Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
N
Ú ÞEGAR jólin
nálgast óðfluga er
ekki úr vegi að
geta þess að lífið
er tilgangslaust.
Orðið tilgangur vísar til mark-
miðs í framtíðinni. Verknaður
hefur tilgang vegna afleiðinga
hans. Til dæmis er tilgangurinn
með því að mála húsið sitt hve
fallegt það verður að verkinu
loknu. Á sama hátt nær líf manns
tilgangi sínum að manni látnum.
Segjast menn ekki vilja ?skilja
eitthvað eftir sig??
En þá er maður dauður. Til-
gangur lífsins, ef tilgang skal
kalla, er vegna annarra. ?Aðrir?
er hins vegar merkingarlaust
hugtak þegar maður er ekki sjálf-
ur til, því
maður sem er
ekki til skynj-
ar ekki tilvist
annarra. Að
vísu má með
sömu rökum
segja að engin athöfn hafi til-
gang, því enginn sé eilífur. Gjörð-
ir manns hafa áhrif á fólk, sem
deyr líka. Að nokkrum kyn-
slóðum liðnum gleymist maður.
Reyndar líður mismunandi lang-
ur tími frá frægð til algerrar
gleymsku, en jafnvel Elvis
gleymist einhvern tímann, þótt
ekki verði fyrr en eftir milljarða
ára, þegar alheimurinn fellur
saman.
Nei, svona talar maður ekki í
Morgunblaðinu á jólaföstu. Lítið
á þetta sem óviðeigandi kald-
hæðni sturlaðs manns. Auðvitað
hefur lífið tilgang. Tilgangurinn
felst í nútíðinni. Maður vill láta
sér og sínum líða þokkalega
þangað til maður deyr.
Einu sinni, nánar tiltekið árið
1983, var ég á gangi í Álftamýr-
inni með vini mínum sem ekki
skal nafngreindur hér. Til hægð-
arauka skulum við kalla hann Jón
Arason biskup. Ég hef að vísu lít-
ið hitt Jón undanfarin ár, illu
heilli, en látum það liggja á milli
hluta.
Við vorum að kýta um það,
hvort við lifðum á nítjándu eða
tuttugustu öldinni. Jón hélt því
fram að nítjánda öldin væri í full-
um gangi, sem var svo sem ekki
frágangssök hjá níu ára pilti.
En hvað um það, við ákváðum
að fá niðurstöðu í málið og spurð-
um því miðaldra góðlega konu
sem gekk þarna hjá, sennilega á
leið í apótekið í Álftamýri 1. Ekki
stóð á svari hjá konunni: ?Nú
nítjánda öldin auðvitað. Núna er
árið nítjánhundruðáttatíuog-
þrjú,? sagði hún. Þar með hafði
Jón Arason biskup fullan sigur í
stóra árhundraðsmálinu. Deilu-
efnið var útkljáð.
Við ræddum þetta ekkert
meira. Auðvitað vissi ég fullvel að
tuttugasta öldin stæði yfir, þótt
sautján ár væru eftir af henni.
Mér var hins vegar nokk sama.
Biskupinn og konan góðlega
máttu alveg halda að nítjánda
öldin væri í algleymingi. Þótt
ekki væri alveg augljóst að konan
myndi nokkru sinni sjá ljósið,
taldi ég fullsennilegt að Jón Ara-
son biskup myndi átta sig á þessu
eftir nokkur ár í seinasta lagi.
Sem hann auðvitað gerði. Þau
skötuhjúin máttu alveg halda að
ég væri algjör fáviti. Tuttugasta
öldin! Þvílík fásinna! Hver hefur
heyrt fáránlegri tilgátu?
Ef einhvern boðskap, og þar
með kjarna þessara skrifa, er að
finna í þessari dæmisögu (eða
dæmalausu sögu, sem væri meira
réttnefni), veit ég ekki hver hann
er. Nei, það er ekki alveg rétt.
Kjarni málsins er, að maður á
ekki að vera upptekinn af áliti
annarra, því það getur verið
rangt. Maðurinn er hins vegar fé-
lagsvera í eðli sínu og mjög spé-
hræddur í ofanálag. Flestir eru
dauðhræddir við að skera sig úr
fjöldanum og fara á skjön við al-
mennt viðurkennd sannindi.
Ég verð til dæmis að við-
urkenna að í starfi mínu sem
blaðamaður á Viðskiptablaði
Morgunblaðsins finnst mér af-
skaplega óþægilegt að mæta á
fund með ?stórlöxum úr atvinnu-
lífinu? í gallabuxum. Þess vegna
hef ég tekið upp á því að vera
ekki eins og aumingi til fara, að
minnsta kosti hluta úr vikunni.
Þessi kennd, löngunin til að
falla í hópinn, er ósköp eðlileg, í
bókstaflegri merkingu. Hún er
manninum eðlislæg. Rökin fyrir
henni eru hins vegar ekki mjög
sterk og ganga einna helst út á að
skapa sér vinsældir með því að
apa hugsunarlaust eftir öðrum.
Reyndar er fjölmargt í siðferð-
iskennd og eðli mannsins illskilj-
anlegt. Af hverju blygðast hann
sín til dæmis ef hann er nakinn?
Erum við ekki öll nokkurn veginn
svipuð í laginu? Af hverju eru
berir handleggir ásættanlegri en
berir rassar?
Þessar kenndir eru svo sem al-
gjörlega skaðlausar, nema þegar
hópeðlið veldur því að ein-
staklingar, sem skera sig úr fjöld-
anum, verða fyrir miskunn-
arlausu aðkasti. Sá sem
yfirvinnur, svo dæmi sé tekið,
blygðunarkenndina sem fylgir því
að koma nakinn fram, er for-
dæmdur og hrakinn út í skúma-
skot samfélagsins. Þótt hann
skaði engan með háttarlagi sínu.
Þegar við látum þannig erum
við búin að gera að engu þá eig-
inleika sem við höfum umfram
aðrar skepnur; heilbrigða skyn-
semi og rökhugsun. Við látum
undan óútskýranlegri, dýrslegri
eðlishvötinni og látum tilfinning-
arnar hlaupa með okkur í gönur.
Hvað varðar okkur um það, þótt
kona kjósi að sýna líkama sinn
karlmanni í lokuðum klefa? Af
hverju skömmumst við okkar fyr-
ir hennar hönd? Hvaða hætta er
okkur búin af þessu háttarlagi?
Af hverju megum við sjálf stunda
nákvæmlega sama leik, bara ef
undirbúningurinn er um-
svifameiri, með athöfn og veislu á
eftir?
Ein af stóru spurningum fram-
tíðarinnar er, hvort rökhugs-
uninni takist að yfirvinna eðli
mannsins. Erum við dæmd til að
vera þrælar órökstuddra kennda
um ókomin ár? Hvernig eigum
við að útskýra þetta, loksins þeg-
ar stóra geimskipið kemur?
Að svo mæltu ætla ég að af-
klæðast og rölta um húsnæði
Morgunblaðisins, eins og ekkert
sé.
Röklausar
kenndir
Kjarni málsins er, að maður á ekki að
vera upptekinn af áliti annarra, því
það getur verið rangt. Maðurinn er hins
vegar félagsvera í eðli sínu og mjög spé-
hræddur í ofanálag.
VIÐHORF
eftir Ívar Pál
Jónsson
ivarpall@mbl.is
?
Þórir Sigurðs-
son fæddist í
Reykjavík 11. ágúst
1931. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 26. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigurður Jónsson
vörubifreiðastjóri, f.
17.7. 1908, d. 6.11.
1976, og Sigríður
Emilía Bergsteins-
dóttir húsmóðir, f.
12.11. 1907, d, 30.8.
1985. Systur Þóris
eru Þuríður, f. 17.5.
1935, Katrín, f. 20.11. 1941, og
Jóna Sigrún, f. 4.1. 1944.
Þórir kvæntist 2.6. 1976 Ástu
Kristínu Hjaltalín, f. 10.12.
1934. Foreldrar hennar voru
Friðfinna Sigríður Kristófers-
dóttir og Stefán Ingiberg Hjal-
talín. Þórir og Ásta skildu. Son-
ur þeirra er Sigurður Hjaltalín,
nemi í viðskiptafræði, f. 9.2.
1977, unnusta hans er Birna
Kristrún Halldórsdóttir, nemi í
arkitektúr. Þau búa í Kaup-
mannahöfn og stunda þar nám
sitt.
Þórir ólst upp í
Reykjavík. Hann
vann hjá Landnámi
ríkisins á unglings-
árunum, m.a sem
skurðgröfustjóri.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR
árið 1950 og stund-
aði síðan nám í veð-
urfræði í Ósló
1951?1958. Þórir
var veðurfræðingur
hjá Veðurstofunni
lengst af, utan ár-
anna 1971?1976 en
þá vann hann hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Hann fór á eftirlaun 1. júlí 2000.
Þórir var mikill bridgemaður
og fór ungur að spila keppn-
isbridge, m.a. á skólaárunum í
Ósló. Hann varð Íslandsmeistari
í tvímenningi 1962, vann sveita-
keppni á Íslandsmeistaramótum
sex sinnum, varð bikarmeistari
og keppti fyrir Íslands hönd á
Norðurlandamótum og Evrópu-
mótum.
Útför Þóris verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elskulegur mágur minn, Þórir
Sigurðsson veðurfræðingur, lést
eftir örstutta sjúkrahúsvist þriðju-
daginn 26. nóvember síðastliðinn,
71 árs að aldri.
Hann hætti störfum á Veðurstof-
unni fyrir tveimur árum og naut
þess að ráða sínum tíma sjálfur og
sinna eigin hugðarefnum.
Hann hélt þó sambandi við stofn-
unina og kom þar nokkuð reglulega
til að snæða hádegisverð og hitta
gamla starfsfélaga.
Á kveðjustund koma margar góð-
ar minningar fram í hugann sem
ylja og sefa söknuð. Ég minnist
vikuleiðangurs þar sem ég var að-
stoðarmaður hans í ferð á vegum
Veðurstofunnar. Farið var um
Vesturland og allt vestur á Ísafjörð
og erindið var að kanna ástand
mælitækja á veðurathugunarstöðv-
um og veita starfsfólkinu ráðgjöf
eftir því sem þörf væri á.
Við gistum eina nótt í tjaldi á
Barðaströnd ? en áttum annars
næturstað hjá veðurathugunarfólki
og vinum Þóris á Ísafirði.
Sérstaklega var okkur minnis-
stæð heimsókn út á Galtarvita.
Þar nutum við gestrisni frú
Hönnu og Óskars Aðalsteins, vita-
varðar og rithöfundar, sem
skemmti okkur fram á nótt með
frásagnargáfu sinni.
Doddi skipaði sérstakan sess hjá
fjölskyldunni og var stundum
nefndur ættarlaukurinn. Systkina-
börn hans nefndu hann Doninn og
þegar hann hélt upp á sjötugsaf-
mælið sitt norður í Ólafsfirði, sum-
arið 2001, krýndu þau hann sér-
stökum hatti sem tákna skyldi
stöðu hans. Jafnan síðan ? þegar
sérstakt tilefni var ? skartaði Doddi
þessu heiðurstákni! Hann var rækt-
arsamur við fjölskylduna; ekki síst
yngri kynslóðina, og lagði sig mjög
fram í vali á jólagjöfum. Hann var
sannarlega ?glaður gjafari? eins og
segir í Síðara Kórintubréfi, 9. 7.
Áhugamálin voru margvísleg.
Hann var mikill bridgespilari og
spilaði um árabil í bridgesveitum
fyrir Íslands hönd á erlendri grund.
Frjálsíþróttir og boltaíþróttir
voru honum hugleiknar; einkum
var knattspyrna í öndvegi. Hann
fór mikið í kvikmyndahús, safnaði
myndböndum og síðar DVD-disk-
um með eldri og yngri kvikmynd-
um, allt frá Casablanca til Stjörnu-
stríða, og efndi til kvikmyndasýn-
inga á heimili sínu fyrir áhugasama
fjölskyldumeðlimi.
Þjóðmál skipuðu líka stóran sess
og voru mikið rædd og í raun voru
umræðuefnin af margvíslegum
toga, bæði af innlendum og erlend-
um vettvangi.
Þórir naut þeirrar gæfu að eign-
ast Ástu Hjaltalín fyrir eiginkonu.
Þau gengu í hjónaband árið 1976 og
ári síðar eignuðust þau soninn Sig-
urð. Þau slitu hjúskap eftir stutta
sambúð en voru afar samhent um
uppeldi sonar síns ? ferðuðust með
hann til útlanda og hafa alla tíð
haldið góðum tengslum; glaðst
saman á jólum og fylgst saman með
framgangi sonarins sem nú tekur af
hetjuskap þunga ábyrgð á herðar
við skyndilegt fráfall föður síns.
Nú þykist ég vita að mági mínum
finnist nóg komið. Hann var aldrei
gefinn fyrir langar kveðjur ? kom
og fór stundum frekar snögglega ?
jafnvel þótt för væri heitið til fjar-
lægra landa á bridgemót eða ráð-
stefnu á vegum Veðurstofunnar.
Ég kveð hann með söknuði, bið
honum allrar blessunar á Guðs veg-
um og bið Guð að styrkja soninn
Sigurð og elskulega vinkonu og
fyrrverandi eiginkonu Ástu Hjalta-
lín.
?Vale, Pater familias ? requiescat
in lucem aeternam Dei.? 
Ingi Viðar Árnason.
Sem börn litum við upp til hans
Dodda frænda, þessa eldklára móð-
urbróður okkar sem var alltaf á
ferð og flugi um heiminn vegna
starfa sinna eða til að leika brids
fyrir Íslands hönd. Svo var hann
veðurfræðingur og það þótti okkur
alveg stórmerkilegt enda þótt hann
léti öðrum eftir að koma fram í veð-
urfréttatímum sjónvarpsins. Full-
orðnum þótti okkur undur vænt um
þennan frænda okkar og öll hans
uppátæki og sérvisku sem lituðu líf-
ið og kölluðu fram ófá brosin. Hans
helsta gleði var að gleðja aðra af
þögulli hógværð. Jólin og aðdrag-
andi þeirra voru hans besti tími.
Strax á haustin var hann farinn að
spá í jólagjafir og lagði mikla hugs-
un í undirbúning og val. Seinni árin
nutu börnin okkar góðs af þessari
góðvild Dodda frænda ? hann lagði
á sig að panta handa þeim gjafir er-
lendis frá; hluti sem ekki var hægt
að nálgast á Íslandi. Þessi viðleitni
hans veitti öllum mikla gleði, börn-
unum og okkur en ekki síst Dodda
sjálfum.
Doddi frændi var sjálfsagður
hluti af tilveru okkar. Okkur fannst
hann óbreytanlegur, rétt eins og
traust mannvirki, skáldsaga eða
listaverk. Aldrei veltum við fyrir
okkur að sú stund gæti runnið upp
að hann hyrfi okkur. Einmitt þess
vegna er erfitt að glíma við brott-
hvarf hans. Að íhuguðu máli má
víst telja að Doddi lifi með okkur
um alla tíð. Í umræðum um knatt-
spyrnu og aðrar íþróttir, þjóðmál,
kvikmyndir og yfirleitt öll hvers-
dagsleg málefni verður stutt í
minninguna um kæran frænda,
yndislega sérvitran og ákaflega
hjartahlýjan á barnslegan hátt. Öll
eigum við minningar um Dodda
frænda, góðvild hans og velvilja í
okkar garð því ræktarsemi hans og
óeigingjarnri viðleitni við að gera
vel við sína nánustu voru fá tak-
mörk sett.
Á þeim augnablikum þegar
harmur okkar er sárastur, sorg
okkar er mest yfirþyrmandi og
spurningar okkar um lífsins hverf-
ulleika eru áleitnastar, á þessum
stundum finnum við hvers virði það
er að haldast í hendur við ástvini
og deila minningum um þann sem
var okkur svo kær en nú er horf-
inn. Góður guð geymi Dodda
frænda og styrki Sigga hans í sárri
sorg. 
Árni Sigurður, Signý 
og Helgi Þór.
Í dag kveðjum við Dodda og und-
anfarna daga hafa komið upp í hug-
ann ótal minningar tengdar honum.
Það var ævintýri líkast þegar
Doddi kom í heimsókn, sérstaklega
ef hann var nýkominn frá útlönd-
um. Hann kom hlaðinn gjöfum, ein-
hverju sem við höfðum aldrei eign-
ast og sjaldan séð. Fyrstu
skartgripirnir voru frá honum,
fyrsta myndavélin, fyrsta skóla-
taskan og svo mætti lengi telja.
Bíóferðir voru áhugamál Dodda
og allar eigum við það sameiginlegt
að fyrstu bíóferðirnar okkar fórum
við með honum. Munum við eftir
einu skipti þar sem hann bauð okk-
ur til Reykjavíkur að sjá Sound of
Music sem hann var að vísu búinn
að sjá og sendi því ömmu með
krakkaskarann í bíó.
Stærsta ævintýri Dodda var þeg-
ar Siggi sonur hans fæddist og er
það eftirminnilegt öllum sem nærri
voru. Brunablettir eftir pípuglóðina
í gólfteppinu hjá ömmu á meðan
hann beið, strax eftir fæðinguna
hugleiðingar um hvenær væri tíma-
bært að kaupa rafmagnslestina og
hestinn. Þá var ekki síður gaman
að fylgjast með natni hans við
umönnun og uppeldi Sigga.
Í seinni tíð hættum við að kalla
hann Dodda og innan fjölskyldunn-
ar fékk hann virðingarheitið Don-
inn enda tók hann skyldur sínar
sem höfuð fjölskyldunnar alvarlega.
Hann var í reglulegu sambandi og
ræddi heimsmálin, stjórnmál,
helstu fréttir og fótbolta. Hafði
hann lengi reynt að uppfræða okk-
ur frænkurnar um þá íþrótt og
gafst ekki upp þótt jarðvegurinn
væri grýttur.
Það er erfitt til þess að hugsa að
hann sé farinn og söknuðurinn er
sár en við þökkum fyrir yndislegar
minningar sem alltaf munu ylja
okkur um hjartarætur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við syni hans og öðrum þeim
sem eiga um sárt að binda.
Emilía, María, Sigríður
og Kristrún.
Þórir lauk námi í Osló í dögun
tölvualdar á Íslandi. Þá var reynd-
ar ekki farið að tala um tölvur, en
árið 1960 voru nokkrar íslenskar
stofnanir farnar að ræða möguleika
á að fá rafeindareiknivél til lands-
ins. Veðurstofan var ein þessara
stofnana, og það tókst eftir tals-
verða fyrirhöfn að fá heimild til að
senda Þóri til Noregs á námskeið í
forritun og notkun vélanna árið
1962. Það sannaðist á næstu árum
að með því að fá með þessum hætti
mann í starfsliðið, sem bæði var
veðurfræðingur og sérfræðingur í
forritun, hafði Veðurstofan valið
góðan og viturlegan kost.
Veðurstofan var afar fáliðuð um
þessar mundir miðað við þau miklu
verkefni, sem kölluðu að, og ég veit
hreinlega ekki hvernig veðurfars-
deildin, sem ég hafði stjórnað frá
1953 hefði komist frá þeim nýju og
gömlu verkefnum, sem þar biðu í
röðum, án þekkingar Þóris. Við
urðum strax nánir vinnufélagar og
ÞÓRIR 
SIGURÐSSON 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76