Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ú
T ER komið 5. bindi
skemmtisagna í rit-
röðinni 101 ný vest-
firsk þjóðsaga, eftir
Gísla Hjartarson, leið-
sögumann og ritstjóra Skutuls,
blaðs jafnaðarmanna á Vestfjörð-
um. Gísli segir sjálfur að menn
skyldu ekki taka þessar sögur sem
sagnfræði á nokkurn hátt. ?Sumar
eru sannar, aðrar lognar, fótur fyr-
ir enn öðrum, en flestar hafa geng-
ið manna á meðal hér vestra. Regl-
an í þessum skemmtisögum er sú,
að reynt er að segja frá skemmti-
legum atburðum og tilsvörum, að
sagan sé fyndin, að réttra nafna
viðkomandi persóna sé getið en öll
sannprófun og sagnfræði látin eiga
sig. Reyndar verða ?ýkjusögur?
ekki til af engu. Það er fótur fyrir
þeim. Það er út í bláinn að spyrja
um trúverðugleika slíkra sagna.
Þeim er ekki ætlað að segja sann-
leika. Þær eru til skemmtunar. Þá
er sú frásögnin réttust sem er
skemmtilegust og vandséð hvort til
sé betri mælikvarði á sögurnar.?
Hér fara nokkrar sögur úr bók-
inni:
Forboðin kjötvara
Ólafur Helgi Kjartansson, fyrr-
um sýslumaður á Ísafirði, er ætt-
aður norðan úr Aðalvík og hefur
því ákaflega ríkan skilning á menn-
ingarheimi útkjálkamanna. Meðan
Ólafur Helgi var sýslumaður Ísfirð-
inga bjó hann í embættisbústað við
Urðarveg 47. Nokkru utar við
sömu götu, eða í húsinu númer 37,
býr Konráð Eggertsson hrefnu-
veiðimaður, mikið náttúrubarn.
Slúðursögur hafa lengi gengið
um að Konni veiði eina og eina
hrefnu, þrátt fyrir hvalveiðibann
hátt á annan áratug, þegar þær
synda óvænt fyrir stefnið hjá hon-
um, og miðli síðan afurðunum til
unnenda hrefnukjöts og rengis,
sem eru margir hér vestra.
Sumarkvöld fyrir nokkrum árum
hringdi dyrabjalla hjá sýslumanni.
Ólafur Helgi fór sjálfur til dyra og
fyrir utan stóð aðkomumaður sem
spurði hvort það væri hér sem
hrefnukjöt væri til sölu.
Það kom nokkuð á sýslumann en
síðan svaraði hann:
Nei, en þú gætir spurt hér aðeins
utar, þarna í húsinu með græna
þakinu.
Tveir slæmir kostir í lífinu
Matthías Bjarnason var sam-
gönguráðherra þegar Arnarflug
sáluga byrjaði að fljúga á Ham-
borg. Þetta var í apríl árið 1986.
Hópi fyrirmanna var að sjálfsögðu
boðið í ferðina. Á meðal þeirra var
ungur ritstjóri Þjóðviljans, Össur
Skarphéðinsson, sem þá var að
stíga sín fyrstu skref í pólitíkinni.
Þeir Matthías þekktust ekkert áð-
ur. Þegar leið að kvöldi hins fyrsta
ferðadags lentu þeir saman undir
vegg í kokteilboði hjá þeim þýsku.
Matthíasi leist strax vel á þegar
strákur kvaðst vera Dýrfirðingur
að uppruna og hafa verið á sjó fyrir
vestan. Ekki minnkaði ánægjan yf-
ir hinum nýja kunningja þegar í
ljós kom að hann gat sopið þýska
snafsa á við harðnaða vestfirska
togarasjómenn. Þegar leið á kvöld-
ið og föruneyti ráðherrans ætlaði
að taka á sig náðir sagði sam-
gönguráðherrann ekki koma til
mála að spilla svo fögru vorkvöldi í
Hamborg með óþarfa svefni. Hér
væri hann þar að auki kominn með
í hendurnar villuráfandi sál ungs
Vestfirðings, sem hefði lent í klóm
á kommúnistum fyrir sunnan. Kvað
hann sér skylt að láta reyna á
hvort ekki væri möguleiki að leiða
hann aftur til réttrar trúar enda
drengurinn undan heiðarlegu
íhaldsfólki kominn.
Síðan þreif Matthías tvær flösk-
ur af Bismarck-vodka undir annan
arminn en tók Össur undir hinn,
svipti hvoru tveggja inn í ráðherra-
svítuna og skellti í lás á nef fylgd-
armanna úr ráðuneytinu.
Í svítunni sátu þeir félagar svo
fram undir morgun, sungu ýmist
slagara að vestan eða sögðu sögur
með miklum tröllahlátrum, og
harðneituðu að ljúka upp dyrum
þegar ráðvilltir ráðuneytismenn
reyndu að fá ráðherrann til að
leggjast til svefns.
Matthíasi sagðist svo frá seinna,
að lengi framan af nóttu hefði hann
talið sig eiga von um að snúa Öss-
uri til réttrar áttar. Undir morgun
hefði honum loks orðið ljóst að
hann ætti líklega litla von um
strákinn. Þá hefði heyrst mikill
lúðrablástur að utan, Össur hefði
svipt upp svalaglugga og þeir fé-
lagar séð lúðrasveit storma niður
breiðstrætið undir þöndum lúðrum.
Össur hefði þá stigið út á svalirnar
og heilsað með svo miklum virðu-
leik að lúðrasveitin nam staðar og
hóf að leika Internationalinn meðan
Össur söng hástöfum með á ís-
lensku.
Þá varð mér ljóst að þarna var
gersamlega fortöpuð sál á ferðinni,
sagði Matthías, sem annaðhvort
myndi fara í hundana eða verða
leiðtogi sósíaldemókrata á Íslandi.
Ég veit ekki hvort er verra!
Að kveðja söfnuðinn
Vorið 2002 urðu prestaskipti á
Selfossi í Árnesprófastsdæmi. Séra
Þórir Jökull Þorsteinsson hvarf frá
embætti sóknarprests og gerðist
prestur Íslendinga í Kaupmanna-
höfn, en við tók séra Gunnar
Björnsson, áður prestur í Bolung-
arvík og Holti í Önundarfirði.
Í tilefni af þessu var sungin há-
tíðarmessa í Selfosskirkju og
kvaddi þá séra Þórir Jökull söfnuð
sinn með predikun en séra Gunnar
þjónaði fyrir altari. Eftir messu af-
skrýddust prestarnir í skrúðhúsi
kirkjunnar. Um leið og séra Þórir
leggur frá sér hempuna segir hann
og andvarpar:
Æ, það er nú eitthvert allra leið-
inlegasta prestsverkið að kveðja
söfnuðinn sinn.
Gellur þá við í séra Gunnari:
Já, satt segirðu, elskulegi koll-
ega. Þess vegna er ég alltaf vanur
að láta reka mig!
Jarðarsalan
Við Alþingiskosningarnar 1974
voru þeir Sighvatur Björgvinsson
og Vilmundur heitinn Gylfason í
framboði í tveimur efstu sætum á
lista Alþýðuflokksins á Vestfjörð-
um. Báðir voru í fyrsta sinn í fram-
boði til þings. Á þessum tíma vann í
fjármálaráðuneytinu Höskuldur
Jónsson frá Vonarlandi í Djúpi,
bróðir Kristins Jóns Jónssonar,
fyrrum rekstrarstjóra Vegagerðar-
innar og bæjarfulltrúa á Ísafirði.
Höskuldur varð seinna forstjóri
ÁTVR. Í ráðuneytinu starfaði einn-
ig Gunnlaugur M. Sigmundsson,
síðar þingmaður Framsóknar-
flokksins á Vestfjörðum, og var
hann undirmaður Höskuldar.
Starfsmannafélag Stjórnarráðs-
ins hafði áhuga á jarðarkaupum á
Vestfjörðum og fóru þeir Gunn-
laugur og Höskuldur vestur í
Þorskafjörð til að skoða eyðijörð,
sem var til sölu. Sama dag eru þeir
félagar Sighvatur og Vilmundur á
yfirreið um Austur-Barðastrandar-
sýslu og höfðu auglýst kosninga-
fund í Króksfjarðarnesi um kvöldið.
Ekki tókst betur til en svo hjá
þeim Höskuldi og Gunnlaugi þegar
þeir komu í Þorskafjörðinn, að þeir
fóru jarðavillt og komu að bæ sem
var í ábúð. Þá er þeir reyndu inn-
göngu í bæinn reyndist útihurðin
föst í falsi eins og hún væri negld
aftur eða krækt að innanverðu.
Börðu þeir því og spörkuðu í hurð-
ina án þess hún opnaðist.
Höskuldur bað því Gunnlaug
víkja til hliðar, tók tilhlaup og ætl-
aði að kasta sér á hurðina, en
Gunnlaugur beið átekta við dyra-
hellu. Rétt í þann mund er Hösk-
uldur skellur á hurðinni opnast
dyrnar en hann hentist inn eftir
ganginum og hafnaði þar flatur. Í
dyragætt stóð öskureiður bóndinn
og spurði höstuglega hver djöfull-
inn gengi hér á.
Gunnlaugur svaraði að bragði:
Ég heiti Vilmundur og þessi
langi sem liggur þarna inni á gangi
heitir Sighvatur. Við erum komnir
hér til að boða landbúnaðarstefnu
Alþýðuflokksins!
Virðing fyrir námi
Kjartan Sigmundsson frá Hæla-
vík á Hornströndum, eggja- og
rækjukarl á Ísafirði, var við eggja-
töku í Hornbjargi vor eitt fyrir all-
mörgum árum eins og svo oft fyrr
og síðar. Hafði hann með sér syni
sína tvo, þá Hallgrím (Lalla lækni á
Ísafirði) og Davíð.
Fara þurfti mjóan þræðing í um
þrjú hundruð metra hæð, þar sem
bjargið slútti fram yfir sig svo sá
beint ofan í fjöru. Sá Kjartan að
hrunið hafði úr þræðingnum, svo
vafasamt var að hægt væri að kom-
ast þar áfram. Hann stansaði eitt
augnablik, aldrei þessu vant, þar
sem hann var með óvana syni sína
með sér. Lalla, sem var nýkominn
að sunnan eftir fyrsta ár í námi í
læknadeild Háskólans, varð svo
mikið um að sjá föður sinn í fyrsta
sinn á ævinni hika við nokkurn
hlut, að hann bauðst til að fara á
undan.
Kjartan sagði þá umsvifalaust:
Nei, það verður annaðhvort ég
eða bróðir þinn. Ég tek ekki séns-
inn á að horfa á heilt ár í lækna-
deildinni fara hérna niður í fjöruna.
Bókarkafli Sannar og lognar vestfirskar þjóðsögur sem Gísli Hjartarson leiðsögumaður hefur safnað að sér eiga það allar sameig-
inlegt að áhersla er lögð á skemmtigildi sagnanna. Og sjálfur segir Gísli ?ýkjusögur? ekki verða til af engu.
Skemmtilegasta 
frásögnin er réttust
101 ný vestfirsk þjóðsaga eftir Gísla
Hjartarson kemur út hjá Vestsfirska for-
laginu og er 120 bls. að lengd.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64