Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGISMENN, forseti Íslands og borg- arráðsmenn fengu í gær 1.700 póstkort frá al- menningi vegna mótmæla við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á hálendi Íslands. Skilaboð til ráðamanna voru: „Ég kýs þjóð- garð – ekki Kárahnjúkavirkjun.“ Póstkortin voru handlönguð með viðhöfn frá Austurvelli að Alþingishúsinu, en í gær var 80. dagur virkjanamótmæla á Austurvelli. Þar hefur fólk safnast saman í hádeginu alla virka daga síðan 26. ágúst í mótmæla- skyni. Mótmælendur mynduðu röð frá Aust- urvelli að Alþingishúsinu þar sem María Ell- ingsen leikkona var næst húsinu og afhenti Halldóri Blöndal 1.000 póstkort. Í lok athafn- arinnar gáfu fjallabílstjórar þingmönnum SOS morse-merki með bílflautunum. Frá Alþingi var haldið fylktu liði upp á Sóleyjargötu að skrifstofu forseta Íslands, þar sem Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru af- hent 100 póstkort. Þaðan lá leiðin að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir fékk 600 kort. Að sögn Maríu Ellingsen sögðu mótmæl- endur borgarstjóranum að það væri hluti lýð- ræðisins að fólk fengi að segja hug sinn í svo stóru máli og póstkortin sýndu svo ekki yrði um villst, að fólki stæði ekki á sama um að hér stefndi í mestu náttúruspjöll Íslands- ögunnar til að byggja virkjun sem landsmenn bæru að auki fjárhagslegan skaða af. Á póstkortunum var lagt til að verndað yrði og byggt í kringum það sem væri þjóðinni dýrmætast í stað þess að eyðileggja það og setja á útsölu. Með því að gera þjóðgarð á heimsmælikvarða norðan Vatnajökuls, og byggja í kringum hann ferðamennsku og vís- inda- og fræðasetur, væri unnt að nýta landið og mannauðinn og horfa stolt fram veginn. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins María Ellingsen afhenti Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, póstkortin sem handlönguð voru frá Austurvelli. Kjósa þjóðgarð – ekki virkjun TIL STENDUR að stækka fjórar íbúðir í Sjálfsbjargarhúsinu á næst- unni, bæta öðrum við og verið er að kanna möguleika á því að bæta einni hæð ofan á húsið. Framkvæmdir við stækkun einn- ar íbúðar eru hafnar og er ráðgert að taka fyrst tvær íbúðir fyrir og svo aðrar tvær. Arnór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, segir að hugmyndin sé að nota rými sem hafi verið vannýtt eða illa nýtt og stækka þannig íbúðir en auk þess sé hægt að breyta öðru rými í íbúðir. Sjálfsbjargarhúsið við Hátún er fimm hæðir. Annars vegar er Sjálfs- bjargarheimilið, sem er sjúkra- og endurhæfingarstofnun með 36 litlum herbergjum, og hins vegar 38 litlar íbúðir, sem eru leigðar út til einstaklinga. Þær eru um 25 fer- metrar og fara upp í um 60 fer- metra eftir stækkunina. Arnór segir að vonir séu bundnar við að á næsta ári verði lokið við að stækka þessar fjórar íbúðir og bæta við tveimur til þremur íbúðum, en um mitt ár liggi fyrir kostnaðaráætlun vegna nýrrar hæðar. Hann segir að þar sem öll þjónusta sé á staðnum megi gera ráð fyrir að ódýrara sé að byggja nýja hæð en að byggja nýtt hús- næði á öðrum stað, en þörf sé fyrir hjúkrunar- og endurhæfingarheim- ili að hluta til, sambýli eða búsetu með stuðningi og venjulegar leigu- íbúðir. Ný hæð leysir mikinn vanda Verið sé að kanna þörfina með þessa skiptingu í huga en gera megi því skóna að ný hæð leysi vanda a.m.k. um 20 til 30 manns auk þess sem tækifæri gefist þá til að stækka litlu um 12 fermetra íbúðirnar eða herbergin í Sjálfsbjargarheimilinu. Þessi aðstaða hafi verið bylting á sínum tíma en mikið fatlaður ein- staklingur með mikinn búnað eins og hjólastól og fleira komist ekki fyrir, hvað þá starfsfólk. Arnór segir að framkvæmdir við fyrstu íbúðina hafi hafist eftir að styrkur hafi fengist frá Reykjavík- urborg en meira þurfi til og sé fjár- öflun í gangi eins og t.d. árlegt jóla- happdrætti og sala á geisladisknum Ástin og lífið. „Með stækkuninni er- um við fyrst og fremst að auka lífs- gæði fólksins en um leið að leysa vandamál fólks sem er í húsnæð- isvandamálum,“ segir Arnór. Íbúðir stækkaðar í Sjálfsbjargarhúsinu Morgunblaðið/GolliUnnið við stækkun íbúðar í Sjálfsbjargarhúsinu. HÆTT verður prentaðri útgáfu Lögbirtingablaðsins frá og með næstu áramótum og blaðið ein- göngu birt á Netinu samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Al- þingi í gær. Þeir sem þess óska munu þó áfram geta keypt Lögbirtinga- blað í prentuðu formi í áskrift eða fengið einstök tölublöð send gegn greiðslu kostnaðar af prentun þeirra og sendingu. Er þá gert ráð fyrir að starfsmenn Lögbirtingablaðsins prenti það af Netinu og sendi eftir pöntun. Lögbirtingarblaðið hefur verið birt á netinu frá ársbyrjun 2001 ásamt Stjórnartíðindum og kemur fram í greinargerð lagafrumvarpsins að reynslan af því hafi gefið góða raun. Áskrifendum að prentaðri út- gáfu Lögbirtingarblaðsins hef- ur fækkað umtalsvert á sein- ustu árum, eða úr 3.157 árið 1998 í 2.460 árið 2001 og 1.891 þann 1. ágúst sl. Lagafrumvarpið var samið af nefnd sem dómsmálaráðherra skipaði árið 2000. Í álitsgerð hennar kemur fram að tæplega 81% landsmanna hefur aðgang að tölvu og tæplega 77% hafa aðgang að tölvu með netteng- ingu. Að mati nefndarinnar var ekki talin ástæða að svo stöddu að leggja til að Stjórnartíðindi yrðu einnig eingöngu birt á Netinu. Verða þau því áfram prentuð með hefðbundnum hætti. Lögbirtingablaðið eingöngu birt á Netinu Áskrif- endum hefur fækkað Gegnumlýsingarbúnaður sem tekinn verður í notkun í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar um ára- mótin vegna sprengjuleitar veldur engum skemmdum á farangri, skv. upplýsingum Björns Inga Knútssonar, flug- vallarstjóra á Keflavíkurflug- velli. Eftir sem áður verður því t.d. óhætt að geyma filmur í ferða- töskum sem fara í gegnum leit- arkerfið þar sem farangurinn verður gegnumlýstur frá tveimur sjónarhornum. Búnaðurinn, sem kostaði um 210 milljónir, verður tekinn í notkun um áramót. Með honum er hægt að lýsa í gegnum 1.200- 1.500 töskur á klukkustund. Gegnum- lýsing veld- ur ekki skemmdum HAGKAUP lækka verð á íslenskum hljómdiskum í dag, laugardaginn 14. desember, og sunnudaginn 15. des- ember og bjóða alla íslenska tónlist með 14% virðisaukaskatti en ekki 25,5% virðisaukaskatti. Með þessu vilja Hagkaup sýna ís- lenskum tónlistarmönnum samstöðu og stuðning, segir í fréttatilkynningu. Lækka virðis- aukaskatt á hljómdiskum VÍSINDAMÖNNUM Íslenskrar erfðagreiningar hefur tekist að kort- leggja erfðavísi á litningi 16 sem tengist psóríasisliðagigt. Þessi erfðavísir er á sama stað og erfðavísir sem vísindamenn Ís- lenskrar erfðagreiningar hafa kort- lagt í rannsóknum á slitgigt, sam- kvæmt upplýsingum fyrirtækisins. „Líklegt er að um sé að ræða sama erfðavísinn sem gegni mikilvægu hlutverki í starfsemi liðamóta en aðr- ir erfðavísar og/eða umhverfisþættir ráði því hvers konar gigt komi fram. Það gæti þýtt að mögulegt væri að finna eitt lyfjamark sem væri tengt mörgum sjúkdómum í liðamótum og þróa ný lyf sem beint væri að al- mennum veikleika í liðamótum,“ seg- ir í fréttatilkynningu sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem tölfræði- lega marktæk tengsl finnast á milli psóríasis, eða einhverrar undirgerð- ar þess, og svæðis á litningi utan vefjaflokkasvæðisins á litningi 6, skv. upplýsingum ÍE. Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í janúarhefti vísinda- tímaritsins American Journal of Human Genetics og hafa þegar birst í netútgáfu þess. „Niðurstöður rannsókna okkar á erfðafræði psóríasis sýna enn á ný að við getum kortlagt erfðavísa í nær hvaða algenga sjúkdómi sem er. Nú liggur fyrir að fínkemba þetta svæði, finna meingenið og ný lyfja- mörk,“ er haft eftir Kára Stefáns- syni, forstjóra Íslenskrar erfða- greiningar. Psóríasisliðagigt hrjáir um 10% psóríasissjúklinga. Líkt og önnur gigt lýsir hún sér í bólgum og skemmdum á brjóski í liðamótum sem veldur stífni, sársauka og getur leitt til varanlegrar fötlunar. Þau lyf sem nú eru notuð beinast fyrst og fremst að því að létta einkenni sjúk- dómsins þar sem lítið er vitað um or- sakir hans. Vonast vísindamenn fyr- irtækisins til að aukin þekking á þeim líffræðilegu ferlum sem liggja að baki myndun sjúkdómsins muni leiða til þróunar nýrra og betri grein- ingar- og meðferðarúrræða. Samstarf við lækna á LSH Við kortlagningu erfðavísisins greindu samstarfslæknar ÍE við Landspítala – háskólasjúkrahús 178 sjúklinga með psóríasisliðagigt úr hópi um 1.000 psóríasissjúklinga sem hafa tekið þátt í rannsóknum fyrir- tækisins á erfðafræði psóríasis. Með Íslendingabók, ættfræðigrunni ÍE, reyndust 100 þessara sjúklinga tengjast saman í 39 fjölskyldum. Gen sem tengist psóríasisliða- gigt kortlagt Áfangi hjá vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.