Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 53
?
Kristborg Jóns-
dóttir fæddist á
Meðalfelli í Nesjum í
Austur-Skaftafells-
sýslu 4. maí 1919.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
mannaeyja 7. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jón Halldórs-
son, f. 1888, d. 1970,
og kona hans Guð-
laug Björnsdóttir, f.
1893, d. 1924. Systk-
ini Kristborgar eru
Sigríður, f. 1917, bú-
sett á Seyðisfirði, og Björn, f. 1922,
búsettur í Reykjavík.
Hinn 16. des. 1945 giftist Krist-
borg Sigurði Jónssyni frá Engey í
Vestmannaeyjum. Foreldrar hans
voru Jón Jónsson, f. 1887, d. 1951,
og kona hans Sigríður Jónsdóttir, f.
1885, d. 1972. Kristborg og Sigurð-
ur eignuðust fimm börn. Þau eru:
1) Drengur, f. 1944, d. 1944. 2) Æg-
ir, f. 1945, kvæntur Jenný Ásgeirs-
dóttur, eiga þau einn son, Krist-
björn, f 1967, hans dóttir er Sólrún
Líf, f. 1999. Dóttir Jennýjar og fóst-
ýmis störf. 19 ára var hún fengin
sem ráðskona til bankastjórahjóna
í Vestmannaeyjum og kynntist þar
fljótlega Sigurði Jónssyni frá Eng-
ey sem varð til þess að hún settist
að í Vestmannaeyjum. Kristborg
vann við heimilisstörf meðan börn-
in voru að vaxa úr grasi en hóf síð-
an starf sem matráðskona á
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Þegar
eldgosið hófst 1973 fluttust Krist-
borg og Sigurður til Reykjavíkur
en voru ekki lengi þar því Krist-
borg fór fljótt að matreiða fyrir þá
starfsmenn sem unnu við björgun-
arstörf í gosinu. Eftir það fer Krist-
borg að vinna í eldhúsi Fiskiðjunn-
ar og síðan á Dvalarheimili
aldraðra í Eyjum en þar vann hún
þar til hún lét af störfum vegna ald-
urs.
Kristborg lagði fram krafta sína
fyrir Kvenfélagið Líkn og gaf
vinnu sína og hannyrðir. Hún var
ótrúlega dugleg og afkastamikil
hannyrðakona og liggur eftir hana
mikið safn af útsaumuðum mynd-
um, teppum o.fl. Hún gaf mikið af
hannyrðum sínum og má þar nefna
gráturnar í Landakirkju, helgi-
mynd í Stafafellskirkju í Lóni og
mynd af skjaldarmerkinu í Íþrótta-
húsi Vestmannaeyja svo eitthvað sé
nefnt.
Útför Kristborgar verður gerð
frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
urdóttir Ægis er
María Gylfadóttir, f.
1963. 3) Arnþór, f.
1949. Hann kvæntist
Þóru Sigurðardóttur
og eiga þau tvö börn,
Jón Viðar, f. 1983, og
Ingibjörgu Helgu, f.
1988. Arnþór og Þóra
slitu samvistir. Sam-
býliskona Arnþórs er
Sigríður Kjartansdótt-
ir. 4) Guðlaug Björk, f.
1952, gift Kristni
Ágústssyni og eiga
þau þrjú börn, Sigur-
borgu, f. 1974, dóttir
hennar er Agnes, f. 1997; Ágúst, f.
1977, og Söru Lind, f. 1991. 5) Jón
Viðar, f. 1959, hann lést af slysför-
um 1967.
Þegar Kristborg var sex ára
fluttist hún að Þórisdal í Lóni með
föður sínum og Sigríði systur sinni
en Björn bróðir hennar ólst upp á
Stapa í Nesjum í Austur-Skafta-
fellssýslu.
Kristborg ólst upp við leik og
störf í Þórisdal í Lóni í Austur?
Skaftafellssýslu en fór ung til Hafn-
ar og til Seyðisfjarðar til að vinna
Það er með söknuði í huga að ég
sest niður að skrifa fáeinar línur til
að kveðja elskulega tengdamóður
mína fyrrverandi hana Kristborgu
Jónsdóttur. Ég kynntist Boggu eins
og hún var kölluð fyrir tæpum 30
árum og var flutt inn á heimili
hennar nokkrum mánuðum seinna
þá 19 ára og nýgift Arnþóri syni
hennar. Í dag hefði þetta kallast
?Hótel Mamma? því þótt Bogga
ynni fulla vinnu gerði hún allt á
heimilinu og ég held að okkur unga
fólkinu hafi fundist það bara sjálf-
sagt. Ekki kvartaði Bogga því það
var ekki hennar stíll og hef ég
sterkan grun um að hún hafi verið
farin að finna fyrir veikindum sínum
löngu áður en hún minntist á það
við okkur sem næst henni stóðum.
Ég minnist Boggu sem glaðværr-
ar konu og alltaf stutt í hláturinn og
það var mikið spjallað og hlegið við
eldhúsborðið á Hásteinsvegi 53 og
bekkurinn oft fullur. Margir voru
fastagestir og komu á hverjum degi
eins og Dúddi múr, Beggi á Skuld-
inni, Didda í blokkinni og margir
fleiri og alltaf fullt borð af kræs-
ingum. Aldrei sat Bogga auðum
höndum og man ég ekki eftir henni
öðruvísi en að sauma út einhverja
fallega mynd.
Ég gleymi aldrei sumrinu þegar
við fórum austur á Hornafjörð en þá
fékk ég að kynnast fólkinu hennar
og skoða mig um á hennar æsku-
slóðum bæði í Lóninu og á Nesj-
unum og alls staðar var tekið á móti
okkur eins og um kóngafólk væri að
ræða. Í þeirri sömu ferð fórum við
að heimsækja Siggu systur hennar
á Seyðisfjörð sem var greinilega
eins yndisleg manneskja og Bogga
og Bjössi bróðir þeirra.
Mér og Boggu kom alltaf vel
saman þó að það hrikti verulega í
minni þegar henni var sagt að við
Addi ætluðum að skilja. Það fannst
henni ekki rétt því eins og hún
sagði, þá gerir maður börnunum
sínum það ekki. Þar var henni vel
lýst því hennar langanir og þrár
voru aldrei í fyrirrúmi, hún var
aldrei númer eitt í röðinni heldur
voru það eiginmaðurinn og börnin
og síðar tengdabörnin og barna-
börnin. Hún passaði sig líka á að
deyja ekki fyrr en Siggi væri í
öruggum höndum.
Síðustu skiptin sem Bogga og
Siggi komu til Reykjavíkur vegna
veikinda hennar dvöldu þau hjá
okkur hér í Kópavoginum og er ég
þakklát fyrir að hafa fengið að njóta
þeirrar ánægju. Ég gleymi ekki
hvað hún var glöð í sumar þegar ég
fór með hana á hárgreiðslustofu og
síðan að kaupa sér föt, kápu úr
kasmírull og fallega dragt, og á eftir
fórum við hingað heim og ég fékk
að púðra hana og varalita. Þetta var
eins og ný manneskja, hún var svo
falleg, og á eftir fórum við í kaffi til
foreldra minna sem henni þótti allt-
af svo vænt um. Ég hef ekki séð
hana Boggu mína eins ánægða í
mörg ár og hún var þennan dag.
Um kvöldið sátum við tvær saman
við eldhúsborðið og spjölluðum á
meðan börnin fóru með afa sinn í
Bláa lónið. 
Elsku Siggi minn, ég veit að það
er erfitt fyrir þig að missa hana
Boggu þína og núna vildi ég vera
nær þér svo ég gæti hugsað um þig
og þú farið í sund með Jóni Viðari
og Immu Helgu.
Að lokum vil ég senda þakklæti
til þeirra sem hafa verið henni
Boggu góðir því það átti hún svo
sannarlega skilið. Bergþóri Guð-
jónssyni, Hörpu Rútsdóttur og
börnum og starfsfólki sjúkrahússins
í Eyjum færi ég sérstakar þakkir
fyrir þá umönnun sem þau Siggi og
Bogga hafa fengið hjá þeim og hann
fær enn.
Þegar ég talaði við Boggu síðast í
síma fyrir nokkrum dögum kvaddi
hún mig með þessum orðum: ?Þóra
mín, ég vil þakka þér fyrir allt bæði
fyrr og síðar.? Og ég segi: Bogga
mín, þakka þér sömuleiðis fyrir allt
bæði fyrr og síðar. Núna veit ég að
þér líður vel og ert komin með hann
Nonna litla í fangið.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég Sigga, börnum, tengdabörnum,
barnabörnum og öðrum aðstand-
endum.
Hvíl þú í friði.
Þóra Sigurðardóttir.
Elsku amma mín, mikið er nú
leiðinlegt að þú sért farin frá okkur,
ég vona bara að einhverjir aðrir fái
að njóta þín núna eins og nafni minn
hann Jón Viðar. Þú varst alltaf svo
ótrúlega góð við mig og því mun ég
aldrei gleyma. Þú eldaðir alltaf svo
góðan mat og svo ekki sé minnst á
kökurnar sem maður fékk alltaf í
kaffinu og áður en ég fór að sofa.
Þessi tími sem ég fékk að vera einn
með þér og afa á sumrin var alveg
frábær. Það var svo gaman að tala
við þig og spila við þig. Ég man, fyr-
ir ekki svo löngu, þá bara gat ég
ekki ímyndað mér það að þú myndir
einhvern tímann deyja, það var
bara eitthvað svo óraunverulegt, ég
gat ekki hugsað mér hvernig ég
gæti lifað án þín. En svo varðstu
veik og komst nokkrum sinnum
hingað til Reykjavíkur til þess að
fara á spítala og síðustu tvö skiptin
sem þú komst voruð þið afi hérna
hjá okkur. Fyrir þær stundir er ég
ekkert smáþakklátur, það var bara
svo yndislegt að hafa ykkur, manni
líður nefnilega alltaf svo rosalega
vel í kringum ykkur. Ég veit að þér
leið ekkert alltaf vel á meðan þessi
veikindi voru, og vona ég nú að þér
líði betur og einhver hugsi vel um
þig vegna þess að þú átt það svo
hjartanlega skilið. Þú gafst mér
einu sinni mynd sem þú saumaðir
handa mér og á henni var þessi bæn
sem mér þykir svo vænt um.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka, 
mér yfir láttu vaka 
þinn engill, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku afi minn, ég samhryggist
þér og börnunum þínum.
Jón Viðar Arnþórsson.
Elsku amma mín, sem alltaf varst
mér svo góð. Ég vil þakka þér fyrir
allar þær góðu stundir sem við átt-
um saman. Stundirnar í Vest-
mannaeyjum þegar ég var hjá þér
og við spiluðum og spjölluðum við
eldhúsborðið þitt. Og alltaf beið mín
eitthvað gott þegar ég kom dauð-
þreytt heim úr Spröngunni. Núna
skil ég líka afhverju þú vildir helst
ekki leyfa mér að fara seint á kvöld-
in í Sprönguna, það var vegna þess
að þér þótti svo vænt um mig.
Stundirnar okkar þegar þú og afi
gistuð hjá pabba þegar hann bjó á
Rauðarárstígnum. Og þegar þú og
afi voruð heima hjá mér, mömmu og
Jóni Viðari í Kópavoginum. Og þú
komst heim í nýju fötunum með
nýja hárgreiðslu, þá varstu svo
ánægð og brostir og hlóst, alveg
eins og þú varst áður en þú veiktist.
Þegar ég lít til baka hugsa ég um
hvað ég var heppin að fá að hafa
ykkur hjá okkur og hvað ég naut
þess að vera með ykkur. Það var
alltaf svo notalegt að umgangast þig
því þú varst svo góð og yndisleg
manneskja. Þótt ég sakni þín voða
mikið veit ég að þér líður vel uppi
hjá Guði og hittir örugglega Jón
Viðar og mömmu þína og pabba. 
Ég ætla að skrifa eina bæn sem
ég held svolítið uppá: 
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt. 
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Samúðarkveðjur til allra sem
stóðu henni næst og, elsku afi, þú
færð sérstakar kveðjur frá mér.
Þín
Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir.
Ég var ekki há í loftinu þegar ég
fór fyrst ein til Vestmannaeyja að
heimsækja ömmu og afa. Þá dvaldi
ég part úr sumri og þessar sum-
arheimsóknir urðu síðan árvissar.
Það var alltaf mikið tilhlökkunar-
efni að fara enda var hvergi betra
að vera. Bogga amma var einstök
manneskja og að hafa fengið að
eyða svona miklum tíma með henni
á mínum yngri árum voru algjör
forréttindi. Eftir því sem árin liðu
og ég komst til vits og ára áttum við
amma oft mjög góðar stundir þar
sem við töluðum um öll heimsins
mál og það var greinilegt að þar var
á ferðinni lífsreynd kona sem hafði
upplifað margt um ævina.
Amma var mikil handavinnukona
og þær voru ófáar stundirnar sem
við sátum saman og saumuðum. Ég
get ekki annað en dáðst að þol-
inmæðinni sem hún amma hafði
þegar litla dótturdóttirin var að
taka sín fyrstu spor í saumaskapn-
um. Útkoman var kannski ekki allt-
af eins og til var ætlast en amma
bara hló að tilþrifunum og rakti allt
upp og lagaði.
Í seinni tíð hafa heimsóknirnar til
Eyja ekki verið eins margar og
langar en alltaf voru móttökurnar
jafn góðar. Að dvelja á Hásteins-
veginum í góðu yfirlæti var engu
líkara en að vera staddur á fimm
stjörnu hóteli, þvílíkur var mynd-
arskapurinn í henni ömmu alltaf.
Ég mun alltaf minnast Boggu
ömmu sem mikillar dugnaðarkonu
sem hafði hjarta úr gulli.
Sigurborg.
Kær vinur og svilkona mín, Krist-
borg Jónsdóttir, Bogga mín, er
gengin á vit ástvina sinna í helgum
sölum himnaríkis eftir erfiða sjúk-
dómslegu. Ég kom til hennar upp á
sjúkrahús kvöldið áður en hún and-
aðist. Yfirleitt þegar maður kom í
heimsókn til hennar var hún sof-
andi. En í þetta skiptið sat hún í
slopp á stól við rúmið sitt með fæt-
urna upp á öðrum stól og horfði á
sjónvarpið og að mér fannst hún
óvanalega hress. Við spjölluðum
lengi saman og þegar ég kvaddi
hana datt mér ekki í hug að þetta
væri í síðasta skipti. En hún and-
aðist morguninn eftir. Bogga mín
var einstök kona, mikil húsmóðir og
hannyrðakona. Henni féll aldrei
verk úr hendi. Þegar eldhúsverkin
voru búin var sest inn í stofu í
saumaskap. Þar undi hún sér vel
innan um listaverkin sín. Hannyrðir
hennar voru gulls ígildi.
Bogga vann mikið úti við eftir að
börnin komust á legg. Mest var það
í sambandi við mat, hún vann lengi í
mötuneyti Fiskiðjunnar, einnig
vann hún gosárið í mötuneyti, sem
sett var upp í skóla, en síðan flutt
niður í Ísfélag eftir að gasið, sem
fylgdi gosinu og lá eins og húm niðri
kvosinni í miðbænum, var horfið.
Einnig vann hún lengi í eldhúsi Elli-
heimilisins.
Þetta áttu aðeins að vera smá
kveðjuorð fyrir allt, sem hún var
mér. Ég veit að tengdadóttir henn-
ar (fyrrverandi) mun skrifa ýtar-
legri minningargrein þar sem mun
koma fram nánari kynning á fjöl-
skyldunni. Kæri mágur, Siggi minn,
elskuleg systkini, Ægir, Addi, Gullí
og fjölskylda, megi minning um ást-
kæra eiginkonu, móður, tengdamóð-
ur og ömmu blómstra í hjarta ykkar
og munið að lífsins ljós leiðir birtu
sólar í uppstigu andans, inn í frið-
arins skínandi höll, þar sem hljóma
tónar um sali og göng af himnesk-
um ljúfum englasöng. 
Almættisblessun fylgi ykkur og
styrki í sorginni.
Hinsta kveðja, þökk fyrir allt. 
Runólfur Dagbjartsson (Dúddi).
KRISTBORG 
JÓNSDÓTTIR
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BRYNJÓLFUR KRISTINSSON
frá Harðangri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri mánu-
daginn 9. desember.
Útför hans fer fram frá Glerárkirkju þriðjudag-
inn 17. desember kl. 14.00.
Guðrún Arngrímsdóttir,
Þröstur Brynjólfsson, Sigríður Sigurðardóttir,
Reynir Brynjólfsson, Elísabet Erla Kristjánsdóttir,
Arngrímur Brynjólfsson, Jóhanna Magnúsdóttir,
afa- og langafabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, 
tengdafaðir, afi og langafi,
ERLENDUR EINARSSON,
Bústaðavegi 77,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
fimmtudaginn 12. desember.
Friðgerður Friðriksdóttir,
Einar Erlendsson, Margrét Höskuldsdóttir,
Ardís Erlendsdóttir,
Ingibjörg Erlendsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Álfheimum 42,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn
10. desember.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn
17. desember kl. 13.30.
Ásgeir Markússon,
Einar Torfi Ásgeirsson,
Sigurður Ingi Ásgeirsson, Sigríður Lóa Jónsdóttir,
Sigríður Anna Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92