Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						AKUREYRI
26 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
?ÞAÐ eru engir peningar til, eru
svörin sem við fáum,? segir þeir Er-
lingur Örn Óðinsson og Sveinn Sæv-
ar Frímannsson nemar á 2. ári í
framreiðslu. Þeir starfa á Hótel
KEA og voru á leið suður í skóla, í
hótel- og veitingadeild Menntaskól-
ans í Kópavogi. Þeir fréttu í gær að
vegna fjárskorts væri búið að skera
námið niður.
Báðir eru þeir fjölskyldumenn og
höfðu gert ráðstafanir, fundið íbúðir,
vinnu og annað sem þarf í kjölfar bú-
ferlaflutninga sem til stóðu um ára-
mót. ?Við vorum búnir að miða allar
okkar áætlanir út frá þessu,? sögðu
þeir. ?Þetta er ansi hastarlegt og
fyrirvarinn er enginn. Það hefði
kannski verið í lagi ef við hefðum
verið látnir vita fyrr, því við erum
búnir að skipuleggja þetta í marga
mánuði, en því var ekki að heilsa.?
Þá kváðust þeir einnig hafa orðið
fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess
að námið verður ekki í boði nú eftir
áramót.
Þeir sögðu að alls væru 5 nemar á
öðru ári sem hefðu ætlað í skólann
eftir áramót, þar af þeir tveir frá Ak-
ureyri. ?Þetta nám er ekki í boði hér
í bænum, þannig að maður neyðist til
að flytja suður,? segja þeir Erlingur
og Sveinn. 
Þeir eru afar óánægðir með þess-
ar málalyktir en segja að forsvars-
menn skólans reyni hvað þeir geti að
draga úr skaðanum. Þeir eru sam-
mála um að illa sé búið að iðnnemum
á Íslandi, launin séu smánarleg og í
raun megi ?fara með þá eins og tusk-
ur?, eins og Erlingur orðar það. Þeir
sögðust vona að yfirvöld mennta-
mála myndu sjá að sér og sýna verk-
menntun meiri virðingu.
?Ef ekkert breytist þá er eins gott
að snúa sér að einhverju öðru,?
sögðu þeir.
Ekki boðið upp á námið 
vegna peningaskorts
Hastarlegt og
enginn fyrirvari
Erlingur Örn Óðinsson, t.v., og
Sveinn Sævar Frímannsson á
vinnustað sínum Hótel KEA.
Morgunblaðið/Kristján
STEINDUR gluggi eftir Leif
Breiðfjörð glerlistamann verður
formlega afhentur við hátíð-
armessu á 10 ára vígsluafmæli
Glerárkirkju á sunnudag, 8. des-
ember. Kvenfélagið Baldursbrá
hefur safnað fyrir þessum glugga
síðustu 8 ár.
Af þessu tilefni mun Leifur
Breiðfjörð opna sýningu á verkum
sínum í Glerárkirku á laugardag
og er yfirskrift hennar Sigur lífs-
ins. Hún samanstendur af 15 nýj-
um verkum frá þessu ári, unnum
með vatnslitum og pastellitum. Þá
flytur Pétur Pétursson prófessor
erindi sem nefnist Trúin og listin. 
Nýtt húsnæði í suðurálmu kirkj-
unnar verður einnig tekið í notk-
un á sunnudag, en þar verður nú
þjónustuálma. Sr. Karl Sigur-
björnsson biskup mun vígja kap-
ellu í Glerárkirkju og predika við
hátíðarmessu.
Morgunblaðið/Kristján
Séra Gunnlaugur Garðarsson og Leifur Breiðfjörð fyrir framan gluggann. 
Steindur gluggi
í Glerárkirkju
BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti
á fundi sínum í gær að fela bæjar-
stjóra að hefja undirbúningsviðræð-
ur við Flóttamannaráð Íslands
vegna komu 25 flóttamanna sem rík-
isstjórnin hefur samþykkt að taka á
móti á næsta ári. Bæjarstjóri skal
svo leggja fyrir bæjarráð tillögur um
hvernig undirbúningi á móttöku
flóttamannanna verði háttað. Fé-
lagsmálaráðuneytið óskaði eftir við-
ræðum við Akureyrarbæ um verk-
efnið.
Oddur Helgi Halldórsson, bæjar-
fulltrúi L-listans, óskaði bókað að
hann sæti hjá við afgreiðslu málsins.
Oddur sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann væri ekki hlynntur
því að hingað kæmu flóttamenn. ?Ég
hef ekkert á móti þessu fólki en mér
finnst ekki að þetta eigi að vera for-
gangsmál hjá okkur á þessum tíma-
punkti.? Oddur sagði atvinnu-
ástandið viðkvæmt, auk þess sem
húsnæðisskortur væri í bænum.
Hann sagði að nota ætti þetta sem
úrræði fyrir minni sveitarfélög, þar
sem margar íbúðir væru á lausu, auk
þess sem ríkið borgaði allan kostnað
fyrstu þrjú árin. 
Viðræður
um komu
flóttamanna
TVÖ ár eru á sunnudag, 8. desem-
ber, frá því athvarfið Lautin var
formlega opnað. Í tilefni afmælisins
verður opið hús frá kl. 13 til 17 í
Þingvallastræti 32, þar sem athvarf-
ið er til húsa. Einnig verður kynning
á starfseminni og kökusala á Gler-
ártorgi eftir hádegi á laugardag. Að-
standendur og vinir þeirra sem eiga
við geðröskun að stríða eru sérstak-
lega hvattir til að kynna sér starf-
semi Lautarinnar, segir í frétt frá at-
hvarfinu.
Athvarfið Laut er félagslegt úr-
ræði fyrir fólk með geðfötlun og er
það rekið af Akureyrardeild Rauða
kross Íslands í samstarfi við Geð-
verndarfélag Akureyrar og Akur-
eyrarbæ. Markmið starfseminnar er
að rjúfa einangrun, hamla gegn for-
dómum og stuðla að fyrirbyggjandi
aðgerðum, m.a. með kynningum.
Þau tvö ár sem liðin eru frá því starf-
semin hófst hefur hún aukist og
koma í athvarfið nú að jafnaði 12
gestir á dag, alla virka daga. Það er
því ljóst að mikil þörf hefur verið fyr-
ir athvarfið, en alls hafa um 100
manns nýtt sér þjónustuna.
Opið hús
og starf-
semin
kynnt
Laut tveggja ára
???
Menntasmiðjan á Akureyri
Opið hús verður í , Glerárgötu 28,
3. hæð, á morgun, laugardaginn 7.
desember og stendur það frá kl.
13 til 17. Þar getur að líta afurðir
námsmeyja, handverk, skáldverk
og söng- og danssýningar, auk
þess sem kaffi og meðlæti verður
fram borið.
Námið í Menntasmiðju kvenna er
heildrænt lífsleikninám og skiptist
í þrjá þætti; hagnýtt nám, sjálfs-
styrkjandi og skapandi.
Eyþór Ingi Jónsson organisti
heldur hádegistónleika í Akureyr-
arkirkju á morgun, laugardaginn.
7. desember kl. 12.
Á efnisskrá tónleikanna verða
verk eftir Emil Sjögren, Olivier
Messiaën og Stephen Ingham.
Lesari á tónleikunum er Heiðdís
Norðfjörð. Aðgangur að tónleik-
unum er ókeypis og eru allir vel-
komnir.
Á MORGUN
www.islandia.is/~heilsuhorn
Í dagsins önn
Náttúrulegt B-vítamín ásamt
magnesíum og C-vítamíni
í jurtabelgjum
PÓSTSENDUM
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889
Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum,
Árnesapóteki, Selfossi og
Yggdrasil, Kárastíg 1.
Akureyrarbær auglýsir tillögu
að deiliskipulagi
Orlofshús í Búðargili
Með vísan til 25. greinar skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997 m.s.b. auglýsir Akureyrarbær hér með
tillögu að deiliskipulagi fyrir ofangreint svæði, sem
er sunnan lóðar Fjórðungssjúkrahússins og nær frá
botni Búðargils upp að Þórunnarstræti.
Tillagan gerir ráð fyrir því að svæðið allt verði ein
lóð, um 2,3 ha að stærð. Á gilbrúninni og vestan
hennar verði byggð 22 orlofshús ásamt þjónustuhús-
um, með aðkomu norðan lóðarinnar um götu út úr
Þórunnarstræti, sem jafnframt verði tenging við lóð
FSA. Á þeim hluta orlofshúsalóðarinnar sem er niðri
í gilinu er skipulagningu frestað þar til ákvarðanir
liggja fyrir um framtíðarlegu Lækjargötu.
Tillöguuppdrættir munu liggja frammi í þjónustu-
anddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu
6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstu-
dagsins 17. janúar 2003, svo að þeir sem þess óska
geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemd-
ir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar:
http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og um-
sóknir/Skipulagstillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur
út kl. 16.00 föstudaginn 17. janúar 2003 og skal at-
hugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrar-
bæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir
athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests
telst vera henni samþykkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Akureyrarbæjar.
    Akureyrarbær auglýsir
Tillögur að breytingum á 
aðal- og deiliskipulagi
Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr.
skipulags- og byggingarlaga neðangreindar tillögur
að breytingum á aðalskipu- lagi Akureyrar 1998?2018,
og skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga neðangreinda tillögu
að breytingu á deiliskipulagi.
1. Við Helgamagrastræti og við Þing-
   vallastræti/Víðilund
Tvíþætt tillaga að breytingum á aðalskipulagi:
A) Austasti hluti iðnaðarsvæðis við Þingvallastræti
þar sem spennistöð Norðurorku stendur breytist í
íbúðarsvæði og leggst við lóð íbúða nr. 20-24 við
Víðilund. Lóðarstækkunin verði nýtt til að stækka
bílastæði við þjónustumiðstöð og íbúðir aldraðra.
B) Reitur milli Helgamagrastrætis og Þórunnarstrætis,
þar sem áður var gæsluvöllur, breytist úr stofnana-
svæði og óbyggðu svæði í íbúðarsvæði.
2. Ákvæði um næturklúbba
Tillaga um nýtt ákvæði í aðalskipulagi, þess efnis
að rekstur næturklúbba sé óheimill nema þar sem
gert sé ráð fyrir honum í deiliskipulagi.
3. Víðilundur, breyting á deiliskipulagi
Breytingin felst í því að lóð nr. 20-24 stækkar til norð-
urs, sbr. lið 1. Á lóðarstækkuninni komi bílastæði.
Tillöguuppdrættir og önnur gögn munu liggja frammi
í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 
1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsing-
ar, þ.e. til föstudagsins 17. janúar 2003, svo að þeir
sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við
þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á
heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/
undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar renn-
ur út kl. 16.00 föstudaginn 17. janúar 2003 og skal
at- hugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Aku-
reyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki
gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa
frests telst vera henni samþykkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Akureyrarbæjar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76