Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
V
IÐ höfum ágæta löggjöf,
þar sem fóstureyðingar
eru ekki alveg frjálsar,
en samt þannig að það er
hægt að leysa vandamál
flestallra kvenna, svo fremi þær komi
nógu snemma,? segir Reynir Tómas
Geirsson, prófessor í fæðinga- og
kvensjúkdómafræði við Háskóla Ís-
lands og yfirlæknir við kvennadeild
Landspítalans.
Í íslenskum lögum eru sett skilyrði
fyrir að konur fái fóstureyðingu og er
þeim skipt í læknisfræðilegar og fé-
lagslegar aðstæður. Félagslegar að-
stæður eru að konan hafi alið mörg
börn með stuttu millibili og skammt
sé frá síðasta barnsburði, heimilisað-
stæður séu bágar vegna ómegðar eða
alvarlegs heilsuleysis á heimilinu, hún
geti ekki annast barnið á fullnægjandi
hátt vegna þroskaleysis eða aðrar
ástæður séu þær fyllilega sambæri-
legar við ofangreindar aðstæður. Áð-
ur en gera má fóstureyðingu þarf að
liggja fyrir skrifleg greinargerð
tveggja lækna eða læknis og fé-
lagsráðgjafa sé eingöngu um fé-
lagslegar aðstæður að ræða. Konunni
er skylt að fá óhlutdræga ráðgjöf og
fræðslu um áhættuna af slíkum að-
gerðum og hvaða félagsleg aðstoð
standi til boða.
Umsóknum stundum synjað
Reynir Tómas segir lögin hafa dug-
að mjög vel, þau séu góð og eldist vel.
?Upphaflega voru lögin samin árið
1935 af Vilmundi Jónssyni landlækni
og margt af orðalagi hans hélt sér í
endurskoðuðum lögum árið 1975. Þó
að orðalagið geti virkað
gamaldags eru ákvæðin það
rúm að þau nýtast eins vel í
dag og fyrir 25 árum.? 
Hann segir koma fyrir að
konum sé neitað um fóstur-
eyðingu vegna þess að hún
falli ekki inn í ramma lag-
anna. ?Oftast eru þær þá
komnar fram yfir 12 eða 16
vikur. Aðgerðin verður erf-
iðari við 12 vikur, þó hægt sé
að samþykkja aðgerð allt
upp að 16 vikum, án þess að
umsóknin þurfi að fara fyrir
áfrýjunarnefnd.?
Hann segir að konur hætti
líka alloft við aðgerð eftir
viðtal við félagsráðgjafa eða
lækni því þurfi ekki að koma
til formlegrar neitunar.
?Fram að 12 vikum þarf aðeins
svæfingu og stutta aðgerð á sjúkra-
húsi, en eftir 12 vikur þarf að fram-
kalla fósturlát með lyfjameðferð í
lengri innlögn á sjúkrahús. Eftir 16
vikur fara umsóknir fyrir sérstaka
eftirlits- og áfrýjunarnefnd, sem skip-
uð er kvensjúkdómalækni, lögfræð-
ingi og félagsráðgjafa og þá þurfa að
vera fyrir hendi ótvíræðar læknis-
fræðilegar ástæður til að leyfi fáist,
t.d. alvarlegur fósturgalli.?
Umsókn konu um fóstureyðingu er
sjaldan hafnað sæki þær um innan
tólf vikna, en þó kemur það fyrir, að
sögn Reynis Tómasar. ?Ef kona kem-
ur til okkar og segir aðstæður sínar
góðar, en hún vilji ekkert með þessa
þungun hafa, þá er mögulegt að neita
henni samkvæmt lögunum. En
reynslan sýnir að yfirleitt koma kon-
ur ekki á þeim forsendum, heldur af
því þær eiga við þannig félagsleg
vandamál að stríða, að ekki er hægt
að horfa framhjá þeim.? 
Skiptar skoðanir í samfélaginu
?Það er ágætis bremsa á fóstureyð-
ingar í íslensku lögunum,? segir
Reynir Tómas. ?Konan þarf að leita
samþykkis tveggja fagaðila, sem
ræða við hana um hvaða úrræði hún
hafi og hvaða aðstoð samfélagið geti
boðið henni. Það er kostur fyrir hana
og miklu betra en í nágrannalöndun-
um, þar sem hún hittir einn lækni í
stuttu samtali og fer svo í aðgerð.
Lögin þar eru frjálslegri og sums
staðar fá konur fóstureyðingu upp að
18 vikum nánast að eigin ósk. Hér
konum alltaf skylt að ræða við
tvo fagaðila og þar með íhuga
málið vandlega og önnur
bremsa er við 12 vikur. Um-
sóknum er oft hafnað milli 12
til 16 vikna þyki aðstæður
ekki knýjandi.?
? Er ástæða til að setja tak-
mörk við fóstureyðingum? Á
það ekki að vera undir konum
sjálfum komið?
?Um það eru skiptar skoð-
anir í samfélaginu,? segir
Reynir Tómas. ?Sumir vilja
banna fóstureyðingar og aðrir
hafa aðgengið alveg frjálst og
opið, þannig að nóg sé að kona
komi inn og segi: ?Ég vil fara í
fóstureyðingu.? Það hefur
verið góð sátt í íslenska sam-
félaginu, m.a. á Alþingi, um að
hafa kerfið ekki alveg frjálst. Eðlilega
finnst mörgum, að fóstureyðingar séu
ekki jákvæðar siðferðilega, a.m.k.
hvað varðar hagsmuni fóstursins
meðan aðrir líta til réttar móður til að
ákveða sjálf hvort og hvenær hún
eignast barn, sem meginatriðis. Ís-
lensku lögin kveða á um að það þurfi
aðdraganda og umhugsun fyrir af-
drifaríkri ákvörðun sem þessari.?
Reynir Tómas segir að það að rjúfa
meðgönguna og gera fóstureyðingu
sé almennt álitið vera neyðarúrræði
fremur en lausn á tímabundnum
vandamálum. ?Konur hafa alltaf góð-
ar ástæður fyrirfóstureyðingu. Þær
þurfa svo að yfirvega hvort þetta sé
það sem þær neyðist til að gera og
taka verður með í reikninginn að þær
þurfa að lifa með ákvörðuninni alla
sína ævi. Hún þarf því að vera ígrund-
uð og gott er að hafa lagaramma utan
um svoleiðis ákvörðun.?
Hann segist hafa lent í því, eins og
fleiri starfsmenn, að neita konum um
fóstureyðingu. Þá eigi konan rétt á
því að áfrýja. ?Við hjálpum henni við
það. Við sendum enga konu frá okkur
án úrræða. Ef nefndin neitar getur
a.m.k. ekki viðkomandi sjúkrahús
veitt henni fóstureyðingu. En til eru
fordæmi fyrir því að fólk hafi snúið
sér til annars sjúkrahúss og þar hafi
verið tekin önnur afstaða. Það er ekki
öruggt að tiltekinn helbrigðisstarfs-
maður meti hlutina rétt. Því er áfrýj-
unarrétturinn sjálfsagður. Svo kemur
fyrir að kona sem fær ekki úrlausn
hérlendis leiti út fyrir landsteinana,
þar sem löggjöfin er frjálslegri.? 
Aðspurður um hvort sá dráttur
sem þetta ferli valdi geti ekki valdið
meiri hættu svarar Reynir Tómas því
játandi. ?En komi konan nógu
snemma er það ekki vandamál. Kon-
an fær viðtal hjá okkur mjög fljótt, og
því fyrr sem hún er lengra gengin.
Úrskurður liggur oftast fyrir innan
tveggja sólarhringa hjá áfrýjunar-
nefndinni. Ef konan vill leita til út-
landa, sem er mjög sjaldgæft, þá er
það hægt, og við bendum á öruggar
leiðir til þess.?
Fóstureyðingum fækkar
Nýjustu tölur um fóstureyðingar
eru mjög jákvæðar, að sögn Reynis
Tómasar, því tíðnin það sem af er
árinu 2002 er í heildina um 10% lægri
en meðaltalið fyrir fimm árin þar á
undan. Á kvennadeildinni, þar sem
langflestar aðgerðirnar fara fram er
útlit fyrir að aðgerðir verði vel innan
við 800, í stað 850 í fyrra. 
?Við vitum ekki alveg í hverju
ástæðan er fólgin, enda verður að fara
varlega í að draga ályktanir af einu
ári, því tíðnin hefur aukist ár frá ári
um langa hríð. En ef hægir á aukn-
ingu fóstureyðinga, er þróunin sér-
staklega jákvæð þar sem fækkunin er
mest hjá yngstu konunum, þ.e.a.s.
30% hjá konum 15 til 19 ára og 4% hjá
konum 20 til 24 ára.? 
Bremsa á fóstureyðingar
í íslensku lögunum
Lögin um fóstureyðingar hafa dugað vel. 
Útlit er fyrir að fóstureyðingar verði um 10% færri á þessu ári samanborið við undanfarin ár, að sögn Reynis Tómasar Geirssonar
yfirlæknis. Hann segir að konur hafi leitað til annarra sjúkrahúsa eða til útlanda þegar þeim hefur verið synjað um fóstureyðingu. 
Morgunblaðið/Jim Smart
sögðu að hærri dómstóll gæti snúið við dómi ef
úrskurður kviðdómsins bryti gegn almennri
reglu. Áfrýjunardómstóllinn komst að þeirri
niðurstöðu að fóstureyðing væri hræðilegur
glæpur og því væri ástæða til að beita þessu
ákvæði. Sú niðurstaða fór fyrir hæstarétt, sem
úrskurðaði með sex atkvæðum gegn þremur að
áfrýjunardómstóllinn hefði rétt til þess. Ég var
fyrir vikið dæmdur í 18 mánaða fangelsi.?
Dómurinn fékk mikið á Morgentaler og fjöl-
skyldu hans og meðan á afplánuninni stóð fékk
hann vægt hjartaáfall. Á sama tíma höfðaði sak-
sóknari Québec annað mál á hendur honum.
?Það átti að knésetja mig,? segir Morgentaler.
En raunin varð önnur, því hann var aftur sýkn-
aður af kviðdómi. 
Og enn sat hann í fangelsi. ?Ég man að það
var skopmynd í Global Mail, kanadísku dag-
blaði, þar sem mér var færður matarbakki í
fangaklefann og sagt: ?Til hamingju, þú hefur
verið sýknaður í annað skipti.?? Eins og nærri
má geta olli það miklu fjaðrafoki í Kanada að
maður sæti í fangelsi sem hafði verið sýknaður
tvisvar af kviðdómi. Eftir tíu mánaða afplánun
ákvað dómsmálaráðuneytið að láta Morgental-
er lausan og fyrirskipaði að málið yrði tekið upp
að nýju. ?Þriðji kviðdómurinn sýknaði mig
líka,? segir Morgentaler og hlær. 
Hæstiréttur markar tímamót
Þegar ný fylkisstjórn tók við völdum í 
Québec sá hún að engin glóra væri í að halda
áfram að lögsækja dr. Morgentaler, enginn
kviðdómur myndi sakfella hann og því var
læknum í fylkinu veitt leyfi til fóstureyðinga.
?Québec varð fylki, þar sem konur gátu loksins
fengið fóstureyðingar við góð skilyrði. Lands-
lögum var einnig breytt, þannig að konur fengu
fóstureyðingu ef læknanefnd á spítölum, skipuð
þremur læknum, skrifaði upp á að ólétta þeirra
væri lífshættuleg. Í kjölfarið tókst samtökum
gegn fóstureyðingum með skipulegu átaki að
koma sínu fólki í nefndirnar og hver spítalinn á
fætur öðrum ákvað að hætta að veita fóstureyð-
ingar.?
Morgentaler var að niðurlotum kominn eftir
fangelsisvistina, en eftir að hafa fengið góða
hvíld ákvað hann að beita sér líka í öðrum fylkj-
um og koma á sömu réttarbótum og í Québec.
?Ég opnaði stofu í Toronto og í fjórða sinn var
ég sýknaður af kviðdómi, ? fjórir kviðdómar,?
segir hann og hlær. 
?Fylkisstjórninni fannst lögmaður minn full-
ákafur í ræðu sinni og vísaði málinu til áfrýj-
unardómstólsins, sem að þessu sinni gat ekki
hnekkt úrskurði kviðdómsins, þar sem lögun-
um hafði verið breytt í millitíðinni, með svo-
nefndu Morgentaler-ákvæði. Hann gat aðeins
farið fram á ný réttarhöld, sem við áfrýjuðum
til hæstaréttar.? 
Hæstiréttur Kanada úrskurðaði í janúar árið
1988, 20 árum eftir að Morgentaler byrjaði að
veita fóstureyðingar, að refsilögin um fóstur-
eyðingar brytu í bága við stjórnarskrána, að
konur hefðu rétt til þess að taka þessa ákvörð-
un sjálfar og ríkinu bæri að virða þá ákvörðun.
?Þetta var mikill sigur,? segir Morgentaler.
?Nú gilda sömu reglur um fóstureyðingu og
hverja aðra aðgerð í heilbrigðiskerfinu.? 
Baráttan heldur áfram
Morgentaler rekur nú átta stofur vítt og
breitt um Kanada. Hann stendur enn í stöðugri
baráttu við að bæta kjör kvenna sem leita fóst-
ureyðinga. 
Andstaða við rétt kvenna til fóstureyðinga
hefur verið mest hjá trúarhreyfingum, að sögn
Morgentalers, og segir hann það auðskiljan-
legt. ?Kristin trú varð til fyrir 2 þúsund árum,
gyðingdómurinn fyrir 3 þúsund árum og hind-
úatrú fyrir 4 til 5 þúsund árum. Rætur þeirra
liggja í samfélögum feðraveldisins og þau hafa
borið þá hefð með sér.?
Lækningastofa sprengd
Gagnrýnin á Morgentaler hefur verið óvægin
í gegnum tíðina og stundum brotist út í ofbeldi.
Það hefur verið ráðist á hann með garðklippum,
reynt var að kveikja í stofu hans í Toronto árið
1983 og árið 1992 var hún lögð í rúst með eld-
sprengju. Þá voru þrír kollegar hans í Kanada
skotnir af leyniskyttu og í Bandaríkjunum var
fóstureyðingarlæknir myrtur.
?Læknirinn sem var myrtur var búsettur í
Buffalo, rétt hinum megin við landamærin,?
segir Morgentaler. ?Ég hitti hann á ráðstefnu,
þar sem ég hélt erindi og hann var kynntur fyr-
ir mér sem mjög vinalegur, vandaður og hlýr
læknir. Og hann var myrtur fyrir framan eig-
inkonu sína og fjögur börn. 
Fjölskyldan mín bjó við ótta í mörg ár, börnin
mín voru óttaslegin, einkum yngsti sonur minn,
en ég hafði ákveðið að láta ekki undan svona
ógnarverkum, sem eru í raun hryðjuverka-
starfsemi. Hryðjuverk í þeim tilgangi að konur
verði sviknar um fóstureyðingar og við getum
ekki látið undan því.?
? Breytti þetta lífsmynstri ykkar? 
?Nei, en auðvitað breyttum við heimili okkar
þannig að fólk sæi ekki inn af götunni vegna
þess að James Kobb skaut læknana í gegnum
glugga. Svo þegar tekið var eftir því að eitthvað
væri að, þá var hann á bak og burt. Hann náðist
ekki í fjögur til fimm ár, en var nýlega fram-
seldur frá Frakklandi til Bandaríkjanna, þar
sem hann verður leiddur fyrir rétt. Frakkar
settu þó það skilyrði fyrir framsalinu, að ekki
yrði farið fram á dauðadóm yfir honum. Hann
er í fangelsi og bíður eftir réttarhöldum.?
? Sannfæring þín er sterk. 
?Já, ég trúi því að mikilvægt sé að börn njóti
ástar og hlýju, alist upp í faðmi elskandi fjöl-
skyldu þar sem hugsað er um þau. Þá verða þau
fær um að elska aðra og sýna umhyggju þegar
þau vaxa úr grasi, en reisa ekki útrýmingarbúð-
ir eða verða morðingjar eða nauðgarar. Töl-
fræðin sýnir raunar að dregið hefur úr ofbeldi
og morðum í Bandaríkjunum og Kanada síðan
1981 og sú tilgáta hefur komið fram að það sé
vegna þess að þar fæðast færri óvelkomin börn. 
Óvelkomin börn eru líklegri til að verða fyrir
ofbeldi eða vanrækslu, sem getur valdið því að
það safnast fyrir hatur, reiði og örvænting í
hjarta þeirra, svo þau sjálf verða ofbeldisfull.
Rétturinn til fóstureyðinga gefur konum færi á
að skipuleggja barneignir sínar og það er mik-
ilvægt fyrir konur og þjóðfélagið í heild.?
Illmennskan holdi klædd
Sannfæring Morgentalers er mótuð af lífs-
reynslu hans úr seinni heimsstyrjöldinni. ?Hún
var úthelling hins illa. Foreldrar mínir ólu mig
upp til að trúa á hið góða í manninum og skyndi-
lega var fólk ekki gott heldur illt. Ég skildi ekki
hvernig fólk gat dæmt annað fólk til dauða bara
vegna þess að það var annarrar trúar eða af
öðrum kynþætti. Þetta var algjört helvíti. Og
hafði þau áhrif að ég missti trúna á mannkynið
og áttaði mig á að fólk getur ýmist verið gott
eða illt. Þjóðverjar voru af hinu illa, stríðsvél
sem þjónaði hugmyndafræði nasismans, en á
sama tíma voru færðar fórnir fyrir góðan mál-
stað og fólki þótti vænt hverju um annað. 
Það var kærkomið þegar ég komst í aðstöðu
til að hjálpa fólki; konur komu til mín til að biðja
um fóstureyðingu og ég gat bjargað lífi þeirra
og framtíðarfrjósemi. Ég sagði við sjálfan mig:
?Ég hefði getað orðið aska í útrýmingarbúðum,
en hér er ég og get orðið að liði.? 
En hvað finnst Morgentaler um íslensku
fóstureyðingarlöggjöfina? ?Ég væri sannarlega
fylgjandi því að breyta lögunum. Mér finnst að
konur eigi sjálfar að ákveða hvort þær vilji
halda áfram með sína óléttu eða ekki. Fyrir mér
er það augljóst. Íslendingar virðast því ekki al-
veg vera lausir úr hlekkjum feðraveldisins.? 
En hann lætur ekki þar við sitja. ?Ég vil nota
tækifærið og bjóða íslenskum kvensjúkdóma-
læknum á lækningastofur mínar í Kanada að
kynna sér nýjustu aðferðirnar og hvernig gera
má fóstureyðingar án svæfingar. Ég hefði
áhuga á að taka það að mér og hef þjálfað 125
lækna í Kanada, ýmist fyrir sjúkrahúsin eða
aðrar lækningastofur. Ég vil gjarnan deila
þekkingu minni með öðrum læknum og yrði
ánægður að fá íslenska lækna. Fyrir lækni sem
kann til verka ættu tveir til þrír dagar að vera
alveg nóg, en þrír til fimm fyrir læknanema.?
Morgentaler er orðinn 79 ára, en er ekkert á
þeim buxunum að setjast í helgan stein. ?Af
hverju ætti ég að gera það? Ég er athafnafús og
svo lengi sem hugurinn er skýr og líkaminn
vinnur vel sé ég enga ástæðu til þess. Ég er á
kafi í fjölmörgum verkefnum og hef yndi af því
sem ég er að gera.?
?Óréttla´tum lögum ber ekki að hlýða.? 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64