Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 61 Hlaupahjól - um jólin Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 Jólatilbo›: 4.990 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TS 1 94 42 11 /2 00 2 Stö›ugt og au›velt a› leggja saman. Úr stáli. Litir: svart, rautt og blátt. Fullt ver›: 5.990 kr. FÉLAGIÐ Heldri borgarar, félag ellilífeyrisþega hjá Flugleiðum, hefur afhent sjóðnum Blind börn á Íslandi 300 þúsund krónur. Af- hendingin fór fram við hátíðlega athöfn hjá Blindrafélaginu sem hefur sjóðinn í sinni vörslu. Sjóð- urinn Blind börn á Íslandi var stofnaður sumarið 1992 í útvarps- þættinum Tveir með öllu sem Jón Axel Ólafsson og Gunnlaugur Helgason stýrðu. Sjóðnum skal varið til styrktar blindum og sjón- skertum börnum á Íslandi allt að 16 ára aldri og veitir hann styrki vegna atburða og eða hluta sem eru annars ekki styrktir af al- mannatryggingum. T.d. hefur hann verið nýttur til að kaupa hljóðfæri, tölvur og leiktæki svo eitthvað sé nefnt. Morgunblaðið/Sverrir Halldór Rafnar, formaður sjóðsins Blind börn á Íslandi, tekur við gjöfinni frá Hrafnhildi Einarsdóttur, félagi Heldri borgara. Við hlið Halldórs situr eiginkona hans, Þorbjörg Rafnar, og að baki þeim standa starfsmenn Blindrafélagsins auk stofnenda sjóðsins, útvarpsmannanna Jóns Axels Ólafssonar og Gunnlaugs Helgasonar. Heldri borgarar styrkja blind börn á Íslandi Aðstandendur sósíalíska verka- lýðsblaðsins Militant halda mál- fund um stríðsundirbúning og póli- tísk réttindi í dag, föstudaginn 6. desember, kl. 17.30 í Pathfinder- bóksölunni á Skólavörðustíg 6b. Í DAG Í Kópavogi verða ljós tendruð á vinabæjarjólatrénu á túninu við Listasafnið og Menningarmiðstöð- ina laugardaginn 7. desember kl. 15. Jólatréð er gjöf bæjarbúa í Norrköping í Svíþjóð til Kópavogs- búa. Dagskráin hefst kl. 14.40 með ljúfum tónum frá Skólahljómsveit Kópavogs. Sendiherra Svíþjóðar og forseti bæjarstjórnar flytja ávörp. Kór Kársnesskóla flytur jólalög og jólasveinarnir koma í heimsókn. Gigtarfélag Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn á morgun, laugardaginn 7. desember, kl. 11. Hist verður við inngang Gigtarfélagsins í Ármúla 5. Gert er ráð fyrir klukkutíma göngu sem ætti að henta flestum. Einn af kennurum hópþjálfunar gengur með hópnum og sér um létta upp- hitun í byrjun og teygjur í lokin. Öllum er frjáls þátttaka, bæði fé- lagsmönnum GÍ og öðrum. Ekkert gjald. Útvarpsstöðin Lindin fm 102,9 heldur sinn árlega jólamarkað á morgun, laugardaginn 7. desember, fyrir framan verslunina Hagkaup í Smáralind kl. 11-18. Þetta er hand- verks- og kökumarkaður ásamt því að í boði verða kristilegir geisla- diskar, bækur og teiknimyndablað- ið Power Mark verður á tilboði. Kl. 16-17 verða tónlistaruppákomur, m.a. munu Miriam Óskarsdóttir og Erdna Varðardóttir koma fram. Börnin fá blöðrur og Sigurljón og vinir koma í heimsókn. Vinabandið leikur í Kolaportinu á morgun, laugardaginn 7. desember, um kl. 13. Geisladiskur hljómsveit- arinnar verður til sölu í Kolaport- inu og munu hljómsveitarmeðlimir árita diskinn fyrir gesti á staðnum. Kolaportið er opið allar helgar kl. 11-17. Jólamarkaður Kolaportsins er opinn alla virka daga kl. 12-18. Kaffitár í Gallerí sautján mun bjóða uppá piparkökur og Grýlu- kanilkaffi á morgun, laugardaginn 7. desember. Hljómsveitin Desmín mun spilar léttan jass frá kl.14. Helgartilboð og fleira. Einnig stendur yfir innsetning Hörpu Rún- ar Ólafsdóttur, þar sem hún sýnir endurminningar sínar. Allir vel- komnir. Kaffisala og hlutavelta Sjálfs- bjargar félags fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu verður haldin í félagsheimili Sjálfsbjargar á morg- un, laugardaginn 7, og sunnudaginn 8. desember kl. 14-17. Margir eigu- legir vinningar í boði, miðaverð er kr. 100. Einnig verður selt kaffi og vöflur. Jólabasar Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, laugardaginn 7. des- ember kl. 14-17. Á boðstólum verða heimabakaðar kökur, skyndihapp- drætti, lukkupakkar og handunnar vörur. Einnig verður kaffi, heitt súkkulaði og rjómavöflur. Allur ágóði rennur til starfs Kristniboðs- sambandsins í Eþíópíu og Kenýu. Á MORGUN Kjördæmisþing Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi verður haldið í Munaðarnesi í Borgarfirði á morg- un, laugardaginn 7. desember kl. 13. Á fundinum skilar uppstillinganefnd af sér tillögu að framboðslista VG í kjördæminu fyrir alþingiskosning- arnar í vor. Fundurinn er opinn öll- um félögum í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, en einungis kjörnir félagar frá svæðisfélögunum í Norð- vesturkjördæmi hafa atkvæðisrétt. Í DAG STJÓRNMÁL FERÐAFÉLAG Íslands varð 75 ára 27. nóvember sl. Af því tilefni var boðið til fagnaðar í sal félags- ins í Mörkinni 6 í Reykjavík. „Ferðafélag Íslands er eitt fjöl- mennasta áhugamannafélag lands- ins. Tilgangur þess er að stuðla að ferðalögum á Íslandi og greiða fyr- ir þeim. Þetta gerir félagið t.d. með skipulagningu fjölbreyttra ferða um allt land, uppbyggingu og rekstur sæluhúsa víða um land, ásamt merkingu gönguleiða og gerð fræðslurita um um einstök svæði og náttúru á Íslandi. Félagið hefur gefið úr árbók einu sinni á ári í 75 ár. Árbækurnar fjalla um sögu lands og lýðs. Starf ferðafélagsins hefur frá upphafi grundvallast á fórnfúsu og ólaunuðu starfi félagsmanna. Þannig hafa þeir gegnum tíðina stuðlað að markvissri uppbygg- ingu ferðamennsku á Íslandi, eink- um gönguferðamennsku,“ segir í fréttatilkynningu. Í tilefni af 75 ára afmæli félags- ins voru nokkrir ferðafélagsmenn heiðraðir. Þeir hafa hver á sinn hátt unnið ómetanlegt starf í þágu félagsins og markmiða þess. Sjö einstaklingar voru heiðraðir á þessum merku tímamótum í sögu Ferðafélags Íslands. Sveinn Ólafs- son myndskeri var útnefndur heið- ursfélagi. Gullmerki Ferðafélags Íslands voru sæmd: Björn Indr- iðason bifvélavirki, Elín Pálma- dóttir blaðamaður, Guðmundur Hallvarðsson tónlistarkennari, Haraldur Örn Ólafsson fjallagarp- ur, Ína D. Gísladóttir, formaður Ferðafélags Fjarðamanna í Fjarð- arbyggð, Jón Gunnarsson bifreiða- stjóri og Stefán Sigbjörnsson báts- maður. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Haraldur Örn Ólafsson, Dagbjört Víglundsdóttir (f.h. Ínu D. Gísladóttur), Björn Indriðason, Stefán Sigbjörnsson, Sveinn Ólafsson, Haukur Jóhannesson, Elín Pálmadóttir, Jón Gunnarsson og Guðmundur Hallvarðsson. Ferðafélag Íslands fagnar 75 ára afmæli FLUGDISKUR Landmælinga „Á flugi yfii Íslandi“ er kominn út auk- inn og endurbættur. Meðal nýjunga má nefna að helstu örnefni birtast á tölvuskjánum jafnóðum og flogið er í átt að viðkomandi stað. Þá er vegakerfið sem sérstök gagnaþekja og hægt er að leita að örnefnum. Nokkrir þéttbýlisstaðir og vinsælir ferðamannastaðir eru með mun meiri greinihæfni (nákvæmari upp- lausn) en aðalkortið, þannig að greina má einstök hús og götur, læki og gönguslóðir á þessum stöð- um. Flugdiskur Landmælinga kom fyrst út fyrir rúmu ári og er hann ætlaður til notkunar í PC tölvum. Á geisladisknum er þrívíddarlíkan af Íslandi í raunlitum sem hægt er að fljúga yfir í tölvunni og skoða frá öllum sjónarhornum. Fyrstu útgáfu flugdisksins var vel tekið og hafa selst rúmlega 7 þúsund eintök af honum, segir í fréttatilkynningu. Geisladiskurinn gengur á öllum hefðbundnum PC vélum. Nauðsyn- legur búnaður er Windows 95/98/ 2000/ME/XP stýrikerfi og Pentium MMX eða sambærilegur örgjörvi. Mælt er með að vinnsluminni sé minnst 64 MB. Flugdiskur Landmælinga aukinn og endurbættur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.