Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						SIGUR Rós heldur tvenna
tónleika hérlendis, í
kvöld og á morgun í Há-
skólabíói, en hljómsveitin
er nýkomin úr tveggja
mánaða strembnu tón-
leikaferðalagi um Evrópu
og Bandaríkin. Jón Þór
Birgisson, söngvari sveit-
arinnar, verður fyrir
svörum um ferðalagið og
fyrirhugaða Íslands-
tónleika.
?Við flugum frá Van-
couver í Kanada. Þetta
var mjög langt flug. Ég
er ennþá að jafna mig og
vakna alltaf núna hálfsjö
á morgnana,? segir Jón
Þór um heimkomuna.
Hann segir að það sé mik-
ið álag að vera á tveggja
mánaða tónleika-
ferðalagi, ?stanslaus
ferðalög og stanslaus
vinna?.
?Maður verður rótlaus
á þessu en það er ekki
stoppað lengur en tvo
daga á hverjum stað. Við
vöknum alltaf í nýrri
borg, sándtékkum, spil-
um, förum svo aftur í rút-
una og keyrum í nýja
borg,? segir hann.
Eins tónleikar á Íslandi
Jón Þór segir að tónleikarnir
hérna verði með sama sniði og ver-
ið hefur á tónleikaferðalaginu.
?Okkur langaði að gera eins tón-
leika hérna á Íslandi og við erum
búin að vera með á öllum túrnum.
Við vildum ekki sleppa neinu þótt
það væri dýrt því við erum í raun
ekki ennþá á túr.?
Athygli vekur að miðaverð er
ekki hátt miðað við það sem geng-
ur og gerist erlendis á sambæri-
legum tónleikum. ?Við vildum alls
ekki að miðaverðið færi yfir þrjú
þúsund. Við fáum ekki neitt fyrir
þetta sjálfir. Þetta átti bara að ná
kostnaði, sem það gerir,? útskýrir
Jón Þór.
Með Sigur Rós á tónleikunum í
Háskólabíói líkt og annars staðar
leikur strengjakvartettinn Amina.
Kvartettinn hefur spilað lengi með
sveitinni og segir Jón Þór hann
?frábæran? og ?gefa þessu meiri
vídd?.
Ennfremur er Sigurður Ármann
sérstakur gestur á tónleikunum.
?Við fengum plötuna hans í
hendurnar frá Smekkleysu og hrif-
umst rosalega af henni. Þetta er
það eina sem okkur fannst vera að
gerast í íslenskri tónlist, sem við
fíluðum á þessum tíma,? segir Jón
Þór um upphaf og ástæðu sam-
starfsins.
?Hann er svo einlægur og jaðrar
við að vera barnslegur. Þetta er
mjög falleg tónlist,? bætir hann við
og segir sýndarmennsku
of oft loða við íslenska
tónlist.
Ætla líka að 
leika nýtt efni
Sigur Rós hyggst leika
tónlist af öllum þremur
breiðskífum sveitarinnar
á tónleikunum í kvöld og
á morgun, að sögn Jóns
Þórs. Hljómsveitin ætlar
ennfremur að spila nýtt
efni þannig að það verð-
ur sitt lítið af hverju fyr-
ir gesti.
?Það er samt alltaf
erfitt að spila á Íslandi.
Okkur finnst það öllum
erfitt. Fólk er búið að
heyra þessi lög oft. Við
höldum alltaf að fólk fíli
ekki að við spilum gömul
lög. Kannski fílar fólk
þetta samt, annars væri
það ekkert að koma á
tónleikana,? segir hann.
Jón Þór segir að vel
hafi gengið á nýafstöðnu
tónleikaferðalagi. ?Ég
held það hafi verið upp-
selt á alla tónleikana á
túrnum. Það gekk rosa-
lega vel í Ameríku og við
fengum góðar viðtökur.?
Eins og vitað er heitir nýjasta
plata Sigur Rósar ekki neitt. Jón
Þór segir að fólk almennt hafi ekk-
ert verið að æsa sig yfir því. ?Að-
allega hafa fréttamenn og gagn-
rýnendur tekið því svona
skringilega. Þeir fá svo mikið af
plötum í hverjum mánuði til að tala
um og svo kemur allt í einu plata
með engum titli eða textum. Þá
fara þeir alveg í baklás. Þeir eru of
vanir að vera mataðir á öllu. Í raun
og veru hefur verið meira talað um
þetta en tónlistina,? segir hann.
?Það er gaman að hrista aðeins
upp í þessu,? bætir hann við.
Sigur Rós er komin heim í jólafrí
en fríið verður þó ekki eins mikið
og hljómsveitin hefði getað hugsað
sér. ?Það kemur alltaf eitthvað upp
á. Við erum til dæmis núna að gera
myndband,? segir Jón Þór.
Þrátt fyrir að tveggja mánaða
tónleikaferðalagi sé nýlokið heldur
sveitin í annað ferðalag í febrúar á
næsta ári. ?Þá förum við til Evr-
ópu, Ameríku, Japans og Ástralíu.
En eftir það ætlum við að taka al-
gjört frí. Í nokkra mánuði held ég,?
segir Jón Þór og er öruggt að hann
er búinn að vinna sér inn fyrir því.
Sigur Rós með tvenna tónleika í Háskólabíói
Tónleikar í Háskólabíói í kvöld og á
morgun. Uppselt er á tónleikana á
föstudag en enn er hægt að fá miða
fyrir kvöldið. Salan fer fram í 12 
tónum.
Erfiðast að spila heima
Áhugasömum er bent á að enn er tækifæri til að fá miða á
tónleika sveitarinnar í Háskólabíói í kvöld en uppselt er á
tónleikana annað kvöld.
68 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fortíðin mun tengja þau!
POSSESSION
GWYNETH
PALTROW
AARON
ECHART
JENNIFER
EHLE
JEREMY
NORTHAM
Sýnd kl. 10.05
starstarstar
1/2
MBL
starstarstar
1/2
Roger Ebert
starstarstarstar
Roger Ebert
starstarstar
1/2 Kvikmyndir.is
starstarstar
DV
4 8 . 0 0 0 G E S T I R Á 1 9 D Ö G U M
starstarstar
1/2
HL MBL
starstarstar
RadíóX
Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem kemur öllum í jólaskap
Jólamyndin 2002
Sýndkl. 6,8og10.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 5 og 8.
Kvimyndir.is
Yfir 54.000 áhorfendur
8
Eddu
verðlaun
WITH
ENGLISH
SUBTITLES
AT
5.45
Jólamynd film-undar
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 5.45 með enskum texta og 8. B.i. 12.
Sýnd kl. 4 og 6. Vit 461
KRINGLA
Sýnd kl. 4.45, 6.50 og 9. Vit 485
ÁLFABAKKI
starstarstar
Kvikmyndir.is
Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem
Jólamyndin 2002
Kvimyndir.is
48.000 GESTIR Á 19 DÖGUM
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 4 OG 8. B. I. 16. VIT 469.
EKKI GERA allar plötur boð á und-
an sér og þannig áttu líkast til fáir
von á plötu með tónlistarmanni sem
kallar sig Mugison, eða vita yfirleitt
hver þessi Mugison er. Mugison heit-
ir fullu nafni Örn Elías Guðmundsson
sem búið hefur erlendis undanfarin
ár og unnið að tónlist samhliða námi.
Hann sendi á dögunum frá sér plöt-
una Lonely Mountain sem þegar er
farin að vekja nokkra athygli.
Mugison-nafnið er þannig til komið
að faðir Arnar, Guð-
mundur Krist-
jánsson, er kallaður
Muggi og Örn segir
að þegar hann heim-
sótti hann til Malas-
íu, þar sem Guð-
mundur dvaldist um
hríð, hafi sér þótt
þægilegt að nota
nafnið Mugison því
þarlendir áttu erfitt
með að segja nafn
hans. ?Svo hef ég
búið í Bretlandi síð-
ustu ár og þar eiga
menn líka erfitt með
að segja Örn Elías, Örn eða Öddi, svo
mér datt í hug að nota Mugison og
fíla það bara vel.?
Hvert lag á sitt hús
Örn er að læra upptökutækni í
Lundúnum og hefur því eytt miklum
tíma undanfarin ár í hljóðveri. Hann
stefnir þó alls ekki á að verða upp-
tökumaður, takkamaður. Hann segist
hafa verið í hljómsveitum á árum áð-
ur og í tengslum við það var hann að
föndra við tónlist heima á átta rása
kassettutæki. ?Þegar ég fór síðan að
spá í að gera eitthvað meira í þessu,
reyna að verða betri í að taka upp það
sem ég var að gera, endaði það með
því að ég ákvað að fara í nám úti.?
Lonely Mountain er unnin á síð-
asta ári á gamla Macintosh-fartölvu,
en Örn segist hafa samið talsvert af
tónlist á hana síðustu tvö ár og átti
nokkurt lagasafn. Lögin á plötunni
eru átta talsins og áttu að verða fleiri,
?en þegar ég var að setja hana saman
áttu þau svo vel saman, passa sem
heild, og því urðu þau ekki fleiri?,
segir Örn og bætir við að hann vinni
mikið með lífræn hljóð, tekur upp það
sem hann getur teygt sig í og reynir
að fanga stemmninguna sem mynd-
ast þegar hann er að leggja síðustu
hönd á verkið, ?reyni að ýta inn auka-
merkingu fyrir mig?, eins og hann
orðar það. ?Ég hef verið svo að segja
heimilislaus þarna úti síðan í maí og
hvert lag á sér sitt hús eða herbergi
þar sem ég hef fengið að vera hverju
sinni og hef áhrif frá því og fólkinu
sem ég hef umgengist í hvert sinn.
Ég ætlaði upphaflega að gefa þessa
plötu út á íslensku og ensku, en í sum-
ar komst ég í samband við Matthew
Herbert sem var alltaf að segja:
Þetta hljómar vel, áttu ekki meira?
Ég vildi ekki senda honum eitthvað
gamalt svo ég kláraði þá fleiri lög og
hélt áfram þar til það var komin
plata,? segir Örn og bætir við að
Andy Votel hjá Twisted Nerve hafi
líka hvatt hann. Þess má svo geta að
Accidental Records, sem er eitt
þriggja útgáfufyrirtækja Matthews
Herberts, hyggst gefa plötuna út er-
lendis og fyrir vikið varð hún öll á
ensku. ?Ég er nú jarðbundinn og geri
mér grein fyrir að þetta er ekkert
stórfyrirtæki,? segir Örn, en bætir
við að það geri útgáfuna einmitt
skemmtilegri, menn séu hug-
myndaríkari og til í tilraunir hjá
litlum fyrirtækjum; nefnir sem dæmi
að handskreytt 350 eintök komi út af
plötunni í febrúar og verði dreift í
valdar plötubúðir sem eins konar
kynningareintökum.
Diskar á Íslandi 
fáránlega dýrir
Platan er gefin út hér á landi fyrir
jólin, eins og getið er. Örn segir að
þegar hann kom heim í september
hafi hann ákveðið að gefa plötuna út á
merki sem hann á með vinum sínum,
Rafhlöðunni. ?Við látum framleiða lít-
inn skammt og seljum hann á Netinu
og í nokkrum búðum, Japís, Hljóma-
lind og 12 tónum. Liður í útgáfunni er
að platan sé seld á lágu verði, mér
finnst diskar á Íslandi fáránlega dýr-
ir.?
Mugison tróð upp á tónleikum hér
heima í október síðastliðnum, flutti þá
eitt lag, og hann segist hafa ætlað sér
að halda almennilega tónleika fyrir
jól. Viku áður en hann kom heim
missti hann aftur á móti tölvuna í
gólfið og hún er steindauð. ?Það verð-
ur því einhver bið á að ég geti komist
af stað aftur, tryggingafélagið neitar
að borga og ber fyrir sig furðulegar
reglur. Það rætist þó vonandi úr
þessu, ég verð hérna í nokkra mánuði
til viðbótar og þarf hvort eð er að
undirbúa mig fyrir að spila úti á
næsta ári.?
Örn Elías Guðmundsson er búsettur í Lundúnum þar
sem hann nemur hljóðupptökutækni.
Lífræn hljóð
Geislaplatan Lonely Mountain fæst á
Netsíðu Mugison, í Hljómalind, Japís
og 12 tónum. 
TENGLAR
.....................................................
www.mugison.com
Morgunblaðið/Jim Smart

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72