Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						DAGBÓK
64 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Mingo kemur í dag. Árni
Friðriksson og Mána-
foss fara í dag.
Fréttir
Bókatíðindi 2002. Núm-
er föstudagsins 6. sept-
ember er 57338
Mannamót
Aflagrandi 40. Jólahlað-
borð föstudaginn 6. des-
ember, húsið opnað kl.
17.
Árskógar 4. Kl. 13-16.30
opin smíða- og handa-
vinnustofan.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8-
16 hárgreiðsla, kl. 8.30-
12.30 böðun, kl. 9-16
handavinna, kl. 9-17
fótaaðgerð, kl. 13-16
frjálst að spila í sal. 
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga. 
Mánud: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud: Kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bókasafn-
ið, kl. 15-16 bókaspjall,
kl. 17-19 æfing kórs eldri
borgara í Damos. Laug-
ard: Kl. 10-12 bókband. 
Félagsstarfið, Dalbraut
18-20. Kl. 9-12 aðstoð við
böðun, kl. 9-16.45 opin
handavinnustofan, hár-
greiðslustofan opin kl. 9-
16.45 alla daga nema
mánudaga.
Félagsstarfið, Dalbraut
27. Kl. 8-16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9-12
applikering, kl. 10-13 op-
in verslunin. 
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9-12 böð-
un, kl. 9-16.30 opin
vinnustofa, myndlist, kl.
9.30 gönguhópurinn
Gönuhlaup leggur af
stað, kaffi eftir göngu,
allir velkomnir, kl. 14
brids og spilamennska,
hárgreiðslustofan opin
9-14.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 10-12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13. ?Opið
hús? spilað á spil. 
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30. 
Bingó spilað í Gullsmára
13, í dag föstud kl. 14.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. 
Tréútskurður kl 13,
brids og pútt í Hraunseli
kl. 13.30, námskeið í leir-
mótun fyrir byrjendur kl
13, vantar fleiri þátttak-
endur . 
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin kl. 10-13. Morg-
unkaffi, blöðin og matur
í hádegi. Skrifstofa fé-
lagsins er í Faxafeni 12
sími 588-2111. 
Gerðuberg, félagsstarf,
kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar m.a. bókband, frá
hádegi spilasalur opinn,
kl. 14 kóræfing. Allar
upplýsingar um starfs-
semina á staðnum og í
síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm og silfur-
smíði, kl. 9.15 ramma-
vefnaður, kl. 13 bók-
band.
Laufabrauðbakstur
verður í Gjábakka laug-
ardaginn 7. desember kl.
13. Ungir sem aldnir eru
hvattir til þátttöku og
beðnir um að taka með
sér áhöld til laufa-
brauðsgerðar. Skóla-
hljómsveit Kópavogs
kemur í heimsókn.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 glerlistahópur,
kl. 14 bingó.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður,
fótaaðgerð og hár-
greiðsla. 
Hvassaleiti 56-58. Kl. 9
böðun, kl. 10 mæðra-
morgunn. Kl. 14-16 jóla-
bingó. Allir velkomnir.
Fótaaðgerð, hársnyrt-
ing. Allir velkomnir. 
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Fimmud: Kl. 10, aðra
hverja viku púttað á
Korpúlfsstöðum, hina
vikuna keila í Keilu í
Mjódd. Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug á
þriðjud. kl. 9.45 og 
föstud. kl. 9.30. Uppl. í s.
5454 500.
Norðurbrún 1. Kl. 9-13
tréskurður, kl. 9-17, hár-
greiðsla kl. 10-11 boccia.
Jólamatur og skemmtun
kl. 18 í kvöld. Guðrún
Þórisdóttir djákni flytur
jólahugvekju, kór Vest-
urgötu syngur, María
Jónsdóttir syngur. Hús-
ið opnað kl. 17.30. Allir
velkomnir. Upplýsingar
í s. 568 6960.
Vesturgata 7. Kl. 9-16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15-14.30
alm. handavinna, kl. 10-
11 kántrý dans, kl. 11-12
stepp, kl. 13.30-14.30
sungið við flygilinn, kl.
14-15 félagsráðgjafi á
staðnum, kl. 14.30-16
dansað í aðalsal.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla og
myndlist, kl. 9.30 bók-
band og morgunstund,
kl. 10 fótaaðgerðir og
leikfimi, kl. 12.30 leir-
mótun, kl. 13.30 bingó. 
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag. 
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað frá
Gjábakka, Fannborg 8,
kl. 10. 
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13, kl. 10 á laugardögum. 
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum með
börnin sín á fimmtudag
kl.13-15 á Loftinu í Hinu
húsinu, Pósthússtræti
3-5. Opið hús og kaffi á
könnunni, djús, leikföng
og dýnur fyrir börnin. 
Vinabandið. Laug-
ardaginn 7. desember kl.
13 leikur Vinabandið
tónlist fyrir gesti Kola-
portsins. Vinabandið
hefur gefið út geisladisk
og er hann til sölu á
staðnum auk þess að
meðlimirnir árita á
staðnum. 
Hana-nú, Kópavogi.
Sunnudaginn 8. desem-
ber verður farið með
rútu í skóginn við Fossá
í Kjós í landi Skógrækt-
arfélags 
Kópavogs, lagt af stað
frá Gullsmára kl. 13 og
Gjábakka kl. 13.10.
Jólatré valin og aðstoðað
við að höggva þau. Ferð 
fyrir alla fjölskylduna.
Fólk er beðið að mæta
með jólasveinahúfur og
nesti. Frestur til að
panta miða á Vínartón-
leika Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands í Há-
skólabíói rennur út
föstudaginn 13. janúar.
Upplýsingar í Gjábakka
s. 554 3400 og Gullsmára
s. 564 5261.
Félag kennara á eftir-
launum. Jólafundurinn
verður laugardaginn 7.
desember klukkan 13.30
í Húnabúð, Skeifunni 11.
Á dagská verður: Fé-
lagsvist, veislukaffi,
skemmti- og fræðsluefni
sem Ólafur Ásgeirsson
þjóðskjalavörður annast
og söngur Ekkókórsins
sem Jón Hjörleifur
Jónsson stjórnar. Undir-
leikari kórsins er Sól-
veig Jónsdóttir.
Minningarkort
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555
og 588-7559 á skrifstofu-
tíma. Gíró- og kredit-
kortaþjónusta.
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrifstofu
félagsins í Suðurgötu 10
(bakhúsi) 2. hæð, s. 552-
2154. Skrifstofan er opin
miðvikud. og föstud. kl.
16-18 en utan skrifstofu-
tíma er símsvari. Einnig
er hægt að hringja í
síma 861-6880 og 586-
1088. Gíró- og kredit-
kortaþjónusta.
Minningarkort MS fé-
lags Íslands eru seld á
skrifstofu félagsins,
Sléttuvegi 5, 103 Rvk.
Skrifstofan er opin mán.
til fim. kl.10-15. Sími
568-8620. Bréfs. 568-
8621. Tölvupóstur
ms@msfelag.is.
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheimer-
sjúklinga. Minning-
arkort eru afgreidd alla
daga í s. 533-1088 eða í
bréfs. 533-1086.
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eftirtöldum
stöðum: Í síma 588- 9220
(gíró) Holtsapóteki,
Vesturbæjarapóteki,
Hafnarfjarðarapóteki,
Keflavíkurapóteki og
hjá Gunnhildi Elíasdótt-
ur, Ísafirði.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd
á skrifstofutíma í síma
552-4440 frá kl 11-15.
Kortin má einnig panta
á vefslóðinni:
http://www.parkinson.is/
sam_minningarkort.asp
Í dag er föstudagur 6. desember
340. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Gjörið ekkert af eigingirni eða 
hégómagirnd. Verið lítillátir og 
metið aðra meira en sjálfa yður.
(Fil. 2, 3.)
Víkverji skrifar...
A
LLIR vita að ræður á Alþingi
Íslendinga eru lengri en á
nokkru þjóðþingi öðru, enda heyrir
það líklega til undantekninga að
ræðutími sé ótakmarkaður eins og í
almennum umræðum á Alþingi.
Fróðir menn halda því fram að
sennilega sé jafnmikið vit í ræðum á
Alþingi og á öðrum lýðræðislegum
fulltrúaþingum, það sé bara miklu
minna af því á hverja mínútu, af því
að ræðurnar séu svo langar og þing-
menn hafi lítinn hvata til að þjappa
því, sem þeir ætla að segja, í nokkr-
ar hnitmiðaðar setningar.
xxx
E
R SKÖRIN samt ekki farin að
færast upp í bekkinn þegar
þingmenn kvarta undan því í tví-
gang á skömmum tíma að formaður
fjárlaganefndar þingsins sé ekki
nógu langorður? Ólafur Örn Har-
aldsson var skammaður af stjórn-
arandstöðunni bæði við aðra og
þriðju umræðu um fjárlagafrum-
varpið af því að framsöguræður
hans fyrir áliti meirihluta fjárlaga-
nefndar voru svo stuttar! Benti
nefndarformaðurinn þó samþing-
mönnum sínum á það ? eins og rétt
er ? að öll gögn lægju fyrir og hefðu
verið rædd ýtarlega í nefndinni. Vík-
verji verður að segja fyrir sitt leyti
að honum hefur alltaf fundizt furðu-
legur tvíverknaður í því, þegar
nefndarálitum er fyrst dreift prent-
uðum á þinginu (væntanlega til þess
að þingmenn geti lesið þau) og svo
fer framsögumaður í pontu og les
álitið meira og minna orðrétt. Vík-
verja sýnist því að nýbreytni Ólafs
Arnar sé til fyrirmyndar, enda eru
þingmenn fljótari að kynna sér texta
með því að lesa hann en að heyra
hann lesinn upp.
xxx
M
EIRA um orðgnótt þingmanna.
Lengsta umræða þingsögunn-
ar var líklega um EES-samninginn á
sínum tíma. Þá varði Alþingi heilum
102 klukkustundum (tveimur og
hálfri vinnuviku) í umræður um
kosti og galla samningsins. Í hinum
EFTA-ríkjunum datt þingmönnum
ekki svona margt í hug til að tala um
og samningurinn var afgreiddur eft-
ir átta klukkustunda umræðu á aust-
urríska þinginu og fjórtán og hálfan
klukkutíma á því sænska. Norskir
þingmenn létu sér duga tvo daga til
umræðna og finnskir þrjá. Sennilega
var meira vit á mínútu í þeim um-
ræðum en málæðinu á Íslandi.
xxx
Þ
INGMENN gera fleira gagn-
legt í ræðustóli Alþingis en að
tala; þannig þagði Hreggviður Jóns-
son, þá þingmaður Borgaraflokks-
ins, í hálftíma í pontu milli jóla og
nýárs árið 1987. Vildi hann ekki tala
fyrr en fjármálaráðherra væri
mættur í salinn, enda var söluskatt-
ur til umræðu. Sighvatur Björgvins-
son, sem þá sat í forsetastóli, bað
þingmenn vinsamlegast að hafa
hljóð í þingsalnum á meðan þing-
maðurinn væri í pontu. Ekki hlýddu
þó allir því. Víkverji var viðstaddur
þessa merku umræðu og rekur
minni til að þingmenn hafi kallað
fram í fyrir Hreggviði (ef hægt er að
kalla fram í fyrir þegjandi manni) að
þetta væri líklega bezta ræða, sem
hann hefði haldið. Muni Víkverji rétt
komst Hreggviður í heimsmetabók
Guinness fyrir þessa löngu og
áhrifaríku þögn í þingræðu. 
Gott starfsfólk
VEGNA skrifa í Velvak-
anda nýlega verð ég að
verja starfsfólk Body Shop
í Kringlunni. 
Ég hef mjög oft verslað í
þessari verslun og alltaf
gengið út úr henni með
bros á vör. Stúlkurnar sem
vinna þarna eru mjög kurt-
eisar, almennilegar og hafa
góða þekkingu á vörunum
sem þær eru að selja. 
Það er nú ekki langt síð-
an að ég var 14 ára, eins og
stúlkurnar sem skrifuðu í
laugardagsblaðið, og lenti í
því að mér fannst starfsfólk
fylgjast meira með mér
heldur en fullorðna fólkinu
og fór það mikið í taugarn-
ar á mér. Auðvitað geta
orðið mistök og saklaust
fólk sakað um þjófnað og
alltaf er það leiðinlegt. En
þegar það gerist tvisvar
sinnum hjá sömu stelpun-
um verð ég nú að segja eins
og er, að eitthvað hlýtur að
vera grunsamlegt við hegð-
un þeirra inni í versluninni. 
Þær ættu kannski að líta
í eigin barm áður en þær
rjúka í blöðin.
Ánægður 
viðskiptavinur.
Góð hársnyrtistofa
ÉG ER búinn að prófa
ýmsar hársnyrtistofur og
er frekar vandlátur því mér
er ekki sama um hárið mitt.
Ég komst á eina stofu sem
er sú besta sem ég hef próf-
að en það er Hárný við Ný-
býlaveg í Kópavogi. Þar er
vel tekið á móti kúnnanum
og skiptir útlit og annað
ekki máli. Einnig er þar
mjög gott aðgengi fyrir
fatlaða. Ég veitti því at-
hygli að þar er mjög gott
starfsfólk og það er komið
fram við alla með bros á vör
og allir svo jákvæðir.
Hafliði Helgason.
Sammála
ELLEN hafði samband við
Velvakanda og vildi hún
taka undir orð konu sem
skrifar um óviðeigandi
orðalag á söfnunarbaukum
Hjálparstofnunar kirkj-
unnar.
Dýrahald
Lady er týnd
LADY er 9 mánaða læða,
svört og hvít. Hún er
ómerkt og týndist frá Þver-
holti 24 í Reykjavík. Ná-
grannar eru beðnir að svip-
ast um eftir henni í skúrum
og geymslum. Þeir sem
hafa orðið varir við Lady
hafi samband við Ólafíu í
síma 562 4766.
Doppa er týnd
DOPPA er hvít með svart-
ar skellur og týndist frá
Sunnubraut í Kópavogi í
nóvember. Hún er ólarlaus.
Þeir sem hafa séð hana
hringi í sími 564-1018 eða
847-6868.
Tapað/fundið
Perlufesti týndist
LÖNG perlufesti týndist
norðanmegin við Hótel
Sögu og á leiðinni inn í
Skrúð sl. mánudag. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 551 0701.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT:
1 andspænis, 4 svara, 7
góð lykt, 8 skilja eftir, 9
lengdareining, 11 hermir
eftir, 13 langar til, 14
sjúkdómur, 15 jarðaði, 17
autt, 20 ósoðin, 22 gufa,
23 lítils skips, 24 hluta, 25
hafa upp á
LÓÐRÉTT:
1 missa marks, 2 gam-
alær, 3 tyrfinn texti, 4
karldýr, 5 hluti hringflat-
ar, 6 stétt, 10 svardagi, 12
dýr, 13 skynsemi, 15
þreif, 16 trylltar, 18 bylg-
jukvikið, 19 rýja, 20 lof,
21 kappsöm.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 geðvondur, 8 gyllt, 9 lydda, 10 uml, 11 tærir, 13
senna, 15 seinn, 18 óninn, 21 átt, 22 launi, 23 trauð, 24
sannindin.
Lóðrétt: 2 eflir, 3 votur, 4 núlls, 5 undin, 6 ógát, 7 gata,
12 iðn, 14 enn, 15 sæla, 16 iðuna, 17 náinn, 18 óttan, 19
iðaði, 20 næði.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
FYRIR nokkrum dögum
fékk ég póst frá Trygg-
ingastofnun ríkisins og
voru það nokkur blöð sem
ég átti að útfylla. Ég áttaði
mig ekki á hvað þarna
væri um að vera og
hringdi í Trygginga-
stofnun til að fá upplýs-
ingar um þessa sendingu.
Kurteis kona svaraði mér
og sagði að allir sem
komnir væru á ellilífeyri
fengju svona blöð til útfyll-
ingar því eftir áramótin
byrjar ný tilhögun á ellilíf-
eyrisgreiðslum.
Mér flaug þá í hug að
verið væri að leita að
nokkrum krónum sem
ekki væru uppgefnar hjá
ellilífeyrisþega. Ég sagði
þessari ágætu konu að
óþarfi hefði verið að senda
mér þessi blöð því að svör-
in við spurningunum væru
öll á greiðsluseðlinum sem
ég fæ við hver mánaða-
mót, ár eftir ár, nema hvað
vísitalan hefur verið að
kroppa í ellilífeyrinn öðru
hvoru.
Ég er nú 88 ára gamall
og hef borgað skatt í 70 ár
og sá skattur hefur ekki
verið af háum tekjum því
ég hef allt mitt líf verið
verkamaður með lágar
tekjur. Í dag eru dregnar
af mér 12.117 kr. í skatt, á
ári gerir það 106.595
krónur. Hvar ætlar Geir
Haarde að taka þessar
krónur þegar ég er allur?
Jóhanna Sigurðardóttir,
sú indæla kona, sem alltaf
er að berjast fyrir lág-
launafólkið sagði nýlega í
blaðaviðtali að það væri
fjöldinn allur af fyrir-
tækjum sem borguðu enga
skatta ár eftir ár. Væri
ekki ráð að láta þau borga
skatta sem svöruðu þeim
sköttum sem við gamla
fólkið greiðum og láta
okkur hætta að greiða
skatta við 67 ára aldur?
Það erum við lægst laun-
aða gamla fólkið sem átt-
um stóran þátt í að byggja
upp þetta þjóðfélag, þótt
núverandi stjórnendur séu
að fara með það til glöt-
unar.
Sofus Berthelsen.
Leitað að nokkrum krónum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76