Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						UMRÆÐAN
52 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STARF Háskóla Íslands er mjög
fjölbreytt. Innan hans starfa ellefu
mismunandi deildir og fræðasviðin
eru fleiri en fimmtíu. Skólinn hefur
allt frá stofnun, árið 1911, haft það
hlutverk að gefa íslenskum náms-
mönnum kost á fjölbreyttu námi
sem stenst alþjóðlegan samanburð.
Uppbygging framhaldsmenntunar á
sér langa sögu og um eflingu hennar
hefur ríkt samstaða, enda almennt
talið að útgjöld til málaflokksins séu
til hagsbóta fyrir þjóðfélagið. 
Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar-
innar sem lagt var fram síðastliðinn
október er gert ráð fyrir að í Há-
skóla Íslands séu um 4.500 virkir
nemendur á þessu skólaári. Sam-
kvæmt skráningartölum skólans eru
þeir mun fleiri. Því er ljóst að auka
þarf fjárframlag ríkisins til þess að
Háskóli Íslands geti haldið áfram að
keppa við bestu háskóla erlendis og
sinnt hlutverki sínu sem grunnur
fræða- og vísindastarfs í landinu.
Stjórn skólans gerir ráð fyrir að
heildarfjöldi virkra nemenda eigi
eftir að aukast mikið á næstu árum
enda hefur það sýnt sig að þegar
þrengist um á vinnumarkaði leita
fleiri í nám. 
Meiri samkeppni um 
fjármagn til menntunar
Mikil umræða hefur verið um
stöðu Háskóla Íslands í breyttu um-
hverfi íslensks menntakerfis. Með
breytingum á lögum um háskóla ár-
ið 1997 var einkareknum skólum
gert kleift að starfa og með reikni-
líkani var hverjum skóla tryggt fjár-
magn frá ríkinu í samræmi við
fjölda nemenda. Á undanförnum ár-
um hafa nokkrir skólar bæst við á
háskólastigi, þar á meðal Háskólinn
í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og
Listaháskóli Íslands, og sífellt fleiri
bítast um fjárframlög ríkisins til
menntunar. 
Fámennar greinar 
í vanda
Háskóli Íslands er staðráðinn í
því að standa sig í þeirri samkeppni
sem ríkir um háskólanema hér eftir
sem hingað til og hefur í raun komið
í ljós að metnaðarfullir fræðimenn
kjósa fremur að starfa í því um-
hverfi sem Háskóli Íslands býður
upp á jafnvel þótt hærri laun og
betri vinnuaðstaða kunni að bjóðast
annars staðar. Sérstaða Háskóla Ís-
lands er sú að hann er eini rann-
sóknarháskóli landsins og sá eini
sem spannar flest hin hefðbundnu
fræðisvið að hætti stórra háskóla
um heim allan.
Sú samkeppni sem nú ríkir er
fyrst og fremst í greinum sem lík-
legar eru til þess að skila nemend-
um í hálaunastöður en Háskóli Ís-
lands lítur hins vegar á það sem
markmið sitt að veita fjölbreytta
menntun í fleiri mikilvægum grein-
um, s.s. tungumálum, heilbrigðis-
greinum, heimspeki og félagsfræð-
um. Kostnaður við kennslu margra
þessara greina er miklu hærri en
kostnaður við kennslu í t.d. lögfræði
eða viðskiptafræði. Auk þess eru
færri nemendur sem leita í þessi fög
og kennsla þeirra því hlutfallslega
dýrari.
Reiknilíkan menntamálaráðu-
neytisins sem hannað er til að út-
deila fjármagni til skóla á háskóla-
stigi var gert að sænskri fyrirmynd.
Ætla má að slíkt reiknilíkan þróist
og taki mið af séríslenskum aðstæð-
um og mjög hæpið er að sænska
kerfið hæfi fullkomlega hinu ís-
lenska kerfi. Einn þeirra þátta sem
nauðsynlegt er að taka tillit til er að
mun færri nemendur leggja stund á
hverja fræðigrein hér á landi.
Grunnforsenda reiknilíkans Sví-
anna, sem reiknireglur mennta-
málaráðuneytis byggjast á, er að
það séu um þrjátíu virkir nemendur
að meðaltali á hverju fagsviði. Í Há-
skóla Íslands er þessi fjöldi undir
tuttugu nemendum. Því er ljóst að
leiðrétta verður líkanið til að standa
undir hlutfallslega hærri kostnaði á
hvern nemanda eða gera ráð fyrir
kennslu í fámennum greinum með
sérstökum fjárveitingum. 
Þverpólitísk samstaða
um jafnan aðgang að námi
Frá stofnun Háskóla Íslands hef-
ur hann haft mikla þýðingu fyrir ís-
lensku þjóðina og ríkt hefur þver-
pólitísk samstaða um að veita öllum
jöfn tækifæri til náms. Stúdentaráð
Háskóla Íslands hefur hafnað öllum
hugmyndum um skólagjöld til að
tryggja jafnan aðgang að fram-
haldsmenntun og er skemmst að
minnast undirskriftasöfnunar Stúd-
entaráðs á síðasta ári þar sem nem-
endur mótmæltu hækkun innritun-
argjalda. Samkeppnisstöðuna
verður að rétta með öðrum leiðum,
t.d. með auknu tilliti til fámennra
námsgreina. Algjör samstaða ríkir í
Stúdentaráði gegn upptöku skóla-
gjalda við Háskóla Íslands. Í ljósi
þessa, og þess að stefna stjórnvalda
hefur hingað til verið sú að tryggja
jafnan aðgang að æðri menntun, er
mikilvægt að nauðsynlegar úrbætur
verði gerðar á þeim samningum
sem í gildi eru á milli Háskóla Ís-
lands og ríkisins.
Eftir Brynjólf 
Stefánsson
?Algjör sam-
staða ríkir í
Stúdenta-
ráði gegn
upptöku
skólagjalda við Háskóla
Íslands.?
Höfundur er formaður 
Stúdentaráðs HÍ.
Lausnin er
ekki skólagjöld
Á UNDANFÖRNUM tveimur til
þremur áratugum hefur aldrað fólk
með alvarlega geðsjúkdóma víðast
hvar verið meðhöndlað á sérstökum
sjúkrahúsdeildum. Ástæðan er sú að
greining og meðferð á þessu sviði er
mjög flókin og krefst mikillar sérhæf-
ingar ef vel á að takast til. Greiningin
er oft erfið og krefst mikillar yfirlegu
því sjúkdómarnir leyna oft á sér.
Rannsóknir sýna að þessir sjúklingar
hafa að meðaltali fjóra líkamlega
sjúkdóma auk geðkvillans og gerir
það sjúkdómsmyndina enn flóknari.
Oft tekur þetta fólk margar tegundir
lyfja og verður lyfjameðferð vegna
geðkvillans því venju fremur vanda-
söm því að milliverkanir milli lyfja
geta valdið ónauðsynlegum óþægind-
um eða jafnvel skaða. 
Samvinna við aðstandendur og fé-
lagsþjónustu er einnig lykilatriði.
Stundum er ekki hægt að fá fullnægj-
andi upplýsingar frá sjúklingunum
sjálfum og ekki er óalgengt að þeir
séu háðir ættingjum sínum á ýmsa
lund. Ef sjúklingurinn býr á dvalar-
eða hjúkrunarheimili er fræðsla
starfsfólksins oft nauðsynleg til þess
að hann fái rétta meðferð eftir að dvöl
á öldrunargeðdeild lýkur. 
Í þeim löndum þar sem öldrunar-
geðlækningar eru ekki starfræktar
sem sérstök grein eru aldraðir með
alvarlega geðsjúkdóma venjulega
vistaðir á almennum dvalar- og hjúkr-
unarheimilum, sem oftast hafa hvorki
nægilegan mannafla né þekkingu til
að greina eða meðhöndla þessa sjúk-
dóma. Afleiðingin verður sú að sjúk-
lingarnir fá ekki bót meina sinna, því
þetta fólk heimtar ekki þjónustu af
hinu opinbera og er heldur ekki í
stakk búið til að standa á rétti sínum,
heldur þjáist það í þögn. Það er því al-
farið á ábyrgð samfélagsins að við-
urkenna þörf þessara sjúklinga og
sinna henni. 
Víðast hvar samanstendur öldrun-
arþjónusta af þremur grunneining-
um, legudeild, göngudeild og dag-
deild. Sums staðar er bætt við
sérhæfðum hjúkrunarheimilum fyrir
sjúklinga með langvinna og erfiða
geðsjúkdóma þar sem umönnunin
krefst meiri mannafla og þekkingar
en venja er til. Heimaþjónusta fyrir
þá sem ekki eiga heimangengt er
einnig algeng. Sérhæft starfsfólk fer
þá heim til sjúklingsins, greinir sjúk-
dóminn og leggur drög að áframhald-
andi meðferð. 
Talið er að í þéttbýli sé hæfilegt að
hafa 1,5 legupláss fyrir hverja 1.000
íbúa 67 ára og eldri. Erfitt er að meta
hve stór göngudeild á að vera, það fer
talsvert eftir því hve heilsugæslu-
þjónustan er öflug á hverjum stað því
oft getur heilsugæslan auðveldlega
sinnt eftirmeðferðinni. Ekki er ólík-
legt að fyrir hverja 10 þúsund aldraða
(67 ára og eldri) þurfi eitt starf öldr-
unargeðlæknis á göngudeild ef
heilsugæsluþjónusta á svæðinu virk-
ar vel. Þar sem heilsugæslan er í mol-
um þarf fleiri störf til að sinna þessari
þjónustu. 
Algengur legutími á öldrunargeð-
deild er 4?6 vikur og sjaldan er nauð-
synlegt að legutíminn sé lengri en 8
vikur. Eftir það fara sjúklingarnir
heim, en ef heilsa og aðrar ástæður
krefjast er flutningur á dvalar- eða
hjúkrunarheimili nauðsynlegur. 
Til þess að öldrunargeðdeild geti
þjónað hlutverki sínu þarf að tryggja
að sjúklingar sem ekki geta útskrifast
heim fái pláss á dvalar- og hjúkrunar-
heimili þegar dvöl á deildinni lýkur.
Ef það bregst er hætta á að með tím-
anum breytist deildin í mjög dýra
langlegudeild og geti ekki sinnt því
hlutverki sem henni var upphaflega
ætlað. Í Noregi hefur þetta vandamál
til skamms tíma verið leyst með því
að gera sveitarfélögunum skylt að
greiða dagsektir geti þau ekki útveg-
að sjúklingum af þessum deildum
pláss, þegar til útskriftar kemur. 
Sérhæfðar öldrunargeðdeildir geta
bætt líf og linað þjáningar stórs hóps
sjúklinga sem á litla eða enga mögu-
leika á að bera hönd fyrir höfuð sér af
eigin rammleik. Þessar deildir hafa
nokkurn kostnað í för með sér og er
það auðvitað hverri þjóð í sjálfsvald
sett í hvað hún eyðir fé sínu, en oft
hefur verið sagt að góður mælikvarði
á siðferði þjóðar sé hvernig hún sinnir
börnum sínum og gamalmennum. 
Eftir Hallgrím 
Magnússon
?Sérhæfðar
öldrunargeð-
deildir geta
bætt líf og lin-
að þjáningar
stórs hóps sjúklinga ??
Höfundur er forstöðumaður 
öldrunargeðdeildarinnar við 
Ullevål-sjúkrahúsið í Ósló. 
Öldrunargeðlækningar, 
sérgrein í örum vexti
ÁSTÆÐA þess að ég sting niður
penna er sá einhæfi áróður gegn nýt-
ingu náttúruauðlinda Íslands sem
hefur dunið á okkur landsmönnum í
fjölmiðlum. Ég hef eins og flestir aðr-
ir fylgst með álengdar og beðið eftir
að einhver með vægi og vigt mótmæli
þessum ótrúlega málflutningi. En
það er eins og málsmetandi menn
bresti kjark enda virðist þessi sífelldi
áróður, innantóm órökstudd slagorð
og fullyrðingar, vera farin að síast
inn hjá fólki sem heilagur sannleikur.
Þar er beitt tækni alræmdra áróð-
ursmeistara. Ef sama lygin er end-
urtekin nógu oft, þá verður lygin
sannleikur og sannleikurinn lygi. 
Þeir sem standa á bak við þennan
málflutning eru hávær minnihluti
sem hefur undir merkjum umhverf-
isverndar lagst í krossferð gegn
virkjunum og álbræðslu. Þetta fólk
talar gjarnan um störf í áliðnaði í
niðrandi tóni og flokkar þau sem ann-
ars flokks. Þetta er einfaldlega rangt.
Störf í álverum eru sérhæfð og krefj-
ast sértækrar þjálfunar. Fjöldi
starfsmanna býr yfir iðn- og tækni-
menntun en einnig fer mikil starfs-
þjálfun fram á vinnustaðnum. 
Ég leyfi mér að fullyrða að ekkert
hafi skilað eins miklum kjarabótum
til íslensks iðnverkafólks eins og til-
koma stóriðju Ísals í lok sjöunda ára-
tugarins. Enda hefur stóriðjan greitt
hæst meðallaun miðað við flestar
aðrar starfsgreinar og um leið skilað
einna mestu til þjóðarbúsins. Allir
kjarasamningar, sem gerðir hafa
verið á Íslandi síðan, hafa tekið mið
af þeim samningum sem þar hafa
verið gerðir. Auðvitað hafa þessar
kjarabætur skilað sér meira og
minna til allra starfshópa þjóðfélags-
ins.
Ég, sem vinn með venjulegu fólki
er berst við að hafa í sig og á um leið
og það aflar þjóðfélaginu tekna, skil
ekki hinn veruleikafirrta málflutning
svokallaðra umhverfissinna. Þeir
vilja meina að engu megi fórna á há-
lendi Íslands til að viðhalda þeim lífs-
gæðum, heilbrigðisþjónustu og fé-
lagslegu samhjálp sem við höfum nú,
og er kannski ekki nema von. Ef við
skoðum hverjir standa á bak við
þennan málflutning þá er meirihlut-
inn háskólamenntaðir einstaklingar.
Gallinn við menntun þeirra er að
undirstöðuatriði í þjóðhagfræði virð-
ast ekki vera á námskránni. Engu er
líkara en að þessi hópur trúi því að af-
koma okkar Íslendinga byggist á
peningaprentun í Seðlabankanum.
Það er líka fróðlegt að renna yfir
starfsheiti þeirra sem hafa lagt þess-
um málflutningi lið með því að leggja
nafn sitt við auglýsingar frá Náttúru-
verndarsamtökum Íslands. Svo að
segja undantekningarlaust er þetta
fólk á opinberu framfæri, að minnsta
kosti að hluta til. Það virðist trúa því
að verðmætasköpun í þjóðfélaginu sé
eitthvað óþarft sem undirmálsfólk
starfar við og eigi að flytjast eitthvað
annað.
Mér blöskrar ekki aðeins málflutn-
ingur þessa fólks heldur líka þær
falsanir og rangfærslur sem það hef-
ur í frammi. Hver einasti gilskorn-
ingur og þúfa á hálendinu er orðin að
náttúruperlu. Aftur og aftur eru birt-
ar myndir af stöðum á hálendinu sem
sagt er að fari á kaf í leðju og skít, þó
allir sem einhverja þekkingu hafa á
svæðinu viti að svo er ekki. Fræði-
Umhverfis-
öfgar
Eftir Hafstein Rúnar
Gunnarsson
?Ég skil ekki
veruleika-
firrtan mál-
flutning svo-
kallaðra
umhverfissinna.? 
ÝMIST opinberlega eða í góðra
vina hópi heldur hver spekúlantinn af
öðrum því fram að ljóðið sé dautt. Það
liggur því beinast við fyrir viðkom-
andi að yfirgefa þennan látna félaga
og snúa sér að öðru, enda gera sum
ljóðskáld það. Ljóð eru ef til vill ekk-
ert nema stílæfingar fyrir annað og
meira í þessum hópi, en það er um-
hugsunarefni að skoðunin er einatt
sett fram eftir að hafa verið étin upp
eftir öðrum. Það er í tísku að tala um
að ljóðið sé dautt.
Talar það ekki sínu máli að fólk er
hætt að kaupa ljóðabækur? kynni ein-
hver að spyrja. Kannski. Afgreiðslu-
kona í bókabúð sagði við mig fyrr á
þessu ári: ?Það er engin hreyfing á
ljóðabókum, ekki einu sinni þegar við
stillum þeim upp í rekka á áberandi
stað í búðinni.? Kæru skáld og af-
greiðslukona, það þykja ekki vísinda-
leg vinnubrögð að tefla saman tveim-
ur breytum, a og b, og draga þá
ályktun að a valdi b án þess að leita
skýringa víðar. Ljóðabækur seljast
ekki, merkir það að ljóðið sé dautt?
Án mikillar fyrirhafnar og yfirlegu
detta mér strax í hug tvær aðrar
mögulegar skýringar. Annars vegar
sú að ljóðskáldin séu dauð. Að krepp-
an í íslenskri ljóðlist stafi af skorti á
góðum skáldum. Það er reyndar ekki
mín skoðun, ætli hlutfallið sé ekki eitt
gott skáld á móti tíu í rýrari kant-
inum. Hin skýringin er sú að ljóðið
krefur fólk um athygli af öðrum toga
en það á að venjast. Kannski ljóðið
eigi eitthvað skylt við útvarpið hvað
þetta varðar. Það krefst einbeitingar,
hlustunar og kyrrðar. Erlendis er
reynt að snúa varnarbaráttu ljóðsins í
sókn með því að halda svokölluð ljóða-
slömm ? slamm í eintölu, til aðgrein-
ingar frá fátæku úthverfi. Ljóða-
slamm er nokkurs konar
ljóðaflutningskeppni, þar sem
frammistaða skáldsins er metin eftir
því hvað það kemur ljóðinu skemmti-
lega til skila en innihald verður stund-
um aukaatriði. Sums staðar hafa
þessir gjörningar náð talsverðri hylli.
Gagnrýnendur benda á að ljóðin líði
fyrir vikið, þau færist æ nær hvers-
dagslegu talmáli og glati sínum
þrungna mætti. Á móti benda slamm-
arar á að án þeirra væri ljóðið enn
kirfilega læst inni í filabeinsturni aka-
demíunnar en sú hefur verið raunin
víða erlendis, sem betur fer ekki hér á
landi.
Má vera að fegurðarskyn okkar
brúki sem mælikvarða hversu að-
Ljóðið er ekki
dautt!
Eftir Kristínu Elfu
Guðnadóttur
?Ljóðskáld
láta sér fátt
óviðkom-
andi, ég trúi
því ekki að
þau standi á aftöku-
pallinum og bíði þess
að ljóðið verði afhausað
án þess að hreyfa legg
eða lið.? 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76