Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						SUÐURNES
28 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
fimm ár, þótt hann sé aðeins tví-
tugur.
Hann segir að mikil vinna fylgi
því að reka veitingastað, ekki síst
kínverskan. Öflun hráefnis og
undirbúningur matreiðslunnar
taki langan tíma og seinlegt sé að
elda matinn. Þannig þurfi að hafa
tilbúnar 15?20 tegundir af sósum,
9?10 tegundur af fersku grænmeti
og 5 tegundir af niðurskornu kjöti.
Ekki þurfti að gera miklar
breytingar á húsnæðinu áður en
staðurinn var opnaður. Þau hafa
þó sett upp blómaker og skreyt-
ingar, til þess að gera staðinn hlý-
legri. Þegar stórir hópar boða
komu sína fær Jia, Jia afnot af söl-
um á hótelinu eða í nágrenni hans.
Jens og Sóley keyptu íbúð í
Keflavík og segjast ánægð í
Reykjanesbæ. Bærinn sé hæfilega
lítill og frekar rólegt yfir honum.
Þau hafa hug á að færa út kvíarn-
ar þegar veitingastaðurinn hefur
unnið sér sess í bæjarfélaginu.
Jens segir að fólk sýni áhuga á
ýmsum kínverskum munum og
skreytingum sem það sér á veit-
ingastaðnum og segist hann vilja
opna kínverska verslun við Hafn-
argötuna. ?En veitingahúsið er
nóg fyrir okkur í bili,? segir hann.
með því að setja upp kínverskan
veitingastað,? segir Jens. Stað-
urinn var opnaður fyrir hálfum
mánuði.
Ekki lofaði byrjunin góðu. Svo
fáir gestir komu að Jens varð al-
varlega hræddur um að hann hefði
anað út í einhverja vitleysu. En
þau héldu sínu striki, voru með
fullan matseðil og hlaðborð þótt
fáir væru í mat og svo fór stað-
urinn að spyrjast út, gestirnir
voru ánægðir og fleiri komu. Stíg-
andi hefur verið í aðsókninni, bæði
í hádeginu og á kvöldin, og Jens er
ánægður.
Á Jia, Jia er boðið upp á hádeg-
ishlaðborð alla daga á hagstæðu
verði, hlaðborð með súpu, 5 heit-
um réttum, meðlæti og gosi á 880
krónur. Eftir hádegið breytist
staðurinn í kaffihús þar sem meðal
annars er boðið upp á heimabak-
aðar íslenskar kökur. Á kvöldin er
boðið upp á sérréttamatseðil og
síðan er opinn bar á kvöldin. Þá er
einnig afgreiddur matur út af
staðnum.
Jens eldar sjálfur og Sóley
stjórnar framreiðslunni. Þau hafa
reynslu á þessu sviði. Þannig hef-
ur Jens starfað við eldamennsku á
kínverskum veitingastöðum í
?ÞETTA byrjaði ekki vel, var til
dæmis tómt í hádeginu tvo daga í
röð. En síðan hefur þetta aukist
smám saman og undanfarna daga
hefur verið mikið að gera,? segir
Jens Beining Jia sem hefur, ásamt
Sóleyju Guðbjörnsdóttur, konu
sinni, opnað kínverskan veit-
ingastað í Keflavík.
Staðurinn heitir Jia, Jia og er á
Hótel Keflavík, í glerskálanum
sem áður hýsti Kaffi Iðnó. Er þetta
sá sögufrægi glerskáli sem fyrst
var reistur við Iðnó við Tjörnina í
Reykjavík en síðar rifinn niður og
settur upp á núverandi stað.
Vinsælt hádegishlaðborð
Móðir Jens rekur kínverska
nuddstofu í Reykjanesbæ og það
varð kveikjan að því að þau Sóley
fóru að athuga möguleikana á
koma þar upp veitingastað. ?Ég
var fyrst að hugsa um að setja upp
lítinn kínverskan skyndibitastað.
Svo sáum við að Hótel Keflavík
auglýsti eftir matreiðslumanni til
að annast reksturinn í Kaffi Iðnó
og töluðum við Steinþór Jónsson
hótelstjóra. Hann tók okkur vel og
við ákváðum að gera eitthvað nýtt
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Jens Beining Jia og Sóley Guðbjörnsdóttir reka kínverska veitingastaðinn Jia, Jia.
Tekur langan tíma að
undirbúa matreiðsluna
Keflavík
Kínverskur veitingastaður opnaður í glerskálanum
FÉLAGSMENN í Verkalýðsfélagi Grindavíkur lærðu
meðal annars að útbúa jólakort á tölvunámskeiði félags-
ins. 
Kennd var vinnslu mynda og umbrot. ?Þetta eru mjög
áhugasamir nemendur sem eru alltaf tilbúnir til að læra
meira. 
Á milli tíma er verið að æfa sig heima og búa til ým-
islegt, taka myndir og vinna með þær. Útkoman varð
frumlegar útgáfur af jólakortum, dagatölum og fleiru,?
sagði Páll Erlingsson kennari. 
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Jólakortin útbúin í tölvu
Grindavík
GUNNAR Oddsson hefur verið kos-
inn formaður hins nýja markaðs-,
íþrótta- og tómstundaráðs Reykja-
nesbæjar, Þorsteinn Erlingsson for-
maður atvinnu- og hafnaráðs og
Árnína Steinunn Kristjánsdóttir var
kosin formaður sameiginlegrar
barnaverndarnefndar fjögurra
sveitarfélaga. Kosið var í þessar
nefndir á bæjarstjórnarfundi í vik-
unni, eftir breytingar á skipulagi
Reykjanesbæjar sem tekið hafa
gildi.
Sjálfkjörið var í nýju nefndirnar. 
Gunnar Oddsson hefur verið for-
maður íþrótta- og tómstundaráðs.
Með honum í menningar-, íþrótta-
og tómstundanefnd sem tekur við
verkefnum tveggja nefnda eru eru
Íris Jónsdóttir, sem var varafor-
maður menningar- og safnaráðs, og
Anna Steinunn Jónasdóttir frá
Sjálfstæðisflokki og Eysteinn Eyj-
ólfsson og Jón Örvar Arason frá
Samfylkingunni. 
Atvinnu- og hafnaráð tekur við
verkefnum af Hafnasamlagi Suður-
nesja og hluta af verkefnum mark-
aðs- og atvinnumálanefndar. Þor-
steinn Erlingsson var áður
formaður hafnasamlagsins og með
honum í nefndinni eru Garðar K.
Vilhjálmsson, sem var formaður
markaðs- og atvinnumálanefndar,
og Sæmundur Hinriksson frá Sjálf-
stæðisflokki og Brynjar Harðarson
og Agnar B. Þorkelsson frá Sam-
fylkingunni. 
Reykjanesbær, Sandgerðisbær,
Gerðahreppur og Vatnsleysustrand-
arhreppur hafa ákveðið að skipa
sameiginlega barnaverndarnefnd.
Með Árnínu, sem var formaður
barnaverndarnefndar Reykjanes-
bæjar, eru Ingibjörg Hilmarsdóttir,
Ólafur Gunnarsson, Alma Vestmann
og Ketill Jósefsson. 
Kosnir for-
menn nýju
nefndanna
Reykjanesbær
MINNIHLUTINN í hreppsnefnd
Vatnsleysustrandarhrepps lagðist
gegn samþykkt starfsmannastefnu
sveitarfélagsins vegna þess að ekki
hefði verið haft samráð við starfsfólk
um mótun hennar.
Fulltrúar V-lista og T-lista lögðu
til á síðasta fundi hreppsnefndar að
samþykkt tillögu meirihlutans að
starfsmannastefnu yrði frestað. Til-
gangurinn var að skapa tíma til að
stofna starfsmannafélag Vatnsleysu-
strandarhrepps sem kæmi að mótun
stefnunnar. 
Var tillagan felld með þremur at-
kvæðum H-listans sem fer með
meirihluta í hreppsnefnd og starfs-
mannastefnan síðan samþykkt með
atkvæðum sömu fulltrúa.
Vildu fresta
starfsmanna-
stefnu
Vogar
RÚMLEGA þrítugur maður hefur
verið dæmdur í hálfs árs fangelsi í
Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjölda
þjófnaða í Grindavík, skjalafals og bíl-
þjófnað, en undirrót afbrotanna er al-
varlegur fíkniefnavandi sem maður-
inn átti við að stríða. Dómurinn er
skilorðsbundinn en maðurinn hefur
verið í fíkniefnameðferð frá því í sum-
ar.
Maðurinn játaði að hafa stolið far-
símum í Grindavík, þar af öðrum
þeirra úr Grindavíkurkirkju ásamt
myndskyggnusýningarvél, kuldagalla
af slá fyrir utan verslun þar í bæ, koff-
orti, veiðistöng með veiðihjóli og ein-
um kassa af bjór úr bílskúr við hús,
svo og gamalli reiknivél, líkjörsflösku,
koníaksflösku, gylltri golfkylfu og
tösku í öðru innbroti í heimahús þar á
staðnum. Brotin voru framin á tíma-
bilinu febrúar til júlí. 
Þá falsaði hann þrjár ávísanir, sam-
tals að upphæð undir 20 þúsund krón-
um, og keypti fyrir þær vörur í Kefla-
vík. Loks tók hann bifreið í heimild-
arleysi við Þjóðleikhúsið í sumar og
hnuplaði geislaspilara og geisladiska-
hulstri með 10 geisladiskum er hann
kom á áfangastað í vesturborginni. 
Manninum var gert að greiða allan
sakarkostnað, þar með talin 50 þús-
und króna málsvarnarlaun.
Dæmdur
fyrir fjölda
þjófnaða og
skjalafals
Grindavík
KOSTNAÐUR við undirbúning
og framkvæmd menningar- og
fjölskylduhátíðarinnar Ljósanæt-
ur 2002 í Reykjanesbæ stóðst
áætlun. Kostnaður á vegum und-
irbúningsnefndarinnar, að frá-
dregnum umtalsverðum styrkjum
frá fyrirtækjum, nam 1482 þús-
und krónum en nefndin hafði yfir
að ráða 1500 þúsund króna fjár-
veitingu frá Reykjanesbæ.
Ljosanæturnefnd hefur sent
frá sér uppgjör á kostnaði við há-
tíðina í haust. Fram kemur það
álit að hún hafi tekist með afbrigð-
um vel í ár. Ljósanótt 2002 hafi
verið fjölmennari en áður, náð yfir
lengri tíma og vakið landsathygli. 
Auk framlags bæjarins lögðu
fyrirtæki og einstaklingar fram á
aðra milljón kr. til Ljósanætur og
eru þá óbein framlög og sjálfboða-
vinna ótalin.
Ljósanótt 2003 verður haldin 6.
september á næsta ári. Í ljósi
reynslunnar leggur undirbún-
ingsnefndin til að fyrirkomulag
hátíðarinnar verði með svipuðum
hætti og í ár. Hún nái yfir fjóra
daga, frá fimmtudegi til sunnu-
dags, en hápunkturinn verði
áfram á laugardeginum. Vill
nefndin leggja áherslu á að
styrkja dagskrána þessa daga áð-
ur en farið verður í að lengja hana
enn frekar. 
Ljósanótt 
var innan fjár-
hagsrammans
Reykjanesbær
SEX einstaklingar sem stunda hand-
verk í Grindavík hafa skorað á bæj-
aryfirvöld að útvega þeim húsnæði
eða aðstöðu til sölu á handverki sínu.
Handverksfólkið vísar til þess að
flest önnur bæjarfélög hafi slíka að-
stöðu. Beiðnin var lögð fram á fundi
bæjarráðs á dögunum.
Handverks-
fólk þarf
söluaðstöðu
Grindavík
???
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76