Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						NEYTENDUR
28 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
V
erslanir hafa að undanförnu verið með
mikið af hagstæðum tilboðum á
vörum sínum, ef miðað er við árs-
tíma, þar sem varan hefur verið
lækkuð umtalsvert eða frá 20?70%
eða meira. Er óvenjulegt að verslanir lækki vöru
sína jafnmikið og raun ber vitni á þessum há-
bjargræðistíma kaupmanna, sem eru jólin. Telja
sumir af þeim sem við ræddum við að þetta stafi
af því að verslunum hefur fjölgað síðastliðna tólf
mánuði með tilkomu Smáralindar og verið sé að
bítast um viðskiptavini sem hafi nú minna á milli
handanna. Þeir viðmælendur okkar sem tóku
sterkast til orða töluðu um að verið væri að flytja
útsölurnar yfir í desember. 
Segja má að þessi þróun hafi hafist snemma í
nóvember þegar Debenhams lækkaði flestar
vörur sínar um 25% líkt og aðrar Debenhams-
verslanir í heiminum. Í lok mánaðarins lækkuðu
Hagkaup verð á öllum barnafatnaði sem nam
virðisaukaskattinum til að sýna samstöðu með til-
lögu til þingsálykturnar um afnám virð-
isaukaskatts á barnafötum og skófatnaði og Int-
ersport fylgdi í kjölfarið með sama afslátt. Sumar
verslanir lækkuðu verð hjá sér á öllum fatnaði í
nóvember eins og Dressmann, sem lækkaði allar
vörur um 30%, en það tilboð stóð aðeins einn dag.
Þetta var einnig gert í öllum verslunum Dress-
mann í heiminum. 
Þessi þróun hefur svo haldið áfram í desember
eins og sjá mátti á auglýsingum dagblaðanna fyr-
ir síðustu helgi þar sem auglýstar voru vörur á
umtalsverðum afslætti. En hvað segja kaupmenn-
irnir?
?Við erum að keppa í mjög mörgum vöruflokk-
um og það er alveg sama hvar við berum niður,
samkeppnin er alls staðar mikil og meiri en und-
anfarin ár,? segir Finnur Árnason, forstjóri Hag-
kaupa. ?Við mætum samkeppninni með því að
veita afslátt, þó einkum í tveimur flokkum; jóla-
mat og jólagjöfum; hvort sem það eru bækur,
fatnaður, spil eða skemmtiefni.
Verð á jólafatnaði er nú með 30?50% afslætti í
verslunum okkar og verður til jóla. 
Um helgina veittum við verulegan afslátt á yf-
irhöfnum eða 20?70%. Haustið er búið að vera
óvenjuhlýtt hér á landi og því ekki selst mikið af
hlýjum yfirhöfnum. Vorum við að létta á birgðum
okkar. 
Við höfum líka verið með tilboð á raftækjum og
nam lækkunin 30?40% og á geisladiskum 30?
50%,á nýjum bókum 40% og á tölvuleikjum og
myndböndum 30%. 
Einnig höfum við lækkað Séð og heyrt-spilið
um 2.000 krónur en það kostar nú 3.999. 
Um síðustu helgi vorum við með afslátt á völd-
um leikföngum sem nam 50%.? 
Finnur segir það hafa reynst vel að vera með
þessi verðtilboð og það hafi verið mikil ásókn í
þau. 
Ýmis verðtilboð í gangi
?Nú í desembermánuði verðum við með nýja til-
högun á verðtilboðum hjá okkur eða það sem við
köllum jóladagatal Debenhams,? segir Inga
Reynisdóttir sölustjóri. ?Það felst í því að þegar
jólasveinarnir koma til byggða 12. desember verð-
um við með ný tilboð á hverjum degi til jóla. Ég
get nefnt sem dæmi að veittur verður 20% af-
sláttur af barnaúlpum einn daginn og annan dag-
inn fylgir 4.000 króna gjafabréf til kaupa á skyrtu
og bindi ef keypt eru herrajakkaföt. Auk þess verð-
um við með tilboð á ýmsum vörutegundum eins og
við erum vön og verður afslátturinn misjafn hverju
sinni. Jólaverslunin hjá okkur hefur farið mun bet-
ur af stað núna en í fyrra, fólk er farið að þekkja
verslunina betur,? segir Inga.
Í Ritu, Eddufelli og Bæjarlind 6, hafa staðið yfir
tilboð á yfirhöfnum undanfarnar vikur. Afsláttur
nemur 20%. Um síðastliðna helgi veitti verslunin
auk þess 20% afslátt á buxum og skyrtum. ?Ástæð-
an fyrir því að við bjóðum þennan fatnað á lægra
verði er að verslanir eru í auknum mæli að bjóða af-
slátt á vörum sínum og við verðum að vera með til
að fá fólkið inn í verslunina,? segir Steinunn Ing-
ólfsdóttir, eigandi Ritu. ?Það eru allir að tala um
minnkandi sölu og ég held að þessi tilboð séu merki
um hræðslu hjá verslunareigendum við að verða
undir í þeirri miklu samkeppni sem nú er á mark-
aðnum. En það er auðfundið að fólk hefur minna á
milli handanna nú en áður.?
Samkeppni eins og hún gerist best
Í Regatta-útivistarversluninni hefur verið helm-
ingsafsláttur á barnafötum síðan í haust og verður
út desember. Að sögn eiganda verslunarinnar,
Daníels Guðlaugssonar, hefur Regatta-fyrirtækið
sem hann verslar við verið að stækka barnafatalín-
una hjá sér og er verslunin að kynna þessa nýju
línu með þeim hætti að veita helmingsafslátt á vör-
unum fram að jólum. ?Það er líka bullandi sam-
keppni á þessum markaði,? segir Daníel, ?en hér
eru nú fleiri verslanir en okkar fámenna þjóðfélag
getur borið. Ef maður ætlar að lifa þetta af verður
maður að geta boðið almennilegt verð. Samkeppni
eins og hún er núna er eins og hún gerist best og
kemur almenningi til góða.? 
Verslunin Hreysti hefur verið með 20?60% af-
slátt á vetrar- og útivistarfatnaði frá Columbia í
verslun sinni. Verður afsláttur veittur út desem-
ber. ?Þetta er glæný vara sem búið var að panta
fyrir Nanoq en vegna gjaldþrots þess aðila sem
pantaði vöruna ákváðum við, sem erum heildsal-
inn, að selja fatnaðinn sjálfir og veita þá frekar
viðskiptavininum góðan afslátt,? segir Eggert
Jónsson, eigandi Hreysti. ?Þetta hefur auðvitað
áhrif á sölu á svipuðum fatnaði annars staðar,
enda Columbiavörunar einhverjar þær vinsælustu
á markaðnum.?
Í verslunum Steinars Waage er nú 30% af-
sláttur á einstaka skótegundum eins og Laus-
barnajólaskóm. Einnig er 30% afsláttur á Yellomi-
les-herraskóm og verður þessi afsláttur veittur
fram að jólum. ?Við höfum verið með ýmis tilboð
bæði í nóvember og desember. Sem dæmi um það
er að nýlega voru öll leðurstígvél á 10% afslætti og
nú erum við með 25% afslátt á nokkrum gerðum
af Eccoskóm,? segir Tabitha Snyder, versl-
unarstjóri hjá Steinari Waage í Smáralind. ?Um
síðustu helgi var 40% afsláttur á öllum skóm í
Toppskónum, en venjulega erum við með 30% af-
slátt allan ársins hring. Ég held að fólk sé að
spara meira fyrir þessi jól auk þess sem fólk er
farið að dreifa jólainnkaupunum meira yfir árið og
kaupir þá jafnvel gjafirnar á útsölum.?
Vörur undir kostnaðarverði
Guðmundur Haukur Magnason, fram-
kvæmdastjóri BT-verslana, segir samkeppnina í
tölvum, tölvuleikjum og geisladiskum mun harð-
ari nú en áður á sama tíma og það eigi við um
flesta hluti sem seldir eru í verslununum. ?Ég
man ekki eftir öðrum eins lækkunum í desember
og er þó búinn að vera nokkuð lengi í þessum við-
skiptum. Við sjáum til dæmis mun meira af vörum
fara undir kostnaðarverði. Við höfum mætt sam-
keppninni með því að lækka verðið enn frekar til
samræmis við stefnu okkar á markaðnum. Ef
keppninautarnir koma með tilboð svörum við
strax með enn lægra verði. Við höfum lækkað
ákveðnar vörur allt að helmingi. Við höfum til
dæmis lækkað Playstation 2-tölvuna það mikið að
á síðustu þremur vikum erum við búnir að borga á
aðra milljón með henni. Um Playstation 2 er einna
hörðust samkeppni. 
Hún kostar nú hjá okkur 24.900 og fylgja henni
tveir leikir í kaupbæti að andvirði 10.000 krónur.
Velja kaupendur leikina úr ákveðnum fjölda titla.
Hörkusamkeppni er einnig í tölvuleikjum. Við
höfum lækkað fjölda tölvuleikja um 30?40%. 
Verðið á geisladiskum breytist hratt og það er
ekki óalgengt að diskarnir fari undir 1.500, sem er
kostnaðarverð, þar sem venjulegt verð er 2.399.
Við höfum líka lækkað ákveðinn fjölda DVD-
mynda um 50%.
Þá höfum við verið að bjóða stærri hluti eins og
og tölvur, sjónvarpstæki og heimabíókerfi á
vaxtalausum kjörum til tólf mánaða og er það
alvörukjarabót.? Guðmundir segir ljóst að þessi
mikla samkeppni eigi eftir að leiða til þess að
minni verslanir heltist úr lestinni og meiri sam-
þjöppun verði í verslun í nánustu framtíð.
Mikið er um tilboð á jólavarningi og menn spyrja: Er verið að færa útsölur fram í desember?
Samkeppnin fyrir jól
sjaldan verið harðari
Margar verslanir bjóða nú
vörur á lækkuðu verði sem
nemur 20?70% og dæmi
eru um að vörur séu seldar
undir kostnaðarverði. Slík-
ur afsláttur hefur ekki tíðk-
ast í desember. Hildur Ein-
arsdóttir ræddi við nokkra
forsvarsmenn í verslun og
kynnti sér tilboðin.
he@mbl.is
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Í DAG opnar verslunin Noa-
Noa brunaútsölu í Ingólfs-
stræti 5 þar sem allar vörurn-
ar úr versluninni sem brann á
Laugavegi 42 verða í fjóra
daga seldar með miklum af-
slætti. Í fréttatilkynningu frá
NoaNoa kemur fram að um er
að ræða nýjar vörur, kjóla,
pils, buxur, húfur, trefla, skó
og fleira.
Útsalan verður opin frá kl.
10?22 fram á sunnudagskvöld.
Jólamarkaður 
á Laugavegi
Á Laugavegi 42 er búið að
opna NoaNoa verslun á ný.
Auk þess er þar nú starfrækt-
ur jólamarkaður. Þar eru
seldar eldri vörur úr NoaNoa
en vörurnar koma beint úr
verslunum í Danmörku. Auk
fatnaðar eru til sölu ýmsar
jólavörur eins og kerti og
öskjur. Jólamarkaðurinn er
opinn á verslunartíma, frá kl.
10?18.
Bruna-
útsala hjá
NoaNoa
MOUNTAIN Dew, þriðji mest
seldi gosdrykkur Bandaríkj-
anna, kemur í verslanir á Ís-
landi næstkomandi föstudag.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
er framleiðandi og umboðsaðili
Mountain Dew á Íslandi.
Ísland er þriðja Evrópuland-
ið þar sem Mountain Dew kem-
ur á markað. Drykkurinn er
orkuríkur ávaxtadrykkur og
verður fáanlegur í hálfslítra og
einslítra plastflöskum.
Mountain
Dew á 
Íslandi
BRIE með
engiferrönd er
nýr ostur frá
Ostahúsinu. Í
fréttatilkynn-
ingu kemur
fram að brie-
osturinn sé
mildur með ljúffengu eftir-
bragði. Einnig er jólaosturinn
kominn í verslanir svo og hátíð-
ardesertinn.
NÝTT
Brie-ostur
með engifer-
rönd

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72