Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						UMRÆÐAN
72 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AÐ undanförnu hafa farið fram
heitar umræður um hugmyndir fé-
lagsmálaráðs og Félagsþjónustunn-
ar í Reykjavík um breytingar á fé-
lagsstarfi í borginni. Það er
ánægjulegt að fólk láti sig varða
starfsemi á vegum Félagsþjónust-
unnar og nýti lýðræðislegan rétt
sinn til virkrar þátttöku um ákvarð-
anir kjörinna stjórnvalda. Þó hafa
komið fram bæði misskilningur og
rangfærslur um málið sem nauðsyn-
legt er að leiðrétta, ekki síst til þess
að reyna að draga úr áhyggjum sem
þau hafa skapað hjá öldruðu fólki og
aðstandendum þess.
Hvers vegna félagsstarf?
Félagsþjónustan í Reykjavík hef-
ur að undanförnu boðið upp á fé-
lagsstarf á 14 stöðum í borginni.
Lengst af var félagsstarfið einungis
ætlað öldruðum en fyrir tveimur ár-
um var ákveðið að opna það fólki á
öllum aldri. Sú breyting var gerð til
þess að ná til þeirra sem helst þurfa
á þátttöku í félagsstarfi að halda,
óháð aldri. Þau markmið sem Fé-
lagsþjónustan hefur sett sér um fé-
lagsstarfið er fyrst og fremst að því
sé ætlað að rjúfa félagslega einangr-
un fólks og um leið að vera vettvang-
ur mannlegra samskipta og skap-
andi athafna. Sem sagt forvörn í
víðasta skilningi. Tilgangurinn er
ekki að hafa ofan af fyrir fólki eða
skemmta því heldur að skapa tæki-
færi fyrir virkni og vináttu þvert á
kynslóðirnar, þ.e. ?blómstrandi
mannlíf? þar sem maður er manns
gaman. 
Breytinga er þörf
Í starfsáætlun Félagsþjónustunn-
ar fyrir árið 2003 er að finna mark-
mið um að breyta áherslum í fé-
lagsstarfinu á margvíslegan hátt,
annars vegar að efla hið almenna og
opna starf á níu félags- og þjónustu-
miðstöðvum en hins vegar leita
nýrra leiða í félagsstarfinu á hinum
fimm stöðunum. Eins og flest mann-
anna verk byggist félagsstarfið á
hefðum og nálgun þess tíma sem það
er sprottið úr. Fyrir um 35 árum
voru það hugsjónakonur hjá Reykja-
víkurborg sem komu því á laggirnar
og í fyrstu byggðist það eingöngu á
starfi sjálfboðaliða. Það var sniðið að
þörfum aldraðra þess tíma, einkum
aldraðra kvenna. Síðan hefur það
bæði vaxið að umfangi og þróast úr
sjálfboðnu starfi í launaða starfsemi.
Einnig hafa karlarnir bæst í hópinn,
þótt þeir hafi verið mun óduglegri en
konurnar að taka þátt í hinu hefð-
bundna félagsstarfi. Með tilkomu
nýrra kynslóða aldraðra og nú eftir
að félagsstarfið er ætlað öllum ald-
urshópum hefur orðið æ augljósara
að breytinga er þörf. ?Félagsstarfið
er barn síns tíma? er setning sem
hefur heyrst oft að undanförnu, ekki
síst úr röðum þeirra sem gleggst
þekkja starfið. Breyttar hugmyndir
um félagsþjónustu á nýrri öld, þar
sem byggt er á þátttöku notenda í
skipulagi og framkvæmd þjónust-
unnar, kalla líka á breytingar. Óneit-
anlega hefur innihald félagsstarfsins
fram til þessa fyrst og fremst byggst
á ákvörðunum starfsfólks fremur en
þátttakenda. 
Hvernig verður nýtt 
fyrirkomulag?
Þeir sem kjósa að taka þátt í hinu
hefðbundna opna félagsstarfi t.d.
sérhæfðum námskeiðum eða handa-
vinnu geta áfram valið að fara á fé-
lags- og þjónustumiðstöðvar á níu
stöðum í borginni í stað fjórtán staða
fram til þessa. Þeim sem þurfa að-
stoð við að komast á milli stendur til
boða að fara með leigubíl fyrir gjald
eins og greitt er hjá Strætó bs. Á
fimm stöðum verður félagsstarfið
með nýju sniði, í þremur þjónustuí-
búðakjörnum sem reknir eru á veg-
um Félagsþjónustunnar og tveimur
litlum þjónustumiðstöðvum í
tengslum við eignaríbúðir aldraðra.
Tekið skal fram að áfram verður
boðið upp á alla einstaklingsbundna
þjónustu s.s. heimaþjónustu, mat,
leikfimi, aðstoð við böðun og aðra
persónulega aðhlynningu. En í fé-
lagsstarfinu verður fyrst og fremst
lögð áhersla á félagslega samveru og
starf sem stýrt er af íbúunum sjálf-
um, allt eftir áhuga þeirra og þörf-
um. Hægt væri að nefna ?kaffikarl-
ana? sem hittast á sama tíma á
hverjum degi, spila- og skákklúbba,
handavinnuhópa, bókmenntaklúbba
og til framtíðar örugglega hópa eða
einstaklinga sem vilja vafra um ver-
aldarvefinn. Á hverjum stað verður
áfram vel útbúið húsnæði til afnota
fyrir íbúana og/eða gesti þeirra til
þess að sinna félagsstarfinu. Með
þessu nýja fyrirkomulagi verður
mun meira svigrúm fyrir íbúana að
nýta aðstöðuna eftir þörfum og á
hvaða tíma sem þeir kjósa, en ekki
bara á dagvinnutíma eins og nú er
raunin. Þeir munu í raun fá lykla-
völdin og geta sinnt starfinu á eigin
forsendum, enda hafa komið fram
óskir um það frá íbúum. Starfsmenn
Félagsþjónustunnar og/eða sjálf-
boðaliðar, eins konar þjónustu-
fulltrúar, munu leggja íbúunum lið
við að skipuleggja ?hið nýja fé-
lagsstarf?. Þá hefur einnig verið
ákveðið að ráða tímabundið sérhæfð-
an starfsmann til þess að vinna með
íbúum og starfsfólki að því að und-
irbúa og þróa þessa breytingu. 
Að lokum
Umræða um aldraða og þjónustu
við þá er oft á villigötum hér á landi.
Umræða sem annaðhvort einkennist
af því að ?vandamálagera? ellina eða
fjalla um hana undir formerkjum
forsjárhyggju. Hvorugt gagnast
öldruðum en þeir verðskulda aftur á
móti bæði virðingu og tiltrú þeirra
sem yngri eru.
Aldraðir í fé-
lagsstarfi ekki
þiggjendur 
Eftir Láru Björnsdóttur
Höfundur er félagsmálastjóri.
?Umræða
um aldraða
og þjónustu
við þá er oft
á villigöt-
um.?
FYRIRSÖGNIN ?Ekki í skólan-
um? vísar til þess að grunnskólinn á
að vera laus við neyslu og sölu fíkni-
efna. Nú er að störfum starfshópur
gegn fíkniefnadreifingu í skólum
samkvæmt tillögu okkar borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefni
hópsins er að gera tillögur um hvern-
ig koma megi í veg fyrir neyslu og
sölu fíkniefna í grunnskólum og til
hvaða aðgerða skólarnir grípa komi
til þess.
Tafarlaus viðbrögð
Tilefni tillögunnar voru upplýsing-
ar sem fram komu á fundi fræðslu-
ráðs fyrir skömmu um að fimm
grunnskólanemendur hefðu orðið
uppvísir að sölu eiturlyfja í grunn-
skólum Reykjavíkur. Framkvæmda-
stjóri Barnaverndar Reykjavíkur
sagði málið enn alvarlegra og að nýj-
ar upplýsingar væru um 15?20 ung-
linga sem segðust útvega efni til
unglinga gegn ákveðinni þóknun.
Þetta töldum við alvarlegar fréttir
sem krefðust tafarlausra viðbragða
af hálfu borgaryfirvalda. 
Skólaskylda verndar 
ekki lögbrot
Grunnskólanemendur og starfs-
fólk skólanna eiga skýlausan rétt á
að starfsumhverfi þeirra stafi ekki
ógn af slíkum vágesti sem fíkniefnin
eru. Ég dreg í efa að reglugerð um
skólareglur eigi við ef grunnskóla-
nemendur eru staðnir að neyslu eða
sölu fíkniefna innan veggja skólanna
eða á skólalóðinni. Í skólareglum er
kveðið á um almenna umgengni,
samskipti, stundvísi, ástundun náms
og heilbrigði og hollar lífsvenjur. Þar
er örugglega ekki að finna ákvæði
um að bannað sé að selja fíkniefni í
skólanum og á þá að draga þá álykt-
un að ekki sé um brot á skólareglum
að ræða? Nei, skólaskylda verndar
ekki lögbrot og það sem ekki er liðið
utan skólanna á ekki að líðast innan
þeirra. 
Mikilvægt er að foreldrar séu vel
upplýstir því að eins og fram kemur í
viðtali við dr. Sigrúnu Aðalbjarnar-
dóttur í Morgunblaðinu 8. desember
sl. skiptir uppeldi miklu máli, bæði
um þroska barna og áhættuhegðun.
Hún leggur ríka áherslu á tengslin á
milli uppeldisaðferða foreldra og
vímuefnaneyslu unglinga. Lykilat-
riði er að trúnaður og traust ríki á
milli forráðamanna nemenda og
starfsfólks skólanna.
Ábyrgð skólayfirvalda
Sem betur fer gefa kannanir til
kynna að dregið hafi úr vímuefn-
anotkun unglinga en við megum hins
vegar ekki sofna á verðinum og það
er skylda borgaryfirvalda að tryggja
að nemendur séu óhultir á meðan
þeir eru á ábyrgð þeirra sem reka
skólana. Fræðsluyfirvöld eiga að
móta sér skýrar verklagsreglur,
bæði að því er varðar aðgerðir til að
koma í veg fyrir neyslu og sölu fikni-
efna í reykvískum skólum og einnig
til að tryggja að nemendum, foreldr-
um og starfsfólki skólanna sé ljóst til
hvaða aðgerða er gripið komi slík
mál upp.
Ekki í 
skólanum
Eftir Guðrúnu
Ebbu Ólafsdóttur
?Skóla-
skylda
verndar 
ekki 
lögbrot.?
Höfundur er borgarfulltrúi og
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
fræðsluráði.
HIN íslenska þjóð hefur löngum
verið áhorfandi að hildarleikjum
þjóða heims en ekki beinn þátttak-
andi. Það þótti sýnt eftir seinni
heimsstyrjöldina að hlutleysið væri
ekki lengur virt svo að hald væri í.
Það var því mat ráðamanna þjóðar-
innar, að við skyldum ganga í Atl-
antshafsbandalagið þegar það var
stofnað þó nokkur andstaða væri
gegn því. Í þeim samningi var þó
klárlega gengið frá því, að Íslending-
ar væru vopnlaus þjóð, sem aldrei
hefði haft eigin her og ætlaði sér ekki
að stofna her þrátt fyrir inngöngu í
bandalagið. Þetta virðist nú hafa
gengið vandræðalaust lengst af síð-
an. Nú virðist þó svo komið að núver-
andi ríkisstjórn er farin að teygja og
toga þennan gjörning í allar áttir og
ef svo heldur fram sem horfir, er ís-
lenska þjóðin komin mitt í hringiðu
styrjaldarátaka og stjórnvöld með
fingurna beint upp í loftið til sam-
þykkis og þátttöku í hverju því sem
stórveldið í vestri telur sig þurfa að
aðhafast á hinu hernaðarlega sviði. 
Allt virðist opið fyrir heræfingum
hér og það um háferðamannatímann
og bjargfuglinn truflaður til stór-
skaða um varptímann af herþotum í
æfingaflugi. Nú virðist líka eiga að
opna gáttir enn frekar eftir nýafstað-
inn NATO-fund. 
Utanríkisráðherra hefur verið
óspar á að benda á þá ógn sem okkur
sé búin ef við höldum ekki dauðahaldi
í herinn og gengur þar raunar lengra
en stórveldið sjálft, sem virðist vilja
minnka viðbúnað hér. Þetta flokkast
þó að sjálfsögðu ekki undir hryðju-
verk. Eflaust værum við ekki örugg
hér, ef engar varnir væru. Ekki eyk-
ur það heldur á öryggið, að dvergþjóð
eins og við séum með tilburði um að
segja milljónaþjóðum stríð á hendur.
Það mætti ætla að menn öfluðu sér
frekar óvina með þeim hætti. Á því
tel ég því miður nokkra hættu, fái
þessi stjórn umboð þjóðarinnar í
næstu kosningum, að svo geti farið að
skammt verði í að stofnaður verði ís-
lenskur her, þótt það verði kannski
dulbúið með einhverjum hætti. Eða
eru menn búnir að gleyma því að einn
úr stjórnarliðinu gerði það að tillögu
sinni ekki alls fyrir löngu, að kanna
hvort æskilegt teldist að stofna ís-
lenskan her?
Það hefur verið eitt mesta stolt og
gæfuspor íslenskrar þjóðar að hún
hefur aldrei haft her eða borið vopn á
aðrar þjóðir. Fyrir það hefur hún
vakið aðdáun víða um heim. Þennan
okkar dýrasta þjóðararf þurfum við
að vernda og hefja til vegs á ný frá því
tvísýna viðhorfi sem nú blasir við og
virðist vera að glutra þessari dýrustu
arfleifð úr höndum okkar.
Það er ástæða til að vekja máls á
þessu nú, þar sem skammt er orðið til
kosninga og kjósendur geta því tjáð
vilja sinn í kjörklefanum. Því er æski-
legt að taka það inn í umræðuna nú.
Sé nokkur fótur fyrir því að nota eigi
íslenskar farþegaflugvélar í þjónustu
hersins, er öryggi flugfarþega ógnað.
Ekki verður því trúað að óreyndu að
uppi séu áform um slíkt. Orðrómur
um það sýnir þó, að stjórnvöld eru nú
þegar rúin trausti í þessum málum.
Sé eitthvað til í þessu, þá hefur nú
?bakari verið hengdur fyrir smið?
hérna um kvöldið. Það ætti að vera
alveg nægjanlegt að við veitum
NATO-þjóð þá aðstöðu sem hún hef-
ur hér og því óþarfi af okkar hendi að
láta leiða okkur lengra. Það hlýtur að
vera mikill ábyrgðarhluti að leiða
þjóðina út í slík ævintýri að henni for-
spurðri og líklega algjör lögleysa.
Hvað er að gerast á Íslandi?
Eftir Gunnþór 
Guðmundsson
?Það ætti að
vera alveg
nægjanlegt
að við veit-
um NATO-
þjóð þá aðstöðu sem
hún hefur hér.?
Höfundur er rithöfundur 
á Hvammstanga.
Ármúla 29 - Sími: 568 7054
www.ppforlag.dk
Kynning á
bókinni
í Pennanum
Eymundsson
Austurstræti
í dag
klukkan
15:00
TILBOÐSVERÐ
KR: 2.690.-
KYNNING
Í DAG
GREEN
www.forval.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92