Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
56 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku besta Sigga
mín.
Í fáeinum orðum
langar mig að minnast þín og senda
þér mína hinstu kveðju. Þau nálgast
nú sextán árin síðan ég kom fyrst á
Miðbrautina með Þór. Ég var auð-
vitað dálítið kvíðin að vera kynnt
fyrir bæjarstjórahjónunum á Nes-
inu en sá kvíði var fljótur að fara og
skutu þannig áhyggjur aldrei aftur
upp kollinum hjá mér enda ekki
hægt að hugsa sér ljúfari og þægi-
legri tengdaforeldra. Kímnigáfa var
stór hluti af persónuleika þínum og
það sem þér þótti gaman að því þeg-
ar Þór var búinn að gabba þig upp
úr skónum með einhverri vitleys-
unni. Það var sama hvernig hann
lék á þig, þú trúðir honum alltaf og
hlóst svo manna mest þegar þetta
var allt rifjað upp aftur og aftur í
gegnum árin.
Hlýja þín og góðmennska hafa
mér alltaf þótt vera meðal þinna
allra bestu kosta. Það var aðdáun-
arvert hversu mikla og einlæga um-
hyggju þú gast borið fyrir öllum
þínum nánustu sem og þeim sem
hafa tengst þér beint eða óbeint í
gegnum tíðina. Þú vildir öllum vel
og hafðir stöðugar áhyggjur ef ein-
hver var ekki heill heilsu eða eitt-
hvað hafði komið upp. Það var gott
að eiga þig að þegar við Þór geng-
um í gegnum okkar erfiða áfall fyrir
tæpum sex árum er við misstum
litla drenginn okkar hann Dag.
Takmarkalaus stuðningur þinn var
okkur ómetanlegur. Umhyggja þín
var mér sömuleiðis mikill styrkur
við óvænt fráfall pabba fyrir tveim-
ur árum. Ég veit í hjarta mínu að
elsku Dagur okkar hefur komið
hlaupandi á móti þér með afa Óskar
í eftirdragi þegar þú fékkst hvíldina
löngu. Ég veit að það hafa orðið
fagnaðarfundir hjá ykkur þremur
og er gott að vita af Degi litla í ykk-
ar góðu höndum fyrst svo fór sem
fór. Ég veit að þið gætið hans vel
fyrir okkur þar til við sameinumst á
ný og ég veit líka að þú skilaðir
kveðjunni til þeirra beggja frá mér
sem ég bað þig um síðasta kvöldið
þitt á spítalanum.
Þakka þér fyrir hversu yndisleg
amma þú varst. Þú kallaðir litlu
stelpurnar okkar, þær Söru Bryn-
dísi og Örnu Björk, alltaf ?litlu gull-
molana þína? og það er sárt til þess
að vita að þær skuli ekki fá að njóta
þín lengur því þær elskuðu þig inni-
lega. Söknuður þeirra er mikill og
skilja þær ekki alveg hvers vegna
svona margir sem þeim þykir vænt
um eru farnir til Guðs því þær vilja
jú hafa þá sem þær elska hjá sér.
Þetta getur verið erfitt að útskýra
fyrir svona litlum dömum, ég tala
nú ekki um þegar maður veltir
þessu fyrir sér sjálfur án þess að
hafa endilega réttu svörin á reiðum
höndum. Við reynum þó að svara
öllum spurningunum eftir bestu
getu og sköpum þá mynd sem hjálp-
ar okkur til að takast á við sorgina.
Elsku Sigga, við Þór munum halda
minningu þinni á lofti um alla fram-
tíð. Minningin verður ekki bara í
hjarta okkar heldur erum við svo
lánsöm að eiga nokkur af þínum fal-
legu málverkum. Minningin um þig
mun því líka lifa áfram hjá okkur í
gegnum myndlistina þína og hugsa
vafalaust margir slíkt hið sama
enda eru málverk eftir þig út um
allt land. Ég trúi því að þér líði vel
þar sem þú ert nú og sért laus við öll
þau veikindi sem hafa háð þér í
gegnum árin. Þú hefur sýnt ótrú-
legan styrk í allri þeirri baráttu. Að
SIGRÍÐUR GYÐA
SIGURÐARDÓTTIR 
?
Sigríður Gyða
Sigurðardóttir
fæddist 13. desem-
ber 1934. Hún and-
aðist á gjörgæslu-
deild Landspítalans
? háskólasjúkrahúss
við Hringbraut 29.
nóvember síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá Sel-
tjarnarneskirkju 10.
desember.
lokum vil ég þakka þér
fyrir allar góðu sam-
verustundirnar í gegn-
um árin Sigga mín, það
er mér mikill heiður að
hafa átt svona yndis-
lega tengdamóður. Ég
mun gera það sem ég
get við að passa upp á
litlu og stóru ?gullmol-
ana þína? hérna megin
og bið þig aftur um að
passa ?litla gullmol-
ann? á himnum vel fyr-
ir mig. Ég veit að þú
vakir yfir okkur öllum
sem horfum á eftir
þér. Megi góður Guð varðveita þig
elsku Sigga. Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir, 
María Björk Óskarsdóttir.
Elsku amma mín ég á svo erfitt
með að skilja að þú sért farin. Ég
vildi bara óska að ég hefði verið
heima og getað kvatt þig. Ég sem
hlakkaði svo til að sjá þig, sitja með
þér við eldhúsborðið og spjalla eins
og við vorum vanar. Ég myndi kíkja
á nýjustu myndirnar þínar og lofa
að hjálpa þér með að sækja ramma
og keyra út myndir.
Við myndum plana næstu sum-
arbústaðarferð og spjalla um allt og
ekkert. Tala nú ekki um jólaund-
irbúninginn þar sem þú varst alltaf í
essinu þínu og ekkert var skemmti-
legra en að koma við á Miðbrautinni
til að hjálpa til. Það var alltaf svo
gott að koma í heimsókn til þín og
afa.
Ég reyni að hugga mig við allar
þær góðu minningar sem ég geymi
um þig, um hana ömmu Siggu mína
sem alltaf var svo glæsileg, góð og
hress.
Takk fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir mig amma mín og fyrir að trúa á
mig.
Þín 
Hildur Þórey.
Elsku amma.
Nú þegar jólin nálgast er erfitt að
hugsa til þess að þú verðir ekki
partur af þeim. Hjá mér byrjaði
jólaundirbúningurinn aldrei alveg
fyrr en ég var búin að fara til þín og
baka vanilluhringi og piparkökur.
Við spjölluðum um allt milli himins
og jarðar og hlustuðum á jólatónlist
meðan á bakstrinum stóð. Svo kom-
um við Hildur skömmu fyrir jól og
skreyttum tréð þitt og afa með öllu
jólaskrautinu þínu. Þú varst ein
mesta jólamanneskja sem ég hef
kynnst og fátt þótti þér skemmti-
legra en að fá alla fjölskylduna í
hangikjöt á jóladag.
Það er með söknuði sem ég kveð
þig elsku amma en á sama tíma er
ég þakklát fyrir að hafa kynnst þér
og átt með þér skemmtilegar stund-
ir. Ég veit að minningin um þig á
aldrei eftir að gleymast.
Þín dótturdóttir og nafna 
Sigríður Gyða.
Elskulega amma, þú varst svo
hugulsöm og góð við okkur, alltaf til
staðar þegar við þörfnuðumst þín
og veittir okkur mikinn styrk í öllu
sem við gerðum. Alltaf varst þú
tilbúin að hjálpa okkur með námið
svo okkur gengi betur og það skilaði
miklum árangri.
Þegar við minnumst þín munum
við sjá þig í huga okkar, brosmilda
og skemmtilega ömmu sem þú
varst. Við áttum margar skemmti-
legar og ógleymanlegar stundir
með þér, sem við munum geyma í
minningunni, ekki síst þegar við
vorum með þér og afa uppi í sum-
arbústað, enda varstu alltaf til í að
skemmta okkur krökkunum og okk-
ur leiddist aldrei þegar þú varst ná-
læg. Þú komst okkur iðulega á óvart
með skemmtilegum sögum og spil-
aðir við okkur á spil þegar engin
annar var tilbúinn til þess. Þegar
við bjuggum erlendis, hugsaðir þú
alltaf til okkar, hringdir oft til okk-
ar til að heyra í okkur hljóðið og
segja okkur frá öllu sem var að ger-
ast á Íslandi, og þú sendir okkur
fyndin og hlýleg bréf, og lést okkur
vita hversu mikið þú saknaðir okk-
ar.
Þegar þú varst veik á spítalanum,
vorum við alltaf að vonast eftir því
að fá þig fríska heim aftur, svo við
gætum átt fleiri góð ár með þér,
jafngóð og þau hafa alltaf verið. Þín
verður sárt saknað og það mun
verða tómlegt án þín, því þú skiptir
okkar svo miklu máli og hjálpaðir
okkur í gegnum súrt og sætt. Ekki
er hægt að ímynda sér betri ömmu
en þig og yndislega minningin þín
mun alltaf fylgja okkur.
Börnin þín 
Gyða Björk og Sigurgeir.
Það eru margar minningar sem
berast í huga manns þegar nánir
ættingjar eða vinir látast.
Sigríður Gyða systir mín var sú
manneskja sem var mér einna kær-
ust í lífi mínu. Við vorum mjög náin
og sú taug sem tengdi okkur allt líf-
ið var ekki einungis sem systur og
bróður heldur einnig taug ástar og
vináttu. Ég mun trega hana sárt.
Við Sigga ásamt bróður okkar
Þorsteini Grétari áttum afar góða
æsku þar sem við ólumst upp á
Snorrabrautinni í Reykjavík. For-
eldrar okkar ráku litla matvöru-
verslun í þá nýbyggðu hverfi borg-
arinnar á horni Snorrabrautar og
Flókagötu sem þekkt var undir
nafninu Þorsteinsbúð. Í kringum
okkur var mikið af börnum á sama
reki og við og þar undum við hag
okkar vel.
Sigga var afar þægileg sem barn
og unglingur, hún var fíngerð og
nett, hafði mjög fallega rithönd og
var mjög næm fyrir umhverfi sínu.
Þrátt fyrir fyrirferð okkar
bræðranna og þá sérstaklega mína
þá kom okkur vel saman. Okkar líf
var í föstum skorðum og okkur
skorti ekki nokkurn hlut.
Þegar Sigga var 15 ára veiktist
faðir okkar illa og greindist með
æxli við heila. Ekki var aðstaða til
aðgerðar á sjúkrahúsi hérlendis og
þurfti því að senda hann í heilaupp-
skurð til Kaupmannahafnar. Ekki
var mögulegt að móðir okkar gæti
farið með honum þessa ferð sem
tekið gat margar vikur eða mánuði
svo að það kom í hlut Siggu að fara
með, honum til halds og trausts.
Þetta var gífurlega mikið lagt á
unga fíngerða stúlku, lítt sem ekk-
ert talandi á dönsku og átti svo að
búa hjá bláókunnugu fólki í ókunn-
ugu landi ásamt því að þurfa að
bjarga sér á eigin spýtur í stórborg-
inni. Sigga leysti þetta verkefni
með einstakri prýði og reyndist föð-
ur okkar hin mesta hjálparhella.
Eftir nokkra mánuði komu þau svo
heim aftur, Sigga reynslunni ríkari
en faðir okkar helsjúkur. Eftir
þessa erfiðu reynslu hennar hafði
hún ávallt mikið dálæti á Dönum og
danskri tungu sem hún var þá orðin
altalandi á.
Sigga var glæsileg kona. Ég
minnist þess hve mikla aðdáun við
bræðurnir höfðum á henni þegar
hún var komin í flugfreyjubúning
þann sen hún klæddist á árunum
hjá Loftleiðum. Þá fyrst sáum við
hvað við áttum fallega systur, en
það voru fleiri en við sem sáu það.
Sigurgeir var allt í einu kominn inn
í líf okkar og þau voru og hafa alltaf
verið glæsilegt par.
Sigga og Sigurgeir gengu í hjóna-
band árið 1957 eins og við Hulda og
sama árið fluttum við öll út á Sel-
tjarnarnes. Frumbýlingsárin á
Nesinu voru afar skemmtilegur
tími. Þar var allt mjög frumstætt,
strætó gekk einungis að Mýrar-
húsaskóla og lítið var um götur og
götuheiti. Margt annað ungt fólk á
sama reki og við var þarna að hefja
búskap og það myndaðist náið og
gott samband milli alls þess sem við
búum að enn í dag. Börn okkar eru
á sama reki og meðan við Hulda
bjuggum á Nesinu var daglegt sam-
band á milli fjölskyldna okkar
Siggu og fleiri. Þá var oft glatt á
hjalla og margt brallað.
Fjölskyldur okkar höfðu það fyr-
ir sið til fjölda ára að fagna alltaf
jólahátíðinni með því að hittast hjá
móður okkar á Snorrabrautinni á
aðfangadagskvöld. Þannig og með
því að stunda öll afmæli í fjölskyld-
um okkar héldum við okkar góða
sambandi árum saman. Börn okkar
og svo makar þeirra hittust og allir
kynntust hver öðrum vel. Þegar
móðir okkar veiktist stundaði Sigga
hana af sömu alúð og ást sem hún
veitti föður okkar í hans veikindum
og þegar móðir okkar féll frá kom
það í hlut Siggu að halda utan um
stórfjölskylduna.
Hér væri hægt að halda áfram að
segja frá svo mörgu sem tengir okk-
ur og fjölskyldur okkar saman sem
allt er hlaðið tryggð, gleði og
ánægju.
Henni systur minni var margt til
lista lagt. Hún málaði vatns- og
olíumyndir, orti ljóð, samdi gaman-
leiki, gamanvísur, lék í leikritum og
margt fleira. Mörg falleg listaverk
hennar prýða heimili vítt og breitt
um landið.
Hún var tilfinninganæm, trú og
trygglynd og mikil fjölskyldumann-
eskja og ekki síst mikill vinur vina
sinna.
Þegar ég sit hér og reyni af veik-
um mætti að setja á blað það sem
kemur upp í huga minn reynist mér
erfitt að velja úr minningunum,
ánægjustundirnar voru svo margar.
Ég kveð elskulega systur mína
með söknuði og eftirsjá en sérstak-
lega mikilli þökk fyrir að hafa feng-
ið að eiga hana að systur.
Sigurgeiri, börnum þeirra og fjöl-
skyldum votta ég mína dýpstu sam-
úð, ég tel mig vita hve sorg ykkar er
stór. Hugur minn er hjá ykkur.
Garðar Sigurðsson.
Sigríður Gyða hefur verið hluti af
tilveru minni allt frá því að ég man
eftir mér. Hún var uppáhalds-
frænkan mín þegar ég var yngri,
sem er merkilegt í því ljósi að við
vorum ekki skyld, og þegar ég
komst til fullorðinsára lærði ég enn
frekar að meta og virða þessa
hjartahlýju og hæfileikaríku konu.
Sigga var konan hans Diddons
frænda á Nesinu. Við hjónin áttum
því láni að fagna þegar við reistum
okkur sumarbústað í Kjósinni að
það var ekki langt að fara til þess að
heilsa upp á þessi heiðurshjón. Í
sveitinni gafst betra tóm til þess að
rækta frændskapinn og treysta vin-
áttuböndin en í erli borgarlífsins.
Sigga og Diddon tóku fjölskyldu
minni af sama kærleika og þau
höfðu sýnt mér í uppvextinum. Það
var gott að koma í sumarbústaðinn
þeirra, Nýhöfn, og eiga með þeim
stund. Yngri dóttir okkar, sem mik-
ið hefur verið með okkur í Kjósinni,
sótti það jafnan fast að við heils-
uðum upp á frænda og frænku þeg-
ar við fórum í sveitina. Og aðdrátt-
araflið var ekki bara lakkrísinn
hennar Siggu eða sláttutraktorinn
hans Diddons.
Kæri Diddon, Gréta, Siggi, Þór
og fjölskyldur. Megi góður Guð
styrkja ykkur á erfiðum tíma.
Minningin um Sigríði Gyðu mun
lifa.
Eiríkur Stefán 
og fjölskylda.
Það er undarleg lífsreynsla að
horfa á eftir mæðrum sinnar sam-
tíðar vera dregnar fyrirvaralaust
burt af sjónarsviðinu, rétt eins og
það eigi að vera eðlilegur hluti af til-
verunni. Og þegar það gerist er
ekki laust við að maður fái á tilfinn-
inguna að verið sé að þurrka út
hluta af þeim fyrirmyndum sem
vöxtur manns og þroski hefur
byggst á. Sjálfur trúi ég því að sá
maður sem við geymum sé að hluta
til settur saman af þeim fyrirmynd-
um sem við verðum samferða á lífs-
leiðinni.
Í mínum huga var Sigga frænka
ein af þessum fyrirmyndum í upp-
eldinu og tilheyrði þ.a.l. mæðrum
minnar samtíðar. Heima hjá henni
man ég t.d. fyrst eftir að hafa upp-
lifað söknuð er foreldrar mínir
brugðu sér af bæ eina páskahelgi,
en þá brá hún sér sem snöggvast í
hlutverk móður minnar og gerði
það svo vel að því verður seint
gleymt. Af henni hef ég líka lært
hvað fjölskyldurætur skipta miklu
máli, því hún þreyttist seint á því að
segja okkur sögur af forfeðrum
okkar og því hversu lánsöm við
værum að vera svona vel ættuð. Hjá
henni sá ég líka mátt sköpunarinn-
ar og það hversu mikilvægt það er
að tjá sig, hvort sem það er gert
með litum á pappír eða með
skemmtilegum frásögnum af kyn-
legum kvistum. Síðast en ekki síst
er Sigga fyrirmynd mín í því að
vera stoltur af sínu fólki, því hún
var alltaf með þeim fyrstu til að
láta heyra frá sér þegar eitthvað
markvert gerðist í lífi okkar.
Það er því ekki að ástæðulausu
að þessi undarlega tilfinning skýt-
ur upp kollinum á kveðjustund eins
og nú. En fyrst og fremst er ég
samt þakklátur fyrir að hafa átt
Siggu sem hluta af þeim fyrir-
myndum sem ég hef fengið tæki-
færi til að kynnast á lífsleiðinni.
Sigurgeiri og frændfólki okkar af
Nesinu votta ég mína dýpstu sam-
úð og vona að ljósin og friðsæld
jólanna færi ykkur hlýju og ró á
næstu vikum.
Sigurður Garðarsson.
Í dag kveðjum við sómakonuna
Sigríði Gyðu Sigurðardóttur. Sigga
er gengin á fund feðra sinna, langt
fyrir aldur fram aðeins 67 ára að
aldri. Þegar við hjónin heimsóttum
Siggu á sjúkrahúsið á dögunum lá
svo vel á henni. Við rifjuðum upp
skemmtilegar minningar, hlógum
dátt og höfðum gaman af. Á leiðinni
út varð mér að orði; hún Sigga er að
vinna þessa orustu sýnist mér. En
margar orustur hefur hún háð á
sjúkrahúsum á liðnum árum og
sigrað. Þegar leiðir dóttur okkar og
Sigurðar lágu saman fyrir 25 árum
gafst tækifæri til að kynnast þess-
ari dásamlegu fjölskyldu og eignast
síðan góða vini. Að rifja upp hér í
þessum fáu línum alla þá kosti sem
Sigga átti er ekki mögulegt, en því-
líkur gleðigjafi sem þessi kona var.
Ávallt létt í lund, hjartahlý og
glæsileg. Frábær móðir og amma
var hún, sem lét sig varða náms-
árangur barnabarnanna sinna og
hjálpaði þeim dyggilega í próflestri
þrátt fyrir skerta heilsu. Þá kem ég
að myndlistakonunni Sigríði Gyðu,
en myndlistin skipaði virkan sess í
lífi hennar. Hún málaði gullfallegar
myndir og var jafnvíg á olíu sem og
vatnsliti. Við hjónin eigum margar
myndir eftir hana sem prýða okkar
heimili. Efnivið í sín listaverk sótti
hún úr bæjarlífinu í Reykjavík og
fagrar konur.
Mér er sérstaklega minnisstætt
atvik sem skeði fyrir mörgum árum
og er mér ógleymanlegt. Við hjónin
vorum stödd í vinnustofu Siggu á
Nesinu í leit að mynd til afmælis-
gjafar. Gyða og Sigga fengu sér
kaffisopa frammi í eldhúsi, en ég fór
að litast um eftir mynd. Þá stað-
næmdist ég við mynd af gullfallegri
ungri konu, með rauðbrúnt hár og
dimmblá augu, íklædd bláköflóttri
peysu með hönd undir kinn. Þar
sem ég stend og stari á myndina er
lögð hönd á öxl mína og Sigga segir:
Ertu skotinn í þessari? Ég svara
um hæl: Ég er heillaður. Þá segir
Sigga: Gunnar minn, myndin er þín.
Fallegri gjöf hef ég aldrei eignast
um dagana. Þökk sé þér, kæra
Sigga.
Nú að leiðarlokum þökkum við
allar gleðistundirnar sem við áttum
með ykkur hjónunum á Miðbraut-
inni, í Sæviðarsundinu og ykkar un-
aðsreit við Meðalfellsvatn.
Kæri Sigurgeir, við sendum þér
og fjölskyldunni okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Gyða og Gunnar.
Við fæðumst inn í þennan heim
og úr honum verðum við einnig að
fara. Þrátt fyrir þennan lífsins gang
erum við aldrei tilbúin að kveðja
ástvini eða samferðavini.
Í dag kveðjum við okkar kæru
vinkonu, Sigríði Gyðu Sigurðardótt-
ur. Vinátta okkar Sigríðar Gyðu
hófst er við ungar nýgiftar konur
hófum búskap okkar á Seltjarn-
arnesi, allar að basla í húsbygging-
um og ekki með mikið fé á milli
handanna. Ekki kom það að sök.
Við nutum lífsins að fullu í okkar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72