Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Sólveig
Pétursdóttir, veitti í gær Þorleifi
Pálssyni, sýslumanni í Kópavogi,
og Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslu-
manni á Selfossi, viðurkenningu
fyrir brautryðjendastarf embætt-
anna við þróun Landskrár fast-
eigna. Sömuleiðis veitti ráðherra
þeim Ólafi Haukssyni, sýslumanni
á Akranesi, og Ástríði Gríms-
dóttur, sýslumanni á Ólafsfirði,
viðurkenningu fyrir góðan árang-
ur embættanna við skráningu upp-
lýsinga í Landskrá fasteigna
Lög um stofnun Landskrár fast-
eigna tóku gildi hinn 1. janúar
2001. ?Markmiðið með Landskrá
fasteigna er að halda eina skrá um
fasteignir og að sérhvert stjórn-
vald sem hefur hlutverki að gegna
skrái þar það sem undir það fell-
ur,? segir í fréttatilkynningu frá
dómsmálaráðuneytinu.
Í fréttatilkynningunni segir að
sýslumannsembættin í Kópavogi
og á Selfossi hafi tekið virkan þátt
í þróun Landskrár fasteigna. ?Hjá
embætti sýslumannsins í Kópavogi
hófst tilraun árið 1995 með sam-
ræmda skráningu þinglýsing-
arstjóra, sveitarfélagsins og Fast-
eignamats ríkisins. Eftir að
reynsla var komin á það fyr-
irkomulag hóf embætti sýslu-
mannsins á Selfossi þátttöku í þró-
unarvinnu einkum hvað varðaði
skráningu eigna í dreifbýli.?
Þá segir í fréttatilkynningu að
sýslumannsembættin á Akranesi
og á Ólafsfirði hafi lokið því að
færa upplýsingar úr þinglýsing-
arbókum í Landskrá fasteigna. 
Viðurkenning vegna
Landskrár fasteigna
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra afhenti í gær fjórum sýslumönn-
um viðurkenningu. Þeir eru Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Sel-
fossi, Þorleifur Pálsson, sýslumaður í Kópavogi, Ástríður Grímsdóttir,
sýslumaður á Ólafsfirði, og Ólafur Hauksson, sýslumaður á Akranesi.
DÆMI eru um 34% hækkun leigu á
íbúðum í eigu Félagsbústaða vegna
jöfnunar leigu 1. desember sl. og
12% hækkunar vegna vaxtahækkana
Íbúðalánasjóðs 1. mars 2003. Jöfnun
leigu hafði það í för með sér að sum-
ar íbúðir hækkuðu umtalsvert og
aðrar lækkuðu. Fyrir einstakling
sem greiddi 22.914 kr. í leigu fyrir 1.
desember verður leigan 30.860 kr. að
meðtaldri leigujöfnun og 12% hæk-
uninni. Þýðir þetta að nálega helm-
ingur heimilistekna viðkomandi ein-
staklings fer í húsaleigu.
Björk Vilhelmsdóttir, formaður
félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar,
segist ekki þekkja dæmi um jafn-
mikla hækkun og hér um ræðir, en
viðurkennir að dæmi kunni að vera
um þetta. Til að mæta þessum miklu
hækkunum eigi þeir leigjendur, sem
verst verða úti, rétt á að leita sex
mánaða fjárhagsaðstoðar hjá Fé-
lagsþjónustunni. ?Á móti leigufjár-
hæðinni koma einnig húsaleigu-
bætur, sem eru metnar eftir tekjum
og fjölskyldustærð,? segir hún.
Dæmi um
34% hækkun
á húsaleigu
Íbúðir í eigu 
Félagsbústaða hf.
GERT er gert ráð fyrir 215 millj-
óna króna tekjuafgangi fyrir fjár-
magnsliði í stað 11 milljóna króna
halla í fjárhagsáætlun meirihluta
sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ,
sem lögð var fram í seinustu viku.
Auk niðurskurðar í rekstri verður
leitað leiða til þess að auka tekjur,
m.a. með hækkun útsvarsprósentu
á næsta ári úr 12,65% í 12,94% og
með því að laga ýmis þjónustu-
gjöld að því sem gerist í ná-
grannasveitarfélögum, skv. upp-
lýsingum forsvarsmanna meiri-
hlutans.
?Ástæðan er einfaldlega sú, að
við erum með einhverjum hætti að
reyna að auka tekjur bæjarsjóðs,
sem er að okkar mati frekar illa
staddur, og viljum þá gera það
hressilega tímabundið, til þess að
vera frekar í stakk búin síðar til
þess að draga úr þessum álögum,?
segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
bæjarstjóri í Mosfellsbæ.
Í fréttatilkynningu frá meiri-
hlutanum segir að ef engar eignir
Mosfellsbæjar verði seldar á árinu
2003 verði lánsfjárþörf bæjarsjóðs
569 milljónir króna þar sem
greiða þurfi greiðsluhalla ársins
2002, afborganir af langtímalánum
að upphæð um 227 milljónir og
greiða þurfi skammtímaskuldir
sem áætlaðar séu í lok þessa árs
tæpar 230 milljónir. 
Á árinu 2003 verður hafist
handa við heildarendurskoðun
allra rekstrarliða bæjarsjóðs og
gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun
að rekstrarkostnaður lækki alls
um 7%. 
Yfir 200 þús. kr. meiri 
útgjöld fyrir barnafjölskyldu
Fulltrúar minnihlutans í bæj-
arstjórn gagnrýna harðlega ýmsar
hækkanir gjalda sem gert er ráð
fyrir í fjárhagsáætlun meirihlut-
ans fyrir næsta ár. Skv. útreikn-
ingum sem þeir hafa lagt fram
felst í tillögu meirihlutans m.a. um
300% hækkun á álagningarpró-
sentu lóðarleigu íbúðarhúsnæðis,
20% hækkun á lóðarleigu atvinnu-
húsnæðis og 12,50% hækkun fast-
eignaskatts af íbúðarhúsnæði.
Einnig sé m.a. lagt til að leik-
skólagjöld hækki úr 16 í 20 þús-
und í tveimur áfögnum á næsta
ári, fæðisgjöld í leikskólum hækki
úr 4.800 í 6.000 kr. eða um 25% og
gjald á gæsluvöllum úr 100 kr. í
150 eða um 50%. 
?Mér sýnist að þarna sé verið
að slá Íslandsmet í hækkunum.
Það er alls ekki boðlegt að velta
því öllu yfir á barnafjölskyldur að
greiða niður skuldir bæjarins á
stuttum tíma. 
Það er náttúrlega ekkert vanda-
mál að reka sveitarfélag ef öll
gjöld eru í hámarki,? segir Þröst-
ur Karlsson, bæjarfulltrúi B-
listans. Hann segir þessar hækk-
anir, s.s. á leikskólagjöldum og
fasteignagjöldum, 
valda því að útgjöld barnafjöl-
dkylsu í fjögurra herbergja íbúð
aukist um rúmlega 200 þúsund
krónur á næsta ári.
Hámarksútsvar sveitar-
félaga á næsta ári 13,03%
Sveitarfélögum ber að tilkynna
fjármálaráðuneytinu ákvörðun um
útsvarsprósentu fyrir komandi
tekjuár eigi síðar en 15. desem-
ber. Hámarksheimild til álagning-
ar útsvars á næsta tekjuári er
13,03% og lágmarksútsvarshlut-
fallið er 11,24%. Skv. upplýsingum
sem fengust hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga hafa fáar til-
kynningar borist um útsvars-
breytingar enn sem komið er.
Fjölmörg sveitarfélög eða nálægt
70 alls hafa þegar fullnýtt há-
marksheimildina til álagningar út-
svars. 
Mosfellsbær hækkar útsvar í 12,94% í fjárhagsáætlun
Gera ráð fyrir afgangi 
af rekstri á næsta ári
Íslandsmet sleg-
ið í hækkunum
gjalda að mati
minnihlutans
ÚTLIT er fyrir að erlendum gestum
til Íslands hafi fækkað um 4?7% á
milli ára en ekki er talið að hefð-
bundnum ferðum til landsins hafi
fækkað heldur fyrst og fremst gest-
um í tengiflugi. Magnús Oddsson
ferðamálastjóri segir að þetta sé gott
miðað við útlitið eftir 11. september í
fyrra, en Alþingi og stjórnvöld hafi
brugðist fljótt og vel við með því að
setja 150 milljónir króna aukalega í
kynningu. Sú kynning hafi skilað sér.
Árið 2000 komu um 302.000 erlendir
gestir til landsins og vísbendingar eru
um að þeir hafi verið um 295.000 í
fyrra.
Þetta kom fram á fundi hjá Ferða-
málaráði í gær, þegar greint var frá
niðurstöðum könnunar ráðsins meðal
erlendra ferðamanna frá september í
fyrra til og með ágúst í ár. Samkvæmt
könnuninni er yngra fólk meira á
ferðinni en áður, það pantar ferðirnar
með skemmri fyrirvara en fyrr, bíður
eftir tilboðum og kynnir sér upplýs-
ingar á Netinu í auknum mæli.
Kallar á gjörbreyttar aðferðir
Spurningalistum var dreift í Leifs-
stöð og á Seyðisfirði. Í vetrarkönn-
uninni september 2001 til maí 2002
var 2.501 spurningalisti nothæfur en í
sumarkönnuninni júní til ágúst 2002
var 2.361 nothæfur.
Áhugi á landinu og íslenskri nátt-
úru er sem fyrr algengasti hvati Ís-
landsferða. Einar Kr. Guðfinnsson,
formaður Ferðamálaráðs, segir að
þetta sé staðfesting á því að Ferða-
málaráð hafi lagt áherslu á rétta þætti
í markaðssetningu sinni.
Magnús Oddsson segir að niður-
stöður könnunarinnar sýni verulegar
breytingar frá fyrra ári og nauðsyn-
legt sé að bregðast við. ?Það vekur
mesta athygli mína að 80% allra sum-
argesta, sem komu hingað á síðast-
liðnu sumri, tóku lokaákvörðun um
Íslandsferð á síðustu fjórum mánuð-
um áður en þeir komu, en þessi tala
var um 40% árið áður. Þetta er gíf-
urleg breyting og hlýtur að kalla á
gjörbreyttar aðferðir í markaðs- og
kynningarmálum. Það þýðir lítið að
vera með aðalþungann í allri okkar
kynningu í nóvember eða desember
ef meirihluti gestanna tekur ákvörð-
un miklu seinna.?
Að sögn Magnúsar hefur árásin á
Bandaríkin 11. september í fyrra haft
sín áhrif. Í öðru lagi hafi fólk ekki ver-
ið tilbúið að ákveða að fara í ferðalag
og í þriðja lagi hafi fólk beðið með að
taka ákvörðun í þeirri von að fá betra
verð síðar vegna offramboðs. ?Það
verður því mjög spennandi að sjá
hvort þetta verður viðvarandi,? segir
hann og hallast frekar að því.
Fram kom í könnuninni að nær
50% gesta afla sér upplýsinga um
landið á Netinu, en þar er salan innan
við 10%. Salan er hins vegar mest hjá
ferðaskrifstofum og þær veita mestu
upplýsingarnar. Magnús segir að
könnunin sýni mikilvægi þess að var-
an sem sé kynnt verði að vera til sölu
hjá sömu aðilum. Netið sé því ennþá
fyrst og fremst upplýsingamiðill.
Ferðir á eigin vegum hafa aukist að
sumarlagi og notkun bílaleigubíla hef-
ur aukist á kostnað hópferðabíla.
Magnús segir að þetta kalli á gjör-
breytt umhverfi í upplýsingamiðlun
og aðra framsetningu efnis.
Umfjöllun erlendis segir lítið
Greinar í erlendum tímaritum og
blöðum hafa lítil áhrif á Íslandsferð
og segir Magnús að það sé ákveðið
högg. ?Maður heyrir það stundum og
sér í fjölmiðlum að menn telja að við
séum alls staðar nafli alheimsins. Síð-
an kemur það í ljós að 65% þeirra
gesta sem eru þó komnir til Íslands,
hafa enga umfjöllun séð um Ísland áð-
ur en þeir fóru.? Hann áréttar samt
að fjölmiðlun sé mjög víðtæk og á
sama tíma og gestirnir segi þetta hafi
um 50% þeirra skoðað eitthvað um Ís-
land á Netinu. Hins vegar sé ljóst að
þótt eitthvað birtist um Ísland ein-
hvers staðar jafngildi það ekki því að
öll viðkomandi þjóð viti eitthvað um
Ísland.
Könnun Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna sem komu til Íslands
Íslandsferðir
ákveðnar 
með skömm-
um fyrirvara
NOKKUÐ hefur borið á því á Ak-
ureyri að undanförnu að gaskútum
hafi verið stolið af útigrillum. Lög-
reglan segir að svo virðist sem nokk-
ur ásókn sé í að sniffa gasið. Segir
lögregla það stórhættulegt og
ástæðu til að vera á verði vegna þess.
Eru eigendur útigrilla hvattir til að
ganga þannig frá gaskútum að óvið-
komandi nái ekki til þeirra.
Sniffa gasið
af útigrillum
ATVINNA
mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60