Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 11
Í UPPHAFI samráðsfundar ríkis og
sveitarfélaga í fyrradag var und-
irritað samkomulag um breytingar
á fjármálalegum samskiptum ríkis
og sveitarfélaga og jafnframt nýr
samstarfssáttmáli ríkis og sveitarfé-
laga.
Samkvæmt samkomulaginu legg-
ur ríkið fram 410 milljónir króna á
þessu ári á grundvelli fjáraukalaga
og 400 milljónir á næsta ári umfram
það sem gert var ráð fyrir í fjár-
lögum. Eru þetta greiðslur vegna
fasteignaskattsbóta og húsa-
leigubóta. 
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra sagði að leitast væri við með
samkomulaginu að samræma stefnu
beggja aðila í opinberum rekstri auk
þess í því væri áréttað mikilvægi
formlegs samstarfs um efnahagsmál
með skipun embættismanna-
nefndar. ?Í þessu samkomulagi voru
leyst til frambúðar nokkur af þeim
ágreiningsmálum í fjármálalegum
samskiptum ríkis og sveitarfélaga
sem hafa verið til umfjöllunar í allt
sumar og raunar lengur.?
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður stjórnar Sambands íslenskra
sveitarfélaga, lýsti ánægju sinni með
samkomulagið. ?Við getum vel átt
góð samskipti ef vel er að hlutunum
staðið og þess vegna er mikilvægt að
vinnubrögð séu öguð. Þessi tvö
stjórnsýslustig í landinu verða að
vinna saman og þess vegna er það
ánægjulegt að við skulum nú und-
irrita samkomulag um ýmis fjár-
málaleg samskipti ríkis og sveitarfé-
laga og ég er ánægður með þá
niðurstöðu sem náðst hefur. Ég lít á
þessa niðurstöðu sem ákveðna birtu
í samskiptum ríkis og sveitarfélaga
og vonandi leiðarljós um að þessi
samskipti verði góð í framtíðinni.?
Þá þakkaði Vilhjálmur Páli Pét-
ursson félagsmálaráðherra fyrir af-
skaplega gott samstarf á liðnum ár-
um. ?Páll hefur verið mjög traustur
liðsmaður sveitarfélaga í landinu og
fyrir það eru þau honum þakklát.?
Nýr samstarfssáttmáli
ríkis og sveitarfélaga 
Morgunblaðið/Sverrir
Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, 
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður stjórnar, og Þórður Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.
bendir á að mjög rík skylda sé fyr-
ir hendi um að fólk gefi ákveðnar
upplýsingar s.s. hvort það leitar
samninga við tryggingafyrirtæki í
einkageiranum eða leitar bóta hjá
Tryggingastofnun.
?Þarna erum við hins vegar að
tala um allt annað. Það að heimila
viðsemjandanum víðtæka upplýs-
ingasöfnun um mann sjálfan er allt
annað en að veita sjálfur tilskildar
upplýsingar, því þá veit maður
hvað er að gerast en erfitt er að
sjá fyrir hvar hitt getur endað.? 
Mega skila inn 
gögnum sjálfir
Í tilkynningu frá Trygginga-
stofnun sem send var út í gær í
framhaldi af fundi með Öryrkja-
bandalagi Íslands segir að lífeyr-
isþegum sé heimilt að koma ljósriti
af skattframtali sínu og maka til
Tryggingastofnunar ásamt öðrum
skriflegum gögnum svo unnt sé að
staðfesta forsendur bótaréttar í
stað þess að veita stofnuninni
heimild til þess að afla þessara
gagna með rafrænum hætti.
?Þetta þýðir að þeim sem kjósa
ekki að undirrita heimild þá sem
fylgdi með bréfi Tryggingastofn-
unar dagsett 20. nóvember sl.
gefst kostur á að skila umbeðnum
SIGRÚN Jóhannesdóttir, forstjóri
Persónuverndar, segir að stofnun-
inni hafi ekki borist formlegt er-
indi í tengslum við bréf Trygg-
ingastofnunar til lífeyrisþega þar
sem m.a. er óskað eftir upplýs-
ingum um tekjur þeirra og tekjur
maka.
Hún segist ekki hafa séð umrætt
bréf en að fjöldi fólks hafi hringt
til stofnunarinnar út af því.
?Málið er einfaldlega ekki komið
á borð til okkar. Það eina sem ég
get sagt á þessari stundu er að
maður getur almennt ekki veitt
samþykki fyrir aðra en sig sjálfan
og börnin sín. Maður getur ekki
veitt samþykki fyrir hönd maka
nema samkvæmt lögmætu um-
boði.? Sigrún segir að til að sam-
þykki sé marktækt verði að liggja
fyrir að það sé upplýst. Í því felst
að sá sem veitir samþykkið viti
nokkuð vel hvað hann er að sam-
þykkja.
?Mér hefur heyrst á símtölum
frá fólki að verið sé að leita eftir
mjög opnu samþykki, jafnvel að
fólk samþykki að leitað verði upp-
lýsinga um það hjá ótilgreindum
stofnunum og aðilum erlendis. Það
er vissulega gott mál að leita sam-
þykkis en þá þarf fólkið að vita
hvað það er að samþykkja.? Sigrún
gögnum í skriflegu fomi,? segir
þar.
Vakin er athygli á að með því að
heimila stofnuninni rafrænan að-
gang að upplýsingum sé hún engu
að síður betur í stakk búin ?að
tryggja hagsmuni lífeyrisþega og
inna af hendi réttar greiðslur?.
Karl Steinar Guðnason, forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins, segir
um niðurstöðu fundarins að full-
trúar stofnunarinnar hafi í raun
ekki áttað sig á því hve lítið bar í
milli. Fulltrúar Öryrkjabandalags-
ins hafi túlkað bréf Trygginga-
stofnunar á þann veg að ekki væri
hægt að leysa málið öðruvísi en að
stofnuninni yrði veitt heimild til
þess að afla þessara gagna sjálf.
?Við áttuðum okkur ekki á því
að þetta væri kjarni málsins í
þessum stóryrðaflaumi. Við erum
ekkert að gefa eftir eða neitt slíkt,
þetta lá alltaf fyrir og menn eru
búnir að kristalla vandamálið.?
Garðar Sverrisson, formaður Ör-
yrkjabandalags Íslands, segist
ánægður með niðurstöðu fundar-
ins. Þar sem lífeyrisþegum sé gef-
inn kostur á að ákveða sjálfir
hvort heldur þeir veita nauðsyn-
legar upplýsingar um fjárreiður
sínar eða fela Tryggingastofnun að
annast þá upplýsingasöfnun. 
Margir ellilífeyrisþegar hafa haft samband við Persónu-
vernd vegna bréfs Tryggingastofnunar ríkisins
Fólk þarf að vita
hvað það samþykkir 
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að
kærunefnd barnaverndarmála hafi
ekki farið að lögum þegar hún vísaði
frá kæru hjóna sem vildu taka son-
arson sinn í fóstur eftir fráfall for-
eldra drengsins. Félagsmálanefnd
heimabæjar drengsins fól móðurfor-
eldrum hans forsjána og kærðu föð-
urforeldrarnir þá ákvörðun til kæru-
nefndar. Kærunefndin hefur á fundi
sínum samþykkt að verða við tilmæl-
um umboðsmanns um að taka málið
fyrir að nýju, en ósk um það hefur
komið fram frá föðurforeldrum
drengsins, að sögn formanns nefnd-
arinnar, Ragnheiðar Thorlacius.
Frávísun nefndarinnar byggðist á
því að þessi ákvörðun væri ekki kær-
anleg á grundvelli barnaverndar-
laga. Vísaði nefndin til þess að fóst-
urráðstöfun barnaverndarnefndar
fæli í sér val á fósturforeldrum fyrir
barn en væri ekki ákvörðun um rétt-
indi og/eða skyldu annarra sem ósk-
uðu eftir að taka það sama barn í
fóstur. 
Umboðsmaður taldi hins vegar að
löggjafinn hefði ákveðið að tryggja
ættingjum ákveðna sérstöðu í tilefni
af ákvörðun barnaverndarnefndar
um ráðstöfun barns í fóstur með
þeim hætti að nefndinni bæri að
meta hvort það þjónaði best hags-
munum barnsins að ráðstafa því í
fóstur til ættingja. Taldi umboðs-
maður að ganga yrði út frá því, að
virtri lögbundinni sérstöðu ættingja
barns sem ráðstafa ætti í fóstur, að
hefðu svo nákomnir ættingjar eins
og um væri að ræða í þessu máli lagt
fram formlega umsókn um að taka
barnið í fóstur teldust þeir hafa ein-
staklegra og verulegra hagsmuna að
gæta í því stjórnsýslumáli sem lyki
með fósturráðstöfun barnaverndar-
nefndar. Taldi umboðsmaður að í
slíkum tilvikum yrði að minnsta
kosti að leggja til grundvallar að ráð-
stöfun barns í fóstur af hálfu barna-
verndarnefndar teldist ?einstök
ákvörðun? sem kæranleg væri til
kærunefndar barnaverndarmála. 
Umboðsmaður um forsjárdeilu yfir
dreng sem missti foreldra sína
Kærunefnd tekur
málið fyrir að nýju
HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær frá
dómi kæru einkahlutafélagsins
Vísis.is, sem krafðist ógildingar á
úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur
um að félagið skyldi tekið til gjald-
þrotaskipta. 
Héraðsdómur kvað upp þann úr-
skurð 6. nóvember sl. að bú Vísis
ehf. skyldi tekið til gjaldþrota-
skipta. Af hálfu félagsins var þing
í héraði ekki sótt þegar málið var
tekið fyrir. Af þeirri ástæðu brast
félagið heimild til að kæra málið
og var því vegna þessa vísað frá
Hæstarétti. 
Í úrskurði sínum vísar Hæsti-
réttur til fjögurra tilgreindra
dóma frá 1992, 2001 og 2002 í
dómasafni réttarins þar sem
ákvæði laga, sem kærandi byggir
á, hafi verið skýrð með hliðsjón af
lögum um meðferð einkamála á
þann veg að heimild brysti til
kæru máls sem þessa þegar þann-
ig stæði á, að þing hafi ekki verið
sótt af hálfu kæranda. Bæri sam-
kvæmt því að vísa málinu sjálf-
krafa frá Hæstarétti. 
Hæstiréttur dæmdi Vísi.is til að
greiða varnaraðila málsins, Lífeyr-
issjóði verzlunarmanna, 100.000
krónur í kærumálskostnað.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Markús Sigurbjörnsson,
Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur
Claessen. Lögmaður Vísis.is var
Jón Gunnar Zoëga hrl. og lögmað-
ur Lífeyrssjóðs verzlunarmanna,
Ólafur Gústafsson hrl.
Vísi.is brast kæruheimild
vegna gjaldþrotaúrskurðar
 9 L O O H U R \     . D U D I O D  R J    J O | V  i  Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222
Nýjar vörur 
daglega!
Burt með vsk af völdum vörum
og að auki 10% afsláttur
Jólapottur hjá Sissu tískuhúsi
Allir sem versla hjá Sissu fara í pott sem dregið
verður úr alla föstudaga fram að jólum
Tilboð um helgina,
20% afsláttur af gallafötum
Einnig
opið
ásunnudögum
frá
kl.
13 til
18
Full búð af nýjum,
glæsilegum vörum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76