Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						UMRÆÐAN
58 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á FUNDI félagsmálaráðs 4. des-
ember var ákveðið að veita rúmum
5,4 milljónum í jólauppbót. Það þýðir
að þeir 355 einstaklingar sem lifað
hafa á fjárhagsaðstoð í a.m.k. sex síð-
astliðna mánuði fá 15.530 kr vegna
jólahalds. Með því er viðurkennt að
desembermánuður er einstaklingum
og fjölskyldum dýrari en aðrir mán-
uðir. Sú upphæð sem samþykkt var
er sú sama og desemberuppbót
Tryggingastofnunar ríkisins.
Einungis fyrir þá 
allra fátækustu
Jólauppbót Félagsþjónustunnar
fá einungis þeir sem hafa haft fjár-
hagsaðstoð Félagsþjónustunnar sem
lifibrauð sl. 6 mánuði eða lengur.
Þetta eru þeir sem ekki njóta bóta al-
mannatrygginga né atvinnuleysis-
bóta. Þetta eru þeir sem að jafnaði
hafa 67.000 kr. á mánuði til að lifa á. 
Við vitum öll að það er ekki hægt
að lifa á þessari upphæð svo vel sé.
Því er reynt að aðstoða fólk við að
sækja um vinnu og/eða lífeyri ef
heilsufarsástæður koma í veg fyrir
vinnu í langan tíma. Fjárhagsaðstoð
sveitarfélaga er einungis ætlað að
mæta fólki í neyð og vara í skamman
tíma, en því miður eru margir sem
hafa ílengst á þessum bótum.
Sjálfstæðismenn sátu hjá
Það vakti sérstaka athygli mína að
sjálfstæðismenn sátu hjá þegar til-
lagan um jólauppbót að upphæð
15.530 fyrir hvern einstakling var
borin upp. Tillagan var því samþykkt
með 3 samhljóða atkvæðum. Þetta
sýndi hug sjálfstæðismanna til
þeirra fátækustu í borginni, þeir
gátu ekki greitt því atkvæði að þeir
fengju jólauppbót eins og allir lífeyr-
is- og launþegar fá. Svona er þetta ?
ekkert öðruvísi. 
Eftir Björk 
Vilhelmsdóttur
Höfundur er borgarfulltrúi 
og formaður félagsmálaráðs. 
?Sjálfstæð-
ismenn sátu
hjá þegar til-
lagan um
jólauppbót
var borin upp.?
Jólauppbót 
Félagsþjónustunnar
ENN sendir hún mér tóninn,
söngkonan að sunnan, Þuríður Páls-
dóttir. En hvernig sem á því stendur
nær hún ekki þessum eina, hreina
sanna tóni og les allt annað úr skrif-
um mínum, en þar stendur. Það er
ekki ólíkt því, að ég hafi rétt henni
nótur með ?Kveðju? eftir Inga Té,
en söngkonan að sunnan syngur út
úr því Hamraborgina og segir svo:
Sáuð´i hvernig ég tók ?ann stelpur!
Það er sama hvernig Þuríður
rembist eins og rjúpan við staurinn,
hún breytir ekki þeirri staðreynd í
mínum huga, að konur geta komist
áfram til áhrifa á Íslandi hafi þær
getu, þor og vilja. Þetta veit Þur-
íður, þetta sjá þeir sem vilja sjá. Það
breytir engu, hvort einhver er fúll
eða fúll á móti. Ég hef aldrei gert
lítið úr menntun Katrínar Fjelsted
eða persónu hennar. Ég var einung-
is að mótmæla þeim skoðunum
hennar, sem fram komu í útvarps-
viðtali, að konur stæðu í sömu spor-
um í dag og fyrir þrjátíu árum, þeg-
ar tilkoma Kvennalistans ýtti af stað
vakningu í jafnréttisbaráttu kynj-
anna. Það tel ég fjarri raunveruleik-
anum. Ég benti hins vegar á, að
konur þurfa að hnoða deigið, rétt
eins og karlmenn, til að úr verði æt
kaka, sem lýðurinn vill snæða. Það
hleypti söngkonunni að sunnan upp
á ?háa-C-ið?, jafnvel þótt hún full-
yrði sjálf, að hún hafi ekki náð þeim
tóni í áratugi. Hún hefur þá eitthvað
til að gleðjast yfir!
Þuríður Pálsdóttir veit það vel, að
það er ekki nóg að ganga mennta-
veginn til að verða góður söngvari.
Þess eru því miður mörg dæmi, að
söngvaraefni hafa fórnað aleigunni ?
og jafnvel gott betur ? í söngnám án
þess að slá í gegn, án þess að ná til
fólksins, án þess að komast að
hjarta þess. Vissulega er nám nauð-
synlegt fyrir alla söngvara, en hæfi-
leikarnir þurfa líka að vera til stað-
ar; ekki bara röddin, það þarf einnig
neista til að geta túlkað tilfinn-
ingaskalann á sannfærandi hátt,
þannig að hlustandinn falli í stafi.
Það sama á við í pólitíkinni. Sú tík er
svo dyntótt, að menntun og mann-
kostir eru þar ekki alltaf ávísun til
metorða, ef viðkomandi hefur ekki
kraft og ?sjarma?, sem kjósendur
falla fyrir. En sé þetta allt til staðar,
þá er framinn vís, hvort heldur sem
viðkomandi er karl eða kona. Það er
kjarni míns máls og þar með set ég
punktinn á eftir efninu, hvaða lag
sem söngkonan að sunnan kemur til
með að raula hér á síðum Morg-
unblaðsins á komandi dögum.
Vilji, geta og þor 
er það sem þarf
Eftir Sverri 
Leósson 
?Stundum
þarf meira
til áhrifa í
pólitík en
menntun og
mannkosti.?
Höfundur er útgerðarmaður
á Akureyri. 
ÞAÐ er undarlegt að hugsa til
þess að margar af nágrannaþjóðum
okkar kunna betur að meta fegurð
og sérkenni Íslands en stór hluti Ís-
lendinga og sjá möguleikana sem eru
fyrir hendi í náttúru landsins öðru-
vísi. Kannski er það vegna þess að
það er ekkert sambærilegt landslag
til eða þá að þessar þjóðir eiga engin
ósnortin svæði eftir í sínum löndum.
Það leikur enginn vafi á því að heim-
urinn er alltaf að minnka og gildi
staða eins og hálendis Íslands eykst
með ári hverju. Koma erlendra
ferðamanna eykst með ári hverju og
þó að auknum ferðamannastraum
fylgi einhver röskun á landinu má
halda henni í lágmarki með góðri
skipulagningu. Í dag myndu hvergi í
Evrópu eða Norður-Ameríku koma
til mála slíkar nauðganir á nátt-
úrunni sem fyrirhugaðar eru hér á
landi og með það í huga að vatnsafls-
virkjanir sem nota jökulárnar endast
stutt vegna þess að uppistöðulónin
verða þá full af botnleðju og leir.
Forstjóri Landsvirkjunar hefur kall-
að þetta umhverfisvæl ?verndun
hinna svörtu sanda?, og lýsir það
kannski viðhorfum hans til okkar
verðmætustu eignar. Landsvirkjun,
í skjóli núverandi ríkisstjórnar, virð-
ist hafa frjálsar hendur á hálendinu
og svífst einskis við að koma mark-
miðum sínum í framkvæmd, með
meintum skrumskælingum á mats-
skýrslum vísindamanna og með því
að leyna ýmsum upplýsingum, t.d.
um söluverð á kílówattsund frá
Kárahnjúkavirkjun til Reyðaráls.
Ráðamenn hamra á því að það sé
?siðferðisleg skylda okkar Íslend-
inga að virkja okkar óbeislaða vatns-
afl? vegna þess að orkan sé græn og
við séum þar með að koma í veg fyrir
að önnur álver úti í heimi verði
byggð sem fái sína raforku frá
brennslu kola og olíu. Það sem að
þeir vita kannski ekki er sú stað-
reynd að Ísland kemst ekki einu
sinni á blað á lista WEI (World
Energy Institute) yfir óvirkjuð
vatnsföll víðsvegar um heim, þar
sem orkan er margföld miðað við
jökulárnar okkar í hverju stór-
fljótinu á fætur öðru í Suður-Amer-
íku, Afríku og Asíu, þannig að þau
rök standast engan veginn hjá þeim.
Það er eins og núverandi ríkis-
stjórn sjái ekkert nema álver og
stórvirkjanir sem lausn á öllum
vanda og hafi einfaldlega ekki áhuga
á öðru en þannig 19. aldar hugsunar-
hætti. Í velferðarríki eins og Íslandi
eiga komandi kynslóðir skilyrðis-
lausan rétt til þess að fá að njóta
ósnortinna víðerna á hálendi lands-
ins og þess ævintýraheims sem þar
er að finna fjarri skarkala heimsins,
og fyrir marga Íslendinga (og von-
andi sem flesta erlenda ferðamenn)
er hálendið uppspretta lífsfyllingar
og hamingju, en þær ánægjustundir
gætu orðið minningin ein ef virkj-
anaæði Landsvirkjunar á vatnsföll-
um landsins nær fram að ganga á
komandi árum. Til stendur að virkja
hverja einustu jökulá landsins með
tilheyrandi uppistöðulónum, stíflum
og stöðvarhúsum. Hálendið mun
aldrei verða samt ef slík áform verða
að veruleika, eins og ekkert sé sjálf-
sagðara. Ekki get ég ætlast til að all-
ir landsmenn sjái hálendið sömu
augum, enda veit ég að mörgum
finnst það einfaldlega ljótt og sjá
ekkert þar sem vert er að skoða, en
þeir ættu þá að hugsa um fjárhags-
legu hliðina á þessari framkvæmd.
Hver er arðsemin?
Ákafur virkjanasinni viðurkennir,
að bygging stórvirkjunar á þessum
forsendum sé eins og félagsleg fram-
kvæmd, þ.e. hafi ekki efnahagslegan,
heldur aðeins ?félagslegan ávinn-
ing?.
* Stofnkostnaður 1 milljarður
dollara (630 MW).
Árleg útgjöld: 
? Vextir og afborganir (30 ára
lánstími, 6,2%): 62 milljónir Banda-
ríkjadala
? Rekstur (3% af stofnkostnaði):
30 milljónir Bandaríkjadala
? Samtals: 92 milljónir Banda-
ríkjadala 
* Árlegar hámarkstekjur (Lands-
virkjun neitar að gefa upp raforku-
verð) 
? 4450 Gwst. framleiðslugeta. Há-
markssala (4200 Gwst. á 2 sent/
KWst ) gæti numið 84 milljónum
Bandaríkjadala, þ.e. engin arðsemi
af eigin fé! (Birt með góðfúslegu leyfi
Júlíusar Sólnes, prófessors í verk-
fræði við Háskóla Íslands.) 
Stjórnvöld hafa greinilega vikið
frá þeirri reglu sem þau settu sér
þegar byrjað var að virkja hér á
landi, en hún var sú að undir engum
kringumstæðum ætti ríkið að taka
þátt í svo áhættusömum rekstri sem
stórvirkjanaiðnaður er, sýnir það
kannski með hve miklu offorsi
stjórnvöld hafa anað út í þetta og
ætla sér að virkja hvað sem það kost-
ar (þjóðina).
Gnúpverjar eiga heiður skilinn
fyrir að standa vörð um Þjórsárver
og segja hingað og ekki lengra við
Landsvirkjun, og ef þessari góðu
þjóð er sama um eyðileggingu Þjórs-
árvera, sem ásamt svæðinu í kring-
um Kárahnjúka mynda mestu gróð-
urvin hálendisins, leggst framtíðin
illa í mig. Norðlingaölduveita mun
vera ódýrasti virkjunarkosturinn
fyrir Norðurál, frá Landsvirkjun
séð, þ.e.a.s. Þjórsárver eru metin á
núll krónur hjá þeim, en ekki í aug-
um Gnúpverja og sem flestra Íslend-
inga ætla ég að vona. Að byggja
Kárahnjúkavirkjun og sökkva þjóð-
inni í skuldir og einstöku landi undir
vatn, til þess að útvega álveri í eigu
erlends fyrirtækis dýrkeypta orku í
skiptum fyrir fáein störf, sýnir al-
gert ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinn-
ar gagnvart þjóðinni og komandi
kynslóðum sem erfa munu landið. 
Afturfarir 
Eftir Stefán Þ. 
Þórsson 
?Gnúpverjar
eiga heiður
skilinn fyrir
að standa
vörð um
Þjórsárver og segja
hingað og ekki lengra
við Landsvirkjun.? 
Höfundur er nemi í landfræði við
Háskóla Íslands.
um áramótin muni dynja á okkur
hækkanir frá fyrirtækjunum. Það
hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum,
ef verðbólga fer af stað bitnar það
á öllum, jafnt launafólki, fyrirtækj-
um og hinu opinbera. Atvinnu-
ástand er alvarlegt, atvinnuleysi
fer vaxandi og ástandið er ískyggi-
lega líkt því sem það var upp úr
1990. Hafa stjórnvöld tiltæka ein-
hverja varaáætlun ef ekki verður af
stóriðjuframkvæmdum? 
Ég efast um að þeir sem tala
hvað hæst um frelsið og lækkun
skatta, átti sig á því hvert þeir
stefna. Það er harla einkennilegt að
hlusta á útskýringar í spjallþátt-
unum þegar þeir eru beðnir að út-
skýra hvernig þeir sem minnst
mega sín eigi að komast af. Þá
koma svör sem lýsa skilningsleysi
og fákunnáttu. ?Hvers vegna fór
verkalýðshreyfingin ekki framá
meira og gekk frá kjarasamningum
með þessum hætti?? 
Niðursveifla í hagkerfi er hug-
læg. Menn tala sig niður og í kjöl-
far þess fara forsvarsmenn fyrir-
tækja að undirbúa viðnám vegna
væntanlegrar niðursveiflu. Starfs-
fólki er sagt upp, dregið úr launum
og yfirvinnu og verð á þjónustu
hækkað. Fyrirtækin draga úr
kostnaði, hætta að fjárfesta í hús-
næði og nýjum búnaði. Þetta veld-
ur niðursveiflu í atvinnu og við-
skiptalífi. Svo gerist það að menn
fara að tala um að niðursveifla geti
ekki verið endalaus eins og gerðist
árið 1995 þegar forsætisráðherra
tilkynnti í sjónvarpsviðtali að nið-
Í DAGLEIÐ á fjöllum segir nób-
elsskáldið okkar: ?Verslunarskipu-
lagið dregur manninn niður í
gróðafíkn seljanda, sem hefur ekki
framar neitt takmark tilveru sinnar
annað en það að eignast penínga og
óverulegt glíngur. Öll fyrirbrigði
mannlegrar tilveru eru gerð að
spurníngu um kaupgetu og gjald-
þol. Gleypugángurinn er í senn
gerður að boðorði, fyrirheiti og tak-
marki?.
Á undanförnum árum hefur sós-
íalisminn lotið í lægra fyrir ein-
staklingsfrelsinu. Við vernd sér-
hagsmuna hefur frelsið hefur
snúist upp í andhverfu sína. Efnis-
og gróðahyggjan er allsráðandi og
fákeppni hefur vaxið og samfara
því bilið milli fátækra og ríkra m.a.
vegna skattalegs misréttis. Pening-
ar eru ekki allt. Auður samfélags-
ins er fólginn í fólkinu. Réttlæti og
jafnræði. Dýrkun valda og efnis-
hyggju eru fjötrar, ekki frelsi. Arð-
ur og gengi hlutabréfa hafa blindað
og allt sem getur skilað auknum
arði er talið réttlætanlegt. Sjón-
armiðum launþega og þeirra sem
minna mega sín er vikið til hliðar,
gróðafíknin ræður. Mannkostir,
mannleg reisn og samskipti gleym-
ast.
Undanfarnar vikur hafa opinber-
ir aðilar riðið á vaðið með hækkanir
á þjónustugjöldum. Með þessu er
gefinn tónninn og hætt er við að
ursveiflunni væri lokið. Þá fóru fyr-
irtækin að ráða starfsfólk, sem
leiddi til þess að fjárfesta varð í
nýjum búnaði og húsnæði og upp-
sveiflan hófst.
Ekki má sporna gegn niður-
sveiflu með því að verja hluta arðs
til þess að halda starfsfólki, mennta
það til annarra starfa, hvað þá
hækka laun. Rætt er um að ekki
megi raska stöðugleika og verið sé
að kalla á óðaverðbólgu. Það sam-
ræmist ekki viðhorfum að ganga
gegn gróðafíkninni. Það gleymist
að fjármagnið væri einskis virði ef
ekki kæmi til hin vinnandi hönd og
skapaði verðmætaaukningu í fram-
leiðslu fyrirtækjanna. Þegar öllu er
á botninn hvolft, þá er lífið umfram
allt saltfiskur.
Einstaklingshyggja og
verndun sérhagsmuna
Eftir Guðmund 
Gunnarsson
Höfundur er formaður 
Rafiðnaðarsambands Íslands.
?Það gleym-
ist að fjár-
magnið væri
einskis virði
ef ekki
kæmi til hin vinnandi
hönd og skapaði verð-
mætaaukningu í fram-
leiðslu fyrirtækjanna.?
DILBERT
mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76