Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BANNA TÓBAKSNOTKUN
Íshokkísamband Íslands ákvað
fyrir skömmu að banna alla tóbaks-
notkun á æfingum og keppni lands-
liðsins. Í kjölfarið skoraði tóbaks-
varnarnefnd á önnur íþróttasam-
bönd að gera slíkt hið sama og hafa
viðbrögð verið góð, að sögn Þor-
gríms Þráinssonar, formanns tób-
aksvarnarnefndar.
Fóstureyðingum fækkar
Allt stefnir í að fóstureyðingum
hér á landi fækki um 10% á þessu
ári ef miðað er við meðaltalið árin
fimm þar á undan. Í nóvember
höfðu 707 fóstureyðingar verið
gerðar á höfuðborgarsvæðinu og
stefnir í að þær verði innan við 800
á árinu. Mun fækkunin vera mest
hjá ungum konum, sem læknar
segja mjög jákvætt.
Yfir 2.000 fá hjálp um jólin
Talið er að yfir tvö þúsund fjöl-
skyldur, jafnvel kringum 2.400, leiti
aðstoðar hjá hjálparsamtökum fyrir
jólin samkvæmt upplýsingum hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálp-
ræðishernum, Mæðrastyrks-
nefndum og Rauða krossi Íslands,
sem eru meðal þeirra aðila sem
veita slíka hjálp. 
Niðurstöðum fagnað
Leiðtogar núverandi fimmtán að-
ildarríkja Evrópusambandsins og
hinna tíu sem nú er ljóst að munu
ganga í það vorið 2004 héldu heim á
leið frá Kaupmannahöfn í gær, eftir
að hafa gengið frá sögulegu sam-
komulagi um sameiningu álfunnar
þrettán árum eftir fall járntjaldsins.
Niðurstöðunum var fagnað í vænt-
anlegu nýju aðildarríkjunum en í
Tyrklandi ríktu vonbrigði með að
ekki skyldi hafa verið tekin ákvörð-
un um að bjóða þeim til aðild-
arviðræðna fljótlega.
Íslenzkukennsla vestanhafs
Íslenzkukennsla hefst í janúar-
byrjun á bandarísku sjónvarpsstöð-
inni Scola, sem er einungis með
fræðsluefni á dagskrá sinni og fer
þar mest fyrir tungumálakennslu.
Bandaríkjamanninum Mike Hand-
ley, sem búsettur er hér á landi,
tókst að vekja athygli forráða-
manna Scola á íslenzkri tungu. Sjö-
tíu bandarísk kapalkerfi eru í
beinni áskrift hjá Scola-stöðinni auk
þess sem 400 bandarískir háskólar
og 6.000 aðrir ríkisskólar eru með
samninga við stöðina. 
Sunnudagur
15. desember 2002
atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð 
mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 7.336 L50887Innlit 13.556 L50887Flettingar 58.410 L50887Heimild: Samræmd vefmæling
Þrettán
bræður
halda til
byggða
Jólasveinarnir eru að koma
til byggða, einn af öðrum.
Þeir skjótast á milli húsa og
lauma glaðningi í skóinn
hjá góðum börnum. Fyrstur
kom hann Stekkjarstaur,
svo bróðir hans Giljagaur,
stubburinn Stúfur var þriðji
og Þvörusleikir fjórði. 
Ragnhildur Sverrisdóttir
fjallar um þessa fjóra og
bræður þeirra níu, sem eru
áreiðanlega farnir að hugsa
sér til hreyfings. En foreldr-
arnir, Grýla og Leppalúði,
bíða heima í helli. /2
ferðalög Kanaríeyjar um jólin sælkerar Hreindýr börn Jólasveinarnir bíó Gabriel Byrne
Manst? ekki eftir Stellu?
Farsakennd framboðsmál
Í barnamessu
á lofti Dóm-
kirkjunnar
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
15. desember 2002
Yfirlit
Í dag
Sigmund 8 Hugvekja 47
Hugsað upphátt B13 Myndasögur 48
Listir 28/31 Bréf 48/49
Af listum 28 Dagbók 50/51
Birna Anna 28 Krossgáta 53
Forystugrein 32 Leikhús 54
Reykjavíkurbréf 32 Fólk 54/61
Skoðun 34 Bíó 58/61
Minningar 36/41 Sjónvarp 52/62
Þjónusta 46 Veður 63
** *
AF þeim um 600 ökumönnum sem
lögreglan í Reykjavík stöðvaði við
Litluhlíð á Bústaðavegi frá klukkan
23.30 í fyrrakvöld og til um 1.30 í
fyrrinótt var einn grunaður um ölv-
un við akstur og tveir voru réttinda-
lausir. Nokkrir höfðu gleymt öku-
skírteinunum heima eða ökuréttindi
þeirra voru útrunnin. Mega þeir bú-
ast við sektum.
Ragnar Árnason, varðstjóri í um-
ferðardeild lögreglunnar, segir afar
ánægjulegt hversu fáir voru undir
áhrifum áfengis og telur að aðgerðir
lögreglu í desember hafi haft mikið
forvarnargildi. Bílar á leið vestur
Bústaveginn voru stöðvaðir og
ræddu lögreglumenn við ökumenn
þeirra og létu þá blása í áfengismæli
ef þeim þótti ástæða til. Ragnar seg-
ir að ekki hafi orðið teljandi umferð-
artafir af þessu átaki lögreglunnar.
Hann segir að átak lögreglu gegn
ölvunarakstri muni halda áfram
óslitið út desember. 
Hæsta sekt 100.000 krónur
Auk hættunnar sem skapast af
ölvunarakstri eru sektirnar háar.
Fjárhæðin miðast við áfengismagn í
blóði og er sú lægsta 50.000 krónur
en sú hæsta 100.000 krónur. Þá eru
ökumenn sviptir ökuréttindum í tvo
mánuði hið minnsta en allt upp í heilt
ár. Þessi viðurlög miðast við fyrsta
brot ökumannsins. 
Einn grunaður um ölv-
un og tveir án réttinda 
Morgunblaðið/Júlíus
Þetta var þriðja helgin í röð sem
lögreglan í Reykjavík stendur fyrir
átaki gegn ölvunarakstri. Ökumenn
fengu dreifirit um hættuna af ölv-
unarakstri og viðurlög.
UM hvaða könnu er verið að tala um í jólalag-
inu Jólasveinar ganga um gólf, þar sem segir
?uppi? á stól stendur mín kanna?? Líklegt er að
þessi dularfulla kanna sé frekar könnun á ein-
hverju. ?Uppi á hól stend ég og kanna,? syngja
því krakkarnir í Hjallaskóla í Kópavogi við
undirleik Guðrúnar Magnúsdóttur tón-
menntakennara. 
Hún fær ekki alveg botn í lagið eins og það
hefur verið kennt um langt árabil og leggur
áherslu á rökrétt samhengi textans. 
Hún kennir nemendum sínum að syngja um
?gildan? staf jólasveinanna en ekki ?gylltan?.
Svo syngja allir saman í kór: ?Móðir þeirra
hrín við hátt og hýðir þá með vendi.? Í Hjalla-
skóla er því lítið um að móðir þeirra ?sópi
gólf?.
Guðrún byggir kennslu lagsins á heimildum
úr Morgunblaðsgrein fyrir nokkrum árum auk
þess sem hún segist aldrei hafa botnað neitt í
umræddri könnu og því hvernig íslensku jóla-
sveinarnir hafi getað leyft sér munað á borð
við gyllta stafi.
Það er ekki síður á yngri skólastigum sem
börnum er markvisst kennt að syngja lagið í
þessum anda. Hildur Skarphéðinsdóttir deild-
arstjóri leikskóladeildar hjá Leikskólum
Reykjavík segir upprunalega útgáfu lagsins
sungna mjög víða eftir að Ólína Þorvarð-
ardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði
sendi öllum leikskólum upprunalegu útgáfuna
með skýringum á textanum. Ólína sagðist í
samtali við Morgunblaðið hafa sent leikskól-
unum fyrri helming vísunnar, sem er svona:
Jólasveinar ganga um gátt
með gildan staf í hendi.
Móðir þeirra hrín við hátt 
og hýðir þá með vendi.
Tekið skal fram hér, að um seinni helming
vísunnar, þar sem hóllinn eða stóllinn kemur
fyrir og síðan kannan margumrædda, sagðist
Ólína ekki hafa skrifað.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Börnin í 1. og 2. bekk Hjallaskóla syngja um jólasveinana sem ganga um gátt með gildan staf í hendi.
?Uppi? á hól
stend ég 
og kanna?
MISMUNANDI er eftir grunn-
skólum hvaða tilboð bráðger börn
fá til að þróa námshæfileika sína
innan skólans. Aðjúnkt í stærð-
fræði og kennslufræði við Kenn-
araháskóla Íslands telur þörf á
meiri sveigjanleika í skólastarfinu
þannig að bráðger börn fái ríkari
tækifæri í námi en nú er. Þau séu
oft alltof bundin við að fylgja
hraða samnemendanna. 
Morgunblaðið greindi í gær frá
11 ára pilti, Baldri Björnssyni,
sem lauk fyrir jól prófi í tveimur
stærðfræðiáföngum við Fjöl-
brautaskólann við Ármúla. Fram
kom í samtali við piltinn og for-
eldra hans, að þeir síðarnefndu
hafi að miklu leyti stutt við bakið á
honum en um fjarnám er að ræða.
Aðdragandi stærðfræðinámsins
hafi verið sá, að of lítið var að gera
fyrir Baldur í skólanum sem hann
gekk í. 
Stærðfræðikeppnir 
og aukaverkefni
Margir kannast við tilboð sem
Háskóli Íslands og Fræðslumið-
stöð Reykjavíkur eru með í sam-
vinnu við Landssamtökin Heimili
og skóla og gengur undir nafninu
Bráðger börn. Um er að ræða ým-
is námskeið sem bjóðast 2-3 pró-
sentum barna, sem skara fram úr
á miðstigi og unglingastigi grunn-
skóla, og eru verkefnin á sviði ým-
issa greina, allt frá eðlisfræði til
viðskipta og lögfræði. Námið er
síðan stundað óháð grunnskóla-
skyldunni sjálfri. 
Verkefnastjóri Bráðgerra
barna er Meyvant Þórólfsson en
hann gegnir jafnframt stöðu að-
júnkts í stærðfræði og kennslu-
fræði við Kennaraháskóla Ís-
lands. Hann segir að fyrir utan
verkefnið Bráðger börn fari tilboð
til þeirra, sem skara fram úr í
námi, mikið eftir þeim skólum
sem þau ganga í. ?Sumir skólar
eru með mjög góð aukatilboð fyrir
þessa krakka, eins og t.d. Mýrar-
húsaskóli sem hefur verið með til-
boð innan skólans af svipuðu tagi
og gerist í háskólanum. 
Þá hafa sumir skólar tekið þátt í
Kapp Abel-verkefninu svokallaða,
en það er stærðfræðikeppni þar
sem krakkar þurfa að vinna sam-
an að því að leysa þrautir og ýmis
stærðfræðileg viðfangsefni. Svo
hafa verið stærðfræðikeppnir á
vegum framhaldsskólanna fyrir
unglinga í grunnskólunum. Þar
fyrir utan hef ég spurnir af ýmsu,
t.d. veit ég að í Stykkishólmi er
merkileg tilraun í gangi með
svona keppni á staðnum og auka-
verkefni sem krakkarnir fá.?
Áhuginn hugsan-
lega kæfður
Meyvant segir talsverða þörf
fyrir slík úrræði. ?Það þarf að
vera svolítið meiri sveigjanleiki í
skólastarfinu þannig að þessir
krakkar fái tækifæri. Ég held að
þeir séu oft alltof bundnir við að
fylgja hraða samnemendanna,?
segir hann. ?Það eru dæmi um það
erlendis frá, að fólk með háa
greindarvísitölu hverfur brott frá
námi af einhverjum ástæðum.
Kannski það sé vegna þess að það
sé búið að kæfa þennan áhuga.?
Að sögn Meyvants er ekki al-
gengt að jafn ung börn og Baldur
stundi stærðfræðinám á fram-
haldsskólastigi. Hins vegar séu
dæmi um krakka sem séu um
tveimur árum á undan í stærð-
fræði. ?Krakkar í Hjallaskóla hafa
t.d. fengið að taka stærðfræði-
áfanga í Menntaskólanum í Kópa-
vogi,? segir hann. 
Meyvant telur að það sé tals-
verð hvatning fyrir þessi börn að
fá að spreyta sig á erfiðari verk-
efnum en þeim býðst í skyldunám-
inu. ?Ég hef ekki heyrt annað og
það er t.d. mjög mikil ánægja með
þetta verkefni sem við erum með í
samvinnu við háskólann. 
Þó held ég að menn séu sam-
mála um að heimilið sé stærsti
áhrifavaldurinn í þessu. Stuðning-
ur, hvatning og alls konar örvun
til náms í gegn um skólagönguna
eða frá því að börnin eru mjög ung
skiptir mestu máli og rannsóknir
sýna það. Þá er jákvæður stuðn-
ingur við starf skólanna ekki síður
mikilvægur.?
Tilboð til bráð-
gerra barna mis-
jöfn eftir skólum 
Sérfræðingur telur þörf á meiri
sveigjanleika í skólastarfi

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64