Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 39
L
ÍTIÐ hefur farið fyrir
kosningabaráttu fyrir
sveitarstjórnarkosn-
ingarnar í Borg-
arbyggð sem endurteknar verða
á laugardaginn, en Hæstiréttur
úrskurðaði kosningarnar í vor
ógildar. Borgarbyggðarlistinn
hélt þó opinn fund í gær með
Steingrími Sigfússyni og Össuri
Skarphéðinssyni. Þá var einnig
opið hús hjá Framsókn-
arflokknum, en Sjálfstæð-
isflokkurinn verður með opið
hús í kvöld og á kjördag.
Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur hafa nýlega opn-
að kosningaskrifstofur og einnig
hafa þeir sent íbúum Borg-
arbyggðar dreifibréf. Það hefur
Borgarbyggðarlistinn líka gert
og ætlar eins og Sjálfstæð-
isflokkurinn að bjóða upp á
kosningakaffi á kjördag auk
þess sem Sjálfstæðisflokkur
hefur boðað til kosningavöku
um kvöldið á Hótel Borgarnesi.
Helga Halldórsdóttir, oddviti
sjálfstæðismanna, segir ósköp
eðlilegt að ekki sé haldið úti
harðri kosningabaráttu. Flokk-
arnir séu með sömu stefnumál
og í vor. ?Þó hafa verið sendar
út auglýsingar, farið í fyrirtæki
og greinar skrifaðar í blöð,?
sagði hún. ?Eflaust hefur það
áhrif líka að venjulega þegar
sveitarstjórnarkosningar fara
fram er umræðan á landsvísu
en nú einskorðast hún við þetta
eina svæði. Ég finn að fólki
finnst í raun óþarfi að kjósa.
Það vill óbreytta stjórn og eru
margir óánægðir með að þurfa
að eyða fjármunum sveitarfé-
lagsins í þessar kosningar.?
Aðspurð sagðist Helga sann-
færð um að fólk skili sér á kjör-
stað. Það vilji óbreyttan meiri-
hluta og flestir gera sér grein
fyrir að ef kjörsókn verður léleg
gefur hún ekki rétta mynd af
vilja íbúanna.
Áhyggjur af
kosningaþátttöku
Finnbogi Rögnvaldsson, odd-
viti Borgarbyggðarlistans, sagði
að erfitt væri að halda uppi
kosningabaráttu allt árið. ?Bar-
áttan núna fer meira fram á
bak við tjöldin,? sagði hann.
?Það er erfitt að endurtaka
leikinn frá í vor og ég er
hræddur um að kosningafundir
mundu aðallega snúast um
kosningarnar þá. Auðvitað
reynum við samt að ná eyrum
fólks. Ég er viss um að úrslitin
verði ekki síðri en í vor, en hef
þó óneitanlega nokkrar áhyggj-
ur af lélegri kosningaþátttöku.
Nú ríkir ekki sama stemmn-
ingin og fólk mætir líklega frek-
ar af skyldurækni en áhuga. Ég
vona þó að fólk mæti á kjör-
stað.?
?Við háðum kosningabarátt-
una í vor og kynntum stefnumál
okkar,? sagði Þorvaldur T.
Jónsson, oddviti framsókn-
armanna. ?Það er ákveðið sjón-
armið að tyggja ekki sömu
tugguna aftur. Við reynum
frekar að minna á stefnumálin á
þessum stutta tíma sem líður á
milli þess að úrskurðað var um
að halda skyldi kosningar aftur
og kjördags. Við höfum aðallega
einbeitt okkur að því að senda
bæklinga til fólks til að hnykkja
á okkar málum.?
Þorvaldur sagðist framan af
hafa verið svartsýnn á þátttöku
í kosningunum núna en eftir að
hafa talað við margt fólk í vik-
unni séu þær áhyggjur horfnar.
?Ég geri mér grein fyrir að það
þarf mikið til að við veltum nú-
verandi meirihluta, en geri mér
þó vonir um að við styrkjum
stöðu okkar og náum í það
minnsta inn fjórða manni.?
Engir kosningafundir
Jóhann Pálsson á Smiðjuhóli
á Mýrum sagðist lítið hafa orðið
var við kosningabaráttu og
stemmningin væri eins og hún
væri alveg óþörf. Hann sagðist
sakna þess að ekki væru haldn-
ir kosningafundir. ?Það eina
sem ég hef orðið var við eru
bæklingar sem týnast innan um
alla jólaauglýsingabæklingana.?
Bjarni Guðjónsson, deild-
arstjóri Fjöliðjunnar í Borg-
arnesi, sagði að sér virtist sem
svo að meirihlutinn sem tók við
eftir kosningarnar í vor teldi sig
öruggan og beitti sér því ekkert
fyrir þessar kosningar. Hann
hefði heldur ekki orðið var við
baráttu framsóknarmanna.
?Hér hefur ekki verið nein
kosningabarátta, en ég er
hræddur um að þeir séu of
öruggir með sig því úrslitin
gætu orðið önnur en þeir búast
við.?
Gott að fá að kjósa 
flokkinn sinn aftur
Jórunn Guðsteinsdóttir,
starfsmaður Íslandspósts í
Borgarnesi, sagðist ekki hafa
orðið vör við neina kosningabar-
áttu fyrir utan bæklinga. Þá
hafi maður af Borgarbyggð-
arlista litið inn á pósthúsið til
að minna starfsmenn á að kjósa.
Þar hafi enginn áróður verið í
gangi. ?En það er alltaf gaman
að fá að kjósa flokkinn sinn aft-
ur og aftur. Ég þarf enga kosn-
ingabaráttu,? sagði Jórunn.
Kosið verður í Borgarbyggð á laugardag
Kosningabæklingar
með jólapóstinum
?Úrslitin gætu orðið óvænt,? sagði Bjarni Guðjónsson í Borgarnesi.
?En það er alltaf gaman að fá að kjósa flokkinn sinn aftur og aftur.
Ég þarf enga kosningabaráttu,? sagði Jórunn Guðsteinsdóttir.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Jóhann Pálsson, bóndi á Smiðjuhóli, sagði að kosningabæklingar
flokkanna týndust innan um alla jólaauglýsingabæklingana.
ekki gagnrýnt nema tvennt í grunn-
þjónustunni, annars vegar fyrirhug-
aðar breytingar á fimm þjónustu-
miðstöðvum fyrir aldraða í
Reykjavík og hins vegar fyrirhug-
aða sumarlokun á þeim þriðjungi
þeirra leikskóla í borginni sem nú
væru opnir á sumrin. 
?Annars vegar er um að ræða
sparnað upp á um 18 milljónir og
hins vegar 12 milljónir. Ágreiningur
sem Björn Bjarnason gerði, nam
sem sagt 30 milljónum króna í frum-
varpi að fjárhagsáætlun sem er upp
á 34 milljarða króna. Þetta var
ágreiningurinn sem hann gerði og
það sem hann taldi til marks um það
að við værum búin að missa sjónar á
mikilvægi góðrar grunnþjónustu.
Ég fullyrði það að óvíða í sveitar-
félögum landsins er veitt jafngóð
grunnþjónusta og hér í Reykjavík,?
sagði borgarstjóri. Kannanir hafi
sýnt að borgarbúar séu ánægðir
með þá þjónustu sem borgin veiti
þeim. 
Útgjaldaþróunin hafi þó verið
þannig árið 2002 að rekstur hafi far-
ið fram úr áætlunum sums staðar í
borgarkerfinu, sérstaklega í þeim
þáttum sem lúti að félagslegri að-
stoð af einhverjum toga. Tekjurnar
hafi dregist saman og borgin hafi
farið út í meiri fjárfestingar en ráð
var fyrir gert. ?Á þetta hef ég ekki
dregið nokkra dul, þetta gerist árið
2002.? Endurskoðunarskýrslur
Borgarendurskoðunar sýni að áætl-
anir borgarinnar hafi staðist mjög
vel á undanförnum árum.
Í vor hafi verið áætlað að skatt-
tekjur yrðu meiri en raun varð á. Því
hafi ramminn verið skorinn niður
um ríflega 500 milljónir króna í
borgarráði og það kalli oddviti Sjálf-
stæðisflokks lausatök. ?Þetta eru
ekki lausatök, þetta er ábyrg af-
staða og ég leyfi mér að fullyrða að
bæði formenn nefnda og forstöðu-
menn málaflokka muni taka við
þeirri ábyrgð sem í því felst og ég
hygg að margir þeirra séu langt
komnir með tillögur um það með
hvaða hætti megi mæta þessum
sparnaði upp á 1,5% í málaflokkun-
um og við munum sjá þess stað,?
sagði Ingibjörg.
Málflutningur Björns 
ótrúverðugur
Borgarstjóri sagði málflutning
Björns Bjarnasonar ekki trúverðug-
an þegar haft væri í huga að hann
hefði síðustu daga tekið þátt í því að
fjalla um fjáraukalög og fjárlög rík-
isins. ?Við höfum fylgst með því
undanfarna daga hver lausatökin,
svo notuð séu orð Björns Bjarna-
sonar borgarfulltrúa, hver lausatök-
in á fjármálum ríkisins hafa verið.
Fjáraukalögin eru komin yfir 13
milljarða, viðbótarútgjöld í fjár-
aukalögum fyrir árið 2002 og við
sjáum hvernig útgjöld vegna fjár-
laga fyrir árið 2003 aukast dag frá
degi. Eftir því sem útgjöldin aukast
eru framleiddar hagstæðari hag-
spár fyrir næsta ár svo hægt sé að
auka tekjur ríkissjóðs í samræmi við
þá útgjaldaþróun sem á sér stað úti
á Austurvelli.? Þá minnti Ingibjörg
á stöðu framhaldsskólanna í landinu
sem undanfarin ár hefðu verið rekn-
ir á ábyrgð Björns Bjarnasonar.
?Framhaldsskólarnir í landinu hafa
verið látnir draga á eftir sér halla á
undanförnum árum, rétt eins og
heilbrigðisstofnanirnar og aðrar
stofnanir ríkisins. Fjárlögin eru
fegruð á hverju ári með því að taka
ekki á þeim halla sem safnast upp
hjá ríkisstofnunum ár frá ári,? sagði
borgarstjóri.
Núverandi stjórnarherrar og frúr
í landsstjórn annars vegar og Ráð-
húsi Reykjavíkur hins vegar hefðu
ólíka sýn á mörg mál. Reykjavíkur-
borg gyldu þess að yfirvöld þar
væru ekki þóknanleg þeim sem í
stjórnarráðinu sætu. ?Stundum er
eins og sjálfstæðismenn í Stjórnar-
ráðinu megi ekki til þess hugsa að
ráðast í neinar þær stjórnarathafnir
sem gætu komið sveitarfélaginu
Reykjavíkurborg til góða, ef ske
kynni að það veikti vígstöðu þeirra
manna í borgarstjórn. Ég kysi sann-
arlega að því væri á annan veg far-
ið,? sagði borgarstjóri.
Ingibjörg 
á þing?
Björn Bjarnason sagði greinilegt
að Ingibjörg sæi eftir því að hafa
ekki boðið sig fram til þings, hún
vildi greinilega frekar ræða við sig
sem þingmann en borgarfulltrúa.
?Ég er mjög vonsvikinn yfir því að
borgarstjóri skyldi ekki hafa tekið
ákvörðun um að fara í framboð til
þings svo hún fengi útrás fyrir þess-
ar skoðanir sínar á fjárlögunum,
hvernig eigi að reka ríkissjóð og
hvað eigi að gera til þess að hann sé í
lagi,? sagði Björn.
Ingibjörg sagði að svo virtist sem
Björn Bjarnason saknaði þess að
hún ætti ekki sæti á Alþingi. ?Nú
verð ég bara að segja við borgar-
fulltrúann að það er ekki öll nótt úti
enn þá,? sagði borgarstjóri. Í sam-
tali við blaðamann sagði Ingibjörg
að hún hefði sagt þetta meira í gríni
en alvöru, hún verði ekki í leiðtoga-
sæti á neinum framboðslistanna til
Alþingis.
Hún sagði að það hlyti þó að vera
umhugsunarefni að útlit væri fyrir
að tveir borgarfulltrúar minnihlut-
ans sitji á þingi á næsta kjörtímabili,
en bæði Björn Bjarnason og Guð-
laugur Þór Þórðarson eru taldir
eiga öruggt sæti á framboðslistum
Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Ekki
hafi komið fram annað en þeir ætli
að sitja bæði þar og í borgarstjórn.
Of mikið hafi verið um að þingmenn
hafi ruglast á pólitískri stöðu og
hagsmunum borgarinnar. Hún ótt-
ist að það geti gerst í ríkari mæli við
þessar aðstæður að menn hugsi of
mikið um stöðu minnihlutans í borg-
arstjórn í störfum sínum á þingi.
tti ekki að
tti. Lagði
ætlað væri
arið til að
aðar sum-
man í fé-
og spara
na. ?Létt-
arsjóð en
fsmynstri
r njóta. Á
ur en fjár-
nlega af-
á bæri R-
eigu í Fé-
ði helst á
instæðum
mi R-listi
Orkuveita
a ljósleið-
rir tæpar
ann beitir
fuðstöðva-
sem mun
na,? sagði
ans bæri
efði misst
ki borgar-
rgarbúum
hagsáætl-
runni. Það
rgarstjóri
tillögu um
kurð, sem
ærður, og
i sparnað-
garfulltrú-
dum og ná
ðingu og
kostnaði.
m 
ljarða
tlun
Gísladóttir
gavert að
afa sagt að
t sjónar á
runnþjón-
ínu í raun
um marga
alega þætti 
Morgunblaðið/Kristinn
ttir borgarstjóri hafnaði fullyrðingum Björns
tök væru á fjármálum borgarsjóðs. Hún sagði
á fjármálum ríkissjóðs.
Morgunblaðið/Kristinn
sjálfstæðismanna, sagði fjárhagsáætlunina
óvissa væri um marga stóra fjármálalega þætti
ti þess hvernig áætlunin væri lögð fram. Gagn-
tilraunum til að sporna við þenslunni væri beint
leikskólaaldri og foreldrum þeirra. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76