Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
24 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
300 FERMETRA tjald er ekki
hversdagsleg sjón á Lækjartorgi,
hvað þá þegar komið er fram í des-
ember. Þeir sem eiga þar leið hjá á
sunnudag munu engu að síður fá
tækifæri til að virða eitt slíkt fyrir
sér. Gestir og gangandi ættu þá
ekki að hika við að líta inn því tjald-
ið sjálft verður einungis umgjörð
utan um sérstakan jólamarkað, sem
verður starfræktur alla sunnudaga
fram að jólum auk þess sem hann
verður opinn á Þorláksmessu. 
Það er Höfuðborgarstofa, fram-
kvæmdastjóri miðborgarinnar og
Þróunarfélag miðborgarinnar sem
standa að jólamarkaðnum í samein-
ingu en að sögn Svanhildar Kon-
ráðsdóttur, forstöðumanns Höf-
uðborgarstofu, verða 30 aðilar með
sölubása á markaðinum. ?Það kom-
ust færri að en vildu og kominn
langur biðlisti eftir því að komast
að. Þannig að það er greinilegt að
þarna er gríðarlegur áhugi.?
Á markaðnum verður alls kyns
handverk til sölu, kerti, jólaskreyt-
ingar og ?eitt og annað í þeim dúr,?
eins og Svanhildur orðar það. ?Síð-
an verður dagskrá þessa daga með
upplestrum, tónlist og fleiru ? t.d.
koma prestar á hverjum sunnudegi
og verða með stutta hugvekju til að
minna fólk á um hvað þetta snýst
nú allt saman.?
Níðþung jólatré til höfuðs
haustlægðunum
Svanhildur á því von á mikilli
stemningu í tjaldinu stóra þessa
daga. ?Þetta er nokkuð sem menn
hafa viljað gera hér í miðbænum í
nokkur ár og er því svona vísirinn
að því sem koma skal. Við viljum
sjá það á næstu árum að þessi
markaður vaxi og verði fastur liður
í tilverunni eins og þekkist svo víða
í borgunum í kring um okkur.? 
Hún viðurkennir að haustlægð-
irnar að undanförnu hafi orðið til
þess að farið hafi um skipuleggj-
endur, sérstaklega með það í huga
að híbýli markaðarins verða af létt-
ara taginu. ?En við erum bjart-
sýnisfólk þannig að við trúum því
að þetta verði í góðu lagi. Garð-
yrkjudeild Reykjavíkurborgar ætl-
ar að útbúa fyrir okkur jólatré sem
eru ansi þung í annan endann og
þannig munum við festa niður tjald-
ið. Það má því mikið ganga á svo
það fjúki.? 
Jólamarkaðurinn hefst sem fyrr
segir á sunnudaginn klukkan 13 og
verður opinn til klukkan 18. Næstu
sunnudaga á eftir verður hann svo
opinn eins og verslanir í miðbænum
eða til klukkan 22 og líklega verður
hann einnig opinn það lengi á Þor-
láksmessu. 
Litlu jólin á Hressó
Það verða þó fleiri nýmæli í
Kvosinni fram að jólum því komið
verður upp eins konar ?vin í jólaös-
inni? í gamla Hressingarskálanum
en það verkefni gengur undir nafn-
inu Litlu jólin á Hressó. Það eru
ýmsar stofnanir Reykjavík-
urborgar sem standa að því verk-
efni en verkefnisstjóri er Lilja
Hilmarsdóttir. Að hennar sögn
verður þar að finna ýmiss konar
þjónustu á borð við barnahorn,
pakkageymslu fyrir þá sem vilja
losna við eitthvað af pinklum áður
en jólainnkaupunum verður haldið
áfram og veitingasölu á vegum
Ömmukaffis sem KFUM og -K rek-
ur en þar verður hægt að fá kakó
eða kaffi og einfalt meðlæti. 
Hressó verður opið alla daga
fram að jólum milli klukkan 14 og
18 en fyrsta daginn, sunnudag,
verður þó opnað klukkan 13. Lilja
segir að töluvert verði lagt upp úr
fjölbreyttum skemmtiatriðum á
Hressó þennan tíma. ?Þar má nefna
að sveit Tómasar R. Einarssonar,
Kúbanska, mun spila á opn-
unardaginn, síðan munu skemmti-
kraftar eins og Bjarni Arason, Eyj-
ólfur Kristjánsson og söngkonan
Hera troða upp meðal annarra auk
þess sem boðið verður upp á upp-
lestur úr nýjum bókum, jólarímur
verða kveðnar við undirleik Moniku
Abendroth hörpuleikara og svo
mætti lengi telja.? Hún bendir á að
skemmtikraftar verði á öllum aldri
en þeir munu meðal annars koma
úr röðum leikskólabarna, skóla-
hljómsveita og allt til eldri borgara. 
Norskir silfurdrengir og 
jólasveinar einn og átta
Það mun ekki vanta jólastemn-
inguna í miðbæinn á sunnudag því
þá verða einnig tendruð ljós á Osló-
artrénu klukkan 16. ?Þetta er há-
punktur aðventunnar fyrir marga
og í framhaldinu verður kannski
óvenjulega fjölbreytt og skemmti-
legt dagskrá,? segir Svanhildur.
?Dómkórinn mun syngja og sömu-
leiðis Silfurdrengirnir, sem er
norskur drengjakór, og jólasveinar
einn og átta koma þarna og sprella
fyrir börnin. Eftir það verða söng-
atriði úr leikritinu Honk sem Borg-
arleikhúsið sýnir og síðan tökum
við forskot á jólafrumsýningu Þjóð-
leikhússins, Með fullri reisn, því
leikarar úr henni munu koma og
syngja úr atriði á sýningunni.
Þannig að menn hreinlega verða að
vera hér í Kvosinni á sunnudaginn.? 
Jólamarkaður í 
300 fermetra tjaldi
Morgunblaðið/Kristinn
Hressó skreytt í hólf og gólf: Lilja Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri Litlu jólanna á Hressó, og Kristín Einarsdóttir,
framkvæmdastjóri miðborgarinnar, en hún hefur átt ríkan þátt í að verkefnin tvö hafa orðið að veruleika. 
Kvosin
BARBORÐ Þjóðleikhúskjallarans,
sem talið er lengsta barborð á Ís-
landi, er komið aftur á sinn stað í
kjallara Þjóðleikhússins en fyrr á
þessu ári bútaði fyrrverandi um-
sjónarmaður Þjóðleikhúskjallarans
barborðið í sundur og fjarlægði. Í
fyrradag unnu iðnaðarmenn hörð-
um höndum að því að pússa borðið
upp og lakka það, en í dag verður
Þjóðleikhúskjallarinn opnaður á ný
eftir gagngerar breytingar.
?Við erum mjög fegin að hér skuli
vera að hefjast veitingarekstur á ný.
Það var mjög bagalegt að leikhús-
gestir skyldu ekki fá þessa þjónustu
í haust vegna árekstra sem urðu
þegar við riftum samningi við fyrr-
verandi rekstraraðila vegna síend-
urtekinna vanefnda á samningi,?
segir Stefán Baldursson þjóðleik-
hússtjóri. Hann segir að samningn-
um hafi verið rift samkvæmt öllum
formsatriðum og samningsákvæð-
um en umsjónarmenn kjallarans
hafi ekki viljað una riftun samnings-
ins og verið með alls konar upp-
steyt. Þar vísar Stefán til þess að
fyrrverandi rekstraraðili læsti sig
inni í kjallaranum fyrir nokkru og
skipti um læsingar.
Með landsliðsmann í kokkalist
Nýir umsjónarmenn kjallarans
munu einnig sjá um mötuneyti
starfsfólks. ?Þeir eru búnir að gera
það í mánuð með miklum sóma og
við bindum miklar vonir við þessa
aðila. Við erum þarna með yfirmat-
reiðslumanninn á Holtinu sem er í
kokkalandsliðinu. Við vonum að
þetta verði vel sóttur matsölustaður
fyrir utan þá þjónustu sem verður
veitt leikhúsgestum,? segir Stefán. 
Yfirmatreiðslumeistari nýja stað-
arins, sem kemur af Hótel Holti,
heitir Ragnar Ómarsson. Kristján
Örn Sævarsson er framkvæmda-
stjóri nýja staðarins og er Þormóð-
ur Jónsson titlaður hugmyndasmið-
ur. Leikhúsgestum munu standa
veitingar til boða fyrir sýningar, í
hléi og að þeim loknum. En hug-
myndin er að á miðnætti breytist
Þjóðleikhúskjallarinn úr veitinga-
stað í skemmtistað. Fyrst um sinn
munu plötusnúðarnir Gullfoss og
Geysir halda uppi fjörinu í kjallar-
anum. Einnig stendur til að nýtt
kaffihús, Leikhúskaffi, í austurhluta
Kjallarans verði opið gestum og
gangandi.
Iðnaðarmenn létu hendur standa
fram úr ermum í Þjóðleikhúskjall-
aranum, þegar blaðamaður og ljós-
myndari Morgunblaðsins stungu
þar inn nefi í gær. Allar innréttingar
kjallarans verða gerðar upp og
segja nýir umsjónarmenn að við
endurreisn kjallarans hafi verið tek-
ið mið af þeirri fágun sem einkenndi
kjallarann áður.
Morgunblaðið/Sverrir
Nýir umsjónarmenn ásamt þjóðleikhússtjóra við barborðið fræga. Frá
vinstri má sjá Ragnar Ómarsson yfirmatreiðslumann, Kristján Örn Sæv-
arsson, framkvæmdastjóra Þjóðleikhúskjallarans, Þormóð Jónsson hug-
myndasmið og Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóra.
Þjóðleikhús-
kjallarinn 
opnaður á ný
Miðborg
Barborðið komið á sinn stað
BÖRNUM hjá dagforeldrum í Reykjavík hefur
fækkað um 360 og hefur fjölgun leikskólaplássa
í borginni haft þar mest áhrif. Meðalfjöldi barna
hjá hverju dagforeldri er rúmlega fjórir. 
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá
Leikskólum Reykjavíkur. Er hún send í tilefni
af skýrslu félagsmálaráðuneytisins um könnun
á aðstæðum barna hjá dagforeldrum á Íslandi,
sem nýverið var gerð kunn. Bent er á það í til-
kynningunni að ekki sé gerður greinarmunur á
sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og því
komi ekki fram staða mála í Reykjavík. 
Að auki sé ár liðið frá gerð könnunarinnar en
verulegar breytingar hafi átt sér stað varðandi
dagvistun hjá dagforeldrum í Reykjavík á þeim
tíma sem síðan er liðinn. 
Fjölgun leikskólaplássa hefur áhrif
Í dag eru 223 dagforeldrar starfandi í
Reykjavík og hefur börnum hjá dagforeldrum
fækkað um 360 á árinu, að því er fram kemur og
hefur meðaltal barna lækkað sem nemur um
það bil einu barni hjá hverju dagforeldri. Í dag
sé það rúmlega fjögur börn á hvert dagforeldri.
Segir að mikil fjölgun leikskólaplássa í borginni
hafi haft þar veruleg áhrif á. 
Hvað varðar þær kröfur sem gerðar eru til
dagforeldris segir að undantekningarlaust sé
farið fram á að umsækjandi um dagforeldraleyfi
leggi fram læknisvottorð, sakavottorð og um-
sögn fyrri vinnuveitenda. Þá sé gerð úttekt á
eldvörnum í húsinu sem daggæslan fer fram í
auk þess sem haldin eru námskeið fyrir dagfor-
eldra. 
Börnum hjá dagforeldrum fækkar
Reykjavík
NÝR upplýsingavefur Kópavogs-
bæjar, www.kopavogur.is, var opn-
aður á föstudag en unnið hefur verið
að gerð hans síðan snemma á þessu
ári. Að sögn markaðsstjóra bæjarins
er meiningin að vefurinn verði ein-
faldari í notkun en eldri vefur bæj-
arins var. 
Að sögn Sigurðar Björnssonar,
markaðsstjóra Kópavogsbæjar, var
eldri vefurinn orðinn barn sín tíma.
?Hann var kominn á fjórða ár og
tækni við vefgerð hefur breyst mikið
á þeim tíma. Þess vegna fengum við
fyrirtækið Sjá?viðmótsprófanir ehf.
til að gera þarfagreiningu og vinna
hugmyndavinnuna á bak við vefinn
og snemma á þessu ári var gerð hans
boðin út. Við fengum sjö tilboð og
fyrir valinu varð að semja við Hugvit
ehf.?
En hvernig verða notendur vefj-
arins varir við að honum hefur verið
breytt? ?Fyrst og fremst er hann
smíðaður miklu grynnri en hinn var
þannig að það á að vera auðveldara
að rata um hann. Síðan er meiningin
að hann verði gagnvirkur; það verð-
ur þarna viðburðadagatal og á hon-
um á að vera hægt að panta viðtals-
tíma við bæjarfulltrúa, bæjarstjóra
og starfsmenn o.s.frv.? 
Hann undirstrikar að enn eigi eft-
ir að bæta töluverðu af efni inn á vef-
inn en það verði gert á næstu dögum
og vikum. ?T.d. vonum við að innan
skamms verði þarna aðgangur að
landupplýsingakerfi Kópavogsbæj-
ar. Kerfið er í grunninn kort af bæn-
um þar sem þú getur farið inn á
ákveðin svæði og jafnvel fengið
ákveðnar íbúaupplýsingar, teikning-
ar af húsum o.s.frv.? 
Nýr upp-
lýsinga-
vefur
opnaður
Kópavogur

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76