Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 39
?
Magdalena S.
Brynjúlfsdóttir
fæddist á Hvalgröf-
um á Skarðsströnd
17. nóvember 1914.
Hún lést á Hjúkrun-
arheimilinu Skjóli í
Reykjavík 29. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Brynj-
úlfur Haraldsson,
kennari og bóndi á
Hvalgröfum, f.
12.10. 1888, d. 24.12.
1971, og Ragnheiður
Ingibjörg Jónsdóttir,
f. 16.4. 1886, d. 19.3. 1976. Bróðir
Magdalenu var Gísli Breiðfjörð, f.
12.12. 1910, d. 1.1. 1976. Með þeim
ólust einnig upp að nokkru Sveinn
Jónasson (1923?1947) og Hilmar
Sigurðsson (f. 1928). 
Magdalena giftist 29. maí 1939
Sæmundi Björnssyni búfræðingi
frá Hólum í Reykhólasveit, f. 28.3.
1912. Hann dvelst nú á Hrafnistu í
Rvík. Börn þeirra eru: 1) Brynj-
þeirra er: Sigurgeir Jóhannes, f.
1981. 3) Ásta Ásdís, f. 7.5. 1951,
sérkennari í Rvík, gift Magnúsi
Björnssyni rafmagnsiðnfræðingi.
Börn þeirra eru: Brynja Björk, f.
1976, unnusti hennar er Hlynur
Stefánsson; Eyrún, f. 1979, Ásdís,
f. 1989.
Magdalena ólst upp í foreldra-
húsum á Hvalgröfum við hefð-
bundin sveitastörf. Hún stundaði
nám í Húsmæðraskólanum á Stað-
arfelli, var síðan í vist á Akureyri
um skeið hjá Sigríði Guðmunds-
dóttur og Jónasi Kristjánssyni
Mjólkursamlagsforstjóra og
minntist þeirra æ síðan með hlýju.
Fyrri hluta ævinnar bjuggu Lena
og Sæmundur fyrir vestan, lengst
á Reykhólum þar sem hún tók m.a.
þátt í starfi kirkjukórs og leik-
félags. Síðan lá leiðin í höfuðborg-
ina þar sem þau áttu heimili í rösk
40 ár. Heimilishald og uppeldi
voru hennar aðalstarf alla tíð en
Lena starfaði auk þess á sauma-
stofu um tíma, afgreiddi í verslun
og vann við ræstingar og heimilis-
hjálp. Hún hafði mikinn áhuga á
hannyrðum og sótti námskeið á því
sviði þegar færi gafst. 
Útför Magdalenu fer fram frá
Langholtskirkju í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
úlfur, f. 3.4. 1941,
framhaldsskólakenn-
ari í Rvík, kvæntur
Hrafnhildi Sigurðar-
dóttur leikskólafull-
trúa. Þeirra börn eru:
Ólöf, f. 1971, unnusti
hennar er Axel G.
Tandberg, og Ragnar,
f. 1974. 2) Björn, f.
15.7. 1944, d. 18.2.
2000, bifreiðastjóri,
kvæntist Margréti
Skúladóttur. Þau
skildu. Dætur þeirra
eru: Kristbjörg, f.
1966, sem á tvær dæt-
ur: Stephanie, f. 1990, og Katrinu,
f. 1996; Magdalena Berglind, f.
1971, gift Auðuni Steini Sigurðs-
syni og eiga þau tvö börn: Krist-
ófer Skúla, f. 1997, og Margréti
Rún, f. 1999. Björn var í nokkur ár
í sambúð með Guðnýju Guðjóns-
dóttur. Sonur þeirra er: Sæmund-
ur, f. 1977.
Björn var síðar í sambúð með
Ingigerði Sigurgeirsdóttur. Sonur
Við kvöddum ömmu Lenu fyrir
rúmri viku. Það var erfitt að kveðja,
að sjá á eftir ömmu sem við héldum
að yrði alltaf til staðar. Á vissan hátt
var þessi kveðjustund þó léttir. Þeg-
ar engin von er um bata eða bætt
lífsgæði er varla annað hægt en að
samgleðjast þeim sem hverfur á
braut. Sorgin og söknuðurinn vega
þó þyngra í hjörtum okkar en gleðin.
Við reynum að hugga okkur við það
að amma hafi nú loks fengið hvíld, að
baráttan við ellina og minnisleysið sé
að baki. Sársaukafullu tímabili er
lokið og við látum minningarnar um
ömmu, eins og hún var, lifa. 
Amma hafði alltaf tíma fyrir fjöl-
skylduna. Við stelpurnar eyddum
mörgum stundum í Álfheimunum
þegar við vorum litlar og þá sá amma
um að við hefðum nóg fyrir stafni.
Hún kenndi okkur að spila á spil og
leggja kapal. Ef veðrið var gott fór
amma gjarnan með okkur í göngu-
ferðir í Laugardalinn. Oft fengum
við að leika okkur úti í garðinum við
Álfheimablokkina og þá fylgdist
amma með okkur af svölunum. Ef
við vorum í hennar umsjá þá sleppti
hún okkur ekki úr augsýn. 
Sjálf stóð amma Lena aldrei að-
gerðarlaus. Hún prjónaði vettlinga,
sokka, peysur og gammósíur á alla
fjölskylduna og var alltaf með ein-
hverja handavinnu. Þegar hún
steikti kleinur, sem var ósjaldan,
stóðum við systurnar snúningsvakt-
ina. Hún bjó til deigið og hnoðaði og
við snerum kleinunum. Amma pass-
aði þó upp á að við kæmum hvergi
nærri steikingarpottinum en þegar
kleinurnar voru orðnar kaldar mátt-
um við taka við og koma þeim í poka
til að hægt væri að færa ættingjum. 
Fjölskyldan var henni allt og upp-
alandahlutverkið líklega það mikil-
vægasta sem hún gegndi. Hún vildi
til dæmis alltaf vera viss um að við
hefðum nóg að borða. Það var sama
hversu fast við héldum því fram að
við værum búnar að borða og gætum
ekki komið meiru niður. Amma
skundaði beint inn í eldhús og lagði á
borð. Við skyldum í það minnsta fá
mjólkurglas og kleinu. 
Umhyggjan var ríkjandi í öllu sem
amma gerði. Á síðasta afmælisdeg-
inum hennar fyrir um þremur vikum
kom fjölskyldan saman í herbergi
ömmu á Skjóli. Við ákváðum að
halda upp á daginn, enda öllum ljóst
að afmælisdagarnir yrðu ekki fleiri.
Mamma kom á undan og sagði
ömmu hvað stæði til, að von væri á
gestum til að fagna afmælinu. Þrátt
fyrir að minnið væri orðið stopult og
hugsun ömmu virtist óskýr undir
það síðasta spurði hún mömmu hvort
hún væri ekki örugglega búin að
hafa eitthvað til fyrir gestina. Gest-
risni og umhyggja fyrir öðrum var
henni í blóð borin og hélst allt fram á
dánardægur, þótt margir eiginleikar
aðrir hefðu tapast á síðustu árunum. 
Amma hugsaði fyrst og fremst um
þá sem stóðu henni næst. Við eigum
ótal góðar minningar um ömmu
Lenu og erum þakklátar fyrir að
hafa haft hana hjá okkur svona lengi.
Okkur þótti hafa færst friður yfir
andlit hennar þegar við kvöddum og
við fengum á tilfinninguna að hún
væri sátt við hvíldina. Það er sárt að
kveðja en minningarnar um ömmu
munu færa okkur gleði um ókomna
tíð. 
Amma flutti í rúmgott herbergi á
hjúkrunarheimilinu Skjóli í fyrra-
sumar. Þar var allt gert til að láta
henni líða sem best og fjölskyldan er
innilega þakklát starfsfólkinu á
Skjóli fyrir að hafa búið henni svo
gott heimili. 
Eyrún, Brynja og Ásdís.
Síðustu daga hef ég verið að rifja
upp hin ýmsu atvik sem tengjast
ömmu og óneitanlega hefur oft hrís-
last um mig notaleg tilfinning. Það
er ómetanlegt að eiga góðar minn-
ingar.
Ég man þegar ég kom í heimsókn
að norðan og fékk að sofa á gólfinu
hjá hjónarúmi ömmu og afa.
Ég man gönguferðirnar um Laug-
ardalinn.
Ég man húsbyggingarnar úr
ruggustólnum hans afa og sófapull-
unum.
Ég man þegar ég fékk að nota
prjónavélina hennar ömmu og þegar
hún kenndi mér að hekla.
Ég man eftir sjónvarpskökunni og
rabarbara- og berjasultunni sem
mér fannst svo góð.
Ég man þegar amma kenndi mér
að nota strætó svo ég kæmist í heim-
sóknir til frændfólks víðs vegar um
borgina.
Ég man eftir öllum leikhúsferðun-
um með ömmu og afa.
Ég man þegar amma og afi komu í
heimsókn á Blönduós og við fórum
með mömmu í bíltúr um sveitirnar.
Ég man þegar amma fylgdi mér,
við litla hrifningu mína, í MS fyrsta
daginn minn þar. (Hún passaði sig
þó á því að snúa tímanlega við svo
enginn gæti séð stelpuna sem kom
með ömmu sinni.)
Ég man þegar við amma gengum
saman um miðbæinn í leit að úri fyrir
mig í útskriftargjöf. Hún vildi að ég
væri með í ráðum svo ég yrði ánægð.
Ég er enn mjög ánægð með úrið nú
rúmum tíu árum síðar.
Ég man hversu fín amma var allt-
af í upphlutnum sínum við hátíðleg
tækifæri. Þannig ætla ég alltaf að
muna hana.
Vonandi getur amma nú líka mun-
að þetta allt aftur. 
Magdalena Berglind (Linda).
Eftir erfiða baráttu við elli kerl-
ingu, sem engum eirir, er Lena
frænka lögð í sína hinstu för. Fullu
nafni hét hún Magdalena Septem-
borg Brynjúlfsdóttir eftir ömmum
okkar en við vorum systkinabörn í
báðar ættir. Aldursmunur okkar var
þó slíkur að við tilheyrðum í raun
hvort sinni kynslóð. Móðir mín ólst
að hluta til upp hjá foreldrum henn-
ar og var eins og eldri systir hennar
enda aðeins tólf ára aldursmunur og
voru þær mjög nánar alla tíð.
Skammt var milli heimila okkar á
Skarðsströndinni þar sem við ólumst
upp, hún á Hvalgröfum og ég á Geir-
mundarstöðum og samgangur mik-
ill. Sumar af mínum fyrstu minning-
um tengjast einmitt
samverustundum þessara heimila.
Elsta barn hennar og Sæmundar
Björnssonar eiginmanns hennar,
Brynjúlfur, er árinu eldri en ég. Þau
bjuggu á Hvalgröfum bernskuár
okkar frænda og þá hófst vinátta
okkar sem mun vera eldri en minni
okkar nær og hefur haldist órofin til
þessa dags. Síðar fluttust þau til
Reykhóla og enn síðar til Reykjavík-
ur. Alla tíð var samgangur heimil-
anna eins mikill og aðstæður leyfðu.
Heimili Lenu og Sæmundar stóð
okkur í fjölskyldunni frá Geirmund-
arstöðum alltaf opið. Systrum mín-
um útvegaði hún vinnu á Reykhól-
um, ég var sendur til þeirra til að
læra sund sem þó tókst ekki í það
skiptið og móðir okkar dvaldi hjá
þeim vetrarlangt til að vera undir
læknishendi á Reykhólum í veikind-
um. Lena var því engin venjuleg
frænka okkar fjölskyldunnar frá
Geirmundarstöðum heldur stoð og
stytta sem alltaf var hægt að leita til. 
Í mínum huga skipaði hún alltaf
sérstakan sess meðal frændfólksins,
stóð einhvern veginn nær en aðrir.
Fyrir það vil ég þakka við þessi leið-
arlok um leið og ég og Auður kona
mín sendum Sæmundi, Brynjúlfi,
Ástu og börnum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Haraldur Finnsson.
MAGDALENA S.
BRYNJÚLFSDÓTTIR
Kynni okkar Guð-
laugs hófust seint á sjö-
unda áratugnum. Ég
hafði þó hitt hann öðru
hvoru, allt frá því ég var á unglings-
aldri.
Ungur fór hann utan til Norður-
landa ásamt félaga sínum og starfaði
þar um tveggja ára skeið. Hann kom
heim áður en heimsstyrjöldin braust
út og gerðist leigubílstjóri í Reykja-
vík og síðan kaupmaður í vesturbæn-
um og átti þar vinsældum að fagna.
Hann lagði gjörva hönd á margt, rit-
aði m.a. bækur, sumar um söguleg
efni. Auk þess birtust eftir hann
smásögur í tímaritum og greinar og
frásagnir í blöðum og eru ferðalýs-
ingar hans sérlega eftirminnilegar,
en hann og Kristín kona hans komu
víða á ferðum sínum erlendis. Hann
var prýðilega ritfær og var einkar
lagið að lýsa blæbrigðum náttúrunn-
ar og breytileik mannlegra tilfinn-
inga. 
Hann hafði forustu við að reisa
Reynistaðarbræðrum minnisvarða á
Beinahól á Kili og gaf út bók um hel-
för þeirra. Merkast ritverka hans tel
ég þó bókina ?Engin má undan líta?,
sem fjallar um morðmálin á Illuga-
stöðum árið 1828, aðdraganda
þeirra, afleiðingar og eftirmál, þ.á m.
síðustu opinberu aftöku á Íslandi.
Þar eru felldar saman allar fáanleg-
ar heimildir og ritað samfellt verk
sem höfundinum er til mikils sóma.
Guðlaugur var ágætur skákmað-
ur. Hann tók höndum saman við fé-
laga sína í samtökum leigubílstjóra
um þátttöku í sveitakeppni spor-
vagnastjóra á Norðurlöndum í skák
og vann íslenska sveitin þessa
keppni hvað eftir annað. Hann var í
stjórn Skáksambands Íslands þegar
einvígi aldarinnar var háð í Reykja-
vík og lagði fram gríðarlega vinnu og
átti fjölmargar hugmyndir er lutu að
undirbúningi og framkvæmd þessa
heimsviðburðar.
Þau hjón Guðlaugur og Kristín
voru bæði Vatnsdælingar og tóku
ríkan þátt í starfi Húnvetninga-
félagsins í Reykjavík. Þau ræktu vel
tengslin við sína gömlu heimasveit
og fylgdust með flestu sem þar var
að gerast. 
Sameiginleg áhugamál leiddu okk-
ur Guðlaug saman og skákborðið
togaði okkur til sín. Á þeim vettvangi
urðum við leikfélagar, þótt þeir
fundir okkar væru ekki eftir neinni
fyrirfram gerðri áætlun. Það var
gott að koma á glæsilegt heimili
þeirra hjóna. Þar beið vinsemd og
hlýja, rabb í stofunni, bardagi á
skákborðinu og kræsingar í eldhús-
inu. 
Þær stundir gleymast ekki. Guð-
laugur kom víða við og munaði hvar-
vetna um hann. Hann var fágaður í
umgengni, hnjóðaði ekki í nokkurn
mann og var virtur af öllum sem til
hans þekktu. En aldurinn hlífir eng-
um og sjúkdómar fáum. Erfiður
sjúkdómur vann síðustu árin hægt
og bítandi á þreki hans þar til yfir
GUÐLAUGUR 
GUÐMUNDSSON 
?
Guðlaugur Guð-
mundsson fædd-
ist 21. júlí 1914 í
Sunnuhlíð í Vatns-
dal. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum
25. nóvember síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Há-
teigskirkju 9. desem-
ber.
lauk. Ég ætla að hann
hafi verið hvíldinni feg-
inn. Ég flyt Guðlaugi
þakkir fyrir vináttu
hans og öll okkar
kynni. Við Helga send-
um Kristínu og fjöl-
skyldunni allri einlæg-
ar samúðarkveðjur.
Pálmi Jónsson.
Fallinn er frá mætur
Húnvetningur, Guð-
laugur Guðmundsson,
eftir langvinn veikindi.
Hann ólst upp í Vatns-
dal, sem margir telja hvað fegurstan
dala á landi hér. Ungur að aldri flutti
hann suður til Reykjavíkur og starf-
aði þar síðan, framan af sem bif-
reiðastjóri og síðan sem matvöru-
kaupmaður í vesturbænum. Naut
trausts og vinsælda, og veit eg að
margri húsmóðurinni á Sólvöllum og
þar í grennd hnykkti við, þegar hann
varð að hverfa af vettvangi sem
kaupmaður.
Guðlaugur heitinn var vel ritfær
og hafði áhuga á sögulegum efnum.
Frá hans hendi komu út fjórar bæk-
ur. Fyrst var barna- og unglingabók-
in Vinir dýranna, síðan sagnfræði-
legt rit um hvarf Reynistaðarbræðra
á ofanverðri 18. öld.
Þar næst bókin Enginn skal und-
an líta, sem segir frá síðustu aftöku
hérlendis árið 1830. Á titilblaði henn-
ar stendur: Sagnfræðilegt skáldrit,
sem varpar nýju ljósi á morðmálin í
Húnaþingi, aðdraganda þeirra og af-
leiðingar. ? Fjórða bók Guðlaugs
hefur að geyma frásöguþætti frá
stríðsárunum, er höfundurinn stund-
aði bifreiðaakstur. ? Guðlaugur hafði
alllengi verið félagi í Rithöfunda-
sambandi Íslands.
Guðlaugur beitti sér fyrir því að
reistur var minnisvarði á Beinhól við
Kjalveg, þar sem Reynistaðarbræð-
ur og fylgdarmenn þeirra tjölduðu
örlagakvöldið mikla. Þar drapst
einnig flest sauðféð í rekstrinum og
ennfremur hross. Síðan fékk þessi
staður nafnið Beinhóll.
Guðlaugur var áhugamaður um
skáklist og var t.d. mikilvirkur í tafl-
deild Hreyfils, en þeirri bifreiðastöð
tengdist hann. Þeir Hreyfilsmenn
kepptu í skák við starfsbræður sína á
Norðurlöndum og stóðu sig vel, Guð-
laugur ekki sízt. Tafldeildin gerðist
félagi í Skáksambandi Íslands, og
sat Guðlaugur í stjórn sambandsins
um nokkurt skeið, einmitt þegar
heimsmeistaraeinvígið fór fram í
Reykjavík fyrir þrjátíu árum.
Og ekki lá Guðlaugur á liði sínu við
undirbúning og framkvæmd einvíg-
isins. Í bók Þráins Guðmundssonar
um sögu Skáksambandsins kemst
hann t,d. svo að orði, þegar hann
fjallar um einvígið: ?Guðlaugur Guð-
mundsson var í sjórn SÍ og vann
einna ötullegast stjórnarmanna að
fjáröflun.?
Flestir vita hver vegsauki okkur
Íslendingum varð að rómaðri fram-
kvæmd hins mikla heimsviðburðar,
og þar átti Guðlaugur vænan
skammt.
Fjölskyldulíf Guðlaugs var ham-
ingjusamt. Heima í dalnum góða
fastnaði hann sér unga og kostum
gædda heimasætu, Kristínu Þor-
steinsdóttur á Eyjólfsstöðum. Þau
eignuðust þrjár dætur, sem aukið
hafa frændgarðinn. Eg sendi þeim
öllum innilegustu samúðarkveðjur.
Baldur Pálmason.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60