Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						KVIKMYNDIR
52 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SÆLLA er að gefa en þiggja,
stendur skrifað en sölumennska og
almenn græðgi er fyrir margt löngu
búin að gera merkinguna torkenni-
lega. Hollywood reynir að vísu að
nafninu til að gera jólamyndir með
uppbyggilegu ívafi en útkoman slitn-
ar klisjur um jólasveina, gamaldags
leikföng, hreininn Rúdolf, kærleika
og hvít jól. Sól gæðamynda á borð við
It?s a Wonderful Life er löngu hnigin
til viðar. Vitaskuld er aðalatriðið að
hagnast á þeim og hér er komin end-
urvinnsla 8 ára gamallar, vinsællar
jólamyndar um Scott Calvin (Tim
Allen), bandarískan meðaljón sem
varð fyrir þeim ósköpum að vera
hinn útvaldi arftaki Jólasveinsins á
Norðurpólnum þegar sá sem sinnti
starfinu á undan honum var allur. 
Calvin hefur vegnað vel í starfi og
er með eindæmum vinsæll hjá pólálf-
unum í leikfangasmiðjunni á hjara
veraldar, hreindýrinu sínu, o.s.frv.
Þá kemur babb í bátinn. Sá rauð-
klæddi á að giftast og sonur hans í
mannheimum er í klandri. Smíða álf-
arnir vélmenni til að leysa Scott/Jóla
af á meðan hann skreppur suður fyr-
ir landamærin í konuleit.
Hollywood kippir málunum í liðinn
að hætti hússins. Börn ættu að hafa
gaman af brellunum, búningunum og
jóladýrð kvikmyndagerðarmann-
anna. Handritshöfundarnir eru alltof
margir (einhver þeirra gæti hafa séð
jólaauglýsingarnar frá kók), huggu-
legur boðskapur er einhvers staðar
hálfgrafinn á bak við tjöldin og fók-
usinn óskýr. 
Allen stendur sig býsna vel í
ógæfulegu hlutverki valmennis í
mannheimum/Santakláusar á póln-
um, þó sýnu best sem jólasveinsvél-
mennið sem gengur berserksgang í
leikfangasmiðjunni. Elizabeth
Mitchell (Nurse Betty) sleppur einn-
ig furðanlega frá hinni lukkulegu
verðandi frú Jólasveinn. Notalegt og
sætt einsog fallegur jólapappír.
Hó! hó! hó!
SANTA CLAUSE 2 
(JÓLASVEINNINN 2)
Háskólabíó, Sambíóin, Reykja-
vík, Keflavík og Akureyri
Leikstjóri: Michael Lembeck. Handrit:
Don Rhymer o.fl. Kvikmyndatökustjóri:
Adam Greenberg og Craig Haagensen.
Tónlist: George S. Clinton. Aðalleik-
endur: Tim Allen, Elizabeth Mitchell,
David Krumholtz, Eric Lloyd, Judge Rein-
hold, Wendy Crewson, Art LeFleur. 100
mín. Buena Vista. Bandaríkin 2002.
L50546L50546
Sæbjörn Valdimarsson
Tim Allen tekur sig vel út í end-
urteknu hlutverki Jólasveinsins.
FILMUNDUR og Alliance Franç-
aise stóðu fyrir því lofsverða framtaki
nú um helgina að efna til nokkurra
sýninga í Háskólabíói, á sígildu verki
Jean Renoir frá árinu 1937, La
Grande illusion (Blekkingin mikla).
Er þetta reyndar ekki í fyrsta sinn
sem þessi kvikmynd er sýnd hér á
landi, en af því tilefni er e.t.v. vert að
setja á blað nokkrar línur um vægi
þessa ágæta verks í kvikmyndasög-
unni. 
Franski leikstjórinn Jean Renoir
skipar í dag sess sem einn af mestu
snillingum kvikmyndasögunnar. La
Grande illusion þykir meðal helstu
verka hans (ásamt La Règle du jeu og
Le Fleuve) og er iðulega ofarlega á
blaði þegar fróðir menn setja saman
lista um mestu kvikmyndaverk sög-
unnar. Eitt af því sem gerir Renoir
svo athyglisverðan er hversu sjálf-
stæður hann var í kvikmyndagerð
sinni og ber það snilld hans og næmi
vitni hversu vel kvikmyndir hans hafa
elst. Renoir var að setja saman kvik-
myndir á borð við La Grande illusion
á þeim tíma er montage-kenning Eis-
ensteins var í algleymi í hinum evr-
ópska kvikmyndaheimi. Kenning Eis-
ensteins gekk út á þá hugmynd að
kvikmyndagerðarmaðurinn tæki
ákveðinn efnivið og byggi til nýtt
merkingarsamhengi og nýja listræna
heild með því að skeyta saman form-
rænum og táknrænum myndskeið-
um. 
Renoir hafði allt aðrar hugmyndir
um kvikmyndagerð og mætti e.t.v.
lýsa aðferðum hans sem natúralísk-
um eða realískum. Hann hafnaði
hinni upphöfnu og formrænu mynd-
samskeytingu, og gerði þess í stað
kvikmyndir um áþreifanlegt fólk sem
lifði og athafnaði sig í organískum og
?spontant? veruleika. Hann notaði
langar tökur, sjúskaða og eðlilega
leikara, og reyndi að fanga litbrigði
tilverunnar og mannlegra samskipta
á filmuna. Það tók evrópska kvik-
myndaheiminn í raun nokkur ár, ef
ekki áratugi, að verða móttækilegur
fyrir list Renoirs, og var það ekki fyrr
en forvígismenn frönsku nýbylgjunn-
ar (Bazin, Godard, Truffaut og co.)
tóku að fjalla um vægi Renoirs í kvik-
myndatímaritinu Cahiers du Cinema
á sjötta áratugi síðustu aldar, að höf-
undarverk leikstjórans þokaðist í þá
átt að hljóta þá viðurkenningu sem
það nýtur nú. 
La Grande illusion ber þessu næmi
leikstjórans fagurt vitni. Þar er sögð
saga herforingja í franska hernum
sem lenda í fangabúðum Þjóðverja í
heimsstyrjöldinni fyrri og leggja á
ráðin um flótta. Í myndinni er fjallað
um stríð, átök og samskipti ólíkra
þjóðerna á afar næman hátt, kafað er
undir yfirborð ein-
kennisbúninga og
leitað er handan
landamæra í um-
fjöllun um mann-
eskjuna í ákveðnum
aðstæðum. 
Það væri óskandi
að íslenskir kvik-
myndahúsagestir
hefðu reglulegri að-
gang að kvik-
myndaverkum á
borð við þetta. Auð-
vitað þyrfti að
starfa hér á landi
burðug og virk stofnun sem stæði að
markvissum sýningum á burðarvirkj-
um og litbrigðum kvikmyndasögunn-
ar og miðlaði um leið upplýsingum um
samhengi þessarar sögu. Framtak
einkaaðila á borð við kvikmynda-
klúbbana sem hér starfa og sam-
starfsaðila þeirra á borð við Alliance
Française er gott, en það þarf að
styrkja þetta framtak svo sagan og
miðlun hennar geti orðið markvissari
og náð augum og eyrum sem flestra. 
Úr gullkistu sögunnar
LA GRANDE ILLUSION
(BLEKKINGIN MIKLA)
Háskólabíó ? Filmundur
Leikstjórn: Jean Renoir. Handrit: Jean
Renoir og Charles Spaak. Kvikmynda-
taka: Christian Matras. Tónlist: Joseph
Kosma. Aðalhlutverk: Jean Gabin, Pierre
Fresnay, Eric Von Stroheim, Marcel Dal-
io, Dita Parlo. Sýningartími: 114 mín.
Frakkland, 1937.
L50546L50546L50546L50546
Heiða Jóhannsdóttir
La Grande illusion þykir meðal helstu mynda Renoir
og er iðulega ofarlega á blaði þegar fróðir menn setja
saman lista um bestu myndir sögunnar.
Grettissaga
saga Grettis
leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt 
á Grettissögu
Þri 17. des. kl. 20 UPPSELT,
sun 29. des kl. 20,
HÁTÍÐARSÝNINING, laus sæti
Sellófon
eftir Björk Jakobsdóttur
mið 11. des,
Félagsheimilinu Klifi, ÓLAFSVÍK,
föst 13. des,
LOKASÝNING FYRIR JÓL.
Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00
Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midaverd.is
Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00.
Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni
fyrir sýningu á www.hhh.is
Söngsveitin
Fílharmónía
og kammersveit
Aðventutónleikar í
Langholtskirkju
Þri. 10. des. kl. 20.30
Stjórnandi:
Bernharður Wilkinson.
Einsöngvari:
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Miðasala í bókabúð Máls og
menningar, Laugavegi 18 
og við innganginn.
www.filharmonia.mi.is
Restaurant
Pizzeria
Gallerí - Café
Hádegistilboð alla daga
og gott kaffi
Cappuccino,
Caffe latte og Espresso
Hafnarstræti 15, sími 551 3340 
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga,
kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd.
Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir
sýningar. Sími 562 9700
Munið gjafakortin!
Fös. 13/12 kl. 21 Nokkur sæti,
síðasta sýning fyrir jól
Lau 28. 12. kl. 21 Jólasýning ? Nokkur sæti
Föst 3/1 kl. 21 Uppselt
Lau 11/1 kl 21 Nokkur sæti
Sérstakar jólasýningar!
26. des. kl. 14 laus sæti
29. des. kl. 14. laus sæti
 5. jan. kl. 14 laus sæti
12. jan. kl. 14. laus sæti
19. jan. kl. 14. laus sæti
Stóra svið
SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller
Lau 28/12 kl 20, Su 29/12 kl. 20 
Sýningum fer fækkandi
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Su 29/12 kl 14
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Fi 12. des kl kl 20 - AUKASÝNING
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
Nýja svið
Þriðja hæðin
Litla svið
Forsalur
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasala: 568 8000
HERPINGUR e. Auði Haralds og
HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason
í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA
Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Lau 14/12 kl 20, Má 30/12 kl 20
SÓL & MÁNI Nýr íslenskur söngleikur
eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR - GJAFAKORT Á TILBOÐSVERÐI TIL JÓLA
Frumsýning 11. janúar
BROT AF ÞVÍ BESTA - UPPLESTUR
OG TÓNLIST
Jól í Kringlusafni og Borgarleikhúsi:
Rithöfundar lesa - léttur jazz
Fi 12/12 kl 20 Arnaldur Indriðason, Einar Már
Guðmundsson, Einar Kárason, Guðrún Eva
Mínervudóttir, Stefán Máni og Þórarinn Eldjárn.
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Su 29/12 kl 20
JÓLAGAMAN
Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl.
Lau 14/12 kl 15:00 Su 15/12 kl 15:00 - Aðeins kr. 500,
ELEGIA - FJÖGUR DANSVERK
Pars pro toto - Rússibanar - Benda
Fö 13/12 kl 20, Lau 14/12 kl 20
GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60