Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SKEMMDIR Í ROKI
Djúp lægð gekk upp að landinu í
gær og var víða mjög hvasst, eink-
anlega á vestanverðu landinu. Fok-
skemmdir urðu á nokkrum stöðum.
Mesta tjónið varð þegar þak fauk af
Vesturbæjarsundlauginni í Reykja-
vík. Mikil trufun varð á flug-
samgöngum innanlands og utan.
Tímamót á Sri Lanka
Samningamenn stjórnarinnar á
Sri Lanka og tamílskra skæruliða
náðu í gær tímamótasamkomulagi
um að vinna að stofnun sam-
bandsríkis þar sem svæði tamílska
minnihlutans á eyjunni fengju sjálf-
stjórn. Yfir 60.000 manns hafa beðið
bana í borgarastyrjöldinni í landinu
og vonast er til að samkomulagið
verði til þess að blóðsúthellingunum
ljúki.
Útgerðarrisi að fæðast
Sameining Síldarvinnslunnar og
SR-mjöls er í burðarliðnum. Sam-
einað fyrirtæki yrði hið langstærsta
á sínu sviði með um 300 þúsund
tonna kvóta í uppsjávarfiski, þ.e.
loðnu, síld og kolmunna.
Vilja viðræður við Tyrki
Ríkisstjórnir Frakklands og
Þýskalands ætla að leggja til að
Tyrkjum verði boðið að hefja við-
ræður um aðild að Evrópusamband-
inu um mitt ár 2005, að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Tyrkneska
stjórnin er ekki ánægð með tillög-
una.
Ístak í samstarfi við Breta
Verktakafyrirtækin E. Pihl&Søn
og Ístak hafa hafið samstarf við
breska fyrirtækið Balfour Beatty
Major Projects um tilboð í aðrennsl-
isgöng Kárahnjúkavirkjunar.
? Erfið glíma / C4
Ljósmyndari/Norberto HAUKAR mæta í ljóna-
gryfjuna í Leon á Spáni ásunnudaginn þegar þeir
leika við heimamenn íAdemar Leon í 16-liða úr-
slitum Evrópukeppni bik-arhafa. Ljóst er Haukar
eiga erfitt verkefni fyrirhöndum í leiknum því auk
þess sem lið Ademar Leoner eitt allra sterkasta hand-
knattleikslið Spánar þá erheimavöllurinn mikil ljóna-
gryfja, sjá mynd, og vartkemur fyrir að það tapi þar
leik. Svissneska liðið Wac-ker Thun fékk að finna fyr-
ir því í síðustu umferðkeppninnar þegar það lá
með 15 marka mun, 36:21.Höllin tekur 6.000 áhorf-
endur en reiknað er með aðum 4.500 manns mæti á
leikinn sem fram fer kl.12.30 á sunnudag.
Haukar í
ljónagryfju
í Leon
2002 L52159FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER BLAÐ C
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
KVENNALANDSLIÐ ÍSLANDS ENN Á NÝ Á LEIÐ TIL RÚSSLANDS / C3
?ÞETTA verður í fínu lagi og lofar góðu,? sagðiBo Johansson fyrrverandi landsliðsþjálfari ís-
lenska karlalandsliðsins á fyrstu æfingu sinnisem þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Gauta-
borgar. Íslenski landsliðsmaðurinn HjálmarJónsson leikur með Gautaborg sem átti í mikl-
um vandræðum á s.l. leiktíð og var lengi vel ífallhættu en bjargaði sér frá því með því að
sigra í umspili um laust sæti í úrvalsdeild. Mikl-ar vonir eru bundnar við Johansson og hann
hefur lofað því að blásið verði til sóknar ánæstu leiktíð. Hann viðurkenndi í samtali við
vefmiðilinn expressen.se að hann vissi ekkimikið um leikmenn liðsinbs. ?Eftir þessa æf-
ingu er ég bjartsýnn á að við getum komið okk-ur á rétta braut á ný,? segir Johansson sem hef-
ur þjálfað félagslið í fimm löndum og landslið íþremur, það íslenska, finnska og það danska.
Bo Johansson
blæs til sóknar
EMGO hefur farið á kostum íýsku úrvalsdeildinni í handknatt-
ik á þessari leiktíð. Liðið hefurnnið fyrstu 15 leiki sína í deildinni
em er met í efstu deild þar í landin uppistaðan í þessu geysiöfluga
ði eru þýskir landsliðsmenn og máar nefna leikmenn eins og Christi-
n Schwarzer, Daniel Stephan,lorian Kehrman, Markus Baur og
sann Volker Zerbe og þá leikurvissneski landsliðsmaðurinn og
órskyttan Marc Baumgartnerórt hlutverk með liðinu. 
Lemgo innbyrti 15. sigur sinnmeð því að leggja Essen á útivelli í
fyrrakvöld þar sem Baumgartnerskoraði 10 mörk og eftir þann sigur
er liðið einum sigurleik frá því aðjafna 20 ára gamalt met Gummers-
bach sem afrekaði frá 3. apríl til 30.október árið 1982 að vinna 16 leiki í
röð. Lemgo getur jafnað þetta met um
aðra helgi en þá tekur liðið á mótiFlensburg í toppslag deildarinnar
en Flensburg er í öðru sæti deild-arinnar, sex stigum á eftir Lemgo.
Í leikjunum 15 hefur Lemgo skor-að 524 mörk sem þýðir að liðið hef-
ur verið að skora að jafnaði 34,9mörk í hverjum leik. 
Lemgo einum
leik frá meti
Essen hyggst bjóða Patreki Jó-hannessyni, landsliðsmanni íhandknattleik, nýjan þriggja ára
samning við félagið en samningurfyrirliðans rennur út næsta vor.
?Ég og umboðsmaður minn erumaðeins byrjaðir að ræða við Essen
og eins og staðan lítur út í dag erekkert annað í spilunum eftir því
sem ég best veit. Okkur fjölskyld-unni líður mjög vel hérna og for-
ráðamenn Essen hafa sagt mér aðþeir vilji gera við mig nýjan þriggja
ára samning sem ég veit ekki alveghvernig lítur út en málin fara að
skýrast mjög fljótlega,? sagði Pat-rekur við Morgunblaðið. Patrekur
hefur verið í herbúðum Essen í sexár en hann gekk í raðir félagsins
frá KA árið 1996.Guðjón Valur Sigurðsson, sam-
herji Patreks hjá Essen, er meðsamning við félagið til ársins 2004.
Essen hyggst
bjóða Patreki
nýjan samning
? Essen til Spánar/B2
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 BLAÐ B
L52159 MYNDIR AF FORNUM KÖPPUM OG SKRÝTNUM AFA/2 L52159 MEÐ KRÓK Á
MÓTI BRAGÐI/4 L52159 PÆLINGAR UM PLEBBASKAP/5 L52159 SAFNAR UPP Á
SÍNA TÍU FINGUR/6 L52159 LEIÐIN AÐ BÆTTRI LÍÐAN/7 L52159 AUÐLESIÐ/8 L52159
N
Ú er hafinn tími sam-kvæma eins og jólahlað-
borða, nýársfagnaða ogsvo árshátíða. Þar sem kona
stendur berskjölduð í ermalaus-um síðkjól er gott að eiga sam-
kvæmisveskið að vini; eitthvað tilað halda sér í. 
Samkvæmisveskin fylgja tísku-straumunum eins og aðrir fylgi-
hlutir en samkvæmisveskið ereinn af fáum fylgihlutum sem
gera mikið gagn. Veskin eru lítilog þar kemst ekki mikið fyrir.
Varaliturinn og púðrið, kortið ogkannski gemsinn?
Kögur og fjaðrir
Hippatískan ræður ríkjum ífatnaði sem og fylgihlutum og
margar töskur og samkvæmis-veski eru með kögri, hvort sem
það er klippt upp í rúskinnið eðakögur úr grönnum fjöðrum eða
litlum perlum sett á veskin.
Fjaðrir eru einnigvinsælar, t.d. sem
kragi efst á veskinog pallíettur í öll-
um litum.Nú er vinsælast
að samkvæmis-veskin séu hand-
töskur með lítilliól til að setja yfir framhandlegg
eða úlnlið.
Einfaldir kjólar ? skrautlegir fylgihlutir
Margir litir koma til greina ogþað fer allt eftir lit samkvæm-
iskjólsins, hvers konar veski ervalið. Svart er sígildur litur og
einfalt svart samkvæmisveski eralltaf vinsælt. Í Mondo á Lauga-
vegi fengust þær upplýsingar aðnú sé mjög vinsælt að kjólarnir
séu einfaldir og fylgihlutirnirþeim mun meira áberandi og
skrautlegir, samkvæmisveskin
séu t.d. með rauðum fjöðrum eðamarglitu pallíettuskrauti.
Í snyrtivöruversluninni Hygeueru blúndur vinsælar á sam-
kvæmisveskjum, jafnvel meðfjöðrum líka. Einnig silfruð og
glitrandi samkvæmisveski.Brúnir tónar eru áberandi í
vetrartískunni og fylgja veskinþar með. Í Skarthúsinu á Lauga-
vegi er mikið af brúnum veskjumog þá í stíl við skartgripina sem
eru gylltir, brúnir og appels-ínugulir. Blómaskraut og pallíett-
ur er einnig vinsælt á fín sam-kvæmisveski. 
Vínrautt veski meðfjaðrakögri frá Hygeu. 
Svart samkvæmisveski með 
rauðum
fjaðrakraga frá Mondo.
Dæmi um skreytingu á tösku frá Mondo.Jólaleg samsetning.
Gyllt og rautt skraut-legt pallíettu-
veski við rauð-an síðkjól í
Mondo.
Svart veski með áföstum ry
kktum blúnd-um og fínlegum fjaðrakraga fr
á Hygeu.
veskið
að vini
Morgunblaðið/Sverrir
Með
Veski með marglitu pallíettuskrauti ogperlukögri frá Skarthúsinu.
Óvenjuleg veskifrá Mondo. Ann-
ars vegar meðausturlenskum
áhrifum og hinsvegar veski sem
vír og marg-víslegir steinar
vefjast utan um.
Yfirlit
Í dag
Sigmund 8 Minningar 47/51
Viðskipti 14/15 Staksteinar 54
Erlent 16/20 Bréf 56
Höfuðborgin 22 Skák 57
Akureyri 24/25 Dagbók 58/59
Suðurnes 26 Brids 59
Landið 27 Leikhús 60
Listir 28/30 Fólk 61/65
Umræðan 31/46 Bíó 62/65
Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66
Viðhorf 38 Veður 67
* * *
Kynningar ? Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingablaðið HARÐIR PAKK-
AR frá Húsasmiðjunni. Blaðinu er
dreift um allt land.
FORELDRAR nýfædds drengs
sem lést á Landspítalanum við
Hringbraut í byrjun nóvember hafa
sent kæru til Landlæknis vegna
mistaka sem þau telja að hafi verið
gerð við reglubundið meðgöngueft-
irlit á spítalanum. Mistökin hafi orð-
ið til þess að taka varð drenginn úr
móðurkviði með keisaraskurði en
hann lést fjórum dögum síðar. 
Haukur Valdimarsson aðstoðar-
landlæknir sagði að kæran hefði
borist í vikunni og rannsókn emb-
ættisins á þessum meintu mistökum
væri á algjöru frumstigi. Kallað yrði
eftir gögnum og greinargerð frá
Landspítalanum. ?En mér finnst
mjög líklegt að Landspítalinn hefði
sent okkur þetta mál til athugunar,?
segir Haukur. Vísar hann í lækna-
lögin þar sem m.a. er kveðið á um að
?óvæntur skaði? sem verður af
læknismeðferð skuli tilkynntur fag-
legum yfirstjórnendum stofnunar-
innar og forstöðumanni sem
ákveður hvort máli skuli jafnframt
strax tilkynnt landlækni. Málið skuli
rannsakað til að finna á því skýr-
ingar og tryggja eftir því sem kost-
ur er að slíkt eigi sér ekki aftur stað.
Haukur segir að rannsókn á slíkum
málum geti tekið talsverðan tíma
enda þurfi oft að leita sérfræðiálita
og ýmissa annarra gagna. Aðspurð-
ur segir hann að mánuðir geti liðið
þar til landlæknisembættið komist
að niðurstöðu og gefi út álitsgerð
vegna málsins. 
Drengur lést á Landspítalanum
Kæra mistök við
meðgöngueftirlit 
KÁRAHNJÚKAVEGUR og brú yf-
ir Jökulsá á Dal við Sauðárgíga
voru tekin formlega í notkun með
athöfn í Végarði í Fljótsdal í gær. 
Fram kom í máli Björns Sveins-
sonar, framkvæmdastjóra Héraðs-
verks, að sennilega hefði verið
sett Íslandsmet í vegalagningu
þarna. Hann fullyrti að aldrei
hefðu verið lagðir svo margir
kílómetrar af nýjum vegi á svo
skömmum tíma en framkvæmdir
við veginn hófust í byrjun sept-
ember og þeim lauk um miðjan
nóvember.
Fjölmennt við athöfnina
Fjölmennt var við athöfnina í
gær en meðal viðstaddra voru
Valgerður Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra, Jóhannes Geir Sig-
urgeirsson, stjórnarformaður
Landsvirkjunar, og hópur starfs-
manna við vegagerðina og brúar-
framkvæmdirnar.
Jóhannes Geir stýrði samsætinu
og lýsti þeim mannvirkjum sem
verið var að taka í notkun. Kára-
hnjúkavegur er 24 kílómetra
langur og 6,5 metra breiður upp-
hlaðinn vegur, sem liggur frá
Laugarfelli innst á Fljótsdalsheiði
þvert yfir að Innri-Kárahnjúk um
Urg og Dragamót. Brúin liggur
yfir Jökulsá við Sauðárgíga, sem í
daglegu tali eru nefndir Gígar.
Hún er 71 metri að lengd og ber
66 tonna lest hið minnsta.
Jóhannes Geir sagði að þessi
brúargerð væri nokkuð sérstök
vegna þess að flestir vonuðust til
að brúin yrði tekin niður innan
fimm ára vegna þess að þá yrði
búið að reisa virkjunina og stíflan
myndi leysa hana af. Ef hins veg-
ar verður ekki af framkvæmdum
mun brúin standa áfram ferða-
löngum og ferðaþjónustunni til af-
nota. 
Að loknu ávarpi Jóhannesar
Geirs tókust oddvitar Norður-
Héraðs og Fljótsdalshrepps, Guð-
geir Ragnarsson og Gunnþórunn
Ingólfsdóttir, í hendur og opnuðu
brúna á táknrænan hátt. Séra
Lára G. Oddsdóttir blessaði fram-
kvæmdina og sunginn var sálmur
undir stjórn Keiths Reeds.
Kárahnjúkavegur og brú yfir Jökulsá við Gíga formlega tekin í notkun
?Sennilega 
Íslandsmet í
vegalagningu?
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Séra Lára G. Oddsdóttir blessaði framkvæmdirnar. Hér syngur hún sálm
ásamt Valgerði Sverrisdóttur ráðherra og Keith Reed sem leiddi sönginn.
FORMENN allra stjórnmála-
flokkanna á Alþingi lögðu í
gærkvöldi fram sameiginlega
breytingartillögu við fjárlaga-
frumvarp næsta árs, þar sem
lögð er til 20,6 milljóna kr.
hækkun á framlagi til flokk-
anna frá því sem gert var ráð
fyrir í frumvarpinu.
Er annars vegar lagt til að
fjárveiting vegna sérfræði-
legrar aðstoðar við þing-
flokka verði hækkuð um 4,6
milljónir eða úr 45,8 millj-
ónum króna sem gert var ráð
fyrir í fjárlagafrumvarpinu í
50,4 milljónir á næsta ári.
Hins vegar leggja formenn-
irnir til 16 milljóna króna
hækkun á fjárlagaliðnum
styrkur til stjórnmálaflokka,
sem verður samtals 180 millj-
ónir á næsta ári, verði til-
lagan samþykkt.
Stefnt er að því að atkvæði
verði greidd um fjárlagafrum-
varpið í dag, en þriðja um-
ræða um frumvarpið fór fram
í gær.
Framlag til
flokkanna
hækki 
um 20 millj.
FÉLAGSFUNDUR í Félagi heim-
ilislækna fjallaði í gær um viljayfir-
lýsingu sem heilbrigðisráðherra gaf
til lausnar deilu heimilislækna og
ríkisins. Að sögn Þóris B. Kolbeins-
sonar, formanns félagsins, var yfir-
lýsingu ráðherra vel tekið á fundin-
um en í henni lýsti ráðherra m.a. því
að hann væri reiðubúinn að beita sér
fyrir því að sérfræðingar í heimilis-
lækningum gætu valið á milli starfa á
heilsugæslustöðvum og á læknastof-
um utan stöðvanna.
Á fundinum var einnig kynnt nið-
urstaða úr könnun sem gerð var
meðal heilsugæslulækna og fé-
lagsmanna í Félagi íslenskra heim-
ilislækna um afstöðu til þess að
kjaranefnd úrskurðaði launakjörin.
Alls bárust svör frá 105 læknum og
varð niðurstaðan sú að 24 (23%)
sögðust vilja heyra áfram undir
kjaranefnd en 81 (77%) var því mót-
fallinn og vildi fara undan kjara-
nefnd. ?Þetta var ekki bindandi at-
kvæðagreiðsla, heldur könnun. Nú
höfum við í stjórninni þessar upplýs-
ingar og munum vinna með þær,?
segir Þórir.
Miklar væntingar til ráðherra
Í ályktun sem samþykkt var á
fundinum segir: ?Viljayfirlýsing heil-
brigðisráðherra frá 27. nóvember sl.
getur reynst afar þýðingarmikil fyr-
ir framtíð heimilislækninga á Ís-
landi. Þar eru í fyrsta lagi sérfræð-
ingum í heimilislækningum gefin
fyrirheit um að fá að starfa sjálfstætt
á læknastofum utan heilsugæslu-
stöðva og hefja samningagerð þar að
lútandi við samninganefnd HTR. Í
öðru lagi eru gefin fyrirheit um að
ráðherra beiti sér fyrir frekari úr-
bótum á launakjörum heilsugæslu-
lækna. 
Í ljósi þessa lýsir fundurinn yfir
fyllsta stuðningi við aðgerðir stjórn-
ar FÍH til að undirbúa og taka þátt í
samstarfi við ráðuneytið um frekari
útfærslu þeirra hugmynda sem fram
koma í viljayfirlýsingu ráðherrans.
Væntingar heimilislækna til ráð-
herra eru miklar og takist samkomu-
lag um framkvæmd ofangreindra
atriða getur það markað þáttaskil
fyrir starfsemi heimilislækna á Ís-
landi,? segir í ályktuninni.
Þórir segir yfirlýsingu ráðherra
um að heimilislæknar geti valið á
milli þess að starfa á ríkisreknum
heilsugæslustöðvum eða starfa sjálf-
stætt, þýða að boðið sé upp á að
hafnar verði samningaviðræður á
milli heimilislækna og ráðuneytisins.
Kveðst hann vonast til þess að samn-
ingaviðræður á milli lækna og samn-
inganefndar ráðuneytisins geti haf-
ist innan tíðar. Læknafélag Íslands
er stéttarfélag heimilislækna og mun
Félag íslenskra heimilislækna óska
eftir að LÍ skipi viðræðunefnd vegna
fyrirhugaðra viðræðna.
Fjölmennur fundur í Félagi íslenskra heimilislækna
Yfirlýsingu ráð-
herra var vel tekið
77% lækna vilja
fara undan 
kjaranefnd sam-
kvæmt könnun

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76