Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
?
Auður Vil-
hjálmsdóttir
fæddist í Reykjavík
20. júní 1954. Hún
lést á heimili sínu,
Kjartansgötu 2,
hinn 28. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Margrét Sigurðar-
dóttir, skrifstofu-
kona, f. 20. ágúst
1932, og Vilhjálmur
Pálmason, vélstjóri,
f. 6. desember 1927,
d. 4. mars 1986.
Foreldrar Mar-
grétar voru Sigurður Jónsson, f.
11. febrúar 1902, d. 7. október
1976, og Sigríður Daníelsdóttir,
f. 24. nóvember 1903, d. 9. apríl
1996. Foreldrar Vilhjálms voru
Pálmi Vilhjálmsson, f. 13. des-
ember 1896, d. 23. desember
1960, og Jórunn Guðmundsdótt-
ir, f. 21. nóvember 1903, d. 4.
nóvember 1993. Systkini Auðar
eru Erla, hárgreiðslumeistari, f.
23. mars 1958, Pálmi, fram-
kvæmdastjóri, f. 11. desember
1959, og Sigríður, skrifstofu-
kona, f. 21. september 1966. 
Árið 1975 hóf Auður sambúð
með Sigurði Einarssyni, nú
framkvæmdastjóra Sjálfsbjarg-
ar, landssambands fatlaðra, f.
10. ágúst 1953 og þau giftust 5.
febrúar 1982. Foreldrar Sigurð-
ar eru Margrét Thoroddsen,
viðskiptafræðingur, f. 19. júní
1917, og Einar Eg-
ilsson, innkaupa-
stjóri, f. 18. mars
1910, d. 28. mars
1999. Auður og Sig-
urður eiga eina
dóttur, Margréti
Dögg, f. 20. októ-
ber 1976, nema við
Viðskiptaháskólann
á Bifröst og á hún
soninn Darra Má
Grímsson, f. 26.
nóvember 1997.
Auður lauk námi
í innanhússarki-
tektúr í Kaup-
mannahöfn árið 1979 og vann
fyrst um sinn við hönnun af
ýmsu tagi en sumarið 1983 flutt-
ust hún og Sigurður eiginmaður
hennar, sem var þar í tónlist-
anámi, heim til Íslands aftur.
Auður vann fyrstu árin á Íslandi
sem sjálfstætt starfandi innan-
hússarkitekt en hóf síðan störf
hjá Húsameistara ríkisins. Þeg-
ar embætti Húsameistara var
lagt niður hóf hún störf á
Teiknistofu Garðars Halldórs-
sonar, fyrrum húsameistara, og
starfaði þar í nokkur ár eða þar
til haustið 2000 að hún hóf störf
hjá Arkitektum í Skógarhlíð.
Þar starfaði hún með hléum
eins og heilsan leyfði til loka
ágúst síðastliðins.
Auður verður jarðsungin í
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við kveðja okkar ástkæru
systur. Hún hefur nú fengið sína
hinstu hvíld frá erfiðri baráttu við
sjúkdóm sem hún mætti með æðru-
leysi og kjarki.
Auður var elst okkar systkina og
varð það því hennar hlutskipti, í
uppvexti okkar, að huga að okkur
sem yngri vorum. Því hlutverki
sinnti Auður af festu og heiðarleika,
allt frá upphafi til lokadags. Það var
hluti af eðli hennar og upplagi. Það
kom hvað best í ljós við fráfall föður
okkar 1986, hvað Auður var heil-
steypt og sterk ? kletturinn í hafi
sem aldan braut á. Hún var stoð og
stytta móður okkar á erfiðum tím-
um og reyndist henni vel. 
Auður var listfeng og skapandi
kona ? kona sem ávallt vildi fara
ótroðnar slóðir. Það kom fram á fal-
legu heimili hennar og Sigga sem
þau bjuggu dóttur sinni Dögg og
litla ljósinu honum Darra Má sem
hún fékk að njóta síðustu fimm árin.
Hann varð henni mikil lífsfylling.
Sem börn nutum við þeirrar gæfu
að eiga gott heimili, ástríka og góða
foreldra. Það er dýrmætasta vega-
nesti sem hver einstaklingur getur
fengið ? nesti sem aldrei gengur til
þurrðar hversu löng sem leiðin er.
Þessar aðstæður mótuðu okkur,
kenndu okkur margt og áttu ríkan
þátt í því að milli okkar systkina
mynduðust órjúfanleg bönd sem
koma í ljós á sorgarstundu sem nú,
svo og á þeim tímum þegar gleði var
í huga okkar. Þær stundir eru dýr-
mætar ? við þökkum þær og geym-
um á okkar besta stað. 
Þegar við lítum til baka um farinn
veg og köllum fram minningar okk-
ar verður þeim best lýst með fallegu
kvæði Ólafar Sigurðardóttur frá
Hlöðum:
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
Að eigin ósk vildi Auður eiga sín-
ar síðustu stundir á heimili sínu við
Kjartansgötu. Þar var hún umvafin
nærveru, umhyggju og ástúð fjöl-
skyldu sinnar ? allt þar til yfir lauk.
Á erfiðri stundu var hún sjálf, með
styrk sínum og hugprýði, mesta
huggun okkar. Eiginmaður hennar,
dóttir og mamma önnuðust hana af
mikilli gætni og ástúð í erfiðum
veikindum ? það viljum við þakka. 
Í huga okkar munum við geyma
minningar um fallega, sterka og
góða systur sem ávallt bar hag okk-
ar og hamingju fyrir brjósti, til
hinsta dags. 
Elsku Siggi, Dögg, Darri Már og
mamma.
Megi góður Guð gefa ykkur styrk
í ykkar miklu sorg.
Erla, Pálmi og Sigríður.
Auður og Siggi bróðir minn fundu
hvort annað í Kaupmannahöfn
haustið 1975. Þau hófu búskap nán-
ast frá fyrsta degi. Ást við fyrstu
sýn. Ást sem kristallaðist í fæðingu
augasteinsins Möggu Daggar ári
síðar. 
Nokkrum dögum fyrir fund
þeirra hafði ung stúlka vakið sér-
staka athygli mína á fundi í húsi
Jóns Sigurðssonar. Sá siður tíðk-
aðist á haustin í Jónshúsi að nýir ís-
lenskir námsmenn stigu upp á stól
og kynntu sig fyrir þeim eldri. Ég
sé það fyrir mér eins og gerst hafi í
gær þegar hávaxin og glæsileg
stúlka stóð upp og kynnti sig sem
Auði Vilhjálmsdóttur og verðandi
nema í innanhússarkitektúr. Það
var sérstök reisn yfir henni og hún
náði að heilla mig frá fyrstu stundu
þannig að eftir á var hún sú eina
sem ég mundi eftir af þeim náms-
mönnum sem þarna kynntu sig. 
Hátt í áratugur leið áður en ungu
hjónin fluttu alkomin heim með litlu
dótturina. Það var mikið fagnaðar-
efni fyrir ættingja að fá loks tæki-
færi til meiri daglegra samskipta.
Það skal játað að einstöku sinnum
gat hlaupið snurða á þráðinn í sam-
skiptum okkar Auðar hér áður fyrr.
En í raun er það ósköp eðlilegt þeg-
ar tveir skapmiklir einstaklingar,
báðir elstu börn hvor í sínum systk-
inahópi, tengjast fjölskylduböndum.
En Auður hafði þann góða hæfileika
að vera sáttfús og heil í sinni af-
stöðu auk þess sem hún var ein-
staklega raungóð. Hún var alltaf
hrein og bein, laus við fals og ófeim-
in við að segja skoðanir sínar. Með
árunum óx virðing mín og vænt-
umþykja fyrir Auði jafnt og þétt og
á milli okkar myndaðist traust og
góð vinátta og elska.
Auður var mjög hæfileikarík í
sínu fagi og sést það best á því
hvernig henni tókst að gæða hvern
hlut á heimili sínu lífi og hve öll
hennar vinna lýsti fágun og næmu
auga jafnt fyrir því smáa sem hinu
stóra. Hún var listakokkur og naut
fjölskyldan þess í ríkum mæli. Auð-
ur var bókhneigð og ákaflega vel að
sér á því sviði og mikill unnandi fal-
legra ljóða. 
Ljósið loftin fyllir 
og loftin verða blá.
Vorið tánum tyllir 
tindana á.
(Þorsteinn Gíslason.)
Ljósið í lífi Auðar og Sigga síð-
ustu árin er glókollurinn Darri Már.
Lítill gullmoli afa síns og ömmu.
Það var hamingjusöm fjölskylda
sem hafði hreiðrað um sig á Kjart-
ansgötu 2, þar sem frábær smekk-
vísi og hæfileikar húsmóðurinnar
fengu notið sín til fulls á meðan
heimilisfaðirinn hlúði að ævintýra-
heimi blóma, trjáa og runna utan
dyra. Þau studdu hvort annað og
unnu af alhug saman að því að búa
fjölskyldunni yndislegt heimili fullt
af hlýju og kærleika. Hvergi leið
þeim betur en heima og heima
kvaddi Auður mágkona mín þennan
heim umvafin ást með sína nánustu
sér við hlið. 
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
María Louisa Einarsdóttir.
Ég kynntist Auði Vilhjálmsdóttur
árið 1975 í Kaupmannahöfn þegar
hún og Siggi fóru að draga sig sam-
an. Skömmu síðar urðum við ná-
grannar á Frederiksbergi. Ein-
hvern tímann á árinu 1976 kom
Siggi til mín og bað mig um að sitja
stundum hjá Auði á kvöldin á með-
an hann væri á hljómsveitaræfingu
en hún var þá orðin ófrísk að dóttur
þeirra Dögg og honum leiddist að
vita af henni einni á kvöldin. Þarna
sátum við mörg kvöld tvær korn-
ungar konur og trúðum hvor ann-
arri fyrir öllum heimsins leyndar-
málum og deildum löngunum okkar
og óskum til lífsins. Þarna hófst í
raun innilega vinátta okkar Auðar
og ég er Sigga þakklát fyrir að láta
sér detta þetta snjallræði í hug, því
þarna kynntist ég einhverri þeirri
hlýjustu og yndislegustu konu sem
ég nokkru sinni hef þekkt. 
Vináttan efldist og styrktist og
sumarið 1981 fórum við tvenn hjón
hvor með sína dótturina í frí til
Frakklands þar sem við höfðum
tekið á leigu bóndabæ í Cognac-
héraði. Dvölin þar varð okkur öllum
ógleymanleg. Siggi sat öll kvöld og
las upphátt fyrir dætur okkar úr
Jóni Oddi og Jóni Bjarna og við for-
eldrarnir veltumst um af hlátri en
smáfólkinu stökk ekki bros. 
Eftir heimkomuna frá Danmörku
til Íslands urðu samverustundirnar
strjálli, eins og gerist og gengur, en
aldrei bar þó skugga á þessa ein-
lægu vináttu. Mér finnst ég vera rík
að hafa átt Auði Vilhjálmsdóttur að
vini. Ég votta Sigga, Dögg og Darra
mína innilegustu samúð, svo og
móður Auðar og systkinum. Ég bið
algóðan Guð um að styrkja þau öll í
sorginni.
Guðlaug Kjartansdóttir.
Æðrulausri baráttu er lokið, Auð-
ur er fallin í valinn.
Í blíðviðri sumarið 2001, var í
skyndingu ákveðið að gera góða
veislu. Við Auður fórum að draga
björg í bú. Þá ræddum við um
krabbameinið og hverju sjúkdóm-
urinn breytti um afstöðu til lífsins
og þess sem skipti máli í hverfulum
heimi. Við matseldina naut Auður
sín, hún valdi hráefnið og kryddaði,
þannig að úr varð veisla fyrir skyn-
færin. Það var glaður hópur sem
naut líðandi stundar, drakk góð vín
og varð mettur af fiskisúpunni góðu.
Strax við fyrstu kynni leyndi sér
ekki að Auður hafði sterkan vilja og
ákveðnar skoðanir. Auður var kon-
an hans Sigga mágs míns, vinur
okkar Tótu og innanhúsarkitekt.
Hún var mikill fagmaður, mótaði
með sér skýra sýn til hvers verks,
stóð fast á sínu, en var um leið
reiðubúin að lúta rökum. Vegna
þessa líkaði mér vel að vinna með
Auði. Þegar tekist er á um hug-
myndir og útfærslur, af einlægni og
einurð er að vænta góðrar niður-
stöðu.
Við Tóta nutum oft líðandi stund-
ar með Sigga og Auði, stundum ein,
stundum í hópi vina og ættingja.
Góður matur og ljúffeng vín spiluðu
þar oft stórt hlutverk. Slíkar stund-
ir áttum við líka meðan baráttan við
krabbameinið stóð. Auður gaf þá
mikið af sér, þrátt fyrir þá tog-
streitu sem hlýtur að hafa verið
innra með henni. Á þeim augnablik-
um hafði lífið sigur yfir dauðanum. Í
okkar þjóðfélagi er dauðinn gerður
svo fjarlægur. Við erum ekki búin
undir að takast á við hann. Við
kunnum ekki að bregðast við þegar
fólk á besta aldri heyr sitt dauða-
stríð.
Auður var góð kona og sterk.
Hún hélt reisn sinni og æðruleysi
meðan baráttan stóð og þar til yfir
lauk.
Elsku Siggi, Magga Dögg og
Darri, missir ykkar er mikill. Við
Tóta og krakkarnir vottum ykkur
okkar dýpstu samúð.
Halldór Árnason.
?Hérna, elskurnar. Ég lét smíða
aukalykil svo þið komist inn þótt við
Siggi séum ekki heima. Hafið hann
á kippunni ykkar,? sagði okkar
kæra vinkona, Auður Vilhjálmsdótt-
ir, fyrir aðeins mánuði. Þá var hún
sárþjáð af þeim illvíga sjúkdómi
sem hún laut svo í lægra haldi fyrir.
Traustari vin var ekki hægt að
hugsa sér.
Saman vorum við áhyggjulausir
námsmenn og nábýlingar á stúd-
entagarðinum Solbakken í Kaup-
mannahöfn þar sem leiðir okkar
lágu fyrst saman.
Þegar við fluttum aftur til Íslands
styrktust vinaböndin fyrir alvöru
þrátt fyrir að við festum rætur hvor
í sínum landsfjórðungi.
Auður var rómaður snillingur í
matargerðarlist og skipti þá engu
hvort hún var stödd í eldhúsinu sínu
á Kjartansgötunni eða við prímus
uppi á heiðum.
Alltaf tókst henni að töfra fram
sælkeramáltíð og krydda með hlý-
legri nærveru sinni og lífsgleði.
Ógleymanlegur er afmælisdagur
Maju í apríl fyrir tveimur árum.
Auður og Siggi komu í heimsókn.
Afmælisbarnið hafði orð á því að
hún hefði aldrei til Grenivíkur kom-
ið og þótti það fremur skammarlegt.
Það gekk ekki. Til Grenivíkur var
haldið. Í þeirri ferð var farið í kræk-
lingafjöru á Svalbarðseyri og um
kvöldið var haldið gestaboð að hætti
Babettu. Í skjöttum Auðar leyndust
rjúpur, frönsk paté og eitt og annað
sem aldrei hafði sést í búðum norð-
an heiða, sannkölluð veisla í far-
angrinum.
Náttúran hefur löngum verið
griðastaður Auðar og Sigga og var
ekki ónýtt fyrir okkur, sem þekkj-
um vart annað en sóleyjar og fífla,
að fá að bergja af viskubrunni
þeirra. Tré og plöntur fengu nöfn og
sveppir voru matreiddir og étnir um
leið og þeir höfðu fengið nöfn.
Frúrnar kímdu þegar eiginmenn-
irnir í veiðifélaginu, Látum þá lifa,
komu nokkuð brattir í hús eftir að
hafa árangurslaust barið ár og vötn
tímunum saman.
Minningarnar streyma fram og
þær ylja og verma.
Kraftaverkið gerðist ekki. Auður
er dáin. Eftir sitjum við með sáran
söknuð í hjarta, en huggum okkur
við að þjáningar eru á enda.
Við biðjum allar góðar vættir að
vaka yfir Sigga, Dögg, Darra litla,
Margréti og öðrum ættingjum og
styðja þá og styrkja á þessum þung-
bæru tímamótum.
María, Hallgrímur, Anna,
Hulda og Jón Ingi.
Það var í ágúst árið 2000 sem
Auður kom til að starfa með okkur
hjá Arkitektum Skógarhlíð. Við
höfðum að sjálfsögðu þekkt hana
gegnum árin í þessu litla samfélagi
arkitekta þar sem allir þekkja alla.
Auður hafði unnið sjálfstætt í nokk-
ur ár og hjá Húsameistara ríkisins
og vissum við að reynsla hennar var
víðtæk, enda reyndist hún góður
samstarfsmaður frá fyrsta degi.
Hún var ráðagóð og leysti öll verk-
efni sín af alúð og smekkvísi og var
að auki skemmtilegur og gefandi
vinnufélagi.
Skömmu eftir að hún hóf störf
greindist sjúkdómur hennar og
fylgdumst við með baráttu hennar
æ síðan. Hún kom ávallt hress og
kát til starfa eftir hverja meðferð,
ákveðin í að nú væri baráttunni lok-
ið, sjúkdómurinn sigraður og hún
reiðubúin til að takast á við ný verk-
efni. Á litlum vinnustað er skarðið
stórt þegar góður félagi og vinur
hverfur á braut, en við sendum hlýj-
ar samúðarkveðjur til Sigga og fjöl-
skyldunnar allrar og vonum að
henni verði gefinn styrkur til að
takast á við lífið framundan.
Samstarfsfélagar í
Skógarhlíðinni.
Það eru einhver ár síðan við flutt-
um okkur yfir Miklatúnið og lögðum
undir okkur hæð og ris á Kjart-
ansgötunni. Þar voru fyrir í húsinu
verðandi nágrannar okkar þau
Siggi, Auður og Dögg og glöggur
maður benti réttilega á að húsið
væri nú orðið sambýli fyrir sérhæfð
pör, þarna byggi greinilega enginn
nema að á heimilinu væri bæði mús-
íserað og hannað í gríð og erg! Við
þekktum eitthvað til granna okkar
áður, höfðum oft hlustað á Sigga
framreiða músíkina á ?Gufunni? og
þegar Kringlan var opnuð um árið
var það lítil en afar fallega hönnuð
skóbúð sem hreif mest, þar var
Auður að verki. 
Það kom fljótt í ljós að þessir
góðu grannar voru ?umhverfis-
vænni? en við, þau höfðu frumkvæði
að flestu því sem til betri vegar
horfði í húsinu og þegar gestir okk-
ar horfðu með spurn í svip yfir fal-
lega hirta lóðina urðum við að við-
urkenna að í þessu húsi
framleiddum við hávaðann en Auð-
ur og Siggi ræktuðu garðinn. Og
fólkið á efri hæðinni var ?hávaða-
samt?, sum okkar sinntu tónlistinni
löngum stundum, oft hljómuðu
óskyld tónverk samtímis og ástand-
ið var eins og í illa hljóðeinangr-
uðum tónlistarskóla en ef við mönn-
uðum okkur upp og spurðum þau
niðri hvort við værum ekki að gera
út af við þau, könnuðust þau ekki
við vandann. Umburðarlyndi þeirra
virtist engin takmörk sett. 
Auður verður okkur fyrir margt
minnisstæð, hún var glæsileg og
hæfileikarík, afburða næmt augað
og meðfædd smekkvísi einkenndu
hvaðeina sem hún tók sér fyrir
hendur. En umfram allt var hún lit-
rík, umbúðalaus og skemmtileg, það
var gott að eiga hana að vini. Nú
þegar hún er horfin til óræðs upp-
hafsins svo alltof fljótt að því er
okkur finnst er gott að horfa yfir
garðinn þar sem hraðfleygur og af-
stæður tími úrverksins er víðs
fjarri. Hér ríkja árstíðirnar og allt
vex upp aftur, allt liðið og óorðið á
sér vísan stað. Og hér sjáum við
Auði fyrir okkur hlúa að viðkvæm-
um gróðrinum. 
Stefanía,Víkingur Heiðar,
Anna Vala, Svana og Ólafur.
Hvað bindur vorn hug við heimsins
glaum,
sem himnaarf skulum taka?
Oss dreymir í leiðslu lífsins draum,
en látumst þó allir vaka,
og hryllir við dauðans dökkum straum,
þó dauðinn oss megi? ei saka.
(Einar Ben.)
Enginn veit hver annan grefur.
Jafnvel á kveðjustund ástvina okkar
hvarflar það varla að okkur að hug-
leiða hvort það verði ég eða þú sem
fer næst.
Skammsýni jarðlífsfjötra okkar
er slík að við fljótum meira og
minna meðvitundarlaus í gegnum
lífið. Hversu oft þarf lífið að bregða
fyrir okkur fæti til að vekja okkur
til umhugsunar eða vitundarvakn-
ingar svo við sjáum gegnum tómið.
Og þegar upp er staðið, hvað er það
þá sem hefur skipt mestu máli? Ung
kona hefur endað sitt lífshlaup hér á
meðal okkar, öðlast líkn frá þján-
ingu sinni, samt er hugur hennar
áfram hjá ástvinum sínum. Þannig
verður það, þar til við hittumst aft-
ur.
Elsku Auður, Guð gefi þér og ást-
vinum þínum huggun og styrk.
Vilborg og Hildur Eggertsd.
AUÐUR 
VILHJÁLMSDÓTTIR
L50098 Fleiri minningargreinar um Auði
Vilhjálmsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76