Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Aðeins sé um vasapeninga að ræða á þeim
vettvangi sem hann hefur verið að dæma á.
?Það var í raun einfaldlega þannig að maður
fékk allt uppihald frítt og hugsað var um
mann eins og ungbarn.?
Það er tímafrekt að dæma í Evrópu-
keppni; þegar Leifur fór utan á síðasta vetri
í þeim tilgangi var yfirleitt flogið út á mánu-
degi, hann dæmdi leik á þriðjudegi og annan
á miðvikudegi og kom síðan heim á fimmtu-
degi. Það segir sig sjálft að slíkur maður er
ekki draumur vinnuveitandans, ?en ég var
þó ekki marga daga í burtu umfram vetr-
arfríið mitt, en í burtu engu að síður. Þróun
upplýsingatækni hjálpaði mikið til og far-
tölvan var ávallt ferðafélagi minn. Því gafst
alltaf tími til skýrslugerða og skipulagsvinnu
í flugvélum, lestum og hótelherbergjum.?
Leifur segir að til að dómari geti orðið
mjög góður þurfi talsverða ögrun; til að
mynda það að dæma í Evrópukeppni. ?Við
erum hins vegar illa settir landfræðilega og
getum líklega ekki átt eins marga alþjóða-
dómara og til dæmis Lúxemborg, svo ég
nefni eitt land sem er meira að segja lakara
en við í körfubolta; dómarar þaðan geta
keyrt í marga leiki vegna þess hve landið er
miðsvæðis í Evrópu en við þurfum auðvitað
alltaf að fljúga og í því felst ákveðinn kostn-
aður.?
Dómari þarf að vera ákveðnum hæfileik-
um búinn, segir Leifur aðspurður: ?Dómari
er ekki ósvipaður leikstjórnanda liðs; hann
þarf að hafa geysilegan leikskilning. Og það
er atriði sem maður getur ekki kennt. Dóm-
ari sem hefur ekki góðan leikskilning verður
alltaf í erfiðleikum. Matsatriðin eru svo
mörg; hvenær er hagræði og hvenær ekki.
Maður þarf auðvitað líka að kunna reglurnar
mjög vel en ég tel vægi þeirra innan við 50%
á móts við leikskilninginn og tilfinningu fyrir
því sem er að gerast.?
Honum fannst gaman að dæma í útland-
inu. ?Alveg frábært.? Segist hafa farið á
marga staði sem hann hefði líklega ekki far-
ið á ella, litlar borgir sem stórar. ?Það er
alltaf reynt að kynna dómurunum bæði fé-
lagið sem þeir eru að dæma hjá og stað-
hætti. Margir staðirnir búa yfir mikilli sögu
og þetta hafa því oft verið mjög fróðlegar
ferðir.?
Stjórnmálamaðurinn
Það kom eflaust mörgum á óvart, sér-
staklega í Hafnarfirði, þegar Leifur var ráð-
inn skólastjóri Áslandsskóla, eins og áður
var vikið að.
Að ráðinn skyldi maður úr öðrum stjórn-
málaflokki en fer með völd í bænum.
Spurt er: hvernig kom það til að hann fór
út í stjórnmálavafstur fyrir síðustu kosn-
ingar?
?Ætli ég hafi ekki bara verið plataður!?
segir hann og glottir. ?Sjálfstæðismenn sáu
eitthvað í mér og báðu mig um að gefa kost
á mér í prófkjör og ég ákvað að vera með
vegna þess að ég hef metnað fyrir hönd
Hafnarfjarðar. Sá uppgangstími sem átti sér
stað í bæjarfélaginu á síðastliðnu kjörtíma-
bili fór ekki framhjá mér og ég vildi leggja
því starfi lið. Prófkjörið gekk síðan vonum
framar en ég er ekki viss um að ég hefði
nokkurn áhuga á því að fara á eitthvert
þjóðmálaflakk. Ég hef áhuga á Hafnarfirði
og fyrir hvað hann stendur; það má því segja
að pólitík mín rúmist innan bæjarmarkanna
að vissu leyti.?
Leifur segist reyndar hafa haft svo mikið
að gera í skólanum síðan hann tók við starf-
inu að hann hafi ekki einu sinni ?kíkt á svo
mikið sem einn ráðsfund. Ég hef satt að
segja ekki komið nálægt pólitíkinni eftir að
ég byrjaði hér, einfaldlega ekki gefist tími
til.?
Leifur segir verkefnalista stjórnmálafylk-
inga í bæjarstjórn að miklu leyti eins. ?Ég
sit til dæmis í fjölskylduráði og þar er að
minnsta kosti mjög góð samvinna; menn eiga
ekki að þurfa að vera á móti bara til þess að
vera á móti. Auðvitað greinir menn stundum
á um leiðir og aðferðir en verkefnin þarf að
leysa og því má ekki gleyma að við erum að
vinna að hagsmunum sveitarfélagsins.?
Hann bendir á að vissulega verði ekki
framhjá því litið að stjórnmálaflokkar hafi
hver sín sérkenni og stefnumið. Niðurstaða
fólks sé hins vegar oft sú að það styðji
ákveðnar persónur ?því verkefnin eru oft svo
lík þó að stundum vilji menn fara ólíkar leið-
ir. Ég studdi til dæmis Ingvar vin minn
Viktorsson, hægri krata, á sínum tíma þegar
Alþýðuflokkurinn var og hét og þarf ekki að
fara í grafgötur með það. Það er ekki þar
með sagt að ég hafi stutt alla sem voru með
honum á lista, en það er vandamál að þegar
maður velur sér menn í bæjarstjórn er mað-
ur að greiða einhverjum öðrum atkvæði í
leiðinni.
Ég hef oft heyrt fólk velta því fyrir sér
hvort það sé framkvæmanlegt að kjósa um
persónur í bæjarstjórnarkosningum en ekki
flokka og það er vissulega athugunarverður
möguleiki hvort sem af því verður einhvern
tíma eða ekki.?
Vissulega, segir Leifur, voru ekki allir
sáttir við að hann skyldi hreppa skólastjóra-
stöðuna. ?Sumir eru því miður fastir í því að
það eigi að ráða menn úr þeim stjórnmála-
flokki sem ræður í bænum hverju sinni,
menn eigi bara að vera með rétta stimpilinn
og það eigi að duga.?
Leifur segir að því miður hafi ýmsar mið-
ur góðar sögur um sig farið af stað í bænum
? svo mjög að hann hafi beinlínis fengið bak-
þanka um tíma vegna eigin stjórnmálavafst-
urs.
?Það sem kom mér leiðinlegast á óvart var
það blaður sem fór í gang; lyga- og kjafta-
sögur um mig og mína persónu og maður fór
hálfpartinn að rannsaka í sínum fórum hvort
eitthvað af þeim gæti ef til vill átt við rök að
styðjast!?
Hann er beðinn að nefna dæmi.
?Eitt það alvarlegasta var það að mér átti
að hafa verið vísað úr starfi tímabundið fyrir
það að hafa lagt hendur á nemendur. Þegar
ég heyrði þetta hugsaði ég með mér hvort
það væri virkilega þess virði að vera í
stjórnmálum; ef það þykir nægileg réttlæt-
ing fyrir því að búa til svona sögur að við-
komandi starfi á þeim vettvangi. Ef svo er
held ég að betur sé heima setið en af stað
farið. Þetta var ekki það sem ég vildi að mín
börn lifðu við.?
Hann segir ekkert athugavert við það
þótt ákveðnir einstaklingar séu á milli tann-
anna á fólki; ?ég skil það vel, ef það er
vegna verka sem menn hafa unnið að en það
getur ekki verið eðlilegt að fólk hafi til þess
leyfi að búa til rætnar lygasögur um fólk,
bara af því að það sinnir störfum í stjórn-
málum.?
Hann segir að bersýnilega hafi einhverj-
um þótt stafa ógn af umsókn hans um starf
skólastjóra við Áslandsskóla, því þegar um-
sóknir lágu fyrir hafi alls kyns sögur strax
farið á kreik.
Hann segist hafa staðfestan grun um
hverjir voru þar að verki. ?Þetta var lítill
hópur sem kom sögunum af stað en ég held
að nú séu menn farnir að jafna sig.
Óneitanlega snertir þetta mann en ég met
þó þá aðila sem hafa haft samband við mig
og beðið mig afsökunar.?
Leifi finnst það í raun ótrúlegt að í þjóð-
félaginu sé hálfgert ?veiðileyfi? á fólk sem
starfar við stjórnmál.
?Það er eins og segja megi hvað sem er
um þá aðila, satt eða ósatt. Tökum forsætis-
ráðherra, einn hæfasta stjórnmálamann sög-
unnar, sem dæmi; ef brot af því sem sagt
hefur verið um hann bara upp á síðkastið
væri satt væri löngu ljóst að hann sæti í
fangelsi.
Ég held að fólk verði aðeins að gæta að
því hvað það lætur út úr sér.?
m Samfylkingin treysti 
Morgunblaðið/Jim Smart
við vinnum með sérstök skólaheit og ákveðnar dyggðir. Svo er örugglega á fleiri
tt en venjulega í nýjum skóla.
skapti@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Leifur dæmir leik ÍR og Keflavíkur í Seljaskóla í síðustu viku.
Morgunblaðið/Golli
Leifur aðstoðar Valgerði Sigurðardóttur, forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, við
að opna skólatorg Öldutúnsskóla, en skólatorgið var opnað sl. haust. 
Í einfaldleik mínum
finnst mér að við all-
ar svona ráðningar
eigi faglegt mat al-
gjörlega að ráða.
Pólitík má alls ekki
ráða ferðinni.
Það sem kom mér
leiðinlegast á óvart
var það blaður sem
fór í gang; lyga- og
kjaftasögur um mig
og mína persónu, og
maður fór hálfpart-
inn að rannsaka í
sínum fórum hvort
eitthvað af þeim gæti
ef til vill átt við rök
að styðjast!
Það er ótrúlegt að í
þjóðfélaginu sé hálf-
gert ?veiðileyfi? á
fólk sem starfar við
stjórnmál.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 11

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64