Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						NÝR ÚTVEGSRISI?
Kæmi til sameiningar Granda og
Þorbjarnar-Fiskaness, í kjölfar
kaupa Granda á 24% hlut í ÞF, yrði
það annað stærsta sjávarútvegsfyr-
irtæki landsins með veiðiheimildir
sem svarar til ígilda um 42.000 tonna
af þorski eða um 9,5% heildarinnar.
Árni Vilhjálmsson, stjórnarformað-
ur Granda hf., segir áhuga á ?mjög
nánu? samstarfi fyrirtækjanna.
Eftirlit með tölvuleikjum
Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra telur að aðgangur
barna að ofbeldisfullum tölvuleikjum
og kvikmyndum, auk vafasams efnis
á Netinu, sé orðinn að vandamáli
sem brýnt sé að taka föstum tökum.
Óhjákvæmilegt sé því að setja regl-
ur um skoðun tölvuforrita.
Bush fær Snow í ríkisstjórn
George W. Bush Bandaríkja-
forseti skipaði í gær John Snow, for-
stjóra stórs járnbrautaflutninga-
fyrirtækis, í embætti fjármála-
ráðherra í stað Paul O?Neill sem
sagði af sér að beiðni forsetans fyrir
helgi. Markmið Bush með manna-
breytingunum er að snúa vörn í sókn
í efnahagslífi Bandaríkjanna.
Kynbundinn launamunur
Launamunur karla og kvenna hér
á landi er með því mesta sem þekkist
í sex aðildarríkjum Evrópska efna-
hagssvæðisins. Launamunurinn er
39% í opinberum störfum en ein-
ungis 6?14% í samanburðarlönd-
unum í tilteknum hópum.
Breytt raforkufrumvarp
Forystumenn stjórnarflokkanna
hafa náð samkomulagi um nýja út-
gáfu af frumvarpi til raforkulaga.
Iðnaðarráðherra segist bjartsýnn á
að samkomulag náist um frumvarpið
með þeim breytingum sem gerðar
hafa verið á því. Frumvarpið felur í
sér heildarendurskoðun á löggjöf
um vinnslu, flutning, dreifingu og
sölu raforku.
Skila ekki fornmunum
Forstjórar nokkurra af öflugustu
söfnum heims hafa sameinazt um að
lýsa því yfir að þeir muni ekki senda
umdeilda fornmuni aftur til upp-
runalandanna. Segja þeir gripina
sameiginlega eign mannkyns.
Þriðjudagur
10. desember 2002
Prentsmiðja
Morgunblaðsins blað C
www
.frjalsi.is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur
komið við í Sóltúni 26, hringt í síma 540 5000 eða senttölvupóst á frjalsi@frjalsi.is
Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldanhátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa
fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, semveitt er til allt að 25 ára gegn veði í fasteign.
Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.*
Vextir % 7,5% 8,5% 9,5% 10,5% 11,5%
5 ár 20.000 20.500 21.000 21.500 22.000
15 ár 9.300 9.800 10.400 11.000 11.700
25 ár 7.400 8.100 8.700 9.400 10.200
*Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta.
Frjálsa fjárfestingarbankans
Fasteignalán
Allt að75%veðsetningarhlutfall
af verðmæti
fasteignar
FRJÁL
SIF
JÁRF
ESTI
NGARBANKINN
1982?2002ára
Góðar lausnir,
vandaðar vörur
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Góð 
eftirspurn 26
Byggtofan
áhæðina
Þingholtsstræti13
Ánægð
með 
útkomuna 36
Hús sem
tókst að
bjarga 42
   MT50MT53MT53     MT72MT101MT105MT109MT105MT108MT100MT58   MT193MT74MT83MT79MT78MT70MT68MT68MT74  MT193MT83MT68MT77MT77MT74MT74MT79MT78MT68MT74MT70 MT222MT105MT110MT103MT108MT46MT32MT115MT97MT109MT110MT46MT237MT32MT115MT237MT240MT117MT115MT116MT117MT32MT118MT105MT107MT117                                           ORKUVEITA Reykjavíkur flyturmeð starfsemi sína í nýbyggingu sína
við Réttarháls um áramótin og þálosnar allt húsnæði hennar við Suður-
landsbraut og Ármúla. Þetta húsnæðier nú til leigu hjá fasteignasölunni
Valhöll, en það er í eigu fasteigna-félagsins Landsafls, sem hefur sér-
hæft sig í útleigu og rekstri fasteigna.Hér er um geysimikið húsnæði að
ræða eða nær 11.000 ferm. alls, semskiptist í þrjár byggingar. 
Suðurlandsbraut 34 er vönduðskrifstofu- og þjónustubygging, sem
er kjallari og sex hæðir, samtals 3.140ferm. og hönnuð af Guðmundi Kr.
Kristinssyni arkitekt á sínum tíma.Lyfta gengur upp á fimmtu hæðina,
en efsta hæðin er inndregin og timb-urklædd á stálgrind.
Húsið er tengt mötuneyti meðtengibyggingu og undir sal fyrstu
hæðar er mjög stór skjalageymsla.Húsið er í sérstaklega góðu ástandi
og var gert við það að utan fyrir fjór-um árum. Í húsinu er tvöfalt hitunar-
kerfi, ofnar og blástur.Mötuneytið er tengt aðalhúsinu
með breiðri og bjartri tengibygginguog inn af matsal er hljóðeinangraður
fundasalur.Við Ármúla 31 eru byggingar sam-
tals 6.273 ferm., reistar á misjöfnumtíma. Þessar byggingar eru með
steyptum kjallara en að öðru leyti
klædd stálgrind. Gerð hafa veriðmilliloft í hluta bygginganna. 
Eignin stendur á 26.239 ferm.leigulóð, sem liggur á milli Suður-
landsbrautar, Grensásvegar og Ár-múla. Lóðin liggur vel með tilliti til
umferðar og er mjög vel frágengin,bílastæði öll malbikuð og lóðin öll
gróin.
Má skipta í nokkrar einingar
Að sögn Magnúsar Gunnarssonarhjá Valhöll er hér um mjög glæsilegt
húsnæði að ræða, en það er til leiguen ekki til sölu. ?Óskastaðan væri að
leigja það allt út í einu lagi, en mögu-legt er að skipta heildareigninni upp í
nokkrar einingar, mismunandi stór-ar, sem gætu verið sjálfstæðar ein-
ingar hver fyrir sig. Húsið Suðurlandsbraut 34 þyrfti
helzt að leigjast út sér í heilu lagi ogtengibyggingin myndi fylgja því en
húsinu við Ármúla væri hægt aðskipta upp í tvær til þrjár einingar.
Hátæknifyrirtækið Anza er nú í
um einum þriðja af þessu húsnæðimeð langtímaleigusamning, en mögu-
legt væri að skipt hinu upp í eina tiltvær einingar eða jafnvel fleiri.
?Það hefur verið mikið spurt umþessa eign af aðilum, sem hafa áhuga
á að leigja í henni ýmist stórar eðasmáar einingar," sagði Magnús
Gunnarsson. ?Í heild er þetta afarvandað húsnæði sem myndi sóma sér
mjög vel sem höfuðstöðvar fyrir stór-fyrirtæki.?
Húsin standa á áberandi stað á lóð milli Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Ármúla.
Fyrrum höfuðstöðvar Orku-
veitu Reykjavíkur til leigu
Útsýnisíbúðir
viðLómasali
2002 L52159ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER BLAÐ B
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
ENGINN HLÆR LENGUR AÐ EVERTON / B2 
BÍLDSHÖFÐI 510 8020
SMÁRALIND 510 8030
SELFOSS 480 7000
WWW.INTERSPORT.IS
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Fái Damon Johnson íslenskanríkisborgararétt fyrir jól einsog allt bendir til og við sögðum frá
á laugardaginn, getur hann leikiðmeð íslenska landsliðinu strax.
Fyrir nokkru var reglum breyttvarðandi þessi mál. Áður var reglan
sú að þeir sem fengu nýtt ríkisfangurðu að bíða í þrjú ár áður en þeir
gátu leikið með körfuknattleiks-landsliði síns nýja heimalands. Nú
eru reglurnar hins vegar þannig að
viðkomandi leikmenn verða löglegirum leið og ríkisfangið er í höfn.
Hins vegar var sett inn það skilyrðiað í landsliði hverrar Evrópuþjóðar
megi aðeins hafa einn leikmenn íeinu sem er með tvöfalt ríkisfang.
Þetta þýðir að kjósi landsliðs-þjálfarinn að nota einhvern þeirra
körfuknattleiksmanna sem fengiðhafa íslenskt ríkisfang síðustu árin
þá getur hann það ? en aðeins einní einu.
Damon strax
gjaldgengur
GREINT er frá því á heimasíðudanska handknattleiksliðsins
Ajax/Farums í gær að markmað-ur liðsins Elvar Guðmundsson hafi
verið valinn í íslenska landsliðiðsem tekur þátt í HM í Portúgal.
Elvar, sem lék með Breiðabliki ogFH, hefur staðið sig vel á leiktíð-
inni eftir því sem Flemming Oli-ver Jensen, þjálfari Ajax/Farums,
segir á heimasíðunni. Jensen segirElvar vera betri markvörð en
Hlynur Jóhannesson sem valinnvar í íslenska landsliðið á heims-
bikarmótið fyrir skömmu. Hlynurlék í Danmörku í fyrra. ?Þegar ég
sá að Hlynur var valinn þá ákvaðég að aðstoða Elvar aðeins. Ég
sendi íslenska landsliðsþjálf-aranum spólu með leikjum Elvars
og það hefur haft sitt að segja þvínú hefur Elvar verið valinn í
landsliðið,? segir Jensen.
Guðmundur Þ. Guðmundsson,landsliðsþjálfari, viðurkenndi í
samtali við Morgunblaðið að þjálf-ari Ajax/Farums hafi verið í sam-
bandi við sig og sent sér spólumeð leikjum Elvars. Einnig að
Guðmundur hefði sent félagi Elv-ars bréf þess efnis að hann myndi
hugsanlega verða valinn í íslenskalandsliðið fyrir EM. ?Það er bara
sami háttur og hafður er á meðþá leikmenn sem leika utanlands,
þannig að öllum formsatriðum séfullnægt verði þeir valdir. En
varðandi Elvar vil ég taka framað landsliðið hefur enn ekki verið
valið. Ég skoða hins vegar allakosti sem fyrir hendi eru. Það
getur vel verið að ég kalli á Elvarí stóra hópinn sem æfir fyrir HM,
þar með er ekki sagt að hann farimeð til Portúgals,? sagði Guð-
mundur.
Verður kallað í Elvar 
Guðmundsson?
Keflavíkurstúlkur eru óstöðvandi í 1. deild í körfuknattleik.Þær unnu sinn níunda leik í röð á laugardaginn þegar þær
lögðu Hauka að velli. Marín Rós Karlsdóttir sækir hér að körfuHauka þar sem þær Ösp Jóhannsdóttir og Pálína M. Gunn-
arsdóttir eru til varnar. Umsögn og viðtal við Marín Rós á B9.
Yfirlit
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 34
Viðskipti 18/19 Hestar 38
Erlent 20/22 Minningar 39/43
Höfuðborgin 23 Bréf 48
Akureyri 24 Dagbók 50/51
Suðurnes 25 Kvikmyndir 52
Landið 26 Fólk 54/57
Neytendur 27 Bíó 54/57
Listir 28/29 Ljósvakar 58
Forystugrein 30 Veður 59
** *
FORYSTUMENN stjórnarflokkanna hafa náð
samkomulagi um nýja útgáfu af frumvarpi til raf-
orkulaga. Frumvarpið verður tekið fyrir á auka-
fundum í stjórnarþingflokkunum í dag en málið
var kynnt í ríkisstjórn í gær. Iðnaðarráðherra seg-
ist bjartsýnn á að samkomulag náist um frum-
varpið með þeim breytingum sem gerðar hafa ver-
ið á því. 
Raforkulagafrumvarpið felur í sér heildarend-
urskoðun á löggjöf um vinnslu, flutning, dreifingu
og sölu raforku. Það var fyrst lagt fram til kynn-
ingar á löggjafarþinginu 2000?2001 og vísað til
iðnaðarnefndar sem hafði það til umfjöllunar. Það
var svo lagt fram að nýju á síðasta þingi með
nokkrum breytingum en var ekki afgreitt. Ekki
var hins vegar full samstaða um málið innan
stjórnarflokkanna.
Meðal helstu nýjunga í frumvarpinu er að orku-
fyrirtækin mega framleiða og selja raforku til
hvaða notanda sem er en stofna á eitt flutningsfyr-
irtæki, annaðhvort af stærstu orkufyrirtækjunum
eða ríkinu, sem dreifi raforkunni til dreifiveitna á
hverjum stað. Þannig getur einstaklingur eða fyr-
irtæki á Ísafirði keypt raforku af Orkuveitu
Reykjavíkur ef það er talið hagkvæmt. Markmið
með tilskipuninni og lagabreytingunni þar með er
að koma á samkeppni í raforkuframleiðslu og smá-
sölu til notenda.
Nefnd fjalli um ágreiningsatriði
Sem fyrr segir hafa verið gerðar breytingar á
frumvarpinu og að sögn Valgerðar Sverrisdóttur
iðnaðarráðherra var sú útgáfa kynnt í ríkisstjórn í
gær en í framhaldinu verður fjallað um það á
aukafundum í þingflokkum í dag. ?Í stuttu máli
snúast breytingarnar núna um að taka ákveðna
þætti, sem hefur verið ágreiningur um, inn í nefnd
sem mun fá ákveðinn tíma til að fjalla um þá. Ef
hún kemst að annarri niðurstöðu sem þykir skyn-
samlegri en það sem kveðið er á um í frumvarpinu,
er svigrúm til að breyta lögunum næsta haust.?
Valgerður vildi í samtali í gær ekki segja um
hvaða þætti í frumvarpinu væri að ræða þar sem
þingflokkarnir ættu eftir að fjalla um málið. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins varða þeir þau
atriði sem taka til jöfnunar á kostnaði við flutning
raforku. 
Valgerður segist vera bjartsýn á að samkomu-
lag náist um þessa útgáfu frumvarpsins. ?Ég tel að
þarna sé kominn góður grundvöllur að niðurstöðu
og það er mjög mikilvægt vegna þess að við eigum
annars yfir höfði okkar hugsanleg málaferli hjá
EFTA-dómstólnum.? Hún segist því vona að
lausnin liggi í þessum breytingum.
Iðnaðarráðherra bjartsýnn á að samkomulag náist um raforkulagafrumvarp
Breytingar ræddar í
þingflokkum í dag
42 EINSTAKLINGAR hafa lát-
ist af slysförum hér á landi það
sem af er árinu, samkvæmt sam-
antekt Slysavarnafélagsins
Landsbjargar. Þar af hafa 29
manns látist í umferðarslysum,
fjórtán karlar, tíu konur og fimm
börn. Tveir hafa látist í sjóslys-
um, tveir hafa drukknað, sjö hafa
látist í heimaslysum og tveir í frí-
tímaslysum. 
Flestir létust af slysförum í
janúar og júní, átta í hvorum
mánuði. Þá hafa sex Íslendingar
látist af slysförum erlendis á
árinu. Í fyrra létust 24 einstak-
lingar í umferðarslysum og 34 ár-
ið 2000.
Umferðarslys eru langalgeng-
ustu banaslysin, eða 69%. Heima-
slys eru 17%, sem er áberandi
hátt hlutfall í samanburði við aðra
slysaflokka. Til heimaslysa teljast
m.a. brunar, en á árinu fórust þrír
í eldsvoða. Þá létust þrír menn
eftir fall úr stiga við heimili sitt
og eitt barn við leik heima hjá sér.
Það sem af er árinu hafa hins
vegar engin dauðsföll orðið af
vinnuslysum eða flugslysum. 
42 einstakling-
ar látnir vegna
slysa á árinu
FYRRI tónleikar Ástralans Nick Cave fóru fram í
Broadway í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi. Húsið var
opnað kl. 20 og féll það í hlut söngkonunnar Heru
Hjartardóttur, sem vakið hefur talsverða athygli hér á
landi að undanförnu, að hita upp fyrir kappann.
Nick Cave lék á flygil en honum til aðstoðar voru
Warren Ellis á fiðlu, Jim White á trommur og Norman
Watts-Roy á bassa. Þess má geta að Warren Ellis hefur
verið fastur meðlimur í hljómsveitinni The Bad Seeds
sem leikið hefur með Nick Cave um árabil.
Í kvöld heldur Cave aðra tónleika í Broadway en
löngu er uppselt á þá.
Þetta er í annað sinn sem Nick Cave kemur hingað til
lands til tónleikahalds en hann hélt tónleika hér árið
1986 ásamt hljómsveit sinni The Bad Seeds skömmu
eftir útgáfu plötunnar, Your Funeral ... My Trial.
Morgunblaðið/Golli
Nick Cave í Broadway KONAN sem ók bifreið sem hafnaði
úti í Hólmsá á Suðurlandsvegi í lok
nóvember er komin úr öndunarvél
og er á batavegi, samkvæmt upplýs-
ingum frá gjörgæsludeild Landspít-
ala ? háskólasjúkrahúss við Hring-
braut. Þrjú börn voru einnig í
bifreiðinni sem lenti í ánni. Eitt var
flutt á gjörgæsludeild en það náði
bata í síðustu viku.
Á batavegi eftir
slys við Hólmsá
???
TVEIR heimilislæknar, sem voru
búnir að ráða sig aftur til starfa á
heilsugæslustöðvum á Suðurnesjum
og áttu að byrja á föstudaginn var og
í gær, hættu við að mæta. Aðrir
heimilislæknar sem sögðu upp störf-
um sínum sætta sig ekki við þau kjör
sem þeim eru boðin.
Gunnar Þór Jónsson, einn þeirra
tólf lækna sem létu af störfum 1. nóv-
ember, er óánægður með tilboð Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja (HSS).
Rætt sé um að ráða 7?8 lækna en
samkvæmt viðmiðum heilbrigðis-
ráðuneytisins eigi að vera 11?12
læknar á Suðurnesjum. Þá verði
felld niður staðbundin starfskjör
sem læknarnir nutu áður. Sigríður
Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri
HSS, segir ekkert ákveðið um það
hversu margir læknar verði ráðnir. 
Læknadeilan
á Suðurnesj-
um enn í hnút
L52159 Hættu við/25

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60