Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						KARLMAÐUR sem var dæmdur í
5½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot
gegn stjúpdóttur sinni hefur gefið
sig fram við lögreglu og hóf hann af-
plánun í fyrradag, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins. Maðurinn
var boðaður til að afplána dóminn í
sumar en mætti ekki á tilskildum
tíma. Hann mun hafa farið úr landi.
Lögregla leitaði hans og hefur
Morgunblaðið heimildir fyrir því að
hún hafi verið komin á slóð hans
skömmu áður en hann gaf sig fram. 
Maðurinn var sakfelldur fyrir að
hafa haft samræði við stjúpdóttur
sína margoft á ýmsum stöðum á ár-
unum 1983 til 1987. Misnotkunin
hófst þegar móðir hennar lá á fæð-
ingardeild þegar stúlkan var níu ára
og lauk ekki fyrr en hún var á 15. ári.
Konan lagði fram kæruna árið 2000
þegar hún var 27 ára gömul. 
Í 5½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot
Gaf sig fram og er
kominn í fangelsi 
CAINA Ek, sem er starfsmaður á
Hótel Höfðabrekku í Mýrdal, notaði
veðurblíðuna til þess að taka upp
kartöflur. Þetta eru kartöflur sem
voru settar niður á hefðbundnum
tíma í vor, en vegna anna náðist ekki
að ljúka við að taka þær upp í haust.
Kartöflurnar, rauðar íslenskar, eru
algerlega óskemmdar og verða
væntanlega á borðum fyrir jólin.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Nýjar kartöflur fyrir jólin
Fagradal. Morgunblaðið. 
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
SÖNGSTJARNAN unga Jóhanna
Guðrún stefnir að því að gefa út
plötu fyrir alþjóðlegan markað á
næsta ári. 
Undanfarna daga hefur Jó-
hanna Guðrún verið stödd erlend-
is, í Bretlandi, Bandaríkjunum og
Svíþjóð, þar sem hún og útgef-
andi hennar og umboðsmaður,
María Björk Sverrisdóttir, hafa
átt í viðræðum við mjög eftirsótta
útsetjara og lagahöfunda, sem
unnið hafa með Britney Spears,
Jennifer Lopez og Celine Dion,
um að semja efni á næstu plötu
hennar. 
?Það er rosalegur áhugi fyrir
henni. Þeir slást um hana,? segir
María Björk, en hún segir suma
þeirra sem þær ræddu við vera
beint eða óbeint á mála hjá
stærstu plötuútgáfum heims.
Ræðir við lagahöfunda
Britney og Jennifer Lopez
L52159 Sömu lagahöfundar/54
Jóhanna Guðrún stefnir á alþjóðlegan markað
Jóhanna Guðrún hefur gefið út
þrjár plötur á Íslandi sem allar
hafa fengið góðar viðtökur.
TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra telur að
aðgangur barna að ofbeldisfullum tölvuleikjum og
kvikmyndum, auk vafasams efnis á Netinu, sé orðinn
að vandamáli sem brýnt sé að taka föstum tökum.
Óhjákvæmilegt sé því að setja reglur um skoðun
tölvuforrita. 
?Ég held að það sé margt sem rekur á eftir því að
menn taki þetta mál föstum tökum,? segir Tómas
Ingi. ?Þetta á ekki eingöngu við um tölvuleiki, heldur
hafa börn aðgang að efni á Netinu, sem hlýtur að
teljast mjög vafasamt og jafnvel hættulegt. Með
nýrri og gagnvirkri tækni eru komnar upp aðstæður
sem nauðsynlegt er að skoða mjög vandlega í sam-
bandi við löggjöfina. Nú ætti að geta gefist gott tæki-
færi til að taka þessi mál til skoðunar í tengslum við
frumvarp til laga um eftirlit með aðgangi barna að
kvikmyndum, en það var lagt fyrir í fyrravor og hef-
ur nú verið lagt aftur fyrir þingflokka stjórnar-
flokkanna í lítillega breyttri mynd.?
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sl. sunnu-
dag, þar sem fjallað var um ofbeldisfulla tölvuleiki,
kom fram að í lögum frá 1995 um skoðun kvik-
mynda og bann við ofbeldiskvikmyndum er heim-
ild fyrir menntamálaráðherra ?að setja reglur um
skoðun tölvuforrita sem hafa að geyma gagnvirka
leiki til að tryggja að notkun þeirra sé ekki í ósam-
ræmi við tilgang laga þessara.? Hins vegar hafa
engar slíkar reglur verið settar.
Umrætt frumvarp sem nú liggur hjá þingflokk-
unum felur einnig í sér þetta ákvæði. ?Í framhaldi
af umfjöllun þingflokkanna um frumvarpið gefst
gott tækifæri til að taka þetta atriði sérstaklega til
skoðunar,? segir Tómas Ingi.
?Ég held að ákvæði frumvarpsins gefi okkur
tækifæri til að skoða þessi mál í heild og held að
það sé orðið tímabært.?
Foreldrarnir bera ábyrgð
Norðurljós hafa umboð fyrir tölvuleikinn Grand
Theft Auto:Vice City sem er bannaður innan 18
ára úti í Evrópu en hér á landi er miðað við 16 ár.
Þórhallur Jónsson, verslunarstjóri hjá Skífunni á
Laugavegi, segir að starfsmenn eigi að ganga úr
skugga um að börn hafi náð tilskildum aldri til að
kaupa leikinn og krefjast skilríkja ef vafi leikur á
að þau séu nógu gömul. Hafi börnin leyfi foreldra
til að kaupa leikinn sé hann þó seldur þeim. Að-
spurður segir Þórhallur að látið sé nægja að ræða
við foreldrana í síma. ?Við tölum við foreldrana,
foreldrarnir bera ábyrgð á krökkunum en ekki
við,? segir hann.
Vill reglur um tölvuleiki
Menntamálaráðherra telur aðgang barna að ofbeldistölvuleikjum vera vandamál
Þetta kemur fram í nýrri könnun
sem gerð var á vegum Evrópusam-
bandsins. Í rannsókninni var kann-
aður launamunur kynjanna í þremur
starfsgreinum, hjá framhaldsskóla-
kennurum, verkfræðingum og fisk-
vinnslustarfsfólki. Að auki var launa-
munur kannaður í matvælaiðnaði þar
sem fiskvinnsla kom ekki við sögu.
Tölurnar eiga við um greitt tímakaup
og eru ekki vegnar með tillit til
menntunar, starfsreynslu o.s.frv.
Að sögn Þorgerðar Einarsdóttur,
lektors í kynjafræði við Háskóla Ís-
lands, sem vann að könnuninni ásamt
Gunnhildi Kristjánsdóttur, vekur
það furðu hversu hár launamunurinn
er hjá hinu opinbera hérlendis. Segir
hún könnunina benda til þess að
menntun kvenna á Íslandi skili þeim
e.t.v. minna en kynsystrum þeirra
erlendis, en menntunarstig er hærra
í opinbera geiranum en á almennum
vinnumarkaði. 
Þá sýndi rannsóknin að því meiri
launadreifing sem er í þjóðfélaginu
almennt, þeim mun meiri munur er á
launum kynjanna. Þannig sé til-
hneiging til þess að konur raðist í
lægstu launaflokkana, að sögn Þor-
gerðar. 
Launamunur
kynjanna meiri
hér en erlendis
Ný könnun ESB á launum
þriggja starfsstétta í sex löndum 
L52159 Karlar hjá/4
          MT76MT97MT110MT100 MT48 MT53 MT49MT48 MT49MT53  LAUNAMUNUR karla og kvenna hér á landi er með þeim mesta sem
þekkist í sex aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, þ.e. Aust-
urríki, Bretlandi, Danmörku, Grikklandi, Noregi og Íslandi. Launa-
munurinn í tilteknum starfsstéttum er 39% í opinberum störfum á Ís-
landi en 6?14% í samanburðarlöndunum. Þegar kemur að almennum
vinnumarkaði er munurinn 27% hér en 16?27% annars staðar.
Sprengt
við Kára-
hnjúka 
í dag 
STARFSMENN Íslenskra aðal-
verktaka og norsk-sænska fyrirtæk-
isins NCC hefja í dag að sprengja
fyrir aðkomugöngum við Fremri-
Kárahnjúk. Aðkomugöngin liggja
frá munna á vesturbakka Jökulsár á
Dal, neðan við væntanlega stíflu í
Hafrahvammagljúfrum. Þau verða
um sex metra há og sex metra breið,
yfir 700 metra löng, með allt að
13,5% halla inn undir stífluna. Úr
enda aðkomuganganna verður síðan
byrjað að vinna við gerð tvennra hjá-
veituganga fyrir Jökulsá á Dal til að
nota á meðan stíflan rís í gljúfrinu. 
Upphaflega var gert ráð fyrir að
hefja gangagerðina á næsta ári en
verkinu var flýtt til að tryggja að
tímaáætlun virkjunarframkvæmd-
anna stæðist ef samningar tækjust á
annað borð um álver og virkjun á
Austurlandi í byrjun næsta árs.
Áætlað er að aðkomugöngin verði
tilbúin í apríl. Þau munu flýta fyrir
því að verktaki við önnur og stærri
jarðgöng undir stíflustæðinu geti
hafist handa þá þegar. Unnið hefur
verið á vettvangi síðustu vikur við að
skapa aðstæður til verksins, slétta
plan við væntanlegan gangamunna,
reisa stálgrindahús á gljúfurbarmin-
um, styrkja bergið o.s.frv. Íslenskir
aðalverktakar (ÍAV) buðu í aðkomu-
göngin og fengu verkið í samstarfi
við NCC sem leggur til bæði tæki og
mannskap.
L52159 Stefnt að/4

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60