Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ THEODORE Roosevelt var forseti Bandaríkjanna þegar Strom Thur- mond fæddist í þennan heim og Dwight Eisenhower gegndi forseta- embættinu þegar Thurmond var fyrst kjörinn á Bandaríkjaþing. Thurmond hélt upp á 100 ára af- mælið sitt í gær en enginn sitj- andi þingmaður hefur náð svo háum aldri og enginn hefur setið jafn lengi á þingi, en Thurmond er að ljúka sínu áttunda kjörtímabili í öldungadeild- inni. Thurmond lýkur pólitískum ferli sínum 3. janúar nk. þegar nýtt Bandaríkjaþing kemur saman en hann sóttist ekki eftir endurkjöri í þingkosningunum sem haldnar voru í síðasta mánuði. Mun repúbl- ikaninn Lindsey Graham þá taka við af Thurmond sem fulltrúi Suð- ur-Karólínu í öldungadeildinni en Thurmond hefur allt frá árinu 1954 verið annar af tveimur fulltrúum Suður-Karólínu í öldungadeildinni, eða í 48 ár samfleytt. Má geta þess að arftaki hans, Graham, fæddist ári eftir að Thur- mond tók fyrst sæti í öldungadeild- inni. Miklar breytingar hafa orðið á bandarísku samfélagi á þeim tíma sem Thurmond hefur setið á þingi. Og sjálfur hefur hann mátt breyt- ast; þó að Thurmond hafi alla tíð þótt afar íhaldssamur eru þeir dag- ar liðnir að hann berjist hatramm- lega gegn lýðréttindum til handa svertingjum. Í forsetaframboði árið 1948 Thurmond fæddist 5. desember árið 1902 í bænum Edgefield í Suð- Strom Thurmond heldur upp á 100 ára afmælið Er um það bil að ljúka þingmannsferli sem hefur spannað næstum hálfa öld ur-Karólínu. Hann hóf pólitísk af- skipti 1928 er hann hlaut kosningu til embættis á vettvangi sveitarstjórnamála og var Thur- mond í upphafi meðlimur Demó- krataflokksins. Hann starfaði sem lögmaður og síðan dómari en eftir að hafa gegnt herþjónustu í síðari heimsstyrjöldinni var hann kjörinn ríkisstjóri í Suður-Karólínu árið 1947. Gegndi hann því embætti til 1951. Í millitíðinni var hann í fram- boði til forsetaembættisins en Thur- mond bauð sig fram gegn sitjandi forseta, demókratanum Harry S. Truman, árið 1948. Átti framboð Thurmonds rætur að rekja til óánægju meðal demó- krata frá Suðurríkjunum, svo- nefndra „dixíkrata“, með forsetann. Voru hinir íhaldssömu „dixíkratar“ hlynntir aðskilnaði svartra manna og hvítra og andsnúnir réttindabar- áttu blökkumanna. Sem óháður frambjóðandi í for- setakosningunum tókst Thurmond að tryggja sér sigur í fjórum ríkj- um; Alabama, Louisiana, Miss- issippi og Suður-Karólínu, en Truman náði engu að síður kjöri sem forseti. Thurmond bauð sig fyrst fram til öldungadeildarinnar árið 1950 en hafði ekki erindi sem erfiði þá. Fjórum árum síðar tókst honum hins vegar að tryggja sér sigur og hefur hann setið á þingi æ síðan, sem fyrr segir. Hann hefur þótt íhaldssamur með eindæmum og árið 1957 komst hann í sögubækurnar er hann flutti ræðu á þingi sem stóð samfellt í 24 klukkustundir og 18 mínútur en markmið Thurmonds var að standa í vegi samþykktar nýrra laga um réttindi svartra. Hann hefur hins vegar mátt laga sig að nýjum tím- um, hefur tónað niður andstöðu sína gegn réttindum svartra og raunar er þess jafnan getið að Thurmond varð fyrstur allra þing- manna til að ráða til starfa á sínum vegum svarta aðstoðarmenn. Gerðist repúblikani 1964 Árið 1964 yfirgaf Thurmond Demókrataflokkinn og gekk til liðs við repúblikana en hann var það ár dyggur stuðningsmaður forseta- framboðs íhaldsmannsins Barrys Goldwaters. Goldwater tapaði þó fyrir demókratanum Lyndon B. Johnson í kosningum það árið. Washington. The Washington Post, AP. Fjórum árum síðar lagði Thur- mond sín lóð á vogarskálarnar til að tryggja Richard M. Nixon sigur en honum er að hluta til þakkað gott fylgi Nixons í Suðurríkjunum. Á seinni árum hefur Thurmond á vett- vangi Bandaríkjaþings barist gegn lögleiðingu fóstureyðinga, greitt at- kvæði gegn lögum er fela í sér sér- stök viðurlög gegn „haturs- glæpum“ (þ.e. glæpum tengdum kynþætti fólks eða kyni), hann hef- ur verið mótfallinn lagasetningu um byssueign og Thurmond reynd- ist liðtækur stuðningsmaður hug- mynda um „stjörnustríð“, þ.e. sér- stakt eldflaugavarnakerfi. Löng seta Thurmonds á þingi er auðvitað til marks um að íbúar Suð- ur-Karólínu hafa kunnað vel að meta störf hans. Þykir hann hafa sinnt hagsmunum umbjóðenda sinna vel. Engu að síður bar nokkuð á þeirri skoðun fyrir kosningarnar 1996, er hann var síðast endurkjör- inn á þing, að hann ætti nú að fara að draga sig í hlé. Hét hann því þá að þetta yrði hans síðasta kjör- tímabil á þingi. Og á undanförnum misserum hefur heilsu hans tekið að hraka verulega. Frá því í fyrra hef- ur hann dvalið á sjúkrahúsi, þannig að hægt væri að fylgjast með heilsu hans. Hann fer nú allra sinna ferða í hjólastól og með í för eru jafnan einn eða fleiri þingritarar. Heiðraður með ýmsum hætti Thurmond hélt upp á afmæl- isdaginn í þinghúsinu í Washington ásamt hundruðum vina og vanda- manna og í dag verður hann heiðr- aður sérstaklega í Hvíta húsinu. Nk. fimmtudag verður hann jafnframt viðstaddur athöfn á Andrews- herflugvellinum í útjaðri Wash- ington þar sem C-17 hergagnaflutn- ingavél verður nefnd í höfuðið á honum. Sérstök afmælisdagskrá var hins vegar skipulögð í gær í fæðingarbæ Thurmonds, Edgefield, en í mið- bænum þar gnæfir nú risavaxin stytta af þingmanninum. Thurmond hyggst flytja til Edgefield í janúar er hann rekur endahnútinn á langt ævistarf í Washington. Strom Thurmond AP STROM Thurmond sést hér með fyrrverandi konu sinni, Nancy, á mynd frá 1995. Meðal þingmanna þykir hann kvensamur með ein- dæmum og hefur hann gjarnan heillast af sér mun yngri konum. Fyrri eiginkona hans var 23 árum yngri en hann og þegar hún dó giftist hann Nancy, en hún var þá 22 ára gömul fegurðardís frá Suð- ur-Karólínu. Sjálfur var hann 66 ára. Þau eignuðust fjögur börn en skildu árið 1991. „Ég elska ykkur alla,“ sagði Thurmond við félaga sína á Bandaríkjaþingi í kveðjuræðu sinni á þingi í nóvember, „en þó einkum eiginkonur ykkar.“ „Elska ykkur alla – en þó helst eiginkonur ykkar“ ÞÓTT hvorki hafi sést tangur né tet- ur af málverkinu síðan 1934 verður það vinsælla með hverjum deginum sem líður. Liðin eru hátt í 70 ár síðan hluta einhvers frægasta málverks í listasögu Vesturlanda var stolið, „Réttlátu dómurunum“, einni af 20 plötum sem mynduðu verkið „Til- beiðsla lambsins“ sem hollenski mál- arinn Jan Van Eyck lauk við 1432. Þjóðsagan um plötuna horfnu fékk byr undir báða vængi í síðasta mánuði þegar leynihólf í kirkju í Norður-Belgíu, þar sem fullyrt hafði verið að platan væri niður komin, reyndist tómt. „Þetta er okkar Loch Ness-skrímsli,“ sagði rithöfundur- inn Patrick Bernauw, sem skrifað hefur bók um þennan bíræfna þjófn- að. Leitin að málverksplötunni komst á forsíður blaða um gervalla Belgíu og víðar og útvarpað var beint frá því þegar leynihólfið í kirkjunni var opnað. Sjónvarpsstöðvar hófu fréttaútsendingar sínar frá staðnum og vefsíða, sem sett var upp til að vekja athygli á væntanlegum fundi, kiknaði undan rúmlega 75 þúsund heimsóknum á dag. Í marga áratugi hefur hópur stað- fastra áhugamanna haldið áfram leitinni sem lögreglan hætti fyrir mörgum árum. Tveimur plötum úr verki van Eycks var stolið úr dóm- kirkju heilags Bavos 10. apríl 1934, og sú frægari sýnir 10 menn á hest- baki á leiðinni að votta guðslambinu virðingu sína. Hún sameinar það sem gerði van Eyck frægan, fallega birtu og nákvæmni í smáatriðum og myndbyggingu. Krafa um lausnargjald Skömmu eftir þjófnaðinn barst biskupnum í Ghent, þar sem kirkjan er, krafa um lausnargjald að upp- hæð sem svarar um tveim milljónum króna. Það var svimandi upphæð á sínum tíma. Hver sá sem gæti upp- lýst hvar platan með dómurunum réttlátu er niður komin og þannig endurheimt þjóðargersemi yrði samstundis þjóðhetja í Belgíu. Gaston de Roeck, fyrrverandi leigubílstjóri, var sannfærður um það sl. sumar að hann yrði þessi þjóðhetja. Hann lýsti því yfir á vef- síðu sinni að hann vissi hvar réttlátu dómararnir væru niður komnir. Eins og svo margir aðrir hafði Roeck kynnt sér í þaula ævi Arsenes Goedertiers sem talinn er hafa stolið plötunni. Goedertier var hlutabréfamiðlari. Hann lést úr heilaáfalli sjö mánuð- um eftir að plötunni var stolið. Síð- ustu orð hans urðu fleyg: „Ég einn veit hvar „Tilbeiðslan“ er …“ De Roeck rannsakaði lausnargjalds- kröfubréfin 13 og þóttist komast að því að platan hlyti að vera falin í kirkju heilags Mikaels í heimabæ Goedertiers, Wetteren, skammt frá Ghent. De Roeck kallaði lögregluna til liðs við sig í byrjun október til að að- stoða við leitina í kirkjunni og halda forvitnum áhorfendum í skefjun. Vonbrigði hans urðu því meiri er í ljós kom að leynihólfið var tómt. Karel Mortier, sem er þekktur „sérfræðingur“ í horfnu málverks- plötunni, var fyrirfram viss um að plötuna væri ekki að finna þar sem de Roeck sagði hana vera. Mortier hefur leitað plötunnar síðan á sjötta áratugnum og segir að það sé verið útilokað að Goedertier hafi falið plöt- una svona nálægt heimili sínu, því það hefði getað vakið grunsemdir um að hann væri þjófurinn. Samsæriskenning Komið hefur verið upp nýrri vef- síðu þar sem safnað er saman kenn- ingum um hvar platan sé og áhuga- fólk skiptist á skoðunum. „Það er að koma fram alveg ný kynslóð,“ segir Maria de Roo, 73 ára áhugakona sem heldur fram samsæriskenningu um að belgísk yfirvöld hafi endur- heimt plötuna fyrir mörgum árum en gefið öllum sem vissu af því ströng fyrirmæli um að segja ekk- ert. Sumar kenningarnar eru þannig að Indiana Jones yrði hræddur. Aðr- ar byggjast á nasistasamsæri og samkvæmt enn öðrum er platan fal- in einhvers staðar í útlöndum, á Ind- landi eða öðrum álíka framandi stað. En kenning Moriers er einföld. Hann telur að Goedertier hafi falið plötuna einhvers staðar á milli þilja í Bavo-dómkirkjunni, sem er stór og mikil. Fyrir sjö árum var hluti þilj- anna gegnumlýstur, en án árangurs, og peningaskortur hefur komið í veg fyrir að þeirri leit hafi verið haldið áfram. „Ég er að reyna að safna meira fé til að halda áfram að leita í kirkjunni,“ segir Mortier. Allt að tvö þúsund manns koma daglega í dómkirkjuna, þar sem „Tilbeiðsla“ van Eycks, þ. á m. eft- irlíking af plötunni með réttlátu dómurunum, er nú varin með fimm sentímetra þykku gleri, til að koma í veg fyrir annan þjófnað. „Margir koma hingað til að skoða verkið vegna einhvers sem er ekki hér,“ sagði Bernauw. „Það er nú eiginlega í sjálfu sér list.“ Þjóðsaga um listaverkaþjófn- að fær byr und- ir báða vængi AP Lögreglumaður kemur út úr leyniklefa á altarinu í kirkju heilags Mik- aels í Wetteren, heimabæ meints þjófs réttlátu dómaranna. Ghent í Belgíu. AP. ’ Thurmond hefurþótt íhaldssamur með eindæmum. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.