Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
R
ÓMANTÍSK ást er
meðal þeirra ótal-
mörgu blíðu þátta í
mannlegri tilveru
sem gjarnan eru spyrtir
saman við jólin. Hún er
meira að segja frekar of-
arlega á blaði yfir þær fal-
legu mannlegu kenndir sem
taldar eru tengjast jólum og
kemur þar fast á hæla
náungakærleika, sam-
kenndar, gjafmildi og þakk-
lætis. 
Um sess rómantískrar
ástar í huga fólks um jól
vitnar fjöldinn allur af vin-
sælum jólalögum; ?Jólagjöf-
in mín í ár ekki metin er til
fjár ??, ?Ég kem heim um
jólin ??, ?Hann verður hjá
mér um jólin ??, ?Það er
allt breytt vegna þín, þú
komst með jólin til mín ??,
?Verði jólin þín fín, þó að
blá verði mín ?,? að
ógleymdu sígilda barnalag-
inu ?Ég sá mömmu kyssa
jólasvein ??. 
Að vísu veit ég til þess að
jóladægurlög með róm-
antísku ívafi geta farið í
taugarnar á sumum. Til
dæmis þeim sem vildu
gjarnan geta sagt ?jólagjöf-
in er ég sjálf ??, en hafa
svo engan í augsýn þá
stundina sem hægt er að
beina orðunum til. Ung kona
sem ég þekki fær til dæmis
alltaf hroll þegar hún heyrir
þetta lag því það minnir
hana á þegar hún var sextán
ára einmana unglingur og
þráði ekkert heitar en að
?gefa sig? einhverjum æð-
islegum. Ég þekki aðra unga
konu sem finnst jólin alveg
óbærilega rómantískur tími.
Þessi kona er og hefur verið
einhleyp undanfarin ár, og
ráð hennar til að líða vel í
allri jólarómantíkinni er að
redda málum tímabundið og
því fær hún sér yfirleitt
?jóla-kærasta?. Henni geng-
ur yfirleitt ágætlega að
finna einhvern sem er til í
að gegna þessu mikilvæga
hlutverki í lífi hennar og eft-
ir jólin tekur hún svo gjöfina
sem var ?hún sjálf? til baka. 
En hvort sem ástarsam-
band snýst um að gefa sjálf-
an sig og þiggja einhvern
annan er ljóst að á unglings-
og fyrstu fullorðinsárum er
fólk mikið að prófa sig
áfram á brautum ástarinnar
og ástarsambanda. Prófa að
vera helmingur af pari og
taka þátt í félagslegu athæfi
sem slíkur. Og tilraunir í
þeim efnum eiga sér einmitt
stað á ýmsum vígstöðvum
um jólin. 
Um daginn varð ég vitni
að umræðum unglings-
stelpna sem fólu í sér vanga-
veltur um hversu mikið þær
væru skotnar í þeim
strákum sem áttu hug
þeirra og hjarta þá stund-
ina. Ýmsir mælikvarðar
voru notaðir til að átta sig á
styrkleika ?skotsins?, en
einn sá allra mikilvægasti
gekk út á það hvort viðkom-
andi stelpa gæti hugsað sér
að ganga hönd í hönd með
viðkomandi náunga niður
Laugaveginn á Þorláks-
messu. Að mati stelpnanna
jafngilti slíkt því að op-
inbera trúlofun sína, enda
myndu þær hitta ?alla? og
?allir? myndu vita að þau
væru saman. Auk þess væri
Þorláksmessa einn ?róm-
antískasti dagur ársins? í
miðbænum og þess vegna
?tímir maður alls ekki að
eyða honum með hverjum
sem er?. 
Annað sem gerist um jól
er að nýleg pör þurfa að
skilgreina og meta samband
sitt formlega. Um jólin
neyðast þau til að taka af-
stöðu til ákaflega mikil-
vægrar spurningar, ræða
hana sín á milli og komast
að sameiginlegri niðurstöðu
í sátt. Spurningin er sumum
afar erfið, hún vofir yfir í
nokkrar vikur, fólk forðast
umræðuefnið, er hrætt um
að særa, vera of ágengt,
hrætt við afstöðu hins. En
ákvörðunin er engu að síður
óumflýjanleg; Tek ég þig
með í jólaboðin? Og fer ég
með í þín?
Það er ýmsu að kvíða þeg-
ar bláókunnug jólaboð eru
annars vegar. Og kannski
ekki minna að kvíða þegar
maður tekur bláókunnuga
manneskju með sér í jóla-
boð. Ekki þarf að fara út í
miklar málalengingar til að
útskýra hvað við er átt.
Flestallir þekkja, ýmist sem
beinir þátttakendur eða
áhorfendur, vandræðagang-
inn og grínið sem skapast
gjarnan kringum nýja fylgi-
sveina og -meyjar ungra
ættingja í jólaboðum. Oft er
þetta bara skemmtilegt, en
oft ekki bara skemmtilegt
fyrir alla hlutaðeigandi. Of-
an á vandræðalegheitin
hrúgast svo endalausar
áhyggjur. Kemur hún/hann
nógu vel fyrir? Er ég nógu
snyrtileg/ur? Er fjölskyldan
mín skrýtnasta fólk sem
hann/hún hefur hitt? Er fjöl-
skyldan hans/hennar skrýtn-
asta fólk sem ég hef hitt?
Allt er á suðupunkti. Að
sjálfsögðu, því nýtt blóð er
mjög spennandi viðbót við
hefðbundið jólaboð þar sem
gestalistinn er alltaf sá
sami. Því er sá nýi gjarnan
spurður spjörunum úr, bor-
inn saman (í laumi) við fyrri
kærustur/kærasta viðkom-
andi o.s.frv. 
Svo geta alltaf komið upp
óþarflega vandræðalegar að-
stæður þegar segjum gamall
frændi áttar sig ekki á því
að kærasti ungrar frænku
hans er ekki sá sami og í
síðasta boði og fer að spyrja
hann ítarlega út í bransann,
það er að segja bransa fyrri
kærastans. Nú getur þetta
orðið ennþá vandræðalegra
þegar nýi kærastinn reynir
að benda frændanum á að
hann fari mannavillt, en
frændinn þrætir fyrir það
þannig að aðrir ættingjar
þurfa að skerast í leikinn og
brátt er öll stofan komin út í
það að leiðrétta misskilning-
inn. ?Nei, sjáðu, það var
annar ? ?sonur hennar æ
þú veist ??, ?já einmitt,
hann var svo ágætur ??,
?en það fór víst út um þúf-
ur ??, ?þetta er svona þetta
unga fólk ??, ?já já, en
þessi er eflaust ágætur líka,
ekki satt vinur?? Þegar ná-
kvæmlega þetta kom fyrir
tiltölulega nýjan kærasta
vinkonu minnar um árið var
skálað hressilega fyrir hon-
um í öðru boði seinna um
kvöldið, enda þótti hann
hafa staðist þessa prófraun
með prýði. 
En svona eru jólin, róm-
antísk og vitlaus. Eins og
nýja kókauglýsingin, þar
sem allir eru að kyssast. Al-
veg eins og mamma og jóla-
sveinninn. Ætli hún myndi
vilja leiða hann niður
Laugaveginn á Þorláks-
messu? 
Birna Anna
á sunnudegi
Morgunblaðið/Jóra
Rómantík
og jólin
bab@mbl.is
Þ
EGAR líða tekur að jólum hitn-
ar vanalega heldur betur í kol-
unum hjá dægurtónlistar-
gagnrýnendum. Nýjar plötur
streyma í búðir, allflestar síð-
ustu þrjá mánuði ársins eða
svo og því nóg við að vera. En
það er ekki bara útgáfan sem eykst, heldur
strengist í svipuðu hlutfalli á taugum allra
þeirra sem innviklaðir eru í ?bransann? á
einn eða annan hátt. Tónlistarmennirnir
reyna hvað þeir geta að koma sér á framfæri
og gagnrýnendur púla við skrifin. Og
árekstrar eru næsta óhjákvæmilegir ? annað
væri ekki mannlegt. 
Sjálfur hef ég starfað við þetta síðan 1999
og haft gaman af. En meðfram hinu opinbera
starfi, þ.e. að rýna, hef-
ur mér þótt athygl-
isvert að fylgjast með
því hvernig þessi ferill
er. Allar tilfinning-
arnar, hornaugun, tor-
tryggnin, gráturinn og
gleðin. Lofið og
skammirnar. Hugur og hjarta þeirra sem
hafa vott af ástríðu gagnvart tónlist eru á út-
opnu á meðan hátíð ljóss og friðar gengur í
garð.
Þeir eru ófáir klukkutímarnir sem fara í
það í viku hverri að rökræða og velta vöng-
um yfir hlutum sem snúa að þessu viðkvæma
starfi ? starfi sem hefur verið kallað það
óvinsælasta í heimi, ef þingmannsstörf eru
undanskilin.
Alltaf er talað um það sama: ?Er hann
hæfur til að fjalla um þetta?? ?Hefur hann
vit á þessu?? ?Er hann fjandsamlegur lista-
manninum?? ?Hefur hann metnað fyrir
þessu?? o.s.frv.
G
óður maður sagði við mig er ég af-
réð að skella mér í þessa vinnu:
?Ertu reiðubúinn að fórna öllum
vinum þínum fyrir peninga?? Ég
hló kæruleysislega að þessu þá en með tím-
anum hefur þessi setning öðlast æ meira
gildi. Ekki það að peningar stjórni áhuga
mínum á þessu ? þá væri ég að gera eitthvað
annað. Nei, í þessari setningu felst í raun
kjarni þess að rýna til gagns: Það að standa
við einlæga sannfæringu sína umfram allt ?
og alla.
Hvað einkennir góðan gagnrýnanda?
Kannski eitthvað á þessa leið: Að setja gagn-
rýnina fram á hlutlausan, rökfastan hátt; tína
fram hið góða og slæma sem verkið prýðir;
jafnvel setja það í sögulegt samhengi. En
þetta er að sjálfsögðu öllu snúnara en þetta,
sérstaklega á Íslandi. En rökfestan og hlut-
leysið eru efalaust það sem mestu skiptir.
Þversögn þess að gagnrýna eins tilfinn-
ingahlaðinn hlut og tónlist er nefnilega sú að
gagnrýnandinn verður að vera ?ískaldur? í
umsögn sinni. Hann má vissulega hrífast og
hann má líka reiðast en allt verður það að
gerast innan ópersónulegs tóms, sem stendur
utan við listamennina sem skapa. Hér erum
við komin að því sem er kannski mikilvæg-
ast. Gagnrýnin snýst nefnilega um tónlistina
sem slíka, ekki þá sem höfðu gæfu eða ólán
til að gefa hana frá sér.
Í
sland, með sína 280.000 íbúa eða þar um
bil, er samfélag nálægðarinnar í menn-
ingarlegu tilliti. Hér þekkja allir alla og
það eru hagsmunatengsl til hægri og
vinstri ? tengsl sem standa oft og tíðum
hreinum listaumfjöllunum fyrir þrifum. Sið-
ferðilegur vandi steðjar því oft að gagnrýn-
andanum ? eitthvað sem fæstir hafa samúð
með, þar sem þeir eru iðulega óttaleg fífl.
Reyndar ekki alltaf, og í raun er gagnrýn-
endum stundum snúið eins og viljalausum
vindhönum. Ef þeir eru ánægðir með plötu
eru þeir snillingar ? sérstaklega í augum
þeirra sem að tiltekinni plötu koma. Ef þeir
eru óánægðir eru þeir rakin fúlmenni, mis-
heppnaðir monthanar með minnimátt-
arkennd. Hvernig gagnrýnin sjálf er sett
fram skiptir engu máli.
A
ð gagnrýna á Íslandi er ekki ólíkt
því að sitja við 280.000 manna kvöld-
verðarborð og segja: ?Já, á meðan
ég man, pabbi. Platan þín er ömur-
leg.? Í samfélagi nálægðarinnar er listrýni
mjög viðkvæmur hlutur.
Ég trúi því einlæglega að fagmenn eigi að
fjalla hlutlaust um allar listrænar afurðir
sem út koma. Öll umræða er góð ? sé það
gefið að hún sé almennilega sett fram og ær-
leg. Vinir sem ég á í Færeyjum tjáðu mér að
nálægðarvandinn væri enn meiri þar. Ef
plöturnar væru ?lélegar? væri ekkert fjallað
um þær og þær sem fengju dóma væru ann-
aðhvort lofaðar í hástert eða þá að dómarinn
færi eins og köttur í kringum heitan graut í
umfjölluninni, logandi hræddur við það að
styggja vini og félaga. Þetta gerir engum
gagn.
Það þarf að hafa hugfast að í listrýni er
verið að ?rökræða um málefni við menn?, það
er ekki verið að ?rökræða við menn um mál-
efni?. Listin stendur fyrir ofan okkur, dauð-
lega menn ? persónulega sviðið spillir. 
Þ
egar góður gagnrýnandi setur fram
hugmyndir sínar um eitthvert verk,
fjalla þær um verkið, ekki mennina
sem á bakvið standa. Ef þessum
sama gagnrýnanda þykir eitthvað miður fara
á einhverri plötu er það ekki vegna úlfúðar
út í skapandann. Nei, matið byggist á lærð-
um samanburði við það sem hann hefur áður
heyrt í tónlistinni, blandað við eitthvað sem
mætti kalla brjóstvit. 
Það gleymist líka furðu oft að dómarinn er
enginn guð og hann hefur líka gott af hlut-
lausri, rökrænni gagnrýni alveg eins og við-
fangsefni hans.
Hérlendis ana menn allt of oft út í per-
sónulegar hártoganir ef þeim mislíkar eitt-
hvað í dómum. Sú orkueyðsla er óþörf og
órökvís þegar allt kemur til alls. Og engum
til gagns.
Gagnrýnispunktar
PRÚÐULEIKARARNIR og gagnrýnendurnir Waldorf og Statler eru ekki vanir að skafa utan af því.
AF LISTUM
Eftir Arnar 
Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞÁTTURINN ?The Critic? sem frumsýndur var 1994 gerir stólpagrín að lífi gagnrýnandans.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64