Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT þörfin fyrir að skrifaum ástina væri sterkariákvað ég að byrja á því aðskrifa bókina Leggðurækt við sjálfan þig. Efnið hafði verið lengur að gerjast í koll- inum á mér. Einhvern veginn varð ég að koma henni frá áður en ég byrjaði á hinni. Með vissum hætti er efni bókanna svo náskylt. Við getum ekki lagt rækt við ástina nema leggja rækt við hugann – til að verða ástríkar manneskjur,“ segir Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur og höfundur bókanna Leggðu rækt við sjálfan þig og Leggðu rækt við ást- ina. Leggðu rækt við sjálfan þig kom út árið 1999 og Leggðu rækt við ást- ina nú fyrir jólin. Að geta látið augnlokin síga „Hugurinn er uppspretta ham- ingju og ástar,“ segir Anna og út- skýrir að hægt sé að fara tvær leiðir í lífinu. „Við höfum öll í hendi okkar hvort við temjum okkur neikvæðan hugsunarhátt og hugsum mest um hvað við eigum ekki, getum ekki eða erum ekki eða leyfum okkur að gleðjast yfir því jákvæða eins og því hvað við eigum, getum og erum – og því jákvæða í fari maka okkar.“ Stundum er þó nauðsynlegt að geta látið augnlokin síga aðeins – ekki satt? „Jú, jú, mikið rétt. Í öllum samböndum er nauðsynlegur eig- inleiki að geta litið framhjá þreyt- andi smáatriðum eins og því hvernig tannkremstúban er kreist. Þó er mest um vert að við áttum okkur á því að við ráðum því sjálf hvort við ræktum ástina í brjósti okkar og sýnum hana í verki – eða látum ást- ina mæta afgangi í lífinu. Konur hafa sagt við mig: „Hann segist elska mig en einhvern veginn er ég ekki alveg viss.“ Ástin er nefnilega meira en tilfinning. Hún verður að koma fram í verki, í virð- ingu, tillitssemi, sanngirni og því að vera góður félagi. Hluti af því að halda ástinni lifandi og koma í veg fyrir alls konar leiðinlegan núning sem stundum gengur af ástinni dauðri er einmitt að standa saman í barnauppeldinu, heimilishaldinu og öllu tilheyrandi og svo auðvitað að leggja rækt við kynlífið.“ Engar skyndilausnir Gefur þú fólki einhver hagnýt ráð í bókinni? „Ég þekki engar skyndi- lausnir. Við ræktum ekki ástina nema með ákveðinni fyrirhöfn. Hollt getur verið að taka sjálfan sig í gegn þótt yfirleitt sé fólk fúsara til að benda á veikleikana í fari makans. Við þurfum að vera fúsari til að við- urkenna eigin veikleika og draga okkur sjálf upp á hárinu upp úr alls kyns sjálfsblekkingum eins og Munchausen gerði forðum. Það má líta á hjónabandið sem þroskatæki- færi. Jafnnáið samneyti við aðra manneskju veitir okkur frábært tækifæri til að kynnast sjálfum okk- ur betur. Makinn kynnist okkur eins og við erum – kostum okkar og göll- um.“ Inn í aðaltextann er fléttað styttri persónulegum lýsingum. „Við köll- uðum þessa texta kryddtexta á með- an ég var að skrifa. Þú veist að fræðimenn verða alltaf að vera svo formfastir í skrifum sínum. Rithöf- undurinn í mér naut þess að fá tæki- færi til að leika lausum hala í þess- um svipmyndum úr ástarsamböndum.“ Hvaðan koma þessar svipmyndir? „Já, hvaðan fær rithöfundurinn hugmyndir sínar?“ spyr Anna á móti og játar því að væntanlega séu margar svipmynd- irnar upprunnar í hennar eigin reynslu. „Ég get heldur ekki neitað því að reynsla mín af stofunni hefur komið að góðu gagni við samningu bókarinnar. Ekki þó á þann hátt að ég taki þaðan einstök dæmi. Fremur hef ég með því að hlusta á fólk feng- ið frábært tækifæri til að átta mig á því hvaða vandamál fólk er helst að glíma við úti í samfélaginu. Ekki má heldur gleyma því að auðvitað hef ég verið með augu og eyru opin fyrir áhrifum úr öllum áttum. Satt að segja er svolítið merkilegt þegar maður sest svona niður til að skrifa bók að allt í einu er eins og allt sé yf- irfullt af viðfangsefninu í blöðum, bókum og tímaritum svo fátt eitt sé nefnt.“ Anna er spurð að því hvað hafi rekið hana til að skrifa bókina. „Áhugi minn á því að skrifa um ást- ina í stærra samhengi,“ svarar hún. „Ekki aðeins ástina á milli tveggja einstaklinga, sem sett hefur verið á stall og lofsungin, heldur líka ástina í samfélagi mannanna. Mikilvægi þess að láta sig aðra varða, eiga ein- læg samskipti við annað fólk og áfram væri hægt að halda. Við erum komin út á býsna hálan ís þegar samskipti fólks eru farin að einkenn- ast af kaldhæðni og yfirborðs- dýrkun. Þegar ekki nægir t.d. að út- nefna tíu best klæddu konurnar heldur líka þær tíu verst klæddu og fjölmiðlamenn leyfa sér að gera dónalegar athugasemdir um holda- far kvenna. Hegðun af þessu tagi gerir ekki annað en að kalla fram minnimáttarkennd, hræðslu og ein- manaleika.“ Að gefa af sjálfum sér Anna gengur sjálf á undan með einlægri lýsingu á persónulegri reynslu sinni í bókinni. „Já, viltu að ég segi frá því,“ segir hún lítið eitt hikandi. „Ég verð eiginlega að byrja að segja frá því að ég var beðin að halda erindi á Norðurlandaþingi kynfræðinga fyrir nokkrum árum. Þó svo að ég áliti mig ekki sérfræð- ing á sviði kynlífs ákvað ég að láta slag standa og taka verkefnið að mér með tilheyrandi heimildaöflun og lestri. Á sama tíma voru mikil átök í einkalífi mínu og því ákvað ég að vinna að fyrirlestrinum í sum- arbústað uppi í sveit til að einangra mig dálítið frá því sem var að gerast heimafyrir. Allt í einu, þegar ég var að lesa mér til þarna í sum- arbústaðnum, rann upp fyrir mér ljós varðandi reynslu úr mínu eigin lífi. Nokkru áður hafði ég orðið fyrir flókinni reynslu í samskiptum mín- um við nýjan mann í lífi mínu. Þessi reynsla mín var í rauninni tvíþætt. Annars vegar hafði ég orðið fyrir vonbrigðum með að hann skyldi hvorki sýna mér ómælda samúð né óskilyrtan stuðning þegar ég sagði honum frá erfiðleikum í samskiptum mínum við fyrrverandi eiginmann minn heldur benda mér einfaldlega á að hann væri ennþá maðurinn í lífi mínu – ég ætti enn eftir að hreinsa út úr djúpu sári. Hins vegar hafði ég upplifað með honum erótíska raf- magnaða nánd sem öðlaðist nú dýpri merkingu fyrir mér.“ Anna segir að markmiðið með því að segja frá þessari reynslu í bókinni hafi verið að útskýra að nánd þyrfti ekki alltaf að fela í sér óskilyrtan stuðning og samþykki. „Annað markmið mitt með því að segja ein- læglega frá svo persónulegri reynslu var að ganga á undan með góðu for- dæmi um einlæg tjáskipti. Þó fer því fjarri að ákvörðunin um að ganga jafnnærri einkalífinu og ég gerði með því að birta þennan kafla hafi verið auðveld. Ég fylltist oft kvíða og efasemdum um að ég væri að gera rétt á meðan ég var að skrifa bókina. En svo þegar henni var lokið var því líka lokið. Bókin er hér,“ seg- ir Anna og grípur utan um bókina, „og lýtur sínum eigin lögmálum.“ Lesið upp í karlaklúbbum „Mig langar ekki til að hneyksla heldur til að stuðla að því að fólk öðl- ist frelsi í kynlífinu og í lífinu sjálfu,“ heldur Anna áfram og er spurð að því hvaða viðbrögð hún hafi fengið. „Ég hef fengið mjög jákvæð við- brögð. Margar konur hafa sagt að þeim finnist frábært að kona skuli fjalla um kynlíf eins og ég fjalla um þennan sjálfsagða hluta af lífinu í bókinni.“ Er þetta kannski svona bók sem konur kaupa handa sjálfum sér, ræða í saumaklúbbum og kemst aldrei til karla? „Öðru nær, karlar hafa sýnt bókinni mikinn áhuga og ég er búin að lesa upp úr henni í fjöl- mörgum karlaklúbbum. Best er auð- vitað að bæði konur og karlar lesi bókina. Ég veit að ein kona keypti bókina, renndi yfir hana sjálf og lét síðan pakka henni fallega inn í blómabúð með rauðri rós til að gefa manninum sínum til að þau gætu lesið hana saman á aðventunni. Ég verð líka að nota tækifærið til að læða því að hér að lokum að bókin er ekki bara fyrir pör heldur líka fyrir þá sem eru einir, því hún fjallar ekki síst um hversu mikilvægt er að elska sjálfan sig.“ Hugurinn er uppspretta hamingju og ástar Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ago@mbl.is Íslendingar tóku bókinni Leggðu rækt við sjálfan þig tveimur höndum fyrir tveimur árum. Anna G. Ólafsdóttir spjallaði við Önnu Valdimarsdóttir, höfund bókarinnar, um nýju bókina Leggðu rækt við ástina. Í öllum samböndum er nauðsynlegur eiginleiki að geta litið framhjá þreytandi smáatriðum eins og því hvernig tann- kremstúban er kreist, segir Anna Valdimarsdóttir. GRAFARHOLT Útboð á byggingarrétti fyrir fjölbýlishús, raðhús og parhús Auglýst er eftir kauptilboðum í byggingarrétt á neðangreindum lóðum í Grafarholti: Fjórar lóðir fyrir fjölbýlishús: • Kristnibraut 95 – 97 og 99 – 101: Tvær lóðir fyrir 18 íbúða hús hvor. • Þórðarsveigur 11 – 21: Lóð fyrir tvö hús með samtals 44 – 52 íbúðum. • Þorláksgeisli 13 – 17: Lóð fyrir 12 – 18 íbúða hús. Níu lóðir fyrir raðhús: • Þorláksgeisli 44 – 50: Lóð fyrir raðhús með 4 íbúðum. • Þorláksgeisli 56 – 60, 62 – 66, 82 – 86 og 88 – 92: Fjórar lóðir fyrir raðhús, 3 íbúðir á hverri lóð. • Biskupsgata 1 – 9, 11 – 19, 21 – 29 og 31 – 39: Fjórar lóðir fyrir raðhús, 5 íbúðir á hverri lóð. Fimm lóðir fyrir parhús: • Þorláksgeisli 52 – 54, 74 – 76, 78 – 80 og 94 – 96: Fjórar lóðir fyrir parhús, 2 íbúðir á hverri lóð. • Jónsgeisli 79 – 81: Ein lóð fyrir parhús með 2 íbúðum. Byggingarrétturinn er boðinn út til einstaklinga og fyrirtækja. Hæstbjóðandi þarf að vera reiðubúinn að leggja fram upplýsingar um fjármál sín og áætlun um fjármögnun framkvæmda við viðkomandi húsbyggingu áður en afstaða verður tekin til tilboðs hans. Kauptilboðum skal skila til skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir klukkan 16:00 þriðjudaginn 7. janúar 2003. Tilboðin verða opnuð í Skúlatúni 2, 5. hæð, sama dag klukkan 16:10 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Kauptilboðum skal skila í lokuðum umslögum, merktum „Grafarholt - kauptilboð". Tilboðseyðublöð, útboðsreglur og skipulagsskilmálar fást á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, frá og með mánudeginum 16. desember. Einnig er hægt að nálgast tilboðseyðublað og útboðsreglur á heimasíðu borgarverkfræðings (www.rvk.is/bv) undir málaflokknum „Lóðir". Brýnt er fyrir bjóðendum að kynna sér gögnin rækilega. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563 2310. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík Reykjavíkurborg • Umhverfis- og tæknisvið Skrifstofa borgarverkfræðings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.