. 20. nóvember 1943. Dætur Sigurðar og Svövu eru a) Anna, leikskóla- kennari, f. 19. nóvember 1953, gift Jakobi Marinóssyni húsasmíða- meistara, f. 1956. Börn þeirra eru Sigurður Valur, f. 1977 en sam- býliskona hans er Arna Svanlaug Sigurðardóttir, f. 1979, og eiga þau soninn Dag Loga, f. 2001, Helga, f. 1983, og Marinó Þór, f. 1990. b) Sigurður, móðurbróðir minn, er horfinn á braut eftir langa og far- sæla ævi. Það var siður Sigurðar að bera lof á menn að þeim viðstöddum sem er mun vænlegra en að bíða með það til minningargreinaskrifa. Þegar Sigurður varð 85 ára gamall gafst mér tækifæri til að tjá honum í eigin persónu megnið af því sem hér er sett á blað. Sigurður var að mörgu leyti á undan sinni samtíð, sérstaklega í því rótgróna bændasamfélagi sem hann var fæddur inn í. Hann tók virkan þátt í starfi Ungmannafélags Hrunamanna og var ritari félagsins um árabil. Sigurður var listaskrifari og bera gamlar fundargerðir félags- ins og ársskýrslur listfengi hans fagurt vitni. Sigurður tók virkan þátt í leiklistarstarfsemi og lá afar vel fyrir honum að fara með gam- anhlutverk. Hann sá einnig um leik- tjaldamálun en þar komu listrænir hæfileikar hans líka að góðu gagni. Sigurður fór lengi með stærsta hlut- verkið á jólatrésskemmtunum á Flúðum. Sem dæmi um framsýni Sigurðar má nefna að hann stundaði hænsna- rækt á yngri árum og stofnaði árið 1955 fyrstu verslun í Hrunamanna- hreppi sem hann rak nokkur ár í húsi sem Sveinn bróðir hans hafði byggt á Laxárbakka. Um 1944 reisti hlutafélagið Gróð- ur eina af fyrstu garðyrkjustöðum á landinu á Grafarbakka og gerist Sigurður þegar starfsmaður henn- ar. Fljótlega keypti hann gróðrar- stöðina og hóf umfangsmikla gróð- urhúsa- og útirækt. Um 1950 stofnaði Sigurður nýbýl- ið Hverabakka úr landi Grafar- bakka II og reisti sér íbúðarhús. Hann teiknaði húsið sjálfur og var það mörgu leyti frábrugðið íbúðar- húsum sem reist voru í sveitum um það leyti. Hátt var til lofts, stórir gluggar og stórar stofur. Svava Sveinbjarnardóttir kom til Sigurðar sem ráðskona vorið 1952 og gengu þau í hjónaband 23. apríl 1953. Bróðir Svövu, séra Sveinbjörn heit- inn Sveinbjörnsson, var prestur í Hruna í yfir 40 ár og var mikill sam- gangur á milli heimilanna. Sigurður hafði mikinn metnað fyrir hönd dætra sinna og þótti sjálfsagt að þær gengju menntaveg- inn sem var ekki orðið mjög algengt í sveitum á þeim tíma. Hann ók þeim t.d. öllum á Land-Rovernum til náms að Skógum í heimasveit Svövu. Þau hjónin studdu vel við bakið á dætrum sínum alla tíð og hefur uppskeran verið í samræmi við það. Þær lögðu allrar fyrir sig uppeldismenntun, Anna er leik- skólakennari og þær Þóra og Sjöfn grunnskólakennarar. Barnabörnin eru orðin tíu og á síðasta ári fæddist fyrsta barnabarnabarnið. Sjöfn yngsta dóttir þeirra og Þorleifur maður hennar tóku upp merki Sig- urðar og reka þau myndarlega garðyrkjustöð á Hverabakka. Anna og Þóra og fjölskyldur þeirra búa í Reykjavík en hafa alltaf átt traustar rætur heima á Hverabakka. Sigurður var garðyrkjumaður af lífi og sál. Gaman var að sjá til hans á skyrtunni í hellirigningu eftir langan þurrkakafla á vorin við að bera áburð á kálgarðana. Þá naut hann þess að blotna eins og gróð- urinn. Garðyrkjan á Hverabakka krafðist oft mikils mannafla og fjöldi unglinga starfaði þar á sumrin. Það var gott að vinna á Hverabakka, unglingarnir hvattir áfram með miklu hrósi og engin smámunasemi þótt eitthvað færi úrskeiðis. Á upp- skerudögum var oft glatt á hjalla og handagangur í öskjunni þegar koma þurfti mörgum tonnum af káli og öðru grænmeti á markað. Sigurður notaði oft orðatiltækið “sjaldan stendur liðsmaður lengi hjá“ þegar honum fannst vinnufólkið taka rösk- lega til hendinni. Viðurgjörningur hjá Svövu var einnig eins og best varð á kosið. Margt þessa vinnu- fólks tengdist heimilisfólki ævarandi vináttuböndum. Nokkuð var um að fólk falaðist eftir grænmeti hjá Sigurði heima en það var sjaldnast til þægindaauka í miðri uppskeru. Eftir að hafa valið besta grænmetið vigtaði hann það afar ríflega kaupandanum í hag, sló síðan helming af heildsöluverði, jafnaði svo töluna sér í óhag og gaf kaupandanum loks góðan kaupbæti. Margir vildu því eiga viðskipti við Sigurð. Innandyra á Hverabakka var gjarnan mikið blómskrúð og ein- kennisplanta heimilisins var lengi risastórt pálmatré sem setti suð- rænan blæ á heimilið. Sigurður ræktaði mjög stóran og vel skipu- lagðan trjágarð í kringum húsið. Garðinn prýddi gjarnan fjöldi fjöl- ærra jurta og sumarblóma sem Sig- urður ræktaði sjálfur. Í trjálundi í garðinum kom hann fyrir bekk og hafði mikla ánægju af að spjalla þar við gesti sína í laufskrúðinu. Aldrei fannst honum of mikið komið af trjám í kringum sig. Sigurður lagði óvenju mikið upp úr að fegra og skreyta heimilið. Hafði gaman af fallegum munum og málverkum og safnaði bókum. Sér- staklega naut hann sín við undir- búning jólanna. Minnisstæðar eru jólaskreytingar sem hann bjó til. Einnig málaði hann jólamyndir en fyrir kom að hann seldi slíkar myndir í Kaupfélaginu á Selfossi. Reyndar var Sigurður alla tíð sjálf- stæðismaður og átti viðskipti við Kaupfélagið Höfn. Á Hverabakka hefur alla tíð verið afar gestkvæmt og þau Sigurður og Svava vinamörg. Hjónin voru sam- hent í því að taka vel á móti gestum. Sigurður veitti vel í drykk og Svava í mat og oft var tekið lagið. Sigurður gat sungið bassa við öll nánast öll lög, jafnvel popp og önnur dægur- lög. Einn var sá eiginleiki Sigurðar að hann átti afar auðvelt með að hrósa fólki. Hólinu kom Sigurður til skila á þann einstaka hátt að úti- lokað var að líta á það sem uppgerð, smjaður eða oflof. Flestir fóru því frá Hverabakka glaðari og bjart- sýnni en þegar þeir komu og kon- urnar yngdust upp. Auk fjölda vina og kunningja vöndu komu sína að Hverabakka flestir þeir læknar, prestar, þingmenn, skólastjórar og aðrir fyrirmenn sem í sveitinni störfuðu um skemmri eða lengri tíma. Við þetta fólk kom Sigurður fram sem sannur heimsborgari. Hann hafði alla tíð gaman af því að eiga vín og veita vín, svo sem verið hafði um Tómas föður hans, en fór hóflega með sjálfur og var raunar bindindismaður á vín og tóbak fram á fertugsaldur. Sigurður hélt oft skemmtilegar tækifærisræður og gat verið afar orðheppinn. Ýmis skemmtileg til- svör hans munu lifa áfram í minn- ingu þeirra sem hann þekktu. Sem dæmi um kímni Sigurðar má nefna að eitt sinn er tveir löglærðir kunn- ingjar mínir voru við uppskerustörf á akri móður minnar kom Sigurður bróðir hennar þar að og sagði stundarhátt: „Hvernig hefur þú ráð á að hafa þrjá lögfræðinga í vinnu við að skera upp kál, Sigga?“ Sigurður var alla tíð afar heima- kær. Hann hafði meira gaman af því að taka á móti gestum en að sækja aðra heim. Þegar hann taldi sig hafa dvalið nægjanlega lengi sagði hann oft: „Gestir geta nú stundum verið þreytandi,“ og fór við svo búið. Þó hafði hann afar gaman af því að ferðast og sækja veislur og mann- fagnaði. Sigurður kom nær daglega á bernskuheimili mitt á leiðinni í eða úr gróðurhúsunum og fékk sér kaffibolla. Það er mér í fersku minni þegar hann sagði Þóru móður sinni og öðru heimilisfólki ferðasögur sín- ar og fjálglegar lýsingar á höfðing- legum móttökum. Magnúsi föður mínum og Sigurði varð vel til vina og þótt nábýlið væri mikið milli Grafarbakka og Hverabakka bar aldrei skugga á í samskiptum milli bæjanna. Í jarðskjálftunum á Suðurlandi á þjóðhátíðardaginn árið 2000 skemmdist íbúðarhúsið á Hvera- bakka mjög illa. Hjónin festu þar vart yndi eftir það og var það Sig- urði mikið kappsmál að byggja nýtt hús. Fyrir tilstilli Jakobs tengda- sonar hans var þeim hjónum reist nýtt, bjart og fallegt hús sunnan gamla hússins og fluttu þau inn síð- sumars 2001. Sigurður undi hag sín- um afar vel í nýja húsinu og naut vel sumarblíðunnar og útsýnisins þaðan síðastliðið sumar. Sigurður var alla tíð harðdugleg- ur og slakaði lítið á í vinnu fyrr en hann var kominn yfir áttrætt. Hann var síungur í anda og lengi vel kom hann ekki nálægt neinu sem kall- aðist tómstundastarf aldraðra. Taldi slíkt ekki vera nema fyrir gamal- menni þótt þar hafi starfað að kappi fólk sem var 10–15 árum yngra en hann. Allra síðustu árin fór heilsan að bila en hann hélt þó fullum and- legum kröftum og fylgdist vel með fram á síðasta dag. Æðruleysi hans í alvarlegum veikindum síðustu vik- SIGURÐUR L. TÓMASSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.