Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
?
Jóhanna Þorleifs-
dóttir fæddist í
Selárdal í Hörðudal
18. desember 1914 .
Hún lést á Landspít-
ala ? Háskólasjúkra-
húsi við Hringbraut
29. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Jóhanna
Ólafsdóttir húsfreyja
og Þorleifur Jónsson
bóndi. Jóhanna var
næstyngst af níu
systkinum, tvö dóu í
æsku. Eftirlifandi
eru þau Kristín og
Jón. Látin eru Guðmundur, Þor-
kell, Kristján, Sól-
veig og tvö fóstur-
systkini, þau
Þorgerður Hanna
Haraldsdóttir og
Þórarinn Ólafsson.
Jóhanna vann
lengst af sem aðstoð-
arstúlka við bók-
band. Hún var ógift
og barnlaus. Jó-
hanna bjó í Reykja-
vík frá árinu 1934.
Útför Jóhönnu
verður gerð frá
Fossvogskapellu í
dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Hún Hanna frænka átti einkarétt
á frænkunafninu í mínum huga.
Enginn í stórfjölskyldunni hét
frænka önnur en Hanna frænka.
Hanna frænka var ógift og barn-
laus en við börnin í fjölskyldunni
vorum öll hennar börn. En nú er
frænkan mín dáin og skilur eftir sig
skarð í tilverunni. Hanna frænka
sem var svo til daglegur gestur á
heimilinu öll mín uppvaxtarár, hún
sem alltaf var en er ekki lengur,
nema í minningunni.
Hanna frænka vann við bókband
frá því ég man eftir mér þar til hún
komst á eftirlaunaaldur. Hanna
frænka hefði ekki þurft að kaupa
sér kort í líkamsrækt, því hún fór
allt í strætó og gangandi þangað
sem hún þurfti að fara. Hanna
frænka kom með jólin á aðfangadag
og sumarið í sumarbústaðinn. Ég
man eftir Hönnu frænku með kúst-
inn upp um öll loft í bústað númer
13 í Ölfusborgum, þegar hún var að
verja mig fyrir hrossaflugum. Ég
man eftir Hönnu frænku í ?Ljóð og
sögu? ferðalagi, þegar hún kallaði
mig inn í tjald, klukkan langt geng-
in í þrjú, í bjartri sumarnóttinni í
Þjórsárdal og mér 12 ára fannst
fjörið rétt vera að byrja. Ég man
eftir heimsóknum mínum til Hönnu
frænku og mér fannst alltaf svo há-
tíðlegt, hún snérist í kringum lítið
barnið eins og það væri alvöru
manneskja. Ég man eftir mér sem
barni, unglingi og fullorðinni ? allt-
af var Hanna frænka nálæg. Sú ná-
lægð var góð og sem mér fannst að
hlyti að vera eilíf. En enginn er ei-
lífur nema í hugum okkar og Hanna
frænka verður alltaf partur af mínu
lífi.
Anna Gunnlaugsdóttir.
Sennilega má telja Hönnu Þor-
leifs í hópi einstæðinga í þeim skiln-
ingi að hún giftist aldrei og eign-
aðist ekki afkomendur. En lengra
nær sú samlíking ekki. Hún átti
stóra fjölskyldu og stóran vinahóp,
hvarvetna aufúsugestur og hrókur
alls fagnaðar. Óbrigðult minnið og
snörp kímnigáfan settu hana í hóp
skemmtilegustu kvenna. Uppá-
haldsfrænka og kjöramma hjá
stærri hópi barna en margir sem
hlaða niður börnum geta nokkurn
tíma gert sér vonir um. Verandi í
hópi þeirra Íslendinga sem urðu
vitni að öllum framförum sem við
teljum máli skipta, frá gúmmistíg-
vélum til GSM, frá hestvögnum til
sólarlandaferða, hafði hún frá
mörgu að segja og lá ekki á frá-
sögnum sínum þegar sá gállinn var
á henni. Auðlesið uppflettirit um
alla síðustu öld. Lífsnautnamann-
eskja sem neitaði sér ekki um
heimsins lystisemdir og alltaf var
hann góður kaffisopinn. Hún var af
þeim stofni sem við kölluðum Breið-
holtskynið eftir því Breiðholti sem
mun hýsa flesta Íslendinga nú um
stundir, þó ættir og uppruni liggi
vestur í Kolbeinsstaðahrepp. Sterk-
ur stofn sem heldur sínu fram á síð-
asta dag og er ekki með neitt vol og
væl.
Ég tel mig ákaflega heppinn
mann að hafa fengið að vera sam-
ferða Hönnu í rúm þrjátíu ár og tel
mikils virði að börnin mín hafi feng-
ið að kynnast henni og njóta þeirrar
tengingar sem hún var þeim aftur
til þeirra tíma sem nú eru horfnir
og fæstir skeyta neinu um. Það er
öllum nauðsynlegt að þekkja sínar
rætur. Ég þykist viss um að nú sé
búið að hella upp á könnuna hinum
megin og kveikja í sígarettu, von-
andi eiga þeir sérrítár líka. Þar er
Hönnu ekki í kot vísað. Megi sá
gleðskapur vara að eilífu.
Far vel Hanna mín. 
Sigurður E. Rósarsson.
JÓHANNA 
ÞORLEIFSDÓTTIR 
?
Árni Júlíus Har-
aldsson fæddist
5. október 1915 á
Ytri-Skjaldarvík við
Eyjafjörð. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
25. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Katrín Jóhannsdóttir
og Haraldur Pálsson.
Árni var yngstur
fjögurra systkina,
sem nú eru öll látin.
Árni kvæntist
22.12. 1938 Aðalheiði
Ólafsdóttur frá Dagverðartungu í
Hörgárdal, f. 3.3. 1910, d. 29.10.
1963. Þau bjuggu mestallan sinn
búskap á Hallfríðarstöðum í
Hörgárdal. Börn þeirra: a) Har-
aldur, f. 1939, d. 3.12. 1984, b)
Ólafur, f. 1941, maki Fjóla Mar-
grét Björgvinsdóttir, c) Arnór
Gísli, f. 1945, d. 1952, d) Eygló
Ágústa, f. 28.6. 1948, maki Sigurð-
ur Pálmason, og e)
Gylfi, f. 1949, maki
Marilou Dequino.
Árni flutti til Ak-
ureyrar 1968 og
starfaði hjá Kaup-
félagi Eyfirðinga
uns hann lét af störf-
um vegna aldurs.
Frá árinu 1968 bjó
Árni í Víðimýri 3
ásamt Haraldi syni
sínum og eftir fráfall
hans bjó hann þar
einn.
Undanfarin 15 ár
átti Árni góða og
nána vinkonu, Rósfríði Eiðsdótt-
ur. Vinátta þeirra var honum afar
mikils virði og hún reyndist hon-
um stoð og stytta til hins síðasta.
Hann eignaðist þrjú barnabörn og
sex barnabarnabörn.
Útför Árna verður gerð frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30. Jarðsett
verður í Bægisárkirkjugarði.
Vini mínum og frænda Árna J.
Haraldssyni kynntist ég fyrst sum-
arið 1950 er ég þá ungur piltur var
sumarlangt ?í sveit? í Hörgárdal. Ég
var að hluta til hjá honum og konu
hans, Aðalheiði Ólafsdóttur, á Hall-
fríðarstöðum og að öðrum hluta hjá
bróður Aðalheiðar, Páli, og konu
hans Huldu í Dagverðartungu, en
við Aðalheiður og Páll vorum
bræðrabörn.
Þessi dvöl mín hjá frændfjölskyld-
um mínum var mér til mikils þroska
og ánægju og hafa alltaf verið síðan
góð tengsl við allt það góða fólk.
Árni var rauðbirkinn og þá með
jarpt liðað hár, meðalmaður að hæð
og jafnan grannur og lipur og sómdi
sér vel, glaðlegur og hlýr í viðmóti
og gat verið snöggur í hreyfingum
og fljótur til, en var oftast hægur og
prúður í fasi. Hann var gamansamur
og fljótur til að sjá hið spaugilega.
Það var gaman að sjá kímnina
byggjast upp í andlitinu, hláturinn
byrjaði í augunum, smábrosviprur
komu og fóru og komu síðan aftur í
munnvikin, smáhreyfing í axlirnar
og síðan fóru þær og andlitið allt á
hreyfingu og hláturinn streymdi
fram, aldrei með skellum eða há-
vaða, heldur með innilegri og smit-
andi kímni.
Árni átti mjög gott bókasafn og
var víðlesinn. Allar hans bækur voru
vel innbundnar og vel með farnar.
Hann var ljóðelskur og átti mjög
gott með að setja saman vísur, bæði
gamanvísur og stemningsvísur. Eins
og hann átti kyn til var tónlistin og
söngurinn hans eftirlætishugðar-
efni, en Árni var bróðir hins kunna
tónskálds Jóhanns Ó. Haraldssonar,
sem vel var þekktur. Árni var ágætis
orgelleikari og söng bæði með
kirkjukórum á Bægisá og Akureyr-
arkirkju og víðar sem og í karlakór.
Hann var í söngflokkum með þekkt-
um söngmönnum og hafði milda og
þægilega rödd, ekki sterka en sem
féll vel með öðrum í flokki. Hann
samdi nokkur sönglög sem hann
leyfði mér sum að heyra og eru þau
falleg og mjög ljóðræn.
Árni missti Aðalheiði sína fyrir
mörgum árum, en hélt bú áfram með
ungum börnum þeirra. En 1968
fluttist hann með þeim til Akureyrar
og keypti hús í Víðimýri 3 og bjó þar
alla tíð síðan. Hann gerðist starfs-
maður KEA, m.a. í bögglageymslu
KEA, og starfaði þar í mörg ár og
var jafnan vel látinn, bæði af hús-
bændum sem hinum fjölmörgu, sem
áttu þar viðskipti. Síðan starfaði
hann við Bókaútgáfuna Skjaldborg
og vann við ritstörf.
Við Árni urðum fljótt góðir mátar
og þróuðust kynni okkar til sterkrar
vináttu er árin liðu. Hann kom ætíð
heim til mín þegar hann kom suður
og tengdist strax vinarböndum við
konu mína og börn. Þau bönd styrkt-
ust og fylgdist hann vel með börnum
okkar. Eins var það ljúf skylda að
heimsækja hann á Akureyri í sum-
arferðum og þegar færi gafst. Það
var gaman að ræða málin við Árna,
hann var einlægur samvinnumaður,
réttsýnn og framsýnn, fylgdist vel
með landsmálum og tók afstöðu til
manna og málefna. Hann unni sögu
landsins og þjóðarinnar, las mikið og
skrifaði um þjóðlíf liðinna daga.
Hann var ættfróður og mann-
glöggur. Þó svo að hann væri ekki
sammála mönnum heyrði ég hann
sjaldan hallmæla neinum, sagði að
hver og einn hefði eitthvað til síns
ágætis, en gat, ef svo lá á honum,
komið með góða stöku um málefnið.
Hann hafði sterka trú á hið góða í
manninum. Hin gömlu og góðu gildi
vildi hann halda í heiðri og lét sjald-
an aðra leiða sig af þeirri leið. Hann
var traustur í trú sinni og var viss
um æðra líf eftir jarðvistina.
Árni kynntist góðri konu, Rósfríði
Eiðsdóttur, og urðu þau nánir vinir,
heimsóttu hvort annað og styrktu og
sýndu hvort öðru mikla umhyggju
og voru góðir félagar. Þau heimsóttu
okkur hingað á Selfoss oft og mörg-
um sinnum og voru þau alltaf au-
fúsugestir. Tókst með okkur Rósu
góð vinátta. Við Árni höfðum oft
símasamband okkar á milli og
reyndi ég að fylgjast með honum nú
síðustu árin, en hann átti við veikindi
að stríða. Síðast heimsóttum við
Unnur konan mín hann í september
og tóku hann og Rósa á móti okkur
með sama hlýhug og jafnan áður.
Hann fékk með góðri aðstoð Rósu og
fjölskyldu sinnar sem og annarra að
halda sínu heimili og vera þar til
loka. Árni hafði einstaklega fallega
rithönd, var sérstakur listaskrifari.
Það var hrein unun og hátíð að lesa
bréfin og jólakortin frá honum, þau
voru svo fallega uppsett, stafirnir
hrein listasmíði. Og enn nálgast
jólahátíðin. Að vísu fáum við nú ekk-
ert jólakort frá Árna, en við eigum
alltaf jólakveðjur frá fyrri árum,
sem við getum dáðst að og yljað okk-
ur við yl minninganna og góðra óska.
Árni hefur nú gengið til æðra sviðs
og tengst ástvinum sínum, sem áður
hafa farið. Við Unnur óskum honum
velfarnaðar á þeim leiðum, sem hann
hefur nú lagt út á, og biðjum góðan
guð að blessa okkur minninguna um
góðan dreng. Við söknum góðs
frænda og vinar. Ástvinum Árna
vottum við dýpstu samúð.
Gunnar Álfar Jónsson.
Í dag kveð ég vin minn, Árna J.
Haraldsson. Ég mun ætíð minnast
hans með hlýju og þakklæti fyrir allt
sem hann hefur gert fyrir mig. Þeg-
ar ég var í skóla bjó ég hjá honum og
Haraldi heitnum syni hans og átti
góða daga. Ég sinnti léttum heim-
ilisstörfum og fékk í staðinn fæði og
húsnæði. Á fullorðinsárum geri ég
mér grein fyrir að heldur hefur hall-
að á þá feðga í þeim viðskiptum, en
Árni, þessi öðlingur, kvartaði aldrei.
Ég kallaði Árna oft fóstra minn og
þótti við hæfi að skíra elsta son
minn, Þóri Árna, í höfuðið á föður
mínum og fóstra mínum.
Árni var alltaf kátur og hafði gam-
an af að senda mér og vinkonum
mínum, sem sumar voru með annan
fótinn á heimilinu, vísupart sem við
áttum að botna. Hann var mikið fyr-
ir bókalestur og átti stórt bókasafn
sem ég sótti mjög í.
Samband okkar Árna rofnaði
aldrei, þótt við hittumst ekki svo oft
eftir að ég flutti frá Akureyri. Hann
leit inn hjá mér þegar hann kom í
höfuðborgina, samur við sig og
reyndi alltaf að slá á létta strengi
þótt af honum væri dregið hin síð-
ustu ár.
Ég votta ættingjum Árna og vin-
um einlæga samúð mína á þessum
erfiðu tímum.
Kolbrún.
Í dag verður til moldar borinn í
átthögum sínum Árni J. Haraldsson.
Árni var fæddur í Ytri-Skjaldar-
vík í Glæsibæjarhreppi en mestan
hluta starfsævi sinnar dvaldist hann
í Hörgárdal, þar sem hann stundaði
búskap, lengst af á Hallfríðarstöð-
um.
Þótt það yrði hlutskipti Árna að-
sinna búskaparstörfum um langt
skeið hafði hann þó einnig áhuga á
ýmsum öðrum málum, þar á meðal
hafði hann gaman af að festa á blað
ýmislegan fróðleik sem hann nam
frá öðrum svo og um ýmislegt sem
hann upplifði sjálfur. Og þegar hann
var hættur búskap og fluttur til Ak-
ureyrar, kominn nokkuð á sextugs-
aldurinn, fór hann að sinna ýmiskon-
ar ritstörfum auk þeirrar vinnu sem
hann stundaði sér til lífsviðurværis.
Má þar nefna að hann bjó til prent-
unar ritsafn sveitunga síns, Eiðs
Guðmundssonar á Þúfnavöllum, í
fjórum bindum, þar sem fjallað var
um búskaparhætti í Hörgárdal að
fornu og nýju.
Það var árið 1987 að leiðir Árna
heitins og Sögufélags Eyfirðinga
lágu saman, en þá hafði starfsemi fé-
lagsins um skeið verið í nokkurri
lægð og útgáfa þess á tímaritinu Súl-
um hafði legið niðri um fáein ár.
Þegar nýkjörin stjórn Sögufélags-
ins fór að leita fyrir sér um mann
sem hefði til þess áhuga og kunnáttu
að taka að sér ritstjórn Súlna beind-
ust sjónir manna fljótlega að Árna J.
Haraldssyni og eftir nokkra um-
hugsun féllst hann á að taka verk-
efnið að sér. Var hann síðan ritstjóri
Súlna um sex ára skeið og tókst þá
að fjölga nokkuð áskrifendum tíma-
ritsins, enda var það allfjölbreytt að
efni undir stjórn Árna heitins.
Þá ritaði Árni nokkra þætti sjálf-
ur í ritið um eyfirsk málefni og þá
ekki síst úr Hörgárdal. Fyrir kom
einnig að Árni birti eftir sig kveð-
skap í Súlum, en hann átti létt með
að setja saman vísur þótt hann flík-
aði því ekki.
Nú við þessi leiðarlok Árna J.
Haraldssonar vill stjórn Sögufélags
Eyfirðinga þakka honum fyrir starf
hans í þágu félagsins og á akri ey-
firskra fræða, um leið og vanda-
mönnum hans eru færðar samúðar-
kveðjur.
Stjórn Sögufélags Eyfirðinga.
Nú hefur Eyjafjörður mikils
misst.
Horfinn er einn hans helstu fræði-
manna sem lifði og dó í skauti hans
og stóð föstum fótum í eyfirskri
menningu og fræðum. Víst var Árni
saddur lífdaga eftir heilsuleysi síð-
ustu ár. Ekki mun hann þó krama-
kriki í minningunni, heldur sem hinn
lífsglaði og virðulegi eyfirski aristó-
krat sem hann lengstum var, vak-
andi í félagslífi, fræðaþulur, ?húm-
oristi? og skáld sem öllu unni sem
göfga mátti og gleðja. Árni var son-
ur þeirrar íslensku bændamenning-
ar sem óðum er að hverfa ? og með
henni margt sem best hefur aðgreint
okkur frá öðrum þjóðum. Sjálfur
sinnti hann búskap flest sín mann-
dómsár í einni fegurstu sveit lands-
ins, Hörgárdalnum.
Árni var sonur kynslóðar sem
ekki hafði efni né aðstæður til að
dvola við langvinnt bóknám en bætti
sér skólaskortinn upp með víðfeðmu
sjálfsnámi. Hann var sannur bóka-
unnandi og átti fallegt bókasafn í
stofunni. Margar batt hann inn sjálf-
ur af meðfæddri verklagni. Og list-
hneigð hans mátti glöggt greina í
fleiri þáttum, t.a.m. þandi hann nikk-
una listavel. Bar hann í sér ríka tón-
hneigð, ekki síður en eldri bróðir
hans, Jóhann tónskáld, og hafði
mikla ánægju af söng, enda virkur
gullbarki í kórastarfi nyrðra um ára-
bil. Lítið kynntist ég þó söngvaran-
um ? en þess betur hagyrðingnum.
Raunar öfundaði ég hann af skálda-
æðinni ? enda ekki á allra færi að
yrkja svo um árstíðirnar: 
Sumarið með sólskinið
og söngvakliðinn tæra
bunu niðinn bakka við
og blágresið mitt kæra.
Húmið laðar haustið að
hryggist hvað sem lifir
héluskaðað bliknað blað
bærist hlaðið yfir.
Jörðin ljósum klæðist kjól
kulda að rósum setur
lækir frjósa, sefur sól
sigri hrósar vetur.
Vorið dáða vekja á
von og þrá í hjarta
gleði tjáir bros á brá
blómin smáu skarta.
Síst hampaði hann þó vísum sín-
um né miklaðist af þeim. Það er
happ eyfirskum fræðum að þessi
hörgdælski bóndi skyldi á efri árum
veljast í ritstjórastól ?Súlna?, tíma-
rits Sögufélags Eyfirðinga, þar sem
hann barg mörgum þjóðlegum fróð-
leik á prent. Á síðum ?Súlna? má
best kynnast fræðimanninum Árna,
vandvirkni hans og meistaratökum á
tungunni. Má fagna því að nafn hans
og minning skuli geymast á síðum
þess um ókomin ár. En í huga allra
sem honum kynntust mun auk þess
geymast minningin um gegnheilan
eyfirskan aðalsmann, vandaðan og
sannan vin vina sinna. Aðstandend-
um Árna votta ég samúð mína.
Jón B. Guðlaugsson.
ÁRNI J. 
HARALDSSON 
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími)
fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein-
stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5?15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76