ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 65 KOSTAR MINNA Nú gerum vi? enn betur og gefum 70% afslátt vi? kassann. Lagersölunni l?kur svo laugardaginn 21. desember. SÍ?USTU DAGAR!!! A?EINS A? KEILUGRANDA 1, 200 METRA FRÁ JL HÚSINU í lagerhúsnæ?i Krónunnar OPI? VIRKA DAGA 12-18 OG 11-16 UM HELGAR 70% afsláttur LAGERSALA Á JÓLASKRAUTI, GJAFAVÖRU, VERKFÆRUM, BÚSÁHÖLDUM OG MÖRGU FLEIRA! HJÁLMAR W. Hannesson, sendi- herra Íslands í Ottawa í Kanada, af- henti tveimur kjörræðismönnum Ís- lands í Toronto skipunarskjöl sín í vikunni. Kjörræðismenn eru ólaunaðir og skiptast í þrjá flokka, vararæð- ismenn, ræðismenn og aðalræð- ismenn. Jon Ragnar Johnson var skipaður vararæðismaður í To- ronto 1971, ræðismaður 1983 og nú aðalræðismaður, en Gail Einarson- McCleery var skipuð ræðismaður. Við athöfnina gat Hjálmar þess að Jón Ragnar Johnson hefði einna lengsta starfsreynslu í hópi kjör- ræðismanna Íslands, en Gail Ein- arson-McCleery væri ný á þessum vettvangi. Hins vegar hefði hún starfað lengi innan Þjóðrækn- isfélags Íslendinga í Vesturheimi og verið formaður verkefnisnefnd- arinnar The International Visits Program frá byrjun eða síðan 1997, en vegna þeirra starfa hefði hún fengið hina íslensku Fálkaorðu árið 2000. Íbúar Kanada eru um 31 milljón. Ontario-fylki er fjölmennasta fylkið með um 11,9 milljónir íbúa og þar af um 5,1 milljón á Toronto- svæðinu, samkvæmt opinberum töl- um í fyrra. Hjálmar sagði að þótt Ontario væri fjölmennasta fylkið og þótt þar væri mesta fólksfjölgunin og mesti vöxturinn ættu Íslend- ingar miklu meiri viðskipti við til dæmis Nýfundnaland og Nova Scotia. Með tveimur kjörræð- ismönnum í Toronto væri stigið skref í þá átt að reyna að stuðla að auknum samskiptum milli Íslands og Ontario. Jon Ragnar Johnson kemur fyrst og fremst til með að sinna sam- skiptum á sviði stjórnmála og við- skipta en menningarmálin og sam- skipti við Kanadamenn af íslenskum ættum falla meira undir Gail Einarson-McCleery. Jon Ragnar Johnson aðalræðismaður, Gail Einarson-McCleery ræð- ismaður, og Hjálmar W. Hannesson sendiherra. Tveir ræðismenn í Toronto alltaf á þriðjudögum ÍÞRÓTTIR