Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						UMRÆÐAN
56 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓRSÁRVER eru í hættu,
verði Norðlingaölduveita að veru-
leika. Við vitum ekki gerla hve
mikilli hættu. Að mati vísinda-
manna virðist hún veruleg. Verin
eiga að njóta vafans.
Þetta er ekki deila um virkjanir
eða ekki. Enginn skal segja að
greinarhöfundur sé ekki virkjunar-
sinni, þótt greinin sé rituð til varn-
ar Þjórsárverum. Hin staðlaða út-
hrópunaraðferð þeirra sem vilja
fara óvarlega gegn þeim sem vilja
vara fram með varkárni er: ?Á
móti framförum?.
?Andvirkjunarsinnar?. ?Hann
vill tína fjallagrös og lifa á hunda-
súrum?. Ég vísa slíku frá.
Af hverju er að taka? Sé hver
vatnsdropi á Íslandi virkjaður frá
þeim stað sem hann féll á og til
sjávarmáls eru búið að virkja ná-
lægt 3,5%. Hér er sleppt framlagi
jarðhita.
Þetta felur vitaskuld í sér að
landið sé eitt uppistöðulón með hús
og byggingar á flóðgörðum milli
lóna, en hollt viðmið engu að síður
og sýnir fáránleik þess að ganga á
dýrmætustu staði landsins, fyrir
það eitt að þeir séu ódýrustu kost-
irnir. Fyrir utan að þeir eru ekki
endilega ódýrastir. Norðlingaöldu-
veita færir okkur orku sem er ekki
ódýrari en það sem fæst t.d. með
að veita Skaftá í Langasjó, þaðan í
Tungnaá og Þjórsá. Vatnsmagn er
verulegt, fallhæð mikil, virkjanirn-
ar komnar fyrir utan nýjar að-
leiðslur og túrbínur. Þegar er farið
að ræða um umhverfisspjöll í því
sambandi, en spurningin er hvort
ekki verði að fórna einhverju, eins
og t.d. þessu, fáist í staðinn að
Þjórsárverum sé hlíft. Hafa ber í
huga að aðeins eru nokkrir áratug-
ir síðan jökulvatn var í Langasjó.
Það er fáránlegt að halda sig við
að plokka út dýrustu perlu hálend-
isins til að eyðileggja hana, þegar
af nógu er að taka. Spurning er
hvort um sé að ræða nokkuð annað
en þráhyggju fárra manna í orku-
geiranum ásamt þeirri staðreynd
að þessi kostur er meira rannsak-
aður en aðrir og fljótlegri í fram-
kvæmd en t.d. Skaftárveita.
Með hinum ónauðsynlega virkj-
unarkosti þar sem Norðlingaöldu-
veita er, líka frá sjónarmiði virkj-
unarsinna, er verið að stinga á
holslagæð íslenskrar náttúru,
ganga á eða eyðileggja dýrmæt-
ustu og einstæðustu gróðurvin há-
lendisins. Nú er fátt eftir til bjarg-
ar Þjórsárverum nema dygg
varðstaða Gnúpverja um perlu sem
er sameign okkar allra, en þeim
hefur verið falin til eftirlits. Eftir
er að sjá hvort löggjöf verður
breytt eða lög túlkuð á þann veg
að Gnúpverjum dugi ekki núver-
andi löggjöf til varðstöðu sem þeir
hafa staðið hingað til, en Skeiða-
menn standa með þeim.
Verði lónið að verluleika, 27 fer-
kílómetrar, með miklu af gróður-
lendi undir vatni, sé ég ekki annan
kost okkur andstæðingum þess en
að eftir dauðdagann látum við
dreifa jarðneskum leifum okkar í
formi ösku í það til að minnka
miðlunarrýmið um nokkra lítra.
Þar með hefur tilvera okkar öðlast
verðugan tilgang eftir dauðann.
Þá má leyna umhverfisskemmd-
unum með yfirklóri og flikka upp á
fegurð staðarins með viðeigandi
nafni. Einsýnt er að nafnið
?Fagralón hið meira? myndi
hressa upp á fegurð svæðisins.
Þetta er verðug minning þess sem
gert var í Köldukvíslarbotnum, að
ráðamaður í orkugeiranum skírði
lónið Fagralón, af þjóðkunnri
smekkvísi. Það nafn hefur fest sig í
vitund þjóðarinnar og vegur þungt
í þá átt að bæta úr því sem svæðið
missti af upprunalegri fegurð.
Vakri Skjóni hann skal heita/hon-
um mun ég nafnið veita/ þó að
meri það sé brún, kvað skáldið á
Bægisá.
Almenningur þarf að gera sér
grein fyrir að hér er verið að sækj-
ast eftir ódýrri orku án þess að
menn vilji borga eyri aukalega fyr-
ir að hlífa dýrmætustu svæðum há-
lendisins. Andstæðingar Norð-
lingaölduveitu eru ekki andstæð-
ingar virkjana yfirleitt, en vilja
fórna ofurlitlum aukapeningi í það
til að sneiða hjá óþarfa skemmd-
um.
Séu aðrir kostir en Norðlinga-
veita fyrir hendi með minni nátt-
úruspjöllum er það óskammfeilni
ráðamanna að gera okkur að af-
glöpum í augum hinnar siðmennt-
uðu Evrópu, þar sem náttúru-
verndarsjónarmið hafa náð
yfirhendinni.
Rökrétt framhald þeirrar hugs-
unar sem hér ræður er þessi: Nýt-
um Sogið. Drekkjum Þingvöllum.
Ráði skoðunin um að þjóðarhag-
ur gangi fyrir, og að virkja beri
ódýrt, þótt umhverfisspjöll séu
veruleg, er fýsilegasti kostur þessi:
Afl Sogsins er ekki fullnýtt. Aðeins
þarf að skoða kort til að sjá að ein-
ungis þarf 25 m háan stíflugarð við
útfall Sogsins úr Þingvallavatni til
að fullnýta það. Virkjunin gæfi
aukalega 25 megavött, og er ódýr-
asta virkjun sem fyrirfinnst. Um-
hverfisspjöll yrðu við fyrstu sýn
nokkur, en sáralítil ef betur er að
gáð. Þingvellir færu að vísu í kaf,
en færa má rök fyrir að ekkert
geymi jafnvel fornminjar og varð-
veiti heildarsýn staðarins og tært,
kalt Þingvallavatnið. Sjálfsagt
væri að lækka vatnsborðið við rétt
tækifæri, svo að Þingvellir kæmu
upp úr ef stórmenni kæmu í heim-
sókn.
Þessi virkjunaráætlun orkar
djarflega á einhverja. Rök fram-
kvæmdarinnar eru þau sömu og
fyrir Norðlingaölduveitu: Okkur
ber af þjóðhagsástæðum að velja
ódýrasta virkjanakostinn. Vegi
umhverfissjónarmið ekki upp á
móti þjóðhagslegum sjónarmiðum í
Þjórsárverum gera þau það ekki
heldur gagnvart þessari hag-
kvæmu Sogsvirkjun.
Virkjum rétt 
Eftir Egil 
Egilsson 
Höfundur er eðlisfræðingur.
?Okkur ber
af þjóðhags-
ástæðum að
velja ódýr-
asta virkj-
anakostinn.? 
HVORT er nú meira metið í þjóð-
félaginu? Við viljum að sjálfsögðu
börnum okkar allt það besta en
hvernig má það vera að börnin okkar
séu eins vansæl og raun ber vitni? 
Þá fullyrðingu mína að börnin okk-
ar séu vansæl vil ég styðja með upp-
lýsingum sem komu fram á foreldra-
fundi í Setbergsskóla í vikunni. Eins
og á öllum foreldrafundum mætir
mjög lítill hluti foreldranna og í raun
er ekki gert ráð fyrir öðru. EN
HVERS VEGNA? Jú það er ekki
tími, allir hafa svo mikið að gera og
eru alveg með sín mál á hreinu, eða
hvað? 
Fyrirlesari á þessum fundi var
Stefán Karl Stefánsson og á þessi
maður ekkert annað en hrós skilið.
Hann er hetja. Hann sjálfur lenti í
einelti sem barn og lenti líka í því að
vera gerandi. Ég segi hér lenti í því,
þar sem augljóst er að börn hafa ekki
þroska til að skilja án hjálpar okkar
fullorðnu hversu alvarlegt einelti er.
Þau leiðast oft út í að vera gerendur,
til að lenda ekki í einelti sjálf, og oft
er það þannig að forsprakkarnir eiga
virkilega erfitt og líður illa sjálfum.
Stefán Karl hefur unnið undanfar-
in ár í baráttunni gegn einelti og
haldið fyrirlestra bæði fyrir börn og
foreldra, komið fram í fjölmiðlum og
mikið er leitað til hans í þessum efn-
um. Hann lýsir þessu eins og það er,
þar sem hann hefur reynsluna frá öll-
um hliðum. Börn sem eru búin að
missa tökin og taktinn í lífinu vegna
aðstæðna sinna leita til hans með sín
mál. Fjöldi þessara barna er ótrúleg-
ur, talan hleypur á hundruðum. 
Ekki vil ég sem móðir trúa því að
mitt barn muni lenda í þessu en
hvaða foreldrar skyldu hafa séð þetta
fyrir? Mörg þessara barna svipta sig
lífi. Þessi mál koma lítið fram í fjöl-
miðlum og eru þögguð niður. Það
hæfir ekki tíðarandanum að ræða
þessi mál í okkar velmegunarþjóð-
félagi. 
Hvar er samstaðan og hvernig er
með slagorðið samhugur í verki? Hér
er um mikið og þarft málefni að ræða
þar sem framtíð okkar allra felst í
börnunum, fulltrúum nýrrar kyn-
slóðar sem munu taka við þjóðar-
skútunni. Við verðum að vera á varð-
bergi og kenna börnum okkar að
bera virðingu fyrir sér og öðrum. Og
númer eitt að sýna þeim virðingu.
Hlustum á þau og HEYRUM jafn-
framt hvað þau eru að segja. 
Einelti er ekki einangrað við börn,
heldur finnst einelti alls staðar í þjóð-
félaginu. Baktal, fordómar og önnur
miður falleg breytni er veruleiki inni
á mörgum heimilum og vinnustöðum.
Við erum fyrirmyndir barna okkar
og ef við kennum þeim ekki hvað er
rétt og rangt læra þau það EKKI
annars staðar. Skólinn getur ekki
tekið ábyrgðina fyrir okkur. Hana
verðum við að bera sjálf. 
Sýnum viljann í verki og styðjum
þetta frábæra framtak þessara sam-
taka, REGNBOGABARNA. Stefán
hefur undanfarin ár unnið í sjálfboða-
liðastarfi og dæmi um umfang þess
má nefna að símareikningurinn
hleypur á tugum þúsunda, allt upp í
150 þús. á mánuði. Þar koma til ótal-
mörg símtöl sem jafnframt hafa
bjargað sál og heilsu margra barna.
Börnin treysta honum og leita til
hans og hann gefur sig greinilega all-
an í þetta starf. Þessi samtök eiga
bjarta framtíð og með okkar stuðn-
ingi munu þau stækka og eflast og
geta nýst okkur öllum á einn eða ann-
an hátt. 
Ef barnið þitt lendir í einelti og
missir trúna á lífið, eins og mörg
þessara barna gera, vilt þú að sjálf-
sögðu að það fái bestu hjálp sem unnt
er. Við megum ekki lifa lífinu í þeirri
blindni að halda að ekkert komi fyrir
hjá okkur. Ekki megum við heldur
hafa þá afstöðu að ekkert sé hægt að
gera í þessum málum. Ef náunga-
kærleikurinn er ekki hafður í háveg-
um hjá okkur sjálfum og við látum
alltaf eins og okkur sé sama um allt
hvað aðra varðar, þar til vandamálin
skella á okkur sjálfum, gefur auga-
leið að sá vandi mun bara stækka og
magnast. Við erum öll hluti af sömu
heild. Tökum skref í rétta átt og
kynnum okkur málið. Styðjum hvert
annað og umfram allt: Byggjum upp
land og þjóð, styrkjum fulltrúa kom-
andi kynslóðar; börnin okkar. Það
þarf að hlúa að tilfinningum og for-
gangsraða. Foreldrahlutverkið er
forréttindi, nokkuð sem við eigum að
vera stolt af og leggja metnað í. Það
leysir engan vanda að kasta boltan-
um frá sér þegar að því kemur að
finna út hver ber ábyrgðina.
Verum þakklát fólki eins og Stef-
áni Karli sem er tilbúið að leggja
þetta á sig fyrir æsku landsins.
Eftir Huldu Helgu 
Þráinsdóttur
?Við erum
fyrirmyndir
barna okkar
og ef við
kennum
þeim ekki hvað er rétt
og rangt læra þau það
ekki annars staðar.?
Höfundur er nemandi í 
Kennaraháskóla Íslands.
AÐ undanförnu hefur vöxtur og
kostnaður heilbrigðiskerfisins verið í
brennidepli umræðunnar hér á landi.
Fá svið samfélagsins hafa þanist
jafnmikið út á síðustu áratugum og
því ekki að undra að staldrað sé við
þessa þróun. Sama er upp á teningn-
um í Vestur-Evrópu, heilsugæslan
þenst út en óvíst hvort heilsa okkar
batni í sama hlutfalli. Hvað veldur
þessum vexti og í hverju felst hann?
Er hann eingöngu afsprengi vísinda-
legra uppgötvana eða ýta aðrir þætt-
ir undir vöxt og viðgang kerfisins?
Heilbrigðiskerfið er skilgetið af-
kvæmi velferðarþjóðfélagsins sem
óx mjög á Vesturlöndum í kjölfar
iðnvæðingar og þéttbýlismyndunar.
Áður fyrr sá stórfjölskyldan um
mörg þau verkefni sem velferðarrík-
ið sér um í dag eins og umönnun
sjúkra og aldraðra, menntun og
fræðslu fyrir utan að vera sameig-
inlegur vettvangur atvinnu og fram-
færslu. Í samfélagi sérhæfingarinn-
ar hafa verkefni fjölskyldunnar í
auknum mæli færst á aðrar stofnanir
og hefur hlutur heilbrigðiskerfisins
ekki síst vegið þungt. 
Náin tengsl innan stórfjölskyld-
unnar eru óðum að hverfa og við
dveljum lungann úr deginum í dag-
gæslu, skóla eða á ólíkum vinnustöð-
um. Um leið og dregið hefur úr
stuðningi fjölskyldunnar hefur nú-
tímamaðurinn í auknum mæli leitað
eftir aðstoð lækna, hjónabandsráð-
gjafa, sálfræðinga eða félagsráð-
gjafa til að leysa úr daglegum vanda
sínum. Persónulegur vandi er því
orðinn að nokkurs konar tæknilegu
úrlausnarefni eins og bílaviðgerðir
sem sérfræðinga þarf til að lagfæra í
stað þess að vera hluti af lífinu sjálfu
sem einstaklingarnir leysa upp á eig-
in spýtur.
Frávik sem sjúkdómur
Framfarir í læknavísindum hafa
óneitanlega ýtt undir sjúkdómsvæð-
inguna og um leið plægt jarðveginn
fyrir útvíkkun læknisfræðinnar til að
glíma við vanda sem ekki heyrði und-
ir hana áður. Þróunin birtist skýrt í
ýmiss konar frávikshegðun sem í æ
ríkari mæli er skilgreind og með-
höndluð sem sjúkdómur. Hegðun
sem áður var lýst sem syndsamlegri
eða glæpsamlegri er nú lýst sem
sjúklegri. Dæmi af þessu tagi eru t.d.
ofnotkun áfengis, geðræn vand-
kvæði og ofvirkni barna sem viður-
kennd eru í dag á yfirráðasvæði heil-
brigðisstétta. Önnur dæmi eins og
kynferðislegt ofbeldi gegn börnum,
ofbeldisfullur maki, spilafíkn, át-
raskanir og misnotkun fíkniefna eru
síðan smám saman að færast í faðm
heilbrigðisstétta. 
Það eru ekki eingöngu heilbrigð-
isstéttir sem hafa ýtt undir þessa
þróun heldur hafa margir aðrir kom-
ið við sögu. Ekki síst hafa þeir sem
strítt hafa við vandann stuðlað að
sjúkdómsvæðingu enda ólíkt þægi-
legra að vera meðhöndlaður í skjóli
heilbrigðisstétta en að vera lýst sem
syndara, ótíndum glæpamanni eða
jafnvel aumingja. Sérfræðihópar
heilbrigðiskerfisins hafa ekki staðið
á móti þessari þróun enda þýðir hún
aukin verkefni og áhrif í samfélag-
inu. Miklir hagsmunir eru í húfi sem
birtast t.d. í lyfjaiðnaði sem veltir
gríðarlegum fjármunum og ýmiss
konar lyf koma sífellt fram sem okk-
ur er ráðlagt að taka við hinum ólík-
ustu kvillum. Lausnin er líka oft
handhæg að takast á við vandann
með reglulegri lyfjagjöf í stað þess
að grípa til flóknari og meira krefj-
andi aðgerða.
Dekkri hliðar
sjúkdómsvæðingar
Þótt afleiðingar sjúkdómsvæðing-
ar hafi ýmsa jákvæða kosti í för með
sér eins og aukna mannúð leynast
hérna líka dekkri hliðar. Ábyrgð á
frávikinu er tekin frá einstaklingn-
um sjálfum og óvíst hvar hún lendir í
staðinn. Til verða tvær tegundir af
borgurum, ábyrgir og þeir sem ekki
geta tekið fulla ábyrgð á lífu sínu.
Smám saman er hópur óábyrgra að
stækka og óvíst hvar þróunin endar.
Einnig er ýtt undir sérfræðingaveldi
því heilbrigðisstéttir hafa einkaleyfi
á að fást við sjúkdóma og vandinn er
því tekinn úr höndum borgaranna og
settur í hendur sérfræðinga. Við það
dregur úr möguleikum einstakling-
anna sjálfra á inngripum í vandann
því ekki er deilt við sérfræðinga um
eðli og orsakir t.d. krabbameins. 
Framtíð 
sjúkdómsvæðingar
Sjúkdómsvæðing frávika er alls
ekki náttúrulögmál því sum frávik
hafa færst frá yfirráðasvæði lækna-
vísinda yfir í að vera talin eðlilegur
hluti af lífinu. Skýrasta dæmið er lík-
ast til samkynhneigð sem ekki telst
lengur til læknabóka geðlæknis-
fræðinnar eftir að hafa áður verið
skilgreind sem synd og glæpsamleg
en er í dag talin dæmi um sjálfsagð-
an rétt einstaklingsins. Jafnvel þótt
sjúkdómsvæðingu sé hvergi nærri
lokið er jafnvíst að hún er ekki sjálf-
gefin. Ekki er ósennilegt að efa-
semdir muni vaxa og einstaklingur-
inn gerður ábyrgari fyrir lífi sínu og
heilsu en raunin er í dag. Á sama
tíma er þó líklegt að sjúkdómsvæð-
ingin lifi áfram enda á hún sér víð-
tækan stuðning í samfélaginu og hef-
ur reynst farsæl fyrir marga. 
Sjúkdómsvætt
samfélag
Eftir Helga
Gunnlaugsson
Höfundur er prófessor í félagsfræði
við Háskóla Íslands. 
?Líklegt er
að sjúk-
dómsvæð-
ingin lifi
áfram.?
Er verðugra verkefni að
vera foreldri eða forstjóri? 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76