Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 45 ✝ Bjarni ÁgústssonMæhle fæddist í Haus á Osteröy í Nor- egi 21. maí 1912. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Eir 28. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Nikolai August Nilsen Mæhle, f. 24.10. 1875, d. 12.1. 1944, og Bertha María L. Mæhle, f. 7.12. 1886, d. 23.10. 1973. Bjarni átti fjög- ur systkini: Nils, f. 18.5. 1906, d. 24.7. 1992, Lars, f. 14.11. 1907, d. 11.12. 1994, Alfred, f. 5.7. 1915, Inge- björg, f. 18.9. 1921. Bjarni kvæntist Sigríði Svövu Einarsdóttur, f. 16.12. 1911, d. 29.6. 1998, og settust þau að í Reykjavík. Þau eignuðust tvo syni: 1) Ágúst Bent, f. 19.5. 1935, d. 18.2. 1980, hann var þrí- kvæntur, dætur hans eru: Birna, f. 4.8. 1955, Sigríður, f. 26.11. 1957, Selma, f. 22.12. 1959, og Bryn- dís, f. 15.7. 1964. 2) Jóhann, f. 9.5. 1949, maki Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, f. 24.5. 1951, börn þeirra eru: Bjarni Ingvar, f. 4.3. 1977, Jökull, f. 16.8. 1983, og Svava Lind, f. 18.12. 1989. Bjarni verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Bjarni Ágústsson Mæhle var fæddur og uppalinn á Österöy, nærri Bergen í Noregi. Bjarni var þriðji sonur hjónanna Berthu og Ágústar Mæhle. Foreldrar Bjarna áttu bújörð á Österöy, sem samkvæmt norskum lögum erfðist til elsta sonar þeirra. Þetta hefur ef til vill átt sinn þátt í að Bjarni settist að á Íslandi. Bjarni var 17 ára þegar hann kom frá Noregi í hópi búfræðinema. Þá ræður hann sig í vinnu á Viðeyjarbýl- inu og fólst starf hans meðal annars í að slétta tún og rækta með tækni sem var ný hér á landi á þeim tíma. Bjarni var einnig fyrsti leikfimikennarinn í barnaskólanum í Viðey. Í Viðey kynntist Bjarni tilvonandi eiginkonu sinni, Sigríði Svövu Einarsdóttur, og giftust þau þegar hann var 22 ára og stofna þau heimili í Reykjavík. Sama ár eignuðust þau eldri son sinn. Bjarni var góður skíðamaður og keppti á skíðum. Hann kenndi nem- endum Menntaskólans í Reykjavík á skíði í þrjá vetur, í Hveradölum og í Bláfjöllum. Hann byggði skíðaskála í Jósepsdal ásamt félögum sínum og báru þeir timbrið í skálann upp á fjallið. Einnig stundaði hann frjálsar íþróttir. Bjarni starfaði á þessum ár- um meðal annars sem leigubílstjóri og eignaðist snemma bíl. Hann var ökukennari um árabil. Bjarni hafði mikla ánægju af garðrækt og annað- ist skrúðgarða í Reykjavík. Einnig tók hann þátt í byggingu norska bú- staðarins í Heiðmörk og ræktun skógar þar. Bjarni starfaði um tíma í lýsisvinnslu en fór síðan að vinna hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Seinna starfaði hann um árabil á Borgar- skrifstofum Reykjavíkur. Bjarni vann oft við dyravörslu á veitingahús- um og hótelum um helgar og hin síð- ari ár var hann dyravörður á Hótel Holti þar sem hann tók á móti gestum um helgar. Bjarni hafði gaman af að spila brids og vann oft til verðlauna. Hann var félagi í „Krummunum“ og spilaði með þeim um árabil. Einnig voru þau hjón í spilaklúbbi ásamt fleiri hjónum og spiluðu þau í heima- húsum. Bjarni og Sigríður bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Um 1940 flytja þau á Spítalastíg 8 og bjuggu þar til 1955 en þá kaupa þau sér íbúð í Skipholti 28 og bjuggu þar síðan. Samtíðarfólk Bjarna frá Viðey lýs- ir honum sem „glæsilegum norskum búfræðinema“ og sagt er að allt frá fyrstu kynnum hafi Bjarni reynst tengdamóður sinni sem besti sonur. Þótt Bjarni og Sigríður væru búin að stofna eigið heimili héldu þau áfram að aðstoða tengdamóður hans og tóku hana til sín þegar hún hafði ekki lengur heilsu til að halda heimili. Bjarni stóð alla tíð þétt við hlið konu sinnar þegar þurfti að rækja skyldur gagnvart fjölskyldu hennar og það var til dæmis hann sem annaðist grafreiti ættarinnar í kirkjugarðin- um. Ég kynntist Bjarna fyrir um 35 ár- um þegar ég tengdist fjölskyldunni. Bjarni og Sigríður voru glæsileg hjón. Þau voru einstaklega gestrisin og alla tíð var mjög gestkvæmt á heimili þeirra. Það var gaman að heimsækja þau í Skipholtið, þiggja hjá þeim ljúffengar veitingar og sitja síðan í rólegheitum og ræða saman. Það ríkti mikill kærleikur og gagn- kvæm virðing á milli þeirra hjóna. Bjarni var mörgum góðum hæfileik- um gæddur og hann skrifaði til dæm- is sérstaklega vel. Bjarni var ávallt mjög heilsugóður og hugsaði vel um heilsuna. Hann sótti sundlaugarnar reglulega á morgnana og hélt þeim hætti á meðan heilsan leyfði. Bjarni var mjög greiðvikinn og var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Honum þótti mjög vænt um fjölskyldu sína og alltaf var hann boðinn og búinn til að keyra eða sækja fólkið sitt. Þegar Bjarni varð áttræður fór hann í viku heimsókn til Noregs og vorum við hjónin ásamt börnum okkar með hon- um í för. Þessi heimsókn var einstak- lega ánægjuleg. Við bjuggum hjá Alf- red, bróður Bjarna, á Mæhle setrinu og mér og börnunum gafst tækifæri til að skoða æskuslóðirnar hans „afa“. Það var sól og blíða allan tímann og á afmælisdaginn hans 21. maí 1992 var haldin veisla til heiðurs „onkel Bjarne“. Þarna var samankomið fjöl- menni, systkini hans, afkomendur þeirra og sveitungar. Það var eins og „týndi“ sonurinn væri kominn heim. Bjarni naut stundarinnar þar sem hann sat úti á hlaði í sólskininu á æskuslóðum sínum á Mæhle. Þó Bjarni nyti heimsókna sinna til Nor- egs var hann alltaf ánægður með að koma aftur heim til Íslands. Hér leið honum vel og hér var hans heimili. Aldrei heyrði ég hann tala um að hann saknaði Noregs. Síðustu sex ár- in bjó Bjarni á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. Bjarna leið vel á Eir. Hann hafði góða aðlögunarhæfni og var alla tíð mjög jákvæður. Bent, eldri sonur Bjarna, lést árið 1980 og Sigríður, eiginkona Bjarna, lést fyrir 4 árum. Þetta var honum erfið reynsla en nú var komið að honum sjálfum að kveðja þetta líf. Það var eins og Bjarni vissi að komið væri að kveðjustund. Síðustu vikurnar ræddi hann oft um dauðann og konu sína og um það hverjir væru dánir. Hann virtist sáttur við að kveðja þetta líf. Ég kveð nú minn kæra tengdaföð- ur með söknuði. Ég finn til þakklætis fyrir að hafa fengið að vera honum samferða á lífsins vegi. Minningin um yndislegan mann mun ætíð lifa. Guð blessi minningu Bjarna Ágústssonar. Gunnjóna Una Guðmundsdóttir. Eitt sinn skal hver deyja. Sá ör- lagadómur er óumflýjanlegur, eins og nótt kemur á eftir degi og vetur á eftir sumri. Hver stund ævi okkar fellur eftir aðra, elsku besti afi minn. Þú ert eflaust hvíldinni feginn, farinn á fund ömmu og pabba og allra hinna ástvina okkar á himnum. Ég sat hjá þér í setustofunni á Eir tveimur dögum áður en þú lést og við spjölluðum um alla heima og geima. Þú varst óvenju hress og kátur, spurðir um alla, Birnu, Sússí, krakk- ana okkar og hvað þau væru að gera. Eins vildirðu vita um Bryndísi og Jesse. Þú brostir og hlóst og ekki hvarflaði það að mér að ég sæi þig ekki aftur þegar ég kyssti þig bless. Elsku besti afi í Skipholti, eins og ég kallaði þig alltaf, mikið á ég eftir að sakna þín. Minningin um afa getur aldrei orðið að kulnuðum glæðum heldur ljósbera sem heldur á lofti kyndlum minninganna. Leiðir skilur að sinni. Að eilífðarströnd umvafinn elsku frjáls ertu farinn ferðina löngu. Í engla veröld andinn lúinn í föðurfaðmi friðsæll hvílir. Takk fyrir tímann og tryggðarþelið í mörgum mætum minningum er lifa. (Jóna Rúna Kvaran.) Blessuð sé minning elskulegs afa míns, Bjarna Ágústssonar Mæhle. Selma Ágústsdóttir. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Elskulegur föðurafi minn, Bjarni Ágústsson Mæhle, er látinn á nítug- asta og fyrsta aldursári. Hann var norskur að uppruna. Hann kom fyrst til Íslands á Alþingishátíðina 1930 þá 18 ára gamall búfræðinemi. Hann fór að vinna á búinu í Viðey, en þar bjó ung stúlka, Sigríður Einarsdóttir amma mín. Þar með voru örlög þeirra ráðin. Haustið 1934 hélt hann til Bretlands að ljúka námi og héldu afi og amma sambandi með bréfaskrift- um. Vorið á eftir kom hann svo al- kominn til Íslands. Í maí 1935 fæddist eldri sonur þeirra, faðir minn Ágúst Bent. Yngri sonur þeirra, Jóhann, er fæddur í maí 1949. Þegar svo náinn ættingi fellur frá fara um hugann ótal minningarbrot. Afi og amma voru órjúfanlegur hluti af tilverunni. Afa líkaði hér vel, hann átti gott líf, átti góða konu og var heilsuhraustur þar til hann veiktist alvarlega fyrir sjö ár- um og var bundinn hjólastól upp frá því. Eftir að hann veiktist bjó hann lengst af á hjúkrunarheimilinu Eir. Ömmu missti afi fyrir fjórum árum. Þegar ég var að alast upp dvaldi ég löngum hjá ömmu og afa í Skipholti 28. Þar var mjög gott að vera og voru þau einstaklega gestrisin og góð heim að sækja Þar kynntist ég stórfjöl- skyldunni, frænkum og frændum og öllum þar í kring, því alltaf var ein- hver í heimsókn. Eins komu systk- inabörn afa í heimsókn frá Noregi. Hann afi minn var einstaklega ljúfur og góður maður. Bak við byrgða glugga bak við hljóðar nætur bíður myndin þín. Þegar golan grætur við gluggann, inn til mín andar gömul angan aftur strýkur vangann hlýja höndin þín. Man enn brosið bjarta sem blíður geisli skín yfir höf og hauður hann er gleði mín. (Guðjón Sveinsson.) Elsku afi minn, ég vil þakka þér fyrir skjólið góða, sem þú veittir mér þegar ég var barn. Blessuð sé minning þín. Sigríður Ágústsdóttir. BJARNI ÁGÚSTSSON MÆHLE ✝ Sigurlinni Sigur-linnason fæddist í Hafnarfirði 12. júní 1927. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vilhelmína Ólafs- dóttir frá Gesthús- um í Hafnarfirði, f. 11. maí 1905, d. 18. mars 1983, og Sig- urlinni Pétursson byggingameistari, f. í Skáladal í Aðalvík 12. desember 1899, d. 20. júní 1976. Sigurlinni Sigurlinnason var annar í röð sex systkina: Ingi- björg, f. 30. mars 1926, d. 21. mars 1986, Ólafur Pétur trésmið- ur, f. 12. maí 1929, d. 5. feb. 2001, hanna Kondrup. Sigurlinni eignaðist einnig dótturina Þór- hildi Ólafs prest, f. 6. nóvember 1950, maki hennar er Gunnþór Ingason sóknarprestur. Synir þeirra eru Finnur, Þórður og Bergur. Móðir Þórhildar var Þór- unn Bergsteinsdóttir. Sigurlinni stundaði fjölbreytt störf um ævina, einkum verslun- arstörf. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum og starfaði á vegum Samvinnuhreyfingarinnar. Hann rak um tíma eigið versl- unarfélag. Hann tók þátt í bygg- ingastarfsemi m.a. ásamt föður sínum. Um árabil starfaði hann að þróunaraðstoð í Kenýa. Eftir heimkomuna starfaði hann í prentiðnaði um tíma en starfaði síðar í tengslum við fiskiðnað, m.a. fiskútflutning. Sigurlinni tók þátt í félagsstörfum m.a. á vegum Framsóknarflokksins, sat í safn- aðarnefnd Garðakirkju og var fé- lagi í Rotary. Útför Sigurlinna verður gerð frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin athöfnin klukkan 13.30. Svanhvít myndlista- maður, f. 6. ágúst 1934, Gylfi Eldjárn forstöðumaður, f. 17. mars 1936, og Vil- hjálmur Eldjárn hjúkrunarfræðingur, f. 6. jan. 1944. Sigurlinni kvæntist 5. des. 1950 Ingi- björgu Einarsdóttur, f. 20. júlí 1927. For- eldrar hennar voru Guðrún Ásgeirsdóttir frá Miðhúsum á Mýr- um, f. 1. júlí 1887, d. 29. júní 1957, og Ein- ar Bjarnason, verkstjóri frá Túni í Flóa, f. 31. júlí 1883, d. 2. ágúst 1942. Sonur Ingibjargar og Sigur- linna er Sigurlinni matvælafræð- ingur, f. 27. maí 1950, maki Jó- Kæri Sigurlinni. Þá er komið að síðasta sendibréfinu. Þau hafa ekki orðið svo mjög mörg okkar á milli um ævina, því þú bjóst í næsta húsi við bernskuheimili mitt og samgangur á milli var alltaf mikill. Þið Ingibjörg voruð einskonar aukaforeldrar fyrir okkur systkin- in. Heimili ykkar stóð okkur ávallt opið. Við eigum góðar minningar frá piparkökubakstri fyrir jólin, sumarútilegum, þar sem gist var í tjaldi og bílferðum út í náttúruna. Fyrir utan allar máltíðirnar og samræðurnar um heimspekileg málefni, frásagnir af skemmtileg- um atburðum og hnittnum tilsvör- um samferðamanna. Eitt sinn í æsku bankaði ég uppá hjá ykkur til að sýna ykkur nýja kjólinn minn. Þá var klukkan sex að morgni! Ég man ekki eftir að hafa fengið skömm í hattinn. Þið skilduð svo vel barnssálina, enda hafa börn alla tíð laðast að ykkur. Þú hvattir mig til náms. Þú sagðir eitt sinn: Það er betra að spyrja og vera vitlaus í fimm mín- útur en allt sitt líf. Það var þín heimspeki. Þegar þið bjugguð í Kenýa kom ég til ykkar og bjó hjá ykkur í fjóra mánuði. Það var árið 1978. Það var ógleymanlegur tími. Við höfum oft rifjað upp söguna af því þegar við ferðuðumst um Masai Mara á hvíta Scoutinum og ég hrópaði: Passaðu þig Linni, það er ljón á veginum! Já, það var ljón á veginum í orðsins fyllstu merk- ingu. Þið Inga höfðuð yndi af að ferðast. Það var ykkar helsta áhugamál. Þegar heim var komið fengum við að ferðast með ykkur í huganum í gegnum frásagnir og myndir. Um tólf árum áður en ég settist að í Öræfum áttuð þið Inga leið hér um með bilaðan bíl og komuð á heimili tengdaforeldra minn, Þor- steins og Sigrúnar í Svínafelli. Þið voruð að koma til landsins með Norrænu eftir fimm ára dvöl í Kenýa. Mágur minn gerði við bíl- inn á meðan þið sátuð og spjöll- uðuð við heimilisfólkið. Í brúð- kaupinu tólf árum síðar sagðist þú hafa viljað taka heimilið út og kanna hvort óhætt hafi verið fyrir Hafdísi að setjast að hjá þessu fólki. Svona varst þú, bjóst til æv- intýri og skemmtun úr hversdags- leikanum. Mér þótti vænt um heimsóknir ykkar til mín í Öræfin. Ég vildi að börnin mín fengju að kynnast móð- urfólki sínu og þar með hluta af mér, en hér eru þau svo kunnug sínum föðurranni. Milli barnanna og ykkar var ekkert kynslóðabil. Þið töluðuð við þau eins og full- orðið fólk, sögðuð þeim sögur en hlustuðuð jafnframt á frásagnir þeirra og munduð þær. Nú er komið að leiðarlokum og þú farinn í ferðina miklu á vit for- feðra og formæðra þinna. Við lítum til með Ingibjörgu, sem nú er orðin ein. Hafðu þökk fyrir allt. Góða ferð og Guð blessi þig. Við sjáumst síðar. Þín systurdóttir, Hafdís. Einhvern tíma sagði ég í minn- ingarljóði: „Mannlíf tíminn með sér færir; markvisst þar er rutt á burt.“ Þannig er mannlífið – á sí- felldri ferð. Það er brú,sem við eig- um að ferðast yfir, en ekki að byggja bústað okkar á. Þannig segir í fornu, kristilegu riti. Okkur eru lánaðir nokkrir ára- tugir til að koma fram störfum og stefnu. Veltur þá á miklu, að vel sé að verki staðið. Það gerum við mörg með því að undirbúa okkur vel, í andlegu og verklegu tilliti. Flestir stunda nám, sumir um langa tíð. Það var einmitt það, sem leiddi mig og þann, sem ég minnist hér á eftir með nokkrum orðum, saman. Við hittumst á Reykjaskóla í Hrútafirði haustið 1943, ásamt mörgum öðrum ungmennum víðs vegar að af landinu. Framtíðin brosti við okkur. Nokkrum sinnum höfum við komið saman til að minnast liðinna daga. Mörg eru horfin í tímans haf, nú síðast hann Sigurlinni. Hann var hávaxinn og spengilegur unglingur með mikið og fagurt hár. Snyrtimenni og bar ekki með sér neinn kotungsblæ. Ég komst fljótt í samband við Sig- urlinna. Hann lagði skólablaðinu til efni, en oft var þrautin þyngri að fá fólk til að skrifa, þó að vel væri máli farið í daglegri umræðu. Ekki er langt síðan Sigurlinni hringdi til mín, en það gerði hann oft, og ræddi um lífið á Reykja- skóla, sem hann minntist með mik- illi ánægju. Þarna var mennta- stofnun og um leið stórt heimili. Þegar ég spurði Sigurlinna hvers af skólafélögunum hann minntist einna greinilegast, sagði hann það vera sá sem þetta ritar. Ekki efa ég, að hann mælti þetta heils hug- ar. Sigurlinni stundaði verslunar- nám í Samvinnuskólanum, eins og fleiri, sem luku prófi frá Reykjum og fleiri héraðsskólum. Hinn látni skólafélagi vann sitt ævistarf með sóma og kveður nú fólk og Frón. Hans minnist ég með þökk og virð- ingu. Aðstandendum er vottuð samúð við andlát hans. Auðunn Bragi Sveinsson. SIGURLINNI SIGURLINNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.