Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
kjarasamninga, t.d. um svigrúm til
launabreytinga. Sumir virðast halda
að samtök atvinnurekenda hafi
greiðari aðgang að upplýsingum um
fyrirtækjarekstur og þjóðarhag en
verkalýðshreyfingin, en sú skoðun á
ekki við nein rök að styðjast,? segir í
grein Ara.
Hann bendir á að Samtök atvinnu-
rekenda hafi haft þá stefnu í gegnum
árin að halda ekki uppi kröfu um
framlög af opinberu fé til starfsemi
sinnar, en geri um leið þá sjálfsögðu
grundvallarkröfu, að á meðan laun-
þegahreyfingin sé studd með þeim
hætti þá hljóti samskonar stuðningur
að koma til starfsemi samtaka at-
vinnurekenda, þannig að jafnræðis sé
gætt í samskiptum ríkisins og sam-
MISMUNUN á opinberum framlög-
um til launþegasamtaka annars vegar
og samtaka atvinnurekenda hins veg-
ar er alvarlegt brot á þeirri grundvall-
arreglu að jafnræði eigi að ríkja milli
aðila vinnumarkaðarins, að mati Ara
Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka
atvinnulífsins. Ari fjallar um málið í
pistli á vefsíðu samtakanna undir fyr-
irsögninni ?Heildarsamtökum mis-
munað?. 
Gert ráð fyrir að framlag til ASÍ
verði hækkað í 30 milljónir
Ari segir stjórnvöld löngum hafa
haft tilhneigingu til að misskipta op-
inberum fjárframlögum á þessu sviði.
?Hafa þessi hlutföll oft verið í kring-
um 70 af hundraði til verkalýðs-hreyf-
ingarinnar á móti 30 af hundraði til
atvinnurekanda. Steininn tekur þó úr
í fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem nú
er til lokameðferðar á Alþingi. Þar er
gert ráð fyrir að framlag til ASÍ verði
hækkað í 30 m.kr. og hefur sú ákvörð-
un verið rökstudd með vísan til nið-
urlagningar Þjóðhagsstofnunar.
Varla er þó gert ráð fyrir því að at-
vinnurekendur geti nú leitað til ASÍ
um upplýsingar við undirbúning
taka á vinnumarkaði. Engin rök séu
fyrir mismunun í þessum efnum því
tekjur verkalýðshreyfingarinnar í
heild séu margfaldar á við tekjur allra
atvinnurekendasamtaka, innan og ut-
an SA.
?Í heild má ætla að iðgjöld til
verkalýðsfélaga innan ASÍ nemi um 2
milljörðum króna árlega, en fé-
lagsgjöld í stéttarfélögum alls (þ.m.t.
opinberum) eru áætluð um 3,5 millj-
arðar króna. Auk þess er haldið eftir
af launum sjúkrasjóðsgjaldi, um 3
milljörðum króna árlega, og orlofs-
heimilasjóðsgjaldi, um 740 m.kr. Önd-
vert við verkalýðshreyfinguna þurfa
félög atvinnurekenda að laða að sér
félagsmenn og innheimta hjá þeim fé-
lagsgjöldin. Félagsgjöld til atvinnu-
rekendafélaga í heild eru áætluð um
700 m.kr. árlega,? segir í grein Ara.
Tillaga á Alþingi um 10 millj. til
fernra samtaka launafólks
Í breytingartillögum meirihluta
fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp
næsta árs, sem lagðar voru fram í
fyrradag, er lagt til að veitt verði 10
millj. kr. framlag til samtaka laun-
þega í því skyni að efla rannsóknir á
almennum efnahagsmálum. ?Fram-
lagið er ætlað til nokkurra stærstu
samtaka launafólks fyrir utan ASÍ,
þ.e. til BSRB, BHM, KÍ og Sambands
bankamanna,? segir í tillögu meiri-
hlutans sem felur í sér að heildar-
framlög til þessa liðar í frumvaprinu
hækki úr 40 milljónum kr. skv. frum-
varpinu í 50 millj. kr.
?Ég hef ekki haft neinar spurnir af
þessum síðustu áformum um að rétta
hag annarra launþegafélaga en þeirra
sem eru innan ASÍ, án þess að gera
neina breytingu sem að okkur snýr.
Ef það er raunin bætir það bara í
ójafnvægið sem er í þessari framsetn-
ingu að mínu mati, en ég hef ekki haft
tök á að kynna mér það frekar,? sagði
Ari í samtali við Morgunblaðið í gær.
Ari Edwald gagnrýnir opinber fjárframlög til launþegasamtaka
Alvarlegt brot á
reglu um jafnræði
á vinnumarkaði
STÝRIMAÐURINN, sem flutti hinn
svonefndan ?sjópakka? til landsins
með Mánafossi og kastaði honum fyr-
ir borð við Engey, sagði að fjárhags-
vandræði hefðu orðið til þess að hon-
um datt í hug að smygla fíkniefnum til
landsins. Þessa hugmynd hefði hann
nefnt við kunningja sinn sem hafði
milligöngu um að Íslendingur í Hol-
landi útvegaði honum hass. Stýrimað-
urinn er ákærður fyrir tilraun til að
smygla 10 kílóum af hassi til landsins
en í raun er magnið á reiki enda
fannst pakkinn aldrei, þrátt fyrir
mikla leit. 
Aðalmeðferð málsins fór fram í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sjö
manns eru ákærðir fyrir aðild en
stýrimaðurinn átti frumkvæðið. Fyrir
dómi í gær kom fram að hann sótti um
starf hjá Eimskip gagngert til þess að
geta smyglað fíkniefnunum. Hann
var ráðinn sem 3. stýrimaður á Mána-
foss en fór aðeins þennan eina túr.
Upphaflega sagðist hann hafa ætlað
að fjármagna innflutninginn sjálfur
með láni frá fyrrum vinnuveitanda en
tókst hins vegar ekki að útvega pen-
ingana. Sagðist hann hafa verið burð-
ardýr fíkniefnanna þegar upp var
staðið en hann átti að fá greidda eina
milljón króna fyrir viðvikið. Að hans
sögn fékk hann pakka afhentan í
Rotterdam og geymdi hann í káetu
sinni þar til skipið nálgaðist Reykja-
víkurhöfn. Hann hafði þá sett pakk-
ann í íþróttatösku ásamt pastbrúsa
sem átti að tryggja að taskan flyti
upp. Í þann mund sem hann ætlaði að
kasta töskunni í sjóinn, á fyrirfram
ákveðnum stað, komu skipsfélagar
hans upp á dekk og því neyddist hann
til að færa sig um set og henda pakk-
anum fram með skipinu. Þar með var
erfiðara að miða út staðsetninguna og
aukin hætta á að taskan færi í skrúf-
una. Næstu vikur gerði stýrimaður-
inn ítrekaðar tilraunir til að finna
pakkann og fékk ýmsa menn sér til
aðstoðar. Fjórir eru ákærðir fyrir að
aðstoða við leitina en þrír þeirra eru
einnig ákærðir fyrir stærri þátt í mál-
inu. Stýrimaðurinn sagðist hafa orðið
var við að lögreglan fylgdist með hon-
um og kafarar frá lögreglunni væru
að leita á sama hafsvæði og hann. Þar
sem lögreglan hefði greinilega vitað
um smyglið hefði hann viljað hætta
leitinni en þá verið hótað því að geng-
ið yrði í skrokk á sonum hans. Því
hefði hann haldið leitinni áfram.
Fáránlegir tilburðir
Manninn, sem hafði milligöngu um
að Íslendingur í Hollandi útvegaði
fíkniefnin fyrir stýrimanninn, sagðist
gruna að fíkniefnin hefðu aldrei kom-
ið til landsins, heldur hefði stýrimað-
urinn selt efnin í Hollandi og hirt
gróðann. Þetta álit sitt byggir hann
m.a. á því að tilburðir við leitina að
pakkanum hafi verið ?svo fáránlegir?.
Kafararnir hafi flotið um eins og af-
velta selir í sjónum og óvanir menn
tekið þátt í leitinni. Einn þeirra hefði
meira að segja stórslasast í einum
leiðangrinum. ?Án þess að ég sé að
gera lítið úr þeim,? bætti hann við.
Íslendingurinn sem útvegaði fíkni-
efnin sá líka um að útvega 15 kíló af
hassi sem reynt var að flytja til lands-
ins en voru annars vegar á Keflavík-
urflugvelli og hins vegar í Reykjavík-
urhöfn. Fjallað var um þau mál í
Morgunblaðinu í gær. Fyrir dómi í
gær sagðist hann hafa samþykkt að
útvega fimm kíló af hassi sem komið
yrði til stýrimannsins. Hann hefði á
hinn bóginn aldrei séð pakkann og
vissi ekkert meira um afdrif hans. 
Atvinnukafari sem ákærður er fyr-
ir að hafa aðstoðað við leitina kvaðst
hafa flækst inn í málið án þess að hafa
nokkurn tíma í hyggju að vísa á pakk-
ann. Eins og kafarinn lýsti aðstæðum
hefðu aðrir sakborningar þurft að
vera stálheppnir til að finna pakkann.
Leitarsvæðið var stórt, sjávardýpi
um 35?40 metrar en köfunarbúnaður
þeirra bauð ekki upp á meiri tíma á
botninum en um 15?20 mínútur. Gert
er ráð fyrir að aðalmeðferð ljúki í dag.
Innflutningur á fíkniefnum átti að vera lausn á fjárhagsvanda
?Sjópakkinn? settur í
íþróttatösku með flotholti
12 SÖNGVARAR sækja nú hálfs
mánaðar Master Class-námskeið
hjá Kristjáni Jóhannssyni óperu-
söngvara sem staddur er hér-
lendis til að miðla söngvurum af
reynslu sinni. Kennslan hófst á
mánudag og lýkur námskeiðinu
með tónleikum í Háskólabíói 15.
desember þar sem nokkrir úr
hópnum koma fram með Kristjáni
við undirleik Þorsteins Gauta Sig-
urðssonar píanóleikara. Tak-
marka varð þátttökuna við 12
manns, en auk þeirra stóð nokkr-
um söngvurum til boða að koma í
eina kennslustund til Kristjáns og
fá leiðsögn hans. 
Þess má geta að opinn Master
Class verður í Gamla bíói á morg-
un, laugardag, milli 13 og 17. Allir
eru velkomnir meðan húsrúm
leyfir og er aðgangseyrir 1.000 kr.
Kristján 
Jóhannsson
kennir söng
Morgunblaðið/Sverrir
Kristján Jóhannsson ásamt Kristínu R. Sigurðardóttur söngnema og Þorsteini Gauta Sigurðssyni píanóleikara.
TVÖ atvik í nágrenni Vesturbæj-
arskóla nýlega hafa orðið til þess
að skólastóri hefur hvatt foreldra
nemenda til að brýna fyrir börnum
sínum mikilvægi þess að þau gefi
sig ekki á tal við ókunnuga, þiggi
af þeim gjafir eða peninga.
Síðastliðinn mánudag sögðust
tveir 12 ára drengir í skólanum
hafa hitt ókunnugan karlmann að
kvöldlagi sem gaf hvorum þeirra
500 krónur. Málið þótti alvarlegs
eðlis og var brýnt fyrir drengj-
unum að varast allar slíkar gjafir
frá ókunnugum. Annað mál sem
gaf tilefni til frekari viðbragða af
hálfu skólastjóra var þegar í ljós
kom að margdæmdur kynferðisaf-
brotamaður fór nýlega að sjást við
skólalóðina. Hann hefur þó ekki
farið inn á skólalóðina en tók
stúlkur úr skólanum tali. Bæði
þessi mál hafa verið tilkynnt til
lögreglunnar sem hefur tekið upp
hert eftirlit í hverfinu.
Kristín G. Andrésdóttir skóla-
stjóri segir að umræða hafi farið
fram innan skólans um þessi atvik
og nemendur hvattir til að vera á
verði fyrir hættum sem þessum.
Börn í Vest-
urbæjarskóla
vöruð við
ókunnugum
???
ÖKUMAÐUR bifreiðar á veginum
við Fellabök í Steingrímsfirði end-
aði för sína úti í sjó eftir harkalega
lendingu í kjölfar útafaksturs um
hádegið í gær. Missti hann stjórn á
bifreiðinni með þeim afleiðingum að
hún hentist niður 3 metra háan
vegkant og stöðvaðist um 15 metra
frá vegi, en þá hafði hún stöðvast í
sjónum, nokkra metra frá landi.
Leið ekki á löngu uns hún fór að
sökkva að framanverðu. Ökumað-
urinn var í bílbelti og segir lög-
reglan að þau hafi bjargað miklu.
Komst maðurinn út úr bílflakinu, óð
í land og lét vita af sér uppi á vegi.
Slapp hann ómeiddur en bifreiðin
skemmdist talsvert. Kostaði það
nokkra fyrirhöfn að bjarga bifreið-
inni á þurrt með krana.
Bifreiðin fór út
af og í sjóinn

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76