Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BALDVIN Þorsteinsson EA 10, fjöl-
veiðiskip Samherja hf., kom til
heimahafnar á Akureyri í gær-
kvöldi, eftir fimm sólarhringa sigl-
ingu frá Riga í Lettlandi. Umfangs-
miklar breytingar voru gerðar á
skipinu, það m.a. lengt um tæpa 18
metra og er nú lengsta skip íslenska
fiskiskipaflotans, um 86 metrar.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri
Samherja sagði að fæðingin í Lett-
landi hefði verið erfið enda er verk-
ið um 5 mánuðum á eftir áætlun.
?Skipasmíðastöðin í Riga er mjög
stór og við töldum okkur hafa skoð-
að málin mjög vel fyrirfram. Verk-
efnið var stórt og mjög flókið og því
er ekki að neita að það reyndist
þeim erfitt,? sagði Þorsteinn Már.
?En fall er fararheill og við erum
bjartsýnir á rekstur skipsins.?
Áætlaður kostnaður við breyt-
ingar á skipinu var áætlaður um
hálfur milljarður króna en Þor-
steinn Már sagði að kostnaðurinn
hefði farið fram úr áætlun. Nýi
Baldvin Þorsteinsson EA hét áður
Hannover NC og þar áður Guðbjörg
ÍS og var þá gert út frá Ísafirði.
Skipið var smíðað í Flekkefjord í
Noregi árið 1994, fyrir Hrönn hf. og
stýrt í upphafi af feðgunum Guð-
bjarti Ásgeirssyni og Ásgeiri Guð-
bjartssyni.
Samherji eignaðist Guðbjörgina
síðla árs 1996 er Hrönn hf. samein-
aðist félaginu og gerði það út um
tíma. Skipið var síðan selt til DFFU,
dótturfélags Samherja í Þýskalandi
þar sem það fékk nafnið Hannover
NC. Frystiskipið Baldvin Þor-
steinsson EA, fyrsta nýsmíðaskip
Samherja, var selt til DFFU fyrr á
þessu ári en jafnframt var ákveðið
breyta Hannover í fjölveiðiskip og
taka skipið aftur inn í flota Sam-
herja. Baldvin Þorsteinsson er
þriðja fjölveiðiskip Samherja en
fyrir á félagið Vilhelm Þorsteinsson
EA og Þorstein EA.
Eftir er að ganga frá hluta af
vinnslubúnaði skipsins en Þorsteinn
Már sagði að skipið færi til uppsjáv-
arveiða í byrjun en yrði einnig gert
út á rækju. Skipið fer í prufutúr fyr-
ir jól og svo til loðnuveiða strax á
nýju ári. Aðalvél skipsins er 6.000
hestöfl, frystilestar eru um 1.600
rúmmetrar að stærð, sem er um
helmings stækkun frá því sem var.
Skipið mun geta fryst allt að 150
tonn af uppsjávarfiski á sólarhring
og borið um 750 tonn af frystum af-
urðum og um 2.500 tonn af uppsjáv-
arfiski. 
Skipstjórar á Baldvini Þorsteins-
syni EA eru tveir, þeir Hákon
Þröstur Guðmundsson og Árni V.
Þórðarson en yfirvélstjóri er Vil-
hjálmur Kristjánsson. Gert er ráð
fyrir að 30-35 manns verði í áhöfn
skipsins, 16?26 í hverri veiðiferð.
Lengsta
fiskiskip
flotans 
í heima-
höfn
Skipstjórarnir á Baldvini Þorsteins-
syni EA sýna tækin í brúnni við
komuna til Akureyrar í gærkvöld.
F.v. Árni Þórðarson skipstjóri,
sonur hans Þórður Mar, Björg 
Finnbogadóttir, ekkja Baldvins 
Þorsteinssonar, Svanhildur
Bragadóttir og maður hennar 
Hákon Þröstur Guðmundsson 
skipstjóri.
Morgunblaðið/Kristján
Baldvin Þorsteinsson EA leggst að bryggju á Akureyri í gærkvöld.
HÁMARKSREFSING fyrir kyn-
ferðisbrot gegn börnum hækkar í
8 og 12 ára fangelsi, í stað 6 og 10
ára refsivistar nú, samþykki Al-
þingi frumvarp til laga um breyt-
ingu á almennum hegningarlögum.
Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun
var samþykkt að leggja frumvarp-
ið fram sem stjórnarfrumvarp.
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra væntir þess að lagabreyt-
ingin verði til þess að dómar fyrir
kynferðisbrot muni þyngjast en
tekur fram að það sé að sjálfsögðu
ekki hennar að segja dómstólum
fyrir verkum. 
Refsiréttarnefnd samdi frum-
varpið en Sólveig segir að tilgang-
ur þess sé í fyrsta lagi að auka
refsivernd barna gegn kynferðis-
brotum og því sé lagt til að refsi-
rammi við grófustu kynferðisbrot-
unum gegn börnum verði
hækkaður upp í 8 og
12 ára fangelsi. ?Á
undanförnum árum
hefur orðið betur ljós
sá mikli skaði sem
börn geta orðið fyrir
þegar þau eru misnot-
uð kynferðislega. Í
mörgum tilvikum geta
afleiðingarnar verið
langvarandi og jafnvel
varanlegar. Í alvarleg-
ustu tilvikum er varla
ofsagt að velferð og
framtíð barns hafi ver-
ið lögð í rúst. Einnig
hefur dómsmálum
vegna þessara brota
fjölgað mikið á síðustu
10?15 árum. Það er ekki einhlítt
hvernig það verður skýrt en fjölg-
unin getur bæði verið rakin til
þess að fleiri brot séu framin eða
brot af þessu tagi hafa áður verið
dulin,? segir hún. 
Í frumvarpinu er í öðru lagi lagt
til að í hegningarlögum verði sér-
ákvæði sem lýsir mansali og öðr-
um tengdum brotum sem refsi-
verðum. ?Þótt þessi háttsemi sé í
flestum tilvikum refsinæm nú þeg-
ar er með þessu verið að leggja
sérstaka áherslu á þessi brot og
auka refsivernd gegn þeim,? segir
Sólveig. 
Munur á refsiramma
gagnrýndur
Í minnisblaði frá dómsmálaráðu-
neytinu segir að talsverð gagnrýni
hafi komið fram á þann greinar-
mun sem gerður er í lögum á
nauðgun annars vegar og kynferð-
islegri misnotkun á börnum hins
vegar. Gagnrýnt hafi verið að há-
marksrefsing fyrir nauðgun sé 16
ár, en refsiramminn fyrir að mis-
nota kynferðislega barn eða stjúp-
barn yngra en 16 ára sé 10 ár. Það
hafi þótt skjóta skökku við að sá
verknaður að hafa samræði við
barn gegn vilja þess sé talið með
þessum hætti léttvægara en að
nauðga fullorðnum einstaklingi.
Sólveig segir að á
öllum Norðurlöndun-
um sé gerður grein-
armunur á nauðgun
og kynferðisbrotum
gegn börnum. Það
þyki eðlismunur á
þessum brotum þar
sem við naugðun
beiti gerandinn of-
beldi við verknaðinn.
Það verði þó að hafa í
huga að hægt sé að
ákæra mann fyrir
nauðgun á barni,
beiti hann ofbeldi við
verknaðinn. Slíkt
brot falli undir
nauðgunarákvæði
hegningarlaga og þar með sé refsi-
ramminn 16 ár. 
Í minnisblaðinu kemur einnig
fram að á hinum Norðurlöndunum
sé meira samræmi milli refsi-
ramma fyrir nauðgun og kynferð-
islegrar misnotkunar barna. Há-
marksrefsing fyrir kynferðislega
misnotkun barna sé almennt ekki
lægri hér á landi en annars staðar,
en hafa verði til hliðsjónar að hin
Norðurlöndin, að Danmörku und-
anskilinni, hafi ákvæði um lág-
marksrefsingar sem stuðli að
þyngri refsingum.
Ekki refsilágmark
Aðspurð hvort komið hafi til
greina að tilgreina lágmarksrefs-
ingu við kynferðisbrotum gegn
börnum, segir Sólveig að það heyri
til algjörrar undantekningar að ís-
lensk hegningarlög tilgreini lág-
marksrefsingu. Slík ákvæði er þó
að finna vegna nauðgunar, mann-
dráps og ráns. 
?Það væri stílbrot að leggja til
refsilágmark í þessum ákvæðum,?
segir hún. Einnig sé óvíst hvað
væri fengið með slíku. Á hinn bóg-
inn sé ástæða til þess að refsirétt-
arnefnd skoði þann kafla hegning-
arlaga sem fjalli um kynferðisbrot
og athugi hvort ástæða sé til að
huga að frekari breytingum. 
Stjórnarfrumvarp sem þyngir refsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum 
Telur að breytingarnar
muni leiða til þyngri dóma 
Sólveig Pétursdóttir
dómsmálaráðherra.
Í FRUMVARPINU er lagt til að
refsimörkin í 200. grein og 201.
grein hegningarlaga verði hækkuð
þannig að brot varði fangelsi allt
að 8 árum, en 12 árum sé barnið
yngra en 16 ára. 200. grein fjallar
um samræði eða önnur kynferð-
ismök við eigið barn eða annan
niðja og 201. grein um samræði eða
önnur kynferðismök við barn eða
ungmenni, yngra en 18 ára, sem er
kjörbarn viðkomandi, stjúpbarn,
fósturbarn, sambúðarbarn eða
ungmenni sem honum hefur verið
trúað fyrir til kennslu eða uppeldis.
Þá er lagt til að aldurinn verði
hækkaður í yngra en 18 ár í 202.
grein, þar sem segir að hver sem
með blekkingum, gjöfum eða á
annan hátt tælir ungmenni á aldr-
inum 14?16 ára til samræðis eða
annarra kynferðismaka skuli sæta
fangelsi allt að fjórum árum.
Sérákvæði um mansal
Í frumvarpinu er lagt til að inn í
hegningarlögin komi sérákvæði
sem lýsi mansali, eða verslun með
fólk, og tengdum brotum refsiverð-
um. Fyrir mansal skuli refsa með
allt að 8 ára fangelsi hverjum þeim
sem gerist sekur um nánar til-
greindan verknað í þeim tilgangi
að notfæra sér mann kynferð-
islega, til nauðungarvinnu eða til
að nema á brott líffæri hans. Við
samningu ákvæðisins hafi verið
höfð hliðsjón af 3. grein bókunar
við samning Sameinuðu þjóðanna
gegn alþjóðlegri og skipulagðri
glæpastarfsemi, sem nefndur hefur
verið Palermó-samningurinn. 
Hámarks-
refsing
hækkuð í 8
ár og 12 ár
41 ÁRS karlmaður var dæmdur í 18
mánaða óskilorðsbundið fangelsi í
Héraðsdómi Reykjaness í gær, fyr-
ir kynferðisbrot gegn 16 ára dóttur
sinni í fyrra.
Ákærði neitaði sök í málinu og
bar við minnisleysi. Dóttir hans var
að mati dómsins staðföst í vitn-
isburði sínum og var framburður
hennar talinn einkar trúverðugur.
Dómurinn taldi háttsemi ákærða
alvarlega, þar sem hann braut gegn
dóttur sinni sem var gestkomandi á
heimili hans og gat sér enga björg
veitt vegna svefndrunga og ölvun-
arástands. Átti ákærði sér engar
málsbætur að mati dómsins. Auk
fangelsisrefsingar var hann dæmd-
ur til að greiða dóttur sinni 700
þúsund krónur í miskabætur. Hann
á að baki langan sakaferil og hefur
samkvæmt sakavottorði hlotið refs-
ingu 33 sinnum, einkum fyrir um-
ferðarlagabrot, skjalafals, auðgun-
arbrot og samtals hlotið fjögurra og
hálfs árs fangelsi.
Fangelsi fyr-
ir kynferðis-
brot gegn
dóttur sinni

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92