Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
52 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hetja er fallin. Af
einstöku æðruleysi
tókst Kristján Jóhann
Agnarsson á við það
óumflýjanlega á þann
veg að allir sem á horfðu og hjá stóðu
fylltust aðdáun og virðingu. Það eru
að vísu ekki margir mánuðir frá því
að ljóst var að hverju stefndi með
þróun sjúkdóms þess sem að lokum
felldi vin okkar sem hann tókst á við
á einstakan hátt.
Lífshlaup Kristjáns Jóhanns Agn-
arssonar varð ekki langt, hann varð
aðeins 56 ára gamall því hann and-
aðist á Landspítalanum 20. nóvem-
ber sl. Hann var elsta barn hjónanna
Agnars Kristjánssonar, forstjóra
Kassagerðar Reykjavíkur hf., sem
andaðist 27. desember 1988 eða fyrir
tæpum 14 árum, og konu hans Unn-
ar Símonardóttur, sem andaðist nú í
sumar eða 27. ágúst sl. Alsystkini
Kristjáns Jóhanns voru Leifur fram-
kvæmdastjóri, sem andaðist 27.
september 2001, og Agatha, húsmóð-
ir hér í Reykjavík, sem ein er eftir af
þessari fjölskyldu. Hálfbróðir hans
er Agnar Gunnar, arkitekt í New
York. Það eru því stór höggin sem
dunið hafa á stuttum tíma, Kristján
er sá þriðji sem fallið hefur frá á rétt
rúmu ári.
Kristján Jóhann Agnarsson var
fjölskyldumaður og var umhyggju-
samur um alla velferð fjölskyldunn-
ar. Hann var útivistarmaður en
hestamennska var hans líf og yndi.
Andrea og hann keyptu og byggðu
upp jarðarskika að Syðri-Úlfsstaða-
hjáleigu í Austur-Landeyjum og var
meiningin að byggja þar upp í fram-
tíðinni aðstöðu fyrir hrossarækt, en
því miður vannst honum ekki tími til
þess en því mun verða framhaldið af
fjölskyldunni sem var og er mjög
samhent. Heimili þeirra Andreu ber
og vott um þá hlýju og alúð sem þau
báru með sér og var aðdáunarvert að
sjá hve einhuga þau öll voru í baráttu
Kristjáns við sjúkdóminn og létti það
honum mikið álagið sem á honum
hvíldi. 
Það er mikill söknuður er sækir á
við fráfall Kristjáns Jóhanns Agn-
arssonar, en minningin um góðan
dreng mun lifa með okkur sem nut-
um þeirrar gæfu að kynnast honum í
starfi og leik. Ég og fjölskylda mín
sendum Andreu og öllum börnum
Kristjáns, tengdabörnum og barna-
börnum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. 
Valdimar Ólafsson.
Látinn er Kristján Jóhann Agn-
arsson langt um aldur fram. Hann og
Leif bróður hans þekkti ég frá
blautu barnsbeini, þar sem foreldrar
okkar bjuggu í sama húsi við Hring-
brautina og þar ólumst við upp. Eðli-
lega var því mikið samband okkar á
milli og ekki síður þar sem við Agnar
faðir þeirra vorum systkinasynir.
Fjölskyldurnar voru nánast sem ein.
Þegar þeir bræður Kristján og
Leifur stálpuðust jukust tengsl okk-
ar og samband þegar við fórum að
æfa saman í íshokkí á Tjörninni sem
var í næsta nágrenni. Síðar komu
ýmiss konar útivistarferðir, s.s.
skíðaferðir og veiðiferðir. Sérstak-
lega átti þetta við eftir að Kristján
kvæntist seinni konu sinni, Andreu
Guðnadóttur. Hana þekkti ég áður
þar sem við unnum saman, en hún
hafði verið flugfreyja hjá Loftleið-
um. Það vildi þannig til að ég kynnti
þau og hafa góður félagsskapur og
mikil og góð samskipti haldist allar
götur síðan. Ekki spillti það að við
urðum nágrannar hérna á Arnarnes-
inu þar sem hægt er um gang húsa á
KRISTJÁN JÓHANN
AGNARSSON
?
Kristján Jóhann
Agnarsson fædd-
ist í Reykjavík 4. júlí
1946. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 20. nóv-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 27.
nóvember.
milli og hefur það orðið
mér til mikillar ánægju
að hafa þau og fjöl-
skylduna sem ná-
granna.
Ég bið Guð að blessa
þau og styrkja. Krist-
ján var mér ekki bara
frændi heldur einnig
vinur.
Dagfinnur
Stefánsson.
Kristján var besti
vinur pabba og langar
mig að kveðja hann
með þessum ljóðlínum.
Loks er dagsins önn á enda
úti birtan dvín.
Byrgðu fyrir blökkum skugga
björtu augun þín.
Ég skal þerra tár þíns trega,
tendra falinn eld,
svo við getum saman vinur
syrgt og glaðst í kveld.
Lífið hefur hendur kaldar,
hjartaljúfur minn.
Allir bera sorg í sefa,
sárin blæða inn.
Tárin falla heit í hljóði,
heimur ei þau sér.
Sofna, vinur, svefnljóð
meðan syng ég yfir þér
Þreyttir hvílast, þögla nóttin
þaggar dagsins kvein.
Felur brátt í faðmi sínum
fagureygðan svein.
Eins og hljóður engill friðar
yfir jörðu fer.
Sof þú væran, vinur,
ég skal vaka yfir þér.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Með söknuði og virðingu þökkum
við Gísli fyrir liðnar samverustundir.
Elsku Andrea, Sigga mín, Unnur
Helga, Krissi, Doddi og Magga. Guð
gefi ykkur og fjölskyldum ykkar
styrk í sorginni.
Þórhalla Ágústsdóttir.
Mig langar að minnast og kveðja
Kristján Jóhann Agnarsson með
nokkrum orðum.
Ég kynntist Kristjáni fyrst þegar
ég flutti mjög ungur í Hegranesið
með fjölskyldu minni. Ég myndaði
fljótt góðan vinskap við syni Krist-
jáns, enda á svipuðum aldri og þeir.
Kristján reyndist mér ávallt vel og
þegar ég komst á unglingsárin var
hann fljótur að aðstoða mig með
fyrstu sumarvinnuna mína.
Núna er mér einnig ofarlega í
huga þegar ég fór fyrst á rjúpu, en
þá fékk ég að koma með feðgunum í
Húsafell. Einnig fór ég oft að veiða á
jörð þeirra hjóna fyrir austan og var
þá mikið rætt um veiðiskap og hafði
Kristján alltaf mikið til málanna að
leggja. Kristján hafði gaman af því
að stríða okkur strákunum þegar
veiðin var dræm. 
Það verður mér ógleymanleg
reynsla að hafa fengið að læra veiði-
skap hjá Kristjáni. Ég þakka honum
fyrir það og allar yndislegu stund-
irnar sem ég og Máni áttum með
honum og fjölskyldunni fyrir austan.
Alltaf vorum við feðgarnir velkomnir
líkt og við værum hluti af fjölskyld-
unni. Þegar litið er yfir farinn veg er
ég þakklátur fyrir að hafa kynnst
Kristjáni og fjölskyldu hans. ?Öllum
er afmörkuð stund og sérhver hlutur
undir himninum hefur sinn tíma,?
segir í fornri bók. Finnst mér Krist-
ján hafa verið tekinn í burtu alltof
snemma.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál.)
Elsku Andrea, Sigga, Helga,
Krissi, Doddi og Magga. Ég votta
ykkur samúð mína. Megi góður guð
styrkja ykkur í sorginni.
Ingvar og Máni.
Með fáum orðum set ég kveðju á
blað frá vinum Kristjáns Jóhanns í
Veiðifélaginu Þistlum. Það félag var
stofnað af tíu mönnum árið 1964 til
þess að taka á leigu Sandá í Þist-
ilfirði. Meðal þeirra félaganna var
faðir Kristjáns Jóhanns, Agnar
Kristjánsson, sem lést árið 1989.
Frumkvöðlarnir eru nú allir fallnir
frá eða hættir. Synir hafa tekið við af
feðrum og nýir félagar komið í stað
þeirra sem hætt hafa. Að því er best
ég veit fylgdi Kristján föður sínum
frá fyrstu tíð til veiða í Sandá og nafn
hans sé ég í veiðibók hússins árið
1964 og held hann hafi veitt í ánni
hvert ár síðan. Hann unni þessum
stað og batt mikla tryggð við ána og
umhverfi hennar og átti einkar gott
samstarf við veiðiréttareigendur.
Svo var og um bróður hans, Leif,
sem lést fyrir rúmu ári. Ég kom í
þennan félagsskap árið 1969. Eins og
gengur urðu kynni þeirra sem áttu
hvern hinna tíu hluta um ána mis-
mikil í fyrstu. Það var því ekki fyrr
en árið 1990 sem veruleg kynni tók-
ust með okkur Kristjáni þegar við
báðir settumst saman í stjórn Þistla.
Hann var þar ritari stjórnarinnar til
hinstu stundar. Það starf rækti hann
af samviskusemi. Ekki aðeins að
færa til bókar það sem samþykkt var
á stjórnarfundum eða aðalfundum,
heldur og að halda utan um ýmis
gögn félagsins og varðveita þannig
sögu þess. Forveri minn sem for-
maður Þistla, Magnús heitinn Ólafs-
son læknir, hafði unnið einstakt starf
við skráningu sögunnar, lýst öllum
veiðistöðum svo og veiði í ánni hvert
ár fyrstu áratugina.
Sonur Magnúsar, Stefán Á. Magn-
ússon, einn af félögum okkar til
margra ára, gaf þessa lýsingu föður
síns út í litlu kveri sem er ómetanleg
heimild fyrir okkur sem nú veiðum í
ánni. 
Kristján Jóhann var mikill áhuga-
maður um ræktun Sandár. Hann
var, ásamt vini sínum, áðurnefndum
Stefáni, skipaður í klaknefnd árið
1991. Þeir hafa unnið gott starf. Nú
er það komið í samning við veiðirétt-
areigendur að sameiginlega munum
við vinna að aukinni veiði í Sandá.
Það er ekki síst fyrir áhuga þeirra
félaga að svo er komið málum og þeir
hafa átt stuðning okkar hinna og svo
nú veiðiréttareigenda.
Kristján Jóhann hafði átt við erf-
iðan sjúkdóm að stríða um langa tíð.
Aldrei heyrði ég hann kvarta. Auð-
vitað sáum við félagar hans á fund-
um okkar að hann var ekki samur
maður eftir erfiða lyfjameðferð og
það ítrekað. En hann fullvisaði okk-
ur ætíð um að þetta væri að lagast og
við vildum trúa því. Ég hitti hann
síðast í byrjun október. Fór með
veiðibók síðasta sumars til hans en
hann hafði með að gera samskipti
okkar við Veiðimálastofnun. Rædd-
um nokkuð veiðina í ánni og framtíð-
ina. Ákváðum að brátt skyldi stjórn-
in koma saman og ákveða fund með
?fylgifiskum?, þ.e. öllum þeim sem
veiða yfir sumarið í ánni. Þann sið
höfum haft í heiðri nokkur undanfar-
in ár. Því miður gat ekki orðið af því
að slíkur fundur yrði ákveðinn og
haldinn áður en Kristján hvarf frá
okkur. Við söknum Kristjáns Jó-
hanns. Hann var góður félagi. Mikið
hefur verið lagt á þessa fjölskyldu á
skömmum tíma. Eins og áður er get-
ið lést Leifur bróðir hans fyrir einu
ári og móðir hans lést í ágústmánuði
síðastliðnum. 
Við biðjum eiginkonu Kristjáns
Jóhanns, niðjum hans og fjölskyldu
allri Guðs blessunar og þökkum sam-
fylgd hans.
Ólafur G. Einarsson.
Kristján Jóhann vinur okkar og
veiðifélagi er allur. Erfið barátta við
illvígan sjúkdóm er að baki. Hugur-
inn leitar næstum þrjátíu ár aftur í
tímann, þegar fundum okkar flestra
bar fyrst saman.
Það er ótrúlegt hvað tíminn líður
hratt. Minningar um veiðiferðir
norður á Holtavörðuheiði og austur í
Landeyjar birtast í huganum. Það er
eins og þær hafi gerst í gær. Þetta er
víst gangur lífsins, sumir fara
snemma en aðrir síðar og allir förum
við þessa sömu leið, það er víst.
Kristján var veiðimaður af lífi og
sál, bæði til sjós og lands. Fé-
lagsskapur okkar var ekki formlega
stofnaður fyrr en árið 1984 en þá
höfðum við flestir veitt og ferðast
saman í mörg ár. Allir félagar fengu
einhvern titil í þessum félagsskap og
var Kristján titlaður ?rekstrarstjóri?
enda vanur maður sem forstjóri
Kassagerðar Reykjavíkur. Ekki
þurfti Kristján að reka marga úr fé-
lagsskapnum enda samstilltur hópur
ásamt eiginkonum sem allar eru
bestu vinkonur.
Ferðalög, árshátíðir og matarboð
með konum og börnum þar sem
veiðiferðir og ævintýri hafa verið
rifjuð upp í máli og myndum hafa
bundið okkur tryggðaböndum sem
seint verða rofin. Kristján var frekar
dulur maður sem ekki bar tilfinning-
ar sínar á torg en fyrir innan þessa
skel sem svo margir urðu varir við
bjó mjúkur maður og hlýr. Það feng-
um við félagar hans að reyna í gegn-
um árin.
Kristján var einn af þeim mönnum
sem gerði allt vel sem honum var fal-
ið. Ef lagfæra þurfti eitthvað eða
smíða var það gert bæði fljótt og
óaðfinnanlega. Vandaður frágangur
og snyrtimennska voru honum í blóð
borin enda farsæll stjórnandi.
Kæri vinur, nú er komið að leið-
arlokum hérna megin en hinum meg-
in vitum við að þér verður vel tekið af
gömlum Landsliðsfélögum og haldið
til veiða á ný.
Við félagarnir vottum Andreu og
börnunum okkar innilegustu samúð.
Megi góður guð styrkja ykkur og
hugga á þessari erfiðu stundu.
Veiðiklúbburinn Landsliðið.
Fallinn er góður félagi Hesta-
mannafélagsins Andvara, Kristján
Jóhann Agnarsson. Kristján var
einn af bakhjörlum félagsins og þó
ekki hafi hann skráð sig í nefndir og
ráð þá var hann alltaf boðinn og bú-
inn að hjálpa til og aðstoða við þau
verkefni sem voru á dagskrá hverju
sinni. Hann studdi dyggilega við
barna- og unglingastarf þegar til
hans var leitað enda var honum það
hugleikið.
Kristján kom fyrir sem dagfars-
prúður maður og var þægilegur í
samskiptum en ákveðinn ef svo bar
undir.
Ég vil fyrir hönd Hestamanna-
félagsins Andvara þakka honum
dygga aðstoð við uppbyggingu fé-
lagsins því það er mikil auðlind
hverjum félagsskap að eiga fé-
lagsmenn að eins og Kristján.
Eiginkonu hans, Andreu G.
Guðnadóttur, svo og öðrum aðstand-
endum votta ég innilega samúð
mína.
F.h. Hestamannafélagins And-
vara,
Sveinn Skúlason, form.
Þegar vinur fellur frá myndast
tóm í hjartanu og söknuður og sorg
verða allsráðandi. En smátt og smátt
rofar til og minningar streyma fram.
Hugurinn fyllist þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast góðum
frænda. 
Við hjónin kynntumst Kristjáni
frænda og Andreu þegar við fórum
að vera með hestana okkar að Bala
og þau með sína hesta að Görðum.
Þau kynni efldust og urðu að mjög
nánum vinskap með árunum. Marg-
ar góðar minningar rifjast upp í
kringum hestana, ferðalög og börnin
okkar, sem eru á sama reki og góðir
vinir, þær minningar geymum við í
hjarta okkar. Kristján var vinur vina
sinna, bóngóður og gott að leita til
hans með vandamál sín. 
Með þessum fátæklegu orðum
langar okkur fjölskylduna að þakka
samferðamanni gengin skref og biðj-
um góðan Guð að blessa og styrkja
fjölskyldu Kristjáns þessa erfiðu
stundir. 
Gaukur, Gréta og fjölskylda.
Elsku Kristján, við undirrituð,
fyrrum tengdafjölskylda þín,
þökkum hjartanlega samfylgdina
á árum áður. Við minnumst þín af
miklum hlýhug og væntumþykju
sem varði alla tíð. Þú munt ætíð
skipa veglegan sess í lífi okkar.
Andreu, eftirlifandi eiginkonu
þinni, og börnum ykkar, sem við
vorum svo heppin að kynnast,
vottum við okkar innilegustu sam-
úð sem og dótturdætrum og
frænkum okkar, Siggu og Unni
Helgu, og fjölskyldum þeirra.
Megi almættið styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum sorgar og
missis.
Sigríður Flygenring, Kjartan,
Gunnar og Bryndís.
HINSTA KVEÐJA
Þótt Sigurður á
Hverabakka sé látinn,
þá er myndin af honum
í mínum huga varanleg og sterk. Ég
eins og ?sé? hann innra með mér í
?eilífri sólarupprás?, karlmannleg-
an, fallegan og með bros á vör, þar
sem í bakgrunni eru lýsandi geislar
er stafa út frá honum til beggja
hliða. 
Sigurður var vel meðalmaður á
hæð, herðabreiður, hraustlegur, yf-
irvegaður og einstaklega svipbjart-
ur maður. Ætíð var hann snyrtilega
klæddur og hreinn.
Það var ævintýri líkast að koma
eftir skógargöngunum heim að
Hverabakka. Inni voru bækur í hill-
um, málverk á veggjum (sum hafði
Sigurður málað sjálfur), ?bakskál-
inn? hálffullur af blómum og stóri
pálminn sveigðist uppundir stofu-
loftið. Þarna í stofunni ?átti? ég mitt
fastasæti við lítið borð en handan
borðsins var sæti húsbóndans og
þar sat hann ? fágað sjentilmennið ?
með vindil í annarri hendi. 
Aldrei heyrði ég Sigurð tala nei-
SIGURÐUR L. 
TÓMASSON
?
Sigurður Loftur
Tómasson fædd-
ist að Bolafæti, nú
Bjargi, í Hruna-
mannahreppi 16.
september 1915.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands 21.
október síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Hruna-
kirkju 2. nóvember.
kvætt um nokkra
manneskju, hugur
hans var á hærra plani
en svo. Að sjálfsögðu
ræddum við um menn
og málefni en hann tal-
aði þá gjarnan um
ágæti manna, fagran
jarðargróður, landslag,
málverk, örsjaldan um
ástina en oft um fegurð
lífsins.
Sigurður var mikill
gæfumaður og lágu til
þess ýmsar ástæður.
Rót gæfunnar spratt
innra með honum sjálf-
um, þ.e. hvernig hann hugsaði.
Kært var með honum og öllum ná-
grönnunum. Sigurður og Svava voru
samtaka í að skapa yndislegt heim-
ili, ég held að hann hafi alltaf verið
jafnbálskotinn í konunni sinni og
það var gagnkvæm ást og gagn-
kvæm aðdáun. 
Allt hefur sinn tíma: að fæðast,
vaxa og þroskast og komast á ?tind?
líkamlegs og andlegs atgervis og því
næst að eldast, hrörna og deyja.
Andlátstími Sigurðar var runninn
upp og við ævilok mátti hann horfa
þakklátur til baka, því lífið hafði far-
ið vel með hann, hann kunni að lifa
sér til gleði og var hamingjusamur
fjölskyldufaðir. Ég var svo lánsam-
ur að fá að kynnast þessum lífs-
bjarta, vandaða og heiðarlega far-
sældarmanni og mér er nú efst í
huga þakklæti fyrir viðmót þeirra
hjóna og vináttu alla.
Gunnar Guðmundsson 
frá Heiðarbrún.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72